Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2002, Side 20
ém 36 Tilvera FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 DV Lokatónleikar Sinfóníuhljómsveitm mim flytja verk eftir Jónas Tómasson, Eiilk Július Mogensen, Hauk Tómasson og Stefán Arason i Háskólabíói i kvöld. Einleikari er öm Magnússon á píanó og stjómandi Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og em þeir siðustu Á Myrkum músíkdögum. Böll ■ PANSSKÓRNIR FRAM Á fímmtu- dagskvöldum eru haldnir Æflnga- danslelkir í Danshöllinni, Drafnar- felli 2, þar sem fólk kemur saman og dansar við fjölbreytta tónlist. Leikhús ■ ANNA KARENINA I kvöld sýnir Þjóðleikhúsiö verkið Anna Karenina eftir á stóra svlðinu kl. 20. ■ BODORPIN 9 I kvöld sýnir Borg- arleikhúsið leikritið Boðorðin 9 eftir V Ólaf Hauk Símonarson klukkan 20. ■ HVER ER HRÆDPUR? í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið Hver er hrædd- ur við Virglníu Woolf? kl. 20. ■ MEÐ FULLA VASA í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið Með fulla vasa af grjótl kl. 20. ■ ÍSLANDS ÞÚSUND TÁR Nem- endaleikhúslð sýnir Islands þúsund tár í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Fundir ■ UNGIR FORELDRAR HITTAST Starfsemin Ungt fólk með ungana sína er á Kakóbarnum ? Geysishúsinu á fimmtudögum milli kl. 11 og 13. Þar hittast ungir for- eldrar með börnin sín.. í dag mun r geðhjúkrunarfræðingur fjalla um efnið Mæður og þunglyndi. ■ UNGLINGURINN í SORG Fræðslukvöld verður í Safnaðar- heimili Háteigskirkju í kvöld milli kl. 20 og 22 á vegum Nýrrar dögunar. Kynnt verður námskeið fýrir unglinga sem misst hafa ástvin. Umsjón hafa Baldur Gylfason, sálfræðingur og hjúkrunarfræöingarnir Helga Jórgensdóttlr og Llnda Kristmundsdóttir ■ LANDAMÆRI LISTANNA Mál fundur veröur í kvöld í Borgarlelk- húsinu um gjörninga, landamæri listanna og tengsl leiklistar og myndlistar. Framsögyr hafa rpyndlistamennirnir Asmundur Asmundsson, Hannes Lárusson og Ragnar KJartansson, Magnús Þór Þorbegsson, leikhúsfræöingur og Olöf Ingólfsdóttir, danshöfundur. Kabarett ■ HATH) f HÁFNARFIRÐI Grunnskólahátíð verður í Hafnarflrði í dag. Sýnd verður ný hafnfirsk bíómynd í Bæjarbíól kl. 14 og 16 og kl. 20 hefst skemmtun í íþróttahúslnu við Víðlstaðaskóla. Skemmtiatriði veröa frá hverjum skóla, sigurvegarar úr karaokee- keppni og hæfileikakeppni skemmta og risadansleikur meö A mótl sól og Ulpu rekur lestina. * Tónlist _______________________ Tón^kóla^Sgm's^ei n s!verða í sal Tónskólans Hraunbergl 2, kl. 18 í dag. Þar verða flutt einleiks-og kammerverk eftir Elías Davíðsson. ■ BLÚS Á VÍDALÍN Andrea Gylfadóttir og Gummi Pé verða á blúskvöldi á Vídalín, Aöalstræti 10 í ^ kvöld Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.is Sigurvegari í átakinu Líkami fyrir LÍFIÐ: Einungis að hugsa um eigin árangur og líðan - segir Sigurlín Jóna sem hreppti vegleg verðlaun Biogagnryni „Ég leiddi aldrei hugann að verð- laununum heldur var einungis að hugsa um eigin árangur og líðan,“ seg- ir Sigurlín Jóna Baldursdóttir sem er meðal þrjátíu og sex sigurvegara í al- þjóðlegri áskorun með yfirskriftina Líkami fyrir LÍFIÐ. Þátttakendur voru yflr milljón manns. Áskoruninni var hrundið af stað af bandariska fyrirtæk- inu EAS sem er framleiðandi fæðubót- areíha og B. Magnússon hf. er umboðs- aðili fyrir. Sigurlin Jóna losaði sig við 10 kíló á þremur mánuðum Hún grenntist um 14 cm í mittið, 13 um mjaðmimar og bijóstummál minnkaði um 14 cm. Hún fær að launum háifa milljón króna í peningum, leðutjakka að verðmæti 70 þúsund, 14 karata gull- hring, að verðmæti 180 þúsund og árs- birðgir af tveimur uppáhalds EAS fæðubótarefiiunum að verðmæti 450 þúsund. Upp og niður tröppurnar Sigurlín Jóna er húsfreyja í Kópa- voginum og flugfreyja hjá Flugleiðum í 67% starfi. Hún á eiginmann, tvær stjúpdætur og fjögurra ára tvíbura, dreng og stúlku. Ekkert af þessu lætur hún aftra sér frá því að stunda lyfting- ar og fara út að skokka reglulega. „Ef ég á ekki heimangengt í ræktina þá hleyp ég bara upp og niður tröppumar heima og geri æfing- ar,“ segir hún glað- lega. Meö fram þessu hefúr hún svo ger- breytt um mataræði, borðar þó sex máltíðir á dag og notar fæðu- bótarefni frá EAS. Hún kveðst hafa aflagast í vextinum þegar hún gekk með tvíburana. „Ég var um 140 cm í ummál þegar ég var sem óléttust og átti í vandamálum með holdafarið eftir fæðinguna. Ég var búin að prófa ýmislegt en árangurinn varð ekki varanlegur. Svo byrjaði ég átakið hjá EAS í febrúar i fyrra. Fyrir átak og eftIr Það sem kom mér af Hvernig er þetta hægt á þremur mánuöum? stað vom myndir sem ég sá í auglýs- ingum frá þeim. Þær vom af fólki sem hafði lagt mikið á sig og uppskar eftir því. Þá hugsaði ég: Ég skal geta breytt mér líka. Fór að stunda lyftingar í Hreyfmgu þrisvar í viku og aðra þrjá daga hljóp ég í 20 mínútur. Það tekur auðvitað í að breyta mataræðinu og festa reglulegar æfmgar í sessi. En ég fór í þetta af heilum hug enda þýðir ekkert annað. Mér datt samt aldrei í hug að ég kæmist alla leið á verðlauna- pall.“ Breytti andrúmsloftinu Næst er Sigurlín Jóna spurð hvort ekki sé erfitt að halda árangrinum við. „Eins og felst i nafhi átaksins þá þýðir þetta nýjan lífsstíl. Ég lauk átakinu í maí en nú veit ég hvað við á. Ég æfi fimm sinnum í viku og held mig við fæðubótarefnin,“ svarar hún. En hvemig skyldi þetta koma við fjöl- skylduna? „Þetta breytti heilmiklu heima. Andrúmsloftið tók stakkaskipt- um eftir að mér fór að líða betur og þetta varð manninum mínum hvatn- ing til að standa sig enn betur í sinni líkamsrækt. Fyrst kvartaði hann mik- ið yfir þeim matarvenjum sem ég inn- leiddi á heimilið en nú vill hann ekk- ert annað og bömin em sama sinnis." - Og hvað er það svo sem fjölskyldan Sex raddir leita lags is§ Sigraði milljón manns „Efég á ekki heimangengt í ræktina þá hleyþ ég bara uþp og niöur tröþpurn- ar heima oggeri æfingar, “ segir Sigurlín Jóna. borðar? Ég borða mikið soðna eggja- hvítu, túnfisk, salat og ávexti og dóttir min vill frekar prótínsúkkulaði en venjulegt súkkulaði." Sigurlín segir nammidag hjá fjölskyldunni einu sinni i viku og þá kunni allir vel að meta góð- gætið. Hún segir áhrif átaksins ná langt út fyrir veggi heimilisins því foreldrar og aðrir ættingjar hafi smitast auk þess sem hún leiðbeini nokkrum ungum stúlkum einu sinni í viku. Verðlaunaféð ekki vandamál Sigurlín Jóna kveðst ekki vera farin að sjá verðlaunin enn. „Úrslitin voru nú bara gerð kunn rétt fyrir helgi og ég er nýbúin að senda upplýsingar um stærð á leðuijakkanum og hringnum. Þetta kemur allt með tímanum," segir hún og aðspurð um hvemig hún ætli að eyða verðlaunafénu svarar hún brosandi: „Það fer bara í mig og mína fjölskyldu og verður ekkert vandamál!" -Gun. Háskólabíó - Duets: ★ ★ Feðgin syngja Liv (Gwyneth Paltrow) og Ricky Dean (Huey Lewis) á karaoke-skemmtistaö. Við höfum flest séö bíómyndir þar sem verið er að svíkja fólk í biHjard eða póker með því aö einhver óþekkt- ur maður lætur sem hann kunni ekk- ert í spilinu en um leið og heimamenn gripa til kjuðans eða spilabunkans og era búnir að leggja nokkrar krónur undir þá kemur skyndilega í ljós að hinn óþekkti er mikill snillingur og vinnur alla peningana, ef hann er ekki skotinn eða barinn fyrst. Þetta em svo- kallaðir „hustlerar" sem fyrirfmnast alls staðar þar sem hægt er að hafa af fólki peninga með klækjum. En mér var algjörlega ókunnugt um að það leyndust hustlerar í karaoke-íþróttinni þar til ég sá myndina Duets. Þar geng- ur ósmart gleraugnaglámur inn á bar þar sem fólk er að dunda sér við aö raula karaoke til að vinna nokkra doll- ara. Gleraugnaglámurinn gerir grín að söngvurunum og er svo hæðinn að að- alstjama staðarins (súkkulaðisætur strákur í glimmerjakka) skorar á hann að taka lagið. Gleraugnaglámurinn velur sér gamalt Joe Cocker-lag, stígur á svið, tekur af sér gleraugun og syng- ur svo að allir á staðnum vakna og fara að dilla sér. Frábært upphafsatriði og skrúfar upp væntingar hjá áhorf- endum sem er ekki alls kostar gott. Hustlerinn Ricky Dean (Huey Lew- is) er ein sex persóna sem era á leið til Ohama vegna karaokekeppni. í Las Vegas skreppur hann í jarðarfór gam- allar vinkonu og hittir dóttur sína, Liv (Gwyneth Paltrow), í fyrsta skipti. Hún slæst í för með honum enda búin að bíða eftir pabba sínum allt sitt lif. Ann- að par á leið til Omaha er töffarinn Suzi (Maria Bello) sem langar i verð- launaféð til að geta hætt að sjá fyrir sér með því að sofa hjá. Hún fær Billy (Scott Speedman), leigubílstjóra í til- vistarkreppu, til að aka sér yfir hálft landið í staðinn fyrir kynferðislega greiða. Þriðja parið samanstendur af þeim Todd (Paul Giamatti), sölumanni sem hefur flippað út vegna þess hversu tilgangslaust líf hans er, yfirgefið fjöl- skyldu sína og flækist nú milli karaokestaða og syngur og Reggie (Andre Braugher) sem hann hittir á leið sinni. Reggie er glæpamaður sem getur sungið og milli þeirra sprettur óvenjuleg en hlý vinátta. Síðastnefiida parið virkar langbest, þeir Todd og Reggie ná að verða alvörapersónur sem skipta okkur máli en hinar rista því miður aldrei djúpt. Það má samt auðveldlega hafa gam- an af Duets, hún er ósköp væn og góð og alveg laus við óvæntar uppákomur sem geta komið illa við suma. Svo syngur fólk glettilega vel og söngatrið- in þau langbestu í myndinni. Huey Lewis er skemmtilega töff söngvari og öllum að óvörum þá getur hann alveg leikið líka. Gwyneth getur líka sungið og gott til þess að vita að ef Hollywood fær leiða á engilblíðri ásjónunni þá getur hún lagt karaokeiö fyrir sig. Maria Bello tekur ágæta Pat Benetar en bestir era Giamatti og Braugher sem syngja Try a little tendemess sam- an þannig að ekki er auga þurrt í saln- um. Leikstjóm pabba Paltrow er laus við hápunkta og svolitiö sundurlaus en inni á milli leynast perluatriði sem gott er að horfa á. Lifi karaoke! Sif Gunnarsdóttir Leikstjðrl: Bruce Paltrow. Handrit: John Byrum. Kvikmyndataka: Paul Sarossy. Tónlist: David Newman. Aðalleikarar: Gwyneth Paltrow, Huey Lewis, Maria Bello, Scott Speedman, Andre Braugher og Paul Giamatti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.