Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Page 5
MÁNUDAGUR 4. MARS 2002
23
Sport
^ Hörð toppbarátta í 1. deild kvenna í körfuknattleik:
- eftir tvo sigra á KFÍ í Jakanum á ísafirði um helgina
ÍS náði um helgina tveggja stiga
forystu í 1. deild kvenna í
körfuknattleik með tveimur mjög
ólíkum sigrum á KFÍ í Jakanum á
ísafirði.
Ólík eru hlutskipti liðanna
tveggja því á meðan ÍS trónir á
toppnum féll KFÍniður í 2. deild
með tapinu í fyrri leiknum. í þeirra
stað koma Haukastúlkur sem
tryggðu sér sigur í 2. deild fyrir
skömmu.
KFÍ-ÍS 52-59
ÍShafði góð tök á leiknum á
fostudagskvöldið og hafði 12 stiga
forystu á leikhléi, 35-23. Sá munur
jókst síðan í 17 stig, 49-32, þegar
þriðja leikhluta var lokið.
Stúkumar í KFÍvoru þó ekki á
þeim buxunum að gefast upp og
komu tvíefldar til leiks í fjórða leik-
hluta. Þær skoruðu 11 af fyrstu 13
stigum leikhlutans og þegar hálf
mínúta var eftir höfðu þær minnk-
að muninn niður í fimm stig, 55-50.
Nær komust þær þó ekki og ÍS-
stúlkur unnu sigur, 59-52.
Sigríöur Guðjónsdóttir átti mjög
góðan leik í liði KFÍ og þær Tinna
Sigmundsdóttir og Anna Sigur-
laugsdóttir léku einnig vel.
Hjá ÍS tók Alda Leif upp þráöinn
þar sem frá var horfið í síðasta leik
gegn KFÍog skoraði 19 stig í fyrri
hálfleik. Hún hægði á sér eftir hlé
en þá tók Hafdís Helgadóttir við og
skoraði 8 af 11 stigum sínum í 3.
leikhluta. Alda Leif og Hafdís voru
bestar í liði ÍS ásamt Jófríði Hali-
dórsdóttur sem átti skínandi góðan
leik þrátt fyrir að hafa ekki skorað
stig i leiknum.
Stig KFÍ: Sigríður Guðjónsdóttir
18 (12 fráköst, 6 í sókn), Tinna Björk
Sigmundsdóttir 12 (4 stoösending-
ar), Anna Sofiía Sigurlaugsdóttir 10
(6 stolnir, 5 fráköst), Stefanía Ás-
mundsdóttir 8 (9 fráköst, 6 í sókn, 3
varin), Sara Pálmadóttir 2, Helga
Salóme Ingimarsdóttir 2.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 21 (19
stig í fyrri hálfleik, 5 stoðsending-
ar), Hafdís Elín Helgadóttir 11 (hitti
5 af 8 skotum), Stefla Rún Kristjáns-
dóttir 6, Lovisa Aðalheiður Guð-
mundsdóttir 5 (7 fráköst, 5 varin
skot), Svandís Anna Sigurðardóttir
4 (5 fráköst á 8 mínútum), Kristín
Rós Kjartansd’óttir 4, Guðríður
Svana Bjarnadóttir 4, Steinunn Dúa
Jónsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2,
Jófríður Halldórsdóttir (8 fráköst, 6
stoðsendingar).
KFÍ-ÍS 29-67
Það var ljóst frá upphafi að ÍS-
stúlkur ætluðu sér ekki að lenda i
sömu vandræðum og í fyrri leikn-
um. Þær náðu forystu í upphafi
leiks og juku hana jafnt og þétt það
sem eftir lifði leiksins. ÍS leiddi með
21 stigi í hálfleik, 36-15.
Fyrir ÍS-liðið fór fremst í flokki,
fyrirliðinn Hafdís Helgadóttir sem
fann sig vel á fjölunum í Jakanum á
ísafirði um helgina. Hún skoraði 20
stig á 23 mínútum í seinni leiknum
og nýtti alls 61% skota-sinna í leikj-
unum tveimur. Auk Hafdísar áttu
Þórunn Bjarnadóttir og Alda Leif
Jónsdóttir góðan leik. Með fjórðu
stoðsendingu sinni í leiknum varð
Alda Leif fyrsti leikmaðurinn í efstu
deild kvenna á Islandi til að senda
100 stoðsendingar á einu timabfli.
Hún var einnig einni stoðsendingu
frá þessu afreki árið 1999. Það var
fátt um flna drætti í liði KFÍ í seinni
leiknum. Stefanía Ásmundsdóttir
átti þó þokklegan dag en spilaði
sjálfa sig út úr leiknum með því að
fá þrjár klaufalegar villur á sig í röð
í byrjun seinni hálfleiks. ÍS-stúlkur
urðu fyrir áfalli þegar Stella Rún
Kristjánsdóttir meiddist á hné þeg-
ar sjö mínútur voru búnar af seinni
leiknum en óvíst er hversu alvarleg
meiðslin eru. Cecile Larsson var
ekki með ÍS um helgina vegna anna
við próflestur.
Stig KFÍ: Stefania Ásmundsdóttir
14 (7 fráköst, 3 varin), Tinna Björk
Sigmundsdóttir 6, Sigríður Guðjóns-
dóttir 4, Anna Sigurlaugsdóttir 3,
Berglind Ingvarsdóttir 1, Fjóla Ei-
ríksdóttir 1.
Stig ÍS: Hafdís Elín Helgadóttir 20
(7 fráköst á 23 mínútum, hitti 9 af 15
skotum), Alda Leif Jónsdóttir 16 (7
fráköst, 5 stoðsendingar), Jófriður
Halldórsdóttir 10 (6 fráköst), Stein-
unn Dúa Jónsdóttir 7, Þórunn
Bjarnadóttir 6 (6 stoðsendingar, 5
fráköst), Lovísa Aðalheiður Guð-
mundsdóttir 5 (8 fráköst, 6 stoðsend-
ingar), Stella Rún Kristjánsdóttir 2,
Guðríður Svana Bjarnadóttir 1 (4
stolnir), Kristín Rós Kjartansdóttir
(9 fráköst).
Næsti leikur ÍS gegn KR í Iþrótta-
húsi Kennaraháskólans er úrslita-
leikur um deildarmeistaratitilinn.
Þessi leikur er gífurlega mikilvæg-
ur fyrir bæði lið en þó sérstaklega
ÍS því liðið getur kliflð sálfræðilegt
fjall með sigri gegn KR. ÍS hefur nú
unnið flmm leiki í röð í defldinni í
þriðja sinn í vetur en aldrei náð að
vinna sjötta leikinn. -ósk/ÓÓJ
Hafdís Helgadóttir lék mjög vel meö ÍS í tveimur sigurleikjum gegn KFÍ í 1
deild kvenna í körfuknattleik um helgina.
Stórskotahríð hjá KR
Það var sóknarleikurinn sem var
í fyrirrúmi þegar KR fékk Grinda-
vík í heimsókn í 1. deild kvenna á
laugardag. KR sigraði 106-72 og
ekki oft sem svona tölur sjást í
deildinni á milli tveggja góðra liða.
KR byrjaði vel en Grindavík kom
til baka eftir leikhlé og var staðan
14-13 þegar vel var liðið á fyrsta
leikhluta en þá skildu leiðir og var
staðan orðin 34-15 um miðjan ann-
an leikhluta.
KR spilaði góðan sóknarleik og
var hittnin góð. Það skipti engu
máli hvort Grindavík spilaði mað-
ur á mann vöm eða svæðisvöm,
alltaf fundu KR-stelpur leiðina að
körfunni. Grindavík missti Sigríði
Önnu Ólafsdóttur út af strax i byrj-
un seinni hálfleiks en hún er eini
leikmaður liðsins sem spilar inni í
teig. Eftir það var þetta nánast von-
laust hjá Grindavík og forskot KR
breikkaði hægt og bítandi.
Hjá KR var liðsheildin sterk og
allir leikmenn liðsins að spila vel.
Guðbjörg, Gréta og Helga hittu
nánast úr hverju skoti og Kristín
og Hildur skiluðu sínu. Keith
Vassell notaði erlendan leikmann
sinn, Carrie Cofiman, lítið að þessu
sinni og spilaði hún einungis 14
mínútur og hafði engin áhrif á
gang mála. Hjá Grindavik var
Cindy Johnson langbest en hún var
samt lengi í gang.
Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 22,
Helga Þorvaldsdóttir 21 (10 fráköst),
Gréta Grétarsdóttir 20 (10 fráköst, 4
stoðsendingar), Hildur Sigurðar-
dóttir 17 (10 fráköst, 6
stoðsendingar), Kristín Jónsdóttir
11, Carrie Cofíman 9, Linda Stef-
ánsdóttir 4 (4 stolnir), Guðrún Sig-
urðardóttir 2.
Stig Grindavíkur: Cindy Johnson
29 (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 var-
in), Sólveig Gunnlaugsdóttir 10 (2
varin), Sigríður Anna Ólafsdóttir 8,
Petrúnella Skúladóttir 8, Erna
Magnúsdóttir 6 (7 stolnir), Jovana
Stefánsdóttir 6, Sandra Guðlaugs-
dóttir 3, Rut Ragnarsdóttir 2.
-Ben
Loks sigur
hjá Keflavík
Keflavík bar sigurorð af Njarð-
vík, 86-70, í Njarðvík á laugardag-
inn í 1. deild kvenna í körfuknatt-
leik og batt þar með enda á þriggja
leikja taphrinu liðsins sem er sú
lengsta í ellefu ár. Helga Jónas-
dóttir skoraði 16 stig fyrir Njarð-
vík og Díana Jónsdóttir og Pálína
Gunnarsdóttir skoruðu 14 stig
hvor. Kristín Blöndal skoraði 20
stig fyrir Keflavík, Erla Þorsteins-
dóttir skoraði 14 stig og Theodóra
Káradóttir skoraði 13 stig.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, sagði eftir leikinn að
hugarfar sinna stelpna hefði verið
aflt annað heldur en gegn KR um
síðustu helgi. -ósk
Bland i P oka
Ausíurriski skidakappinn Stefan
Eberharter tryggði sér um helgina
sigur í risasvigi í heimsbikarnum í
alpagreinum þrátt fyrir að hafna að-
eins í þriðja sæti í risasvigskeppn-
inni i Kvitfjell í Noregi.
ítalinn Alessandro Fattori var fljót-
astur allra í Noregi. Hann var 20/100
úr sekúndu á undan Svisslendingn-
um Didier Defago en Eberharter kom
síðan í þriðja'sæti 24/100 úr sekúndu
á eftir Fattori.
Eberharter varð tveimur sætum á
undan Norðmanninum Kjetil Andre
Aamodt en hann var sá eini sem gat
náð Eberharter að stigum.
Lennart Johansson, forseti Knatt-
spymusambands Evrópu, segir að
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knatt-
spymusambandsins, muni þurfa að
svara til saka fyrir ásaknir um mút-
ur í sambandi við forsetakosningar
sambandsins árið 1998 þegar Blatter
vann einmitt Johansson óvænt.
„Það þýðir ekkert að stinga höfðinu
í sandinn og láta eins og ekkert sé.
Þaö verður aö fá þessi mál á hreint og
Blatter hlýtur að geta skýrt þetta út,“
sagði Johansson sem neitaði því jafn-
framt að hann stæði á bak við ásak-
anirnar um múturnar.
Magdeburg hefur framlengt samn-
inginn við rússneska leikstjómand-
ann Oleg Kuleschow um eitt ár en
samningur hans við félagið átti aö
renna út í júni. Kuleschow hefur lítið
sem ekkert leikið með Magdeburg á
þessu tímabili og hefur fjarvera hans
veikt lið Alfreös Gíslasonar og Ólafs
Stefánssonar.
Gunnar Berg Viktorsson skoraði
sex mörk fyrir Paris St. Germain sem
vann Nimes, 27-25, í frönsku 1. deild-
inni í handknattleik um heigina.
Rússneska stangarstökkskonan
Svetlana Feofanova setti enn eitt
heimsmetið í stangarstökki innan-
húss þegar hún vippaði sér yfir 4,75
metra á Evrópumeistaramótinu inn-
anhúss í Vín í gær. Feofanova hefur
verið iðin við að setja heimsmet á
undanförnum vikum.
Siguróur Bjarnason lék ekki meö
Wetzlar þegar liöið gerði jafntefli,
25-25, gegn Eisenach í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik á föstudaginn.
Hilde Gerg varð í dag heimsbikar-
meistari 1 risasvigi kvenna eftir aö
móti sem átti að fara fram í Sviss í
dag var frestað. Helsti keppinautur
Gerg um titilinn, Renate Götschl,
varð fyrir því óláni að fótbrjóta sig í
brunkeppninni i gær og getur ekki
keppt út tímabilið. -ósk
1. DEILD KVENNA
ls 19 15 4 1311-1014 30
KR 19 14 5 1394-1058 28
Keflavík 18 11 7 1235-1168 22
Grindavík 19 11 8 1325-1327 22
Njarðvík 19 4 15 1102-1416 8
KFÍ 18 1 17 930-1314 2
Næstu leikir fara fram 8. og 9. mars
en þá mætast Keflavík og KFÍ í
tveimur leikjum á ísafirði. Fyrri leik-
urinn fer fram á föstudaginn kl. 19 en
sá séinni á laugardaginn kl. 13.
Mánudaginn 11. mars mætast síðan
ÍS og KR í fþróttahúsi Kennarahá-
skólans og hefst sá leikur, sem er úr-
slitaleikur um deildarmeistaratitil-
inn, kl. 20.15. -ósk