Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Blaðsíða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
-wr Heimur
I>V
Fiskamolar
Hitt og þetta _____
Það eru fleiri fiskar í
heiminum en fuglar og "—'
spendýr. Svo nefndir rafinagnsálar
geta gefið frá sér allt að sex hundruð
volta straum. Risakolkrabbinn er með
stærstu augu í heimi. Fiskar hósta.
Níutíu og fimm prósent allra guiMska
eru ræktaðir í Flórida.
Þykkt hreistur
Fiskhreistur er notað í varalit.
Hreistur vatnakarfategundar í Norður-
Ameríku er svo þykkt að indíánar not-
uðu það sem örvarodda og landnemar
klæddu hús sín með því til að verjast
skotárásum.
Gott lyktarskyn
Hákarlar skynja blóð sem hefur
styrkleikann einn á móti milljón. Lík-
umar á því að vera drepinn af hákarli
er einn á móti þrjú hundruð miiljón en
einn á móti sex milljón að vera drep-
inn af býflugu. Ákveðin tegund há-
karla getur stokkið allt að sex metra
upp úr sjónum. Algengasta nafii í
heiminum á gullfiskum er Jaws.
Úr öllum áttum
Sumir fiskar
gefa frá sér frygð-
arstunur á meðan
þeir makast.
Lungnafiskar
ganga á land og
klifra i trjám. Fisk-
ar sem lifa í vötn-
um í dimmum hellum eru blindir, þeir
klekjast með augu en þau lokast í
myrkrinu og gróa saman.
Sogmunnur
Fiskar með sogmunn eru frumstæð-
astir allra fiska. Þeir lifa aðallega við
botninn og sjúga upp lífrænar leifar
sem þeir nærast á. Þróunarfræðingar
telja þá geta veitt mikilvægar upplýs-
ingar um þróun dýra.
Hvalháfur
Stærsti fisk-
urinn í sjónum
heitir hvalháf-
ur, Rhiniodon
typus, hann getur orðið allt að átján
metra langur. Hvalháfurinn lifir á sjáv-
arsefi og er því hættulaus fyrir menn.
Fiskurinn er veiddur til matar og þyk-
ir herramannsmatur í Austurlöndum.
Hversu gamall?
Aldur fiska er lesinn úr hreistri
þeirra á svipaðan hátt og menn lesa ár-
hringi í trjám. Hver hringur táknar
eitt ár. Sumar tegundir gullfiska geta
orðið sjötíu ára gamlar.
Minnsti fiskurinn
Minnsti fiskur í heimi heitir
Trimmatom nanus á latínu. Hann er
undir sentímetra á lengd og frnnst í
stöðuvötnum í Indónesíu.
Hraösund
Talið er aö segffiskurinn í Kyrrahafi
syndi hraðast allra fiska. Hann hefur
mælst á eitt hundrað og tíu kílómetra
hraða á klukkustund.
Margir fiskar í sjónum
Það hefur verið áætlað aö í heimin-
um séu um tuttugu og átta þúsund teg-
undir fiska en þar sem aðeins litill
hluti hafsins hefur verið kannaður
geta tegundimar allt eins verið tuttugu
og átta þúsund til viðbótar. Um fjöru-
tíu prósent fiska lifa í ferskvatni.
Kynskiptingar
Til eru
fiskar sem
fæðast tví-
kynja, þeir
eru karl-
kyns fram-
anafævien
breytast síðan í kvenkyn. Fiskamir
lifa í hópum þar sem kvenkynið er efst
í goggunarröðinni, þegar ríkjandi
kvenfiskur drepst skiptir sterkasti
karffiskurinn um kyn og tekur við
stjóm -Kip
Heilastöðvar
hugarangurs fundnar
Vísindamenn hafa komist að því
að fólk sem oft er í fúlu skapi hef-
ur heilastöðvar sem eru ofvirkar.
Þar með vakna vonir um að skiln-
ingur aukist á því hvers vegna
sumir eru oftar en aðrir í slæmu
skapi. Uppgötvun heilastöðva
skapvonskunnar getur leitt til þess
að nýjar aðferðir finnist til að
lækna sjúklegt þunglyndi.
Skönnun á heila fólks sem var í
vondu skapi þegar rannsóknir
voru gerðar sýndu aukna virkni i
þeim hluta heilans sem kallast
ventromedial prefrontal cordex og
er þijá sentímetra bak við hægra
auga rétthentra. Heilastöðvar þess-
ar hafa áður verið greindar í sam-
bandi við tilfinningar.
Vísindamenn við Vanderbilthá-
skóla em enn ekki vissir um hvort
umræddar heilastöðvar valda
slæmu skapi eða hvort þær verða
virkar þegar fólk fer í fýlu eða
leggst í þunglyndi. Aðrar rann-
sóknir sýna að þessar heilastöðvar
stjórna hjartslætti, magasýru-
magni, svita og öðrum lík-
amshræringum sem
settar eru í sam-
band við vont
skap eða
snögg
skap-
brigði.
Ná-
kvæm-
ar
að fá vitneskju um skapferli og
skapbrigði undangenginna daga og
mánaðar.
Þeir
voru
gerðar á
manns þar sem
virkni þeirra heila
stöðva sem álitnar eru
stjórna vonda skapinu.
Sálfræðingar lögðu
einnig spurningar fyr-
ir þá sem tóku þátt í
tilraununum m.a. til
Vísindamenn hafa fundið hvar skap-
brigðin eiga upptök sín og vonast til að það
geti leitt til þess að unnt verði að lækna þunglyndi.
sögðust þjást af óþolinmæði, kvíða
og reiði reyndust hafa mun meira
blóðstreymi um umræddar heila-
stöðvar en þeir sem var rórra í
skapi.
Fólk sem leiðindi sóttu að, svo
sem kviði og þunglyndi, sýndi
greinilega önnur heilaviðbrögð en
hinir sem var rórra í skapi. En
munur á virkni heilastöðva sem
'l stjóma geðsveiflum eða sýna
viðbrögð við þeim er einnig
talsverður hjá fólki sem
ekki á við sjúkleg skap-
brigði eða hugarangur að
l stríða.
Vonir standa til að þeg-
ar stöðvar kvíða, hræðslu
og angurs eru ftmdnar
muni verða hægt að þróa
aðferðir til að draga úr ein-
kennvtm eða lækna þunglyndi
sem hrjáir mun fleiri en al-
mennt er viðurkennt.
Vel
varð-
veitt
risa-
eðla
Á síðasta degi sumarlangrar leit-
ar steingervingafræðinga í norður-
hluta Montanaríkis i BNA kom í
ljós framlöpp af fornri risaeðlu. Vís-
indaleiðangurinn var gerður út af
Judith River-stofnuninni. Þegar bet-
ur var að gáð kom í ljós einhver
best varðveitta risaeðla sem nokkru
sinni hefur fundist og er vísindalegt
gildi skepnunnar talið mikið.
Eðlan er af ættbálknum dinosaur
og vísindaheiti tegundarinnar er
Heil risaeðla
Skrokkur eölunnar sem fannst í Montana er sjö metra langur. Taka varö hann í tvennt til aö flytja á rannsóknarstofur
þar sem mikiö verk bíöur vísindamanna aö skoöa nákvæmlega heillegustu risaeöluna sem fundist hefur.
brachhylophosaurus. Er þetta fjórða
eðlan af þessari tegund sem fundist
hefur.
Það sem gerir fundinn í Montana
sérstæðan er að skrokkurinn og
innyflin eru einstaklega vel varð-
veitt. Það er álitið vera vegna þess
að dýrið dó á heitum og þurrum
sandi og grófst í hann með tíð og
tíma. Þama þomaði risaeðlan eins
og múmía og rotnaði ekki. Með tím-
anum varð múmían að steingerv-
ingi.
Allur skrokkurinn, að skinninu
meðtöldu, er nákvæmlega eins og
þegar skepnan steingerðist. Hægt er
að skoða alla líkamsbygginguna ná-
kvæmlega og sjá hvaða mat hún
nærðist á og hvemig meltingarveg-
urinn og líffærin virkuðu. Þessi ein-
stæði fundur er líklegur til að bæta
verulega við þekkingu manna á
risaeðlum og öðrum furðuskepnum
fomaldar.
Upphituð skjólföt
Á næsta ári eru rafhituð skjólfót
væntanleg á markaðinn. Það er banda-
rískt fyrirtæki sem þróað hefur þessa
nýjung. Rafmagnsteppi hafa lengi ver-
ið á markaði en þau eru þeim takmörk-
um háð að ekki er hægt að nota þau í
meiri fjarlægð en snúran frá innstung-
unni nær. Upphituðu teppin eru með
tveim málmþynnum sem rafmagnið
hitar upp og eru þær innan í ullarefni
eða einhverju slíku. Sú aðferð til upp-
hitunar gagnast því alls ekki í fatnaði.
T
Óndunar-
skyr^rar
Ijartsláttar-
J skynjarar
Öryggis-
náttföt
Menn standa ráðþrota gagnvart
vöggudauða ungbama. Böm sem virð-
ast heilbrigð og eiga langa lífdaga fyrir
höndum látast í vöggum sín án sýni-
legrar ástæðu. Dauðdaginn er tiltölu-
lega algengur og er álitið að í Banda-
ríkjunum einum saman látist 2500 ung-
böm þar sem dánarorsökin er vöggu-
dauði sem getur stafað af köfiiun og
hjartastoppi.
Nú hefur belgiskt fyrirtæki fundið
upp og er að setja á markað náttfot fyr-
ir ungböm með öryggistækjum sem
vara við ef bömin í þeim missa andann
eða hjartað fer að slá óreglulega eða
stöðvast. t náttfótunum era fimm
skynjarar sem nema breytingar á
hjartslætti og andardrætti og gefa frá
sér hljóðmerki þegar hætta er á ferð-
um. öryggisnáttfotin verða sett á
markað um mitt næsta ár.
Nýja upphitunin felst í því að örmjó-
ir þræðir eru ofnir inn í efnið sem
skjólflíkumar eru sniðnar úr og eru
þeir í sambandi við lítið tæki sem í eru
rafhlöður. í stærri og skjólbetri flíkum,
svo sem kuldaúlpum, eru rafmagns-
þræðimir innan í einangruðum lögum
sem era úr mjög þunnu og _
meðfærilegu efni.
t íslenskum umhleyp-
ingum ættu rafhitaðar
flíkur að vera kær-
komnar þar semj
hægt verður að,
auka og minnka,
upphitunina
eftir veðurlagi |
og kuldastigi.
Gagnlaus
heimasíða
Ef ykkur langar til að skoða full-
komlega gagnlausa heimasíðu sláið
þá inn slóðina www.vectorloun-
ge.com/04-amster-
dam/jam/wireframe.html. Á síð-
unni er hægt að fylgjast með beina-
grind sem er stjómað með snúrum
og látin herma eftir hreyfmgum lík-
amans. Skemmtileg tímaeyðsla.
Lekafríir tepokar
Danskir feðgar, Kurt og Per
Christensen, hafa fundið upp tepoka
sem ekki lekur úr.
Á heimili þeirra feðga er drukkið
mikið te og voru þeir orðnir leiðir á
að hafa sífellt bletti á borðdúkunum
vegna þess að það lak úr tepokunum
þegar þeir tóku þá upp úr bollunum.
Og svo þurfti undirskálar til viðbótar
fyrir notaða poka.
Danimir veltu þvi fyrir sér hvem-
ig þeir gætu komist hjá að iáta leka
úr tekpokunum og spara dúkaþvott
og uppþvott á viöbótarundirskálum.
Útkoman er pokar sem drekka í sig
vökvann eftir að þeir era teknir upp
úr bolla eða tekatli. Ekki er gefið upp
úr hvað efni nýju tepokamir eru en
te í þeim verður sett á markað um
næstu mánaðamót og fyrst í stað
verður hægt að velja um fjórar teg-
undir i lekafríum tepokum.