Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 4. MARS 2002 Sport DV ÍBV-Víkingur 22-23 1-0, 5-5, 9-9, (9-14), 10-14, 15-16, 20-20, 20-23, 22-23, ÍBV: Mörk/viti (skot/viti); Ana Pérez 13/3 (19/5), Theodora Visokaite 3/1 (6/1), Ingibjörg Jónsdóttir 3 (4), Andrea Atladóttir 3 (10), Bjamý Þorvarðardóttir (2), Isabel Ortiz (8). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Ingibjörg, Andrea, Theodora). Vitanýting: Skorað úr 4 af 6. Fiskuð viti: Ingibjörg 3, Peréz, Theodora, Elísa Sigurðardóttir. Varin skot/víti (skot/víti á sig): Vigdis Sigurðardóttir 8 (22/1, hélt 5, 36%), Iris Sigurðardóttir 2 (11/1, hélt 0,18%) Brottvisanir: 2 mínútur. Vikineur: Mörk/viti (skot/víti): Guðmunda Kristánsdóttir 7/2 (11/2), Guðrún Hólmgeirsdóttir 4 (7), Gerður B. Jóhannsdóttir 4 (8), Anna K. Ámadóttir 2 (2), Margrét Egilsdóttir 2 (2), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (3), Helga B. Brynjólfsdóttir 2 (3). Mörk ur hraðaupphlaupum: 1 (Guðrún). Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Fiskuð viti: Margrét, Anna. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Helga Torfadóttir 17/2 (39/6, hélt 10, 44%). - Brottvisanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Amar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson (6). Gaði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 159. Maður leiksins: Helga Torfadóttir, Víkingi Fram-Stjarnan 22-35 0-1, 0-2, 3-2, 6-7, 6-15, 10-17, (11-20), 11-23, 13-28,17-29, 20-33, 22-35. Fram: Mörk/víti (skot/viti): Svanhildur Þengils- dóttir 8 (9), Björk Tómasdóttir 6 (15/1), Guðrún Þ. Hálfdánsdóttir 2 (4), Inga M. Ottósdóttir 2/1 (9/2), Sigrún P. Magnúsdótt- ir 1 (1), Þórey Hannesdóttir 1 (2), Rósa Jónsdóttir 1 (2), Diana Guðjónsdóttir 1 (3/1), Katrín Tómasdóttir (6/2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Svanhild- ur 3, Björk, Rósa, Guðrún, Þórey). Vitanýting: Skoraö úr 1 af 6. Fiskuð víti: Svanhildur 4, Björk, Guðrún. Varin skot/víti (skot/viti á sig): Ema M. Eiriksdóttir 6 (21/1,4 haldið, 28%), Guðrún Bjartmarsdóttir 3 (23/2,1 haldið, 13%) Brottvisanir: 4 mínútur. Stiarnan: Mörk/viti (skot/víti): Ragnheiður Steph- ensen 12/2 (17/3), Elísabet Gunnarsdóttir 5/1 (6/1), Anna Bryndís Blöndal 5 (6), Mar- grét Vilhjálmsdóttir 4 (5), Herdís Sigur- bergsdóttir 4 (7), Kristín J. Ciausen 2 (3), Hrund S. Sigurðardóttir 1 (1), Herdís Jóns- dóttir 1 (3), Jóna M. Ragnarsdóttir 1 (4), Hind Hannesdóttir (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Anna 3, Ragnheiður 2, Kristin 2, Margrét 2, Herdis S., Herdís J.). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð vitú Ragnheiður, Herdis S., Margrét, Herdis J.. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jelena Jovanovic 16/3 (33/4, 7 haldið, 48%), Ólína Einarsdóttir 4 (9, 2 haldið 44%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (10). Gœðl leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 20. Maður leiksins: Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni 1. DEiLD KVENNA Haukar 13 11 0 2 329-236 22 Stjarnan 14 9 3 2 336-285 21 ÍBV 13 9 0 4 284-247 18 Valur 13 6 2 5 278-262 14 Grótta/KR 13 5 1 7 281-286 11 Víkingur 13 5 1 7 250-260 11 FH 13 4 1 8 261-288 9 Fram 14 4 0 10 291-358 8 KA/Þór 12 2 0 10 229-317 4 Næstu leikir í ESSO-deild kvenna fara fram laugardaginn 9. mars. Þá mætast Stjarnan og ÍBV í Garðabæ og hefst sá leikur kl. 15. Klukkutíma síðar tekur síðan FH á móti KA/Þór, sem unnið hefur tvo siðustu leiki sína, I Kaplakrika, Haukar sækja Valsmenn heim á Hlíðarenda og í Víkinni leiða Víkingur og Grótta/KR saman hesta slna. -ósk Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni, sækir hér aö Framstúlkunni Katrínu Tómasdóttur í leik liðanna á laugardag. DV-mynd Pjetur KA/Þór-Valur 27-25 0-1, 2-5, 3-7, 9-7,11-9, (13-10), 13-11, 18-14, 20-18, 23-22, 25-25, 27-25. KA/Þór: Mörk/viti (skot/viti): Elsa Birgisdóttir 10/3 (16/4), Martha Hermannsdóttir 4 (8), Inga Dís Sigurðardóttir 4/1 (10/2), Katrín Andrésdóttir 3 (5), Ásdís Sigurðardóttir 3 (10), Klara Stefánsdóttir 2 (2), Ása Maren Gunnarsdóttir 1(1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Katrín). Vítanýting: Skorað úr 4 af 6. Fiskuð viti: Martha 3, Ásdís 3. Varin skot/víti (skot/viti á sig). Sigurbjörg Hjartardóttir 17/1(42/6, hélt 5, 40%) Brottvisanir: 4 mínútur. Valur: Mörk/víti (skot/viti): Hrafnhildur Skúladóttir 10/3 (8/4), Árný Björg Isberg 6 (10), Drífa Skúladóttir 4/2 (4/2), Svanhildur Þorbjörnsdóttir 2 (4), Eivor Pála Blöndal 1 (2), Elfa Björk Hreggviðsdóttir 1(3), Hafrún Kristjánsdóttir 1(4). Mörk úr hruóaupphlaupum: 5 (Ámý 2, Drífa, Hrafnhildur, Svanhildur). Vítanýting: Skorað úr 5 af 6. Fiskuð viti: Hrafnhildur 2, Ámý, Hafrún, Svanhildur, Drífa. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Sóley Halldórsdóttir 8 (21/3, hélt 3, 38%), Berglind Hansdóttir 6/1 (20/3, hélt 2, 30%) Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason, (6). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 80. Maðut leiksins: Elsa Birgisdóttir, KA/Þór ^ ESSO-deild kvenna í handknattleik um helgina: Ovænt í Eyjum - þegar Víkingur lagði ÍBV með eins marks mun í miklum spennuleik Eyjastúlkur tóku á móti Víkiug- um á laugardaginn en fyrir leikinn voru þær í þriðja sæti en Víkingar í því sjötta. Flestir voru því á þeirri skoðun að ÍBV ætti að eiga frekar auðveldan sigur á heimavelli fyrir höndum en gestimir höfðu annað í huga. Vikingar spiluðu mjög vel í leiknum og uppskáru eins marks sigur, 22-23. Leikurinn var jafn til að byrja með en þó var alltaf eins og gestim- ir hefðu undirtökin. Liðin skiptust á að skora en alveg frá fyrstu mín- útu þurftu Eyjastúlkur að hafa mun meira fyrir sínum mörkum. Bæði voru Víkingar að spila góða vöm gegn slökum sóknarleik ÍBV en á meðan var vamarleikur ÍBV gjör- samlega í molum og markvarslan eftir því. Það kom því ekki mjög á óvart þegar Víkingar sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 9-14. Eyjastúlkur mættu mjög ákveðn- ar til leiks í seinni hálfleik en jöfn- unarmarkið lét á sér standa. Sókn- arleikur ÍBV var áfram frekar slak- ur, byggðist að mestu á einkafram- taki Önu Perez sem skoraði átta fyrstu mörk ÍBV í síðari hálfleik og átta af þrettán mörkum liðsins í hálfleiknum. Heimastúlkum tókst loks að jafna, 20-20, en Víkingar gerðu sér lítið fyrir og svöruðu með þremur mörkum í röð og héldu greinilega að sigurinn væri í höfn enda aðeins tæpar þrjár mínút- ur til leiksloka. Minnstu munaði hins vegar að Eyjastúlkum tækist að jafna, þær skoruðu tvö mörk í röð og fengu svo boltann þegar tutt- ugu sekúndur voru eftir en óagaður leikur undir lokin varð til þess að Víkingar fóru með stigin tvö úr ljónagryfjunni í Eyjum. Ingibjörg Jónsdóttir sagði að liðið hefði í raun ekki byrjað fyrr en í seinni hálfleik. „Mér fannst seinni hálfleikur skárri hjá okkur en sá fyrri var al- vega skelfilegur. Við vorum á hæl- unum i vörninni og vorum að taka léleg skot í fyrri hálfleik. Við leit- uðum ekki að réttu færunum heldur vorum við að skjóta úr 60-70% fær- um sem nýttust ekki og það má bara ekki í svona leikjum. Ég neita því ekki að þaö var erfitt að gíra sig upp fyrir þennan leik, við áttum að vinna þetta lið en við verðum bara að nýta okkur þetta og taka næsta leik sem er á móti Stjörnunni,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, línumað- ur Eyjamanna, vonsvikin eftir leik- inn.“ Helga Torfadóttir, markvörður Víkings og besti leikmaður vallar- ins, sagði að liðsheildin hefði skap- að sigurinn. „Þetta var bara frábært hjá okkur og við spiluðum loksins sem lið. Við settum okkur markmið eftir áramót og það var fyrst og fremst að spila sem lið en ekki sem sjö ein- staklingar inni á vellinum. Það gekk eftir í dag og við sjáum að við erum með eitt af bestu liðum deild- arinnar þegar við spilum svona. Ég vona auðvitað að við séum bara að toppa á réttum tíma og núna verð- um við bara að horfa fram á veg- inn,“ sagði Helga Torfadóttir. jgi Stjarnan í stuði - rúllaði yfir Fram í Safamýrinni Stjaman burstaði Fram, 22-35, í Essódeild kvenna í Framheimilinu á laugar- daginn. Það var aðeins framan af leik sem eitthvert jafnræði var með liðunum en staðan breyttist úr 6-7 í 6-15 og þegar flautað var til leik- hlés höfðu gestirnir skorað 20 mörk en gestirnir aðeins 11. Stjaman byrjaði leikinn af mikl- um krafti í síðari hálfleik og þegar rúmar tólf mínútur voru liðnar af honum höfðu þær gert 28 mörk og einna helst leit út fyrir að mörkin hjá þeim yrðu á fimmta tug. Þá slökuðu stelpurnar aðeins á og varamönnum var leyft að spreyta sig og hægðist þá aðeins á leikn- um og markaskorun. Ragnheiður best Hjá Stjörnunni var Ragnheiður Stephensen best og Jelena Jovanovic var traust í markinu. Þá sýndi Herdís Sigurbergs- dóttir gamalkunna takta og var gaman að sjá hana svona fríska eftir erfið meiðsli. Elisabet Gunn- arsdóttir, Anna Bryndis Blöndal og Margrét Vil- hjálmsdóttir áttu einnig góða spretti. Betri með árunum Hjá Fram var Svanhildur Þeng- ilsdóttir langbest og verður líklega bara betri með hverju ár- inu sem líður. Björk Tóm- asdóttir var mjög góð framan af en dalaði þegar líða fór á leikinn. Fram treystir mikið á að þessir tveir leikmenn spili vel en flestar hinar stelpumar í liðinu eru ungar að árum og skortir reynslu. -SMS Ragnheiður Stephensen. Svanhildur Þengilsdóttir. Annar í röð - KA/Þór er loksins komið á skrið KA/Þór vann sinn annan leik í röð þegar liðið tók á móti Valsmönnum í KA- heimilinu á laugardaginn. Ákveðni og barátta ein- kenndu KA/Þór og með mikilli seiglu tókst þeim að innbyrða sigur. Valsstúlkur byrjuðu bet- ur í leiknum og voru komn- ar í fjögurra marka forskot um miðjan fyrri hálfleik en KA/Þór hafði gengið illa að leysa góða vöm Valsara. Þær gáfust ekki upp og skoruðu næstu sex mörk í leiknum og voru komnar í tveggja marka forskot þegar fimm mínútur voru tll leikhlés. Valsstúlkur náðu ekki að svara þessu útspili ILA/Þór og voru þær komn- ar með fjögurra marka for- skot rétt undir lok fyrri hálfleiks en Eivor Pála Blöndal náði að minnka muninn á síðustu sek- úndunum. Það virtist skorta á sjálfstraustið hjá KA/Þór í byrjun leiks en með aukinni markvörslu Sig- urbjargar í markinu kom þetta hjá þeim og Sigur- björg varði 13 skot í fyrri hálfleik. KA/Þór hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og var yfir allan leikinn nema þegar Valur jafnaði í stöðunni 25-25. KA/Þór skoraði svo síðustu tvö mörkin i leiknum og vann sanngjaman sigur. Elsa Birgisdóttir var atkvæða- mest í liði KA/Þórs og Sigurbjörg Hjartardóttir var góð í markinu. Hjá Val var Hrafnhildur Skúladóttir best. -JJ Elsa Birgisdóttir. Sigurbjörg Hjartardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.