Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2002, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Samfylkingin leggur fram þingsályktun samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar Stuttar fréttir Tillaga um sérstaka rannsókn á Símamáli - störf og tengsl forsætis- og samgönguráðherra við málið verði skoðuð „Við höfum ákveðið að leggja fram tillögu um að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna fjölmörg mál sem hafa komiö upp í tengslum við einkavæðingu Símans og embættisfærsla bæði samgöngu- og forsætisráðherra varðandi málefni Landssímans og einkavæðingarnefndar verði skoð- uð. Hlutverk nefndarinnar verður 1200 börn með erlent móðurmál Nemendum, sem eiga annað móð- urmál en íslensku, hefur fjölgað ár frá ári í grunnskólum landsins. Alls eiga rétt rúmlega 1200 börn i grunn- skólum erlent móðurmál en það eru um 2,7% allra grunnskólanemenda. Flest þessara bama hafa ensku að móðurmáli eða 175. í ööru sæti eru 150 böm sem hafa pólsku að móður- máli og hefur þeim fjölgað um 45 frá haustinu 2000. í þriðja sæti koma svo bömin 107 sem hafa tælensku að móðurmáli. Hátt í 60% bama með er- lent móðurmál búa á höfuðborgar- svæðinu og em böm sem tala ví- etnömsku, kínversku og litháísku að móðurmáli flest búsett á höfuðborgar- svæðinu en þau sem hafa ungversku, færeysku og pólsku að móöurmáli em aðallega búsett utan höfúðborgar- svæðisins. -BG líka að kanna meinta óeölilega rekstrar- og við- skiptahætti stjómenda fyrir- tækisins,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar. Össur Ákvörðun um Skarphéðlnsson. rannsóknamefnd af því tagi sem Samfylkingin hefur verið að boða byggir á 39. gr. stjóm- arskrárinnar sem hljóðar svo: „Al- þingi getur skipað nefndir alþingis- manna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum." Nefnd af þessu tagi var síðast skipuð árið 1955 og gekk hún undir nafninu Ok- urnefndin. Þetta var fimm manna þingnefnd undir forustu Skúla Guð- mundssonar en Gylfi Þ. Gíslason var þar ritari. Hlutverk nefhdarinn- ar var að kanna umfang og eðli ok- urstarfsemi í landinu og skilaði nefndin af sér mikilli skýrslu. Áður höfðu hins vegar einar 15 rannsókn- amefndir veriö skipaðar samkvæmt þessu stjómarskrárákvæði en flest vom þau tilfelli á 19. öld. Samkvæmt þingsályktunartillögu Sigurður Marinósson útgerðarmaður : 20 spor eftir árás með felgulykli Lögreglan á Selfossi rannsakar alvarlega lík- amsárás sem átti sér stað við Hraunbakka 1 í Þor- lákshöfn á þriöjudag. Sig- uröur Marinósson útgerð- armaður lá á sjúkrahúsi í fyrrinótt eftir að maður réðst á hann með felgulykli og röri. Sauma þurfti 20 spor i höfuð hans eftir bar- smíðamar. Árásin átti sér stað í kjölfar deilna sem meðal ann- ars snúast um leigu og afnot af hús- næði og netabúnaði í eigu Sigurðar. Hann sagði við DV að maður sem hefur fengið afnot af húsnæöi í hans eigu og annarra aðila hefði ráðist á sig á þriðjudag. Tveir menn hefðu horft á þegar árásarmaður- inn hefði sagt við þá að hann skyldi „drepa“ Sigurð. Þegar Sigurður hafði fengið eitt högg í höfuðið segir hann manninn hafa haldið áfram og sagt: „Ég ætla að drepa þig“. Við svo búið lét hann höggin dynja á Sig- uröi. Hann kveðst hafa feng- ið tvö högg í höfuðið en átta í bakið. Rannsóknadeild lögreglunnar á Selfossi hefur verið að taka skýrslur af málsaðilum. Árásaraðilinn er ekki búsettur í Þorlákshöfn. Málið fer sína hefðbundnu leið en það er rann- sakað sem alvarleg líkamsárás. -Ótt Slgurður Marlnósson. Sturla Davíð Böðvarsson. Oddsson sem Samfylkingin hefur undirbúið myndi rannsóknamefndin fjalla um efmbættisfærslu bæði samgöngu- og forsætisráðherra í málefnum Land- simans og einkavæðingamefndar og „meinta óeðlilega rekstrar- og við- skiptahætti stjómenda fyrirtækis- ins“. Rannsóknamefndin á sam- kvæmt tillögunni að vera níu manna. Það sem hún á einkum að rannsaka eru meðal annars tildrög starfslokasamnings fyrrverandi for- stjóra Landssímans og ábyrgð ráð- herra og stjómar fyrirtækisins á þeim samningi og hvemig staðið var að ráðningu forstjórans. Hvort eðlilega hafi verið staðið að undir- búningi einkavæðingar fyrirtækis- ins af hálfu einkavæðingamefndar og hver hlutur forsætisráðherra væri í því máli. Hvort hluthafar í Símanum hafi skaðast og hvort stjórnendur Símans hafi hagnast óeðlilega á viðskiptum við hann eða honum tengdum. Samkvæmt hugmyndum Sam- fylkingarinnar á að útvarpa- og sjónvarpa umræðunni vun þessa þingsályktun en hver þingflokkur getur óskað eftir því einu sinni á vetri. Auk þess er lagt til í tillögunni að nefndin starfi fyrir opnum tjöld- um. „Almenningur veitir hinu opin- bera alltaf besta aðhaldið og umræð- an verður þess vegna að vera öllum aðgengileg. Þess vegna leggjum við lika til að rannsóknamefndin geti starfað fyrir opnum tjöldum," segir Össur Skarphéðinsson. -BG Sjá einnig umfjöllun á bls. 6 DV-MYND E.ÓL illa leiklnn Siguröur segir aö maöurinn hafi látiö höggin dynja á sér. ASÍ vill vaxtalækkun Kæran á Sementsverksmiðjuna: Mikill rögburður í gangi - segir framkvæmdastjóri Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands ályktaði á fundi sínum í gær að nú væru öll skilyrði í hagkerfmu fyrir því að Seðlabankinn lækkaöi stýrivexti. „Mæling á neysluvísitölu fyrir febrúar sýndi verðhjöðnun, krónan hefur styrkst verulega á undanfomum vikum og mánuðum og ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. Það er Ijóst að ef Seðlabankinn tekur ekki mið af þessari þróun þá stuðlar það að því að viðhalda verðbólgu," segir í samþykkt ASÍ. Miðstjóm ASÍ skor- ar því á Seðlabankann að leggjast á sveif með verkalýðshreyfingunni, ríkisstjórninni, sveitarfélögum og fyrirtækjum í að draga úr verð- bólgu. Það geri hann meö því að lækka vexti þegar í stað. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir þetta átak síður en svo búið og „það er ásetningur okkar að halda áfram fram í maí og síðan áfram eftir það.“ -BE Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiöjunar á Akranesi, segir ekkert óeðlilegt á ferðinni varðandi sölu á sementi verksmiðjunnar til steypustöðva. Segir hann kæru Allborg Portland íslandi hf. hjá Samkeppnis- stofnun koma í beinu framhaldi af kæru Sements- verksmiðjunnar gagnvart því fyrirtæki í fyrra. Gylfi segir nú í gangi kæru frá Sements- verksmiðjunni fyrir samkeppnis- stofnun EFTA vegna viðskiptahátta Aalborg Portland A/S í Danmörku. Gylfi segir kaup BM-Vallár á sem- enti frá Akranesi á siðasta ári hafa DV-MYND GVA Sementsverksmiöjan á Akranesl Framkvæmdastjóri segir viöskiptin viö BM-Vaitá meö eölilegum hætti. verið 43% af heildarsölu fyrirtækis- ins. Þá var salan hjá Sementsverk- smiðjunni 124.712 tonn. Tölur um víxilskuldir samkvæmt ársreikn- ingi fyrirtæksins árið 2000, sem birtar voru í DV í gær, séu því á engan hátt óeðlilegar. Gylfi segist hafa orðið var við sögusagnir um að skuldir BM-Vallár við verksmiðj- una. Það sé hins vegar rógburður sem eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Staöa BM-Vallár gagnvart Sementsverksmiðjunni hafi líklega sjaldan verið betri og hafi alls ekki versnað frá því sem var í ársreikn- ingi 2000. „Það er ekki óeðlilegt að við- skiptaaðilar skuldi tvo mánuöi. Síð- ustu tvö árin hefur verið mjög erfitt i byggingariðnaðinum og vanskil í heildina eru því almennt heldur meiri en áður. Það er þó ekkert verra hjá okkur en öðrum.“ Sagði hann einnig að nú horfði í veruleg- an samdrátt í sementssölunni vegna minni byggingarframkvæmda. -HKr. Gylfl Þóröarson. Mana ísiendinga Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir engu lík- ara en Norðmenn séu að mana íslend- inga til að halda áfram að veiða kolmunna óheft. Þeir hafa ákveðið að auka kolmunnakvóta sinn um 50.000 tonn á árinu og segir ráðherrann að það gangi þvert á fyrri yfírlýsingar þeirra.ÝAuk þess hafa þeir ákveðið að leyfa tilraunaveiðar á kolmunna norð- an við 65. gráðu. - RÚV greindi frá. Eldsvoði í Einholti Eldur kom upp í Einholtsskóla í gærkvöld. Slökkviiið var kvatt á stað- inn og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks en húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn. Þá kviknaði í kertaverk- smiðju við Nesveg í gærdag. Engin slys urðu á fólki en verksmiðjan er gjörónýt. Lítill fylgismunur 1 könnun á fylgi stjómmálaflokka í Hafnarfírði, sem Samfylkingin lét Gallup gera fyrir sig, kemur fram að 45,9% ætla að kjósa Sjálfstæöisflokk- inn og 41% Samfýlkinguna. Þá segjast 7,1% kjósa Framsóknarflokkinn, 5,7% Vinstrihreyfinguna grænt framboð og 0,3% annað. Sett undir íslensku merki Islenska útflutningsfyrirtækið Nor- fisk hefur náð viðskiptum af Coldwa- ter Seafood í Bandaríkjunum með fiskafúrðum sem framleiddar eru í Kína úr rússnesku hráefni, undir vörumerkinu Origin Iceland. Inn- kaupa- og gæðastjóri Coldwater óttast að þetta geti leitt til verðlækkunar á ís- lenskum fiskafurðum á Bandaríkja- markaði. - Mbl. greindi frá. Hækkun launavísitölu Launavísitalan í janúar hækkaði um 3,5% frá desembermánuði sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofúnni. Vísitalan miðast við meðallaun í hveij- um mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 10%. -HKr. Leiörétting Á Neytendasíðu á þriðjudag birtist verðkönnun á matarkörfú þar sem borið var saman verð í janúar og verð nú. I texta var sagt að matarkarfan kostaði nú 8201 kr. í Nýkaupi en hið rétta er að þetta verð var á körfunni í janúar en karfan nú var á 7773 kr„ eða 6% lægra eins og glögglega mátti sjá í töflu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. -ÓSB f ókus Á MORGUN Sumarvinna úti I Fókusi á morgun er að finna ít- arlega úttekt á skemmtilegum sum- arstörfum sem ís- lensk ungmenni geta komist í víða um heim. Við kynn- um störf allt frá hamborgarasteik- ingum tO jarðar- berjatínsiu sem öll gefa fólki tækifæri á að kynnast nýjum menningar- heimum. Brynja Þorgeirsdóttir fréttakona ræðir um lífið og vinn- una og þá er tekinn púlsinn á ungu ljóðskáldi, ljósmyndara og heimur þeirra húöflúruðu skoðaður. Jón Atli Jónasson segir frá væntanlegri mynd um Eldborgarhátíðina og í Lifinu eftir vinnu er allt um djamm og menningu vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.