Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 4. MARS 2002 29 DV Enska úrvalsdeildin á laugardag: Arsenal heldur sínu striki Liverpool enn með í toppbaráttunni eftir góðan sigur á Fulham Reuters Dennis Bergkamp skorar hér fyrra mark Arsenal án þess aö Nikos Dabizaz komi nokkrum vörnum viö. Arsenal ætiar svo sannarlega ekki að gefa eftir í toppbaráttunni og á laugardag vann það sinn tíunda úti- sigur á tímabilinu, 0-2, gegn Newcastie. Dennis Bergkamp kom Arsenal yfir með sannkölluðu snilld- armarki og lagði síðan upp seinna markið fyrir Sol Campbell. Berg- kamp átti reyndar stórleik í leikn- um og sendingar hans sköpuðu oft hættu upp við mark Newcastie. Bobby Robson viðurkenndi eftir leik- inn að Arsenal hefði hreinlega verið nokkrum klössum ofar. „Maður horf- ir á Arsenal spila eins og það gerði í þessum leik og þá sér maður að við erum ekki komnir á þennan stall ennþá. Ég ætiaði að segja að við þyrftum þó ekki að spila við það í hverri viku en þá mundi ég að við fá- um það aftur í heimsókn í bikar- keppninni á laugardag!" Nicolas Anelka skaut Liverpool i toppbaráttu úrvalsdeildarinnar á nýjan leik með frábærum leik gegn Fulham á Craven Cottage. Anelka skoraði fyrra mark Liverpool í 0-2 sigri og virðist óðum vera að finna sitt gamla form. Það var síðan Jari Litmanen, sem kom inn á sem vara- maður fyrir Anelka 10 mínútum fyr- ir leikslok, sem tryggði Liverpool sigurinn á lokaminútum leiksins. Þá náði hann boltanum á undan Ed- vin van der Saar, markverði Ful- ham, á miðjum vallarhelmingi liðs- ins og renndi boltanum í autt mark- ið. Lið Liverpool var reyndar í heild alls ekki sannfærandi í leiknum og Fulham pressaði töluvert, einkum í seinni hálfleik, en vörn liðsins og Jerzy Dudek markvörður stóðust öll áhlaup. „Það er alltaf hægt að bæta sig,“ sagði Phil Thompson, settur framkvæmdastjóri Liverpool, eftir leikinn. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og fannst við geta gert bet- ur. Við komum inn í seinni hálfleik- inn til að gera betur og mér fannst við eiga sigurinn skilinn.“ Draumur Chelsea úti? Draumur Chelsea um sæti í meistaradeildinni virðist smám saman vera að fjara út. Nú lá liðið fyrir Charlton og skoraði Jason Eu- ell bæði mörkin í 2-1 sigri, það seinna mínútu fyrir leikslok. Þetta var fjórði sigur Charlton á Chelsea í röð. Aston Villa vann sinn fyrsta sigur siðan Graham Taylor tók við stjóm- artaumunum en tæpt var það. Dari- us Vassel skoraði sigurmarkið á síð- ustu minútu leiksins eftir að hvort lið hafði skoraði eitt mark. Glen Roeder, framkvæmdastjóri West Ham, varð arfavitlaus eftir leikinn. „Það er erfitt að taka því að tapa á þennan hátt. Það hefur gerst núna þrisvar á skömmum tíma. Við erum nú að læra að við verðum að klára leikina okkar strax. Þetta hefði verið frábært stig fyrir okkm. Þar sem við vorum á útivelli hefðum við átt að reyna að tefja leikinn en þess í stað reynum við að sækja upp miðjuna til að skora sigurmarkið. Ipswich er komið aftur í fallslag- inn eftir að hafa legið á heimavelli gegn Southampton. Brett Ormerod skoraði fyrsta mark leiksins og var það einnig fyrsta mark hans fyrir félagið. Chris Marsden gerði svo þriðja markið en hann gegndi fyrir- liðastöðunni hjá Southampton í for- follum Jasons Dodds. George Burley, framkvæmdastjóri Ipswich, var ekki sáttur eftir leikinn. „Ef maður verst á þennan hátt á maður ekki skilið að vinna leik. Við vorum slakir vamarlega og létum fram- herja þeirra ekki hafa nægilega fyr- ir hlutunum." Skelfilegt sjálfsmark Sinclair Það virðist ekkert lát á ógæfu Leicester-manna og nú virðist ekkert geta bjargað liðinu frá falli eftir aö það tapaði 1-0 fyrir Middlesborough. Til að kóróna ógæfuna var það Leicester-maðurinn Frank Sinclair sem tryggði Middlesborough sigur- inn þegar hann ætiaði að senda bolt- ann til baka á Ian Walker mark- mann en sendingin var of föst og boltinn fór yfir hann og í netið. Dave Bassett, framkvæmdastjóri Leicest- er, var að sjálfsögðu ósáttur við aö tapa á þessu marki. „Þetta var fárán- legt og heimskulegt mark til að fá á sig. Sem þjálfari hefur maður enga sfjórn á þessu. Ég vissi alltaf að leik- urinn yrði tæpur og því var algjör óþarfi að gefa svona mark. Það var hins vegar tilgangslaust af mér að fara að skamma Frank. Hann vildi helst hverfa ofan í jörðina eftir þetta og ef ég hefði farið að skamma hann hefði það einungis gert illt verra.“ Basset viðurkenndi einnig að liðið væri nú komið með annan fótinn í 1. deildina. Bolton og Blackburn gerðu sér lít- inn greiða með því að skilja jöfn í miklum fallslag. Blackbum sýndi þó töluverðan karakter því Andy Cole, hetja liðsins frá úrslitaleik deildarbikarsins, var rekinn af leik- velli fyrir að stíga á Mike Whitiow. Og til að bæta gráu ofan á svart skoraði Rod Wallace fyrir Bolton í lok fyrri hálfleiks en Matt Jansen náði svo að jafna leikinn í síðari hálfleik. Tottenham vann góðan sigur á Sunderland sem enn er ekki laust úr fallbaráttunni. Gustavo Poyet skoraði fyrra mark Tottenham og gerði þar með sitt þriðja mark í jafn mörgum úrvalsdeildarleikjum. Pat- rik Mboma jafnaði hins vegar fyrir Sunderland og var það fyrsta mark hans í úrvalsdeildinni. -HI Okkar menn Guöni Bergsson lék allan leikinn með Bolton i 1-1 jafnteflinu gegn Blackbum i ensku úrvalsdeildinni. Hann þótti leika sæmilega. Eiöur Smári Guöjohnsen lék einnig allan leikinn með Chelsea í 2-1 tapleik liðsins gegn Charlton. Hann átti ágætan dag. Hermann Hreiöarsson lék allan leikinn með Ipswich í 1-3 tapi liðsins gegn Sout- hampton. Heiöar Helguson lék síðasta hálftímann með Watford þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Crewe i ensku 1. deildinni. Lárus Orri Sigurósson lék alian leikinn með WBA í 0-1 sigri á Wimbledon. ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Brentford í 0-2 sigri á Bristol City. Ólafur Gotískálksson sat á varamannabekknum allan tímann. Arnar Gunnlaugsson og Bjarni Guójóns- son léku allan leikinn með Stoke í 3-1 sigri liðsins á Brighton á fóstudagskvöld. Amar skoraði annað mark Stoke úr vítaspymu sem Bjami fiskaöi. Stefán Þóröarson og Brynjar Gunnarsson komu inn á sem varamenn í seinni hálíleik. Helgi Valur Daníelsson kom inn á sem varamaður á lokamínútunni fyrir Peter- borough þegar liðið sigraði Bomemouth 0-2. -HI Sport iwsump Aston Villa-West Ham.......2-1 0-1 Di Canio (12., vsp.), 1-1 Angel (23.), 2-1 Vassel (90.) Bolton-Blackbum ...........1-1 1-0 Wallace (45.), 1-1 Jansen (68.) Charlton-Chelsea...........2-1 1-0 Euell (72.), 1-1 Lampard (85.), 2-1 Euell (89.) Fulham-Liverpool ..........0-2 0-1 Aneika (13.), 0-2 Litmanen (90.) Ipswich-Southampton........1-3 0-1 Delap (52.), 0-2 Ormerod (61.), 1-2 George (82.), 1-3 Marsden (88.) Middlesborough-Leicester . . . 1-0 1-0 sjáifsmark (3.) Tottenham-Sunderland.......2-1 1-0 Poyet (31.), 1-1 Mboma (45.), 2-1 Ferdinand (63.) Newcastle-Arsenal..........0-2 0-1 Bergkamp (11.), 0-2 Camapbeil (41.) Derby-Man.Utd..............2-2 1-0 Christie (9.), 1-1 Scholes (41.), 1-2 Veron (60.), 2-2 Christe (77.) Everton Leeds . . 0-0 Man. Utd 29 18 4 7 69-37 58 Arsenal 28 16 9 3 57-31 57 Liverpool 29 16 8 5 47-25 56 Newcastle 28 17 4 7 52-35 55 Leeds 28 11 12 5 37-29 45 Chelsea 27 11 11 5 47-28 44 Aston Villa 28 10 11 7 34-31 41 Tottenham 27 11 5 11 39-36 38 Charlton 28 9 10 9 32-33 37 Fulham 28 8 11 9 27-31 35 Southampt. 28 10 4 14 34-42 34 Middlesboro28 9 7 12 27-35 34 West Ham 28 9 7 12 31-44 34 Sunderland 28 8 7 13 22-33 31 Everton 28 7 9 12 27-34 30 Ipswich 27 8 6 13 35-43 30 Bolton 28 6 12 10 31-43 30 Blackburn 27 6 8 13 33-37 26 Derby 28 7 5 16 23-45 26 Leicester 28 3 8 17 18-50 17 1. deild Bamsley-Millwall.............1-1 Bradford-Sheff. Wed..........0-2 Burnley-Norwich .............1-1 Grimsby-Crystal Palace ......5-2 Portsmouth-Walsall ..........1-1 Preston-Birmingham...........1-0 Rotherham-Nott. For..........1-2 Sheff. Utd.-Stockport........3-0 Watford-Crewe................0-1 Wimbledon-WBA ...............0-1 Wolves-Gillingham............2-0 Staða efstu liða: Wolves 37 23 7 7 66-31 76 Man. City 34 21 5 8 78-42 68 WBA 37 20 6 11 44-25 66 Millwall 36 17 10 9 56-37 61 Burnley 36 17 10 9 5649 61 Coventry 36 18 5 13 52-35 59 C. Palace 37 18 3 16 65-55 57 Norwich 36 17 6 13 49-45 57 Birmingham35 16 8 11 50-39 56 Preston 36 15 11 10 54-47 56 Sheff. Utd. 36 12 13 11 41-41 49 Watford 37 13 9 15 52A5 48 Wimbledon 35 12 12 11 4644 48 Nott. For. 37 11 15 11 40-35 48 2. deild Stoke-Brighton ........ Bomemouth-Peterborough Bristol City-Brentford . . . Cambridge-Reading...... Huddersfield-Wigan..... Northampton-Cardiff . . . . Notts County-Tranmere . . Oldham-Colchester ..... QPR-Blackpool ......... Swindon-Port Vale ..... Wrexham-Chesterfield .. . Wycombe-Bury........... Staða efstu liða: Reading 37 22 7 8 56-31 73 Brighton 36 18 12 6 48-37 66 Stoke 37 18 10 9 57-34 64 Brentford 36 18 8 10 63-39 62 Bristol C. 36 18 8 10 54-36 62 Oldham 37 16 12 9 67-49 60 Huddersf. 35 16 11 8 4635 59 Cardiff 36 16 11 9 5641 59 QPR 37 15 11 11 50-40 56 Tranmere 35 14 11 10 52-42 53 Wycombe 36 14 11 11 4646 53 Port Vale 37 15 7 15 46-49 52 Swindon 37 13 11 13 41-46 50 Wigan 37 11 14 12 5642 47 Colchester 37 12 10 15 53-61 46 3-1 0-2 0-2 2-2 0-0 1-2 3- 0 4- 1 2-0 3-0 0-1 0-2 T ♦ *r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.