Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002
I>V
Fréttir
Grandvar maður
í gulum kagga
- nýi hluthafinn í íslandsbanka forðast kastljós fjölmiðlanna
Nafn: Einar Öm Jónsson.
Aldur: 39 ára.
Menntun: Verslunarpróf frá VÍ.
Heimili: Reykjavík.
Fjölskylda:Kvæntur Guðnýju
Magnúsdóttur fjár- málastjóra. Þau eiga þrjú börn.
Staöa: Framkvæmdastjóri Sax- hóls, eignarhaldsfélags Nóatúns-fjölskyldunnar.
Efni: Keypti hlut Jóns Ólafs- sonar í Orca S.A. og þar með 4% hlut í
íslandsbanka fyrir um
2 milljarða.
„Hver keypti?" Þessi spuming
brann á vörum margra þegar það
spurðist að Jón Ólafsson hefði selt hlut
sinn í hinu umtalaða félagi, Orca S.A.,
fyrir um það bil tvo milljarða króna.
Jón hafði reynt að selja í nokkrar vik-
ur og mikil umræða spunnist um
meint tilboð sem honum barst í tölvu-
pósti frá Indverja nokkrum. „Leiksýn-
ing,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson,
meðeigandi Jóns í Orca. Rétt fyrir að-
alfund íslandsbanka á mánudagsmorg-
un kom í ljós að kaupandinn var ekki
Indveiji heldur eignarhaldsfélagið Sax-
hóll, en forsvarsmaður þess er Einar
Öm Jónsson. Og enn spurðu margir:
„Hver keypti?"
Nóatún
Einar Öm er ekki þekktur maður
þrátt fyrir talsverð umsvif - hefur
enda fremur hægt um sig. Hann er
Nærmynd
Olafur Teitur Guönason
blaðamaöur
næstyngstur í hópi flmm bama Jóns
Júlíussonar kaupmanns og Oddnýjar
Sigurðardóttur. Fjölskyldan rak i sam-
einingu Nóatúnsverslanimar allt frá
stofhun þeirra árið 1965. Einar Öm og
systkini hans fjögur unnu öll við fyrir-
tækið frá blautu bamsbeini. Segja má
að Einar Öm hafi veriö fremstur í
flokki sem framkvæmdastjóri fyrir-
/ Verzlunarskólanum
vakti hann athygli fyrir
sérstœðan tónlist-
arsmekk og í diskó-æð-
inu miðju setti hann
gjarnan djass, þunga-
rokk eða „Lax, lax, lax“
á fóninn í partíum. Eft-
irlætislagið hans á þess-
um árum var hins vegar
„Systur mínar œpa allar
Eyjólfur!“
tækisins og síðar stjómarformaður.
Árið 1996 gekk Nóatún í samstarf
við Kaupfélag Ámesinga. Saman
keyptu þessi fyrirtæki verslanimar 11-
11 þremur árum síðar og úr varð
Kaupás, aðalkeppinautur Baugsveldis-
ins. Nóatúnsfjölskyldan átti 2/3 í
Kaupási en KÁ þriöjung. Fyrir tveim-
ur árum keypti Eignarhaldsfélag Al-
þýðubankans 97% hlut í Kaupási og er
talið að fjölskyldan hafi fengið vel yfir
2 milljarða króna fyrir hlut sinn í fyr-
irtækinu. Einar Öm var þannig 37 ára
gamall kominn út úr verslunarrekstri
og sneri sér að því að ávaxta eignir
fjölskyldunnar sem framkvæmdastjóri
eignarhaldsfélags hennar, Saxhóls.
Einar er sagður hafa tekið forystu
meðal systkina sinna í fjármálaum-
sýslu fjölskyldunnar ásamt fóður sín-
um. „Þeim hefur tekist að ávaxta þetta
skynsamlega," segir maður sem átt
hefúr mikO viðskipti við fjölskylduna.
„Þeir hafa verið varfæmir og forðast
glannaleg hlutabréfakaup. Þeir hafa
tekið rikisskuldabréf og lagt inn á ör-
ugga bankareikninga en núna breytist
þetta í góða fjárfestingu í íslands-
banka.“ Umsvif fjölskyldunnar era þó
fyrst og fremst á sviði fasteigna. Sax-
hóll á margar af gömlu Nóatúnsversl-
ununum og tók auk þess þátt í bygg-
ingu Smáralindar.
Vildi verða prestur úti á landi
Einar Öm gekk í Verzlunarskóla ís-
lands. Að loknu verslunarprófi eftir
tveggja ára nám skipti hann yfir I Fjöl-
brautaskólann í Ármúla en komst ekki
yfir að ljúka stúdentsprófi þar sem
hann var í fullu starfi við verslunar-
rekstur með náminu. Hann hugði þó á
lengra nám og draumurinn var, að
sögn félaga hans, að verða prestur ein-
hvers staðar úti á landi.
Einar Öm er sagður mikill
húmoristi og skemmtilegur. I Verzlun-
arskólanum vakti hann athygli fyrir
sérstæðan tónlistarsmekk og í diskó-
æðinu miðju setti hann gjaman djass,
þungarokk eða „Lax, lax, lax“ á fóninn
í partíum. Eftirlætislagið hans á þess-
um árum var hins vegar „Systur mín-
ar æpa allar Eyjólfur!“ en það kann að
helgast af því að æskuvinur hans og
skólabróðir í Verzlunarskólanum var
Eyjólfur Sveinsson í Frjálsri fiölmiðl-
un. Einar Öm tók einmitt sæti Eyjólfs
í bankaráði íslandsbanka eftir að
Eyjólfúr seldi hlut sinn í Orca um ára-
mótin. Hann hefur einnig fiárfest í
fiölmiðlafyrirtæki Eyjólfs og fóður
hans, Fijálsri fiölmiðlun.
Vinir Einars Amar segja af og frá
að hann hafi keypt bréfm í íslands-
banka til þess að tryggja sér stjómar-
sæti í bankanum; hér hljóti einfaldlega
að vera um góða fiárfestingu að ræða
að hans mati, enda sé hann afar var-
færinn og skynsamur í fiármálum.
í gulum blæjubíl
„Hann getur ekki farið í lengra frí
en hálfan mánuð og er yfirleitt kominn
í símann á fiórða degi,“ segir vinur
Einars Amar. Þrátt fyrir mikla starfs-
orku er hann sagður mikill fiölskyldu-
maður en fer frekar í styttri ferðir og
skreppitúra með Qölskyldunni en löng
frí.
íþróttamennska Einars Amar er
sögð takmarkast við hjólreiðatúr upp í
Öskjuhlíð einu sinni í mánuði eða svo.
Hann fer stundum í veiðitúra með vin-
um sínum og „þótt hann hafi engan
sérstakan áhuga á veiði þá veiðir hann
undantekningarlaust þegar hann mæt-
ir á svæðið. Það er með hreinum ólík-
indum."
Bilar em sagðir eitt helsta áhuga-
mál hans fyrir utan vinnuna og fiöl-
skylduna. Hann á ævafoman, fallegan
amerískan blæjubíl. Og líklega era það
einu skiptin sem hann vekur athygli
fólks á götum úti - þessi varfæmi
kaupmannssonur og fiármálamaður
sem forðast kastljós fiölmiðlanna -
þegar hann keyrir um götur borgar-
innar á góðviðrisdögum í margra
metra löngum heilgulum kagga með
blæjuna niðri.
Maður sýknaður af ákæru um að hafa nefbrotið annan:
Sá nefbrotni í öðrum slag skömmu áður
Húsvíkingur á þrítugsaldri hefúr í
Héraðsdómi Norðurlands eystra verið
sýknaður af ákæm um að hafa nefbrot-
ið annan Húsvíking sem er um tvítugt.
Mönnunum lenti saman fyrir utan
skemmtistað á Húsavík í júní árið 2000
og tókust þar á eftir deilur um bjór-
flösku.
Sá mannanna sem nefbrotnaði var
með bjórflöskur meðferðis og tók sá
kærði af honum eina flösku sem brotn-
aði skömmu síðar er hún fór í jörðina.
Flöskueigandinn undi þessu illa og
réðst að hinum, m.a. með spörkum, en
sá svaraði fyrir sig og kom m.a. höfuð-
höggi á andstæðinginn. Sá leitaði síðar
til læknis sem úrskurðaði að maður-
inn þyrfti að fara í aðgerð og var hann
sendur til Reykjavíkur strax næsta
dag.
Málið á sér hins vegar nokkra for-
sögu. Kvöldið áður var haldinn dans-
leikur í Ýdölum í Aðaldal, og þangað
fór sá nefbrotni sem reyndar var þá
ekki nefbrotinn. Hann lenti þar í slags-
málum við sviðið innandyra, og var
skömmu síðar vísað út úr húsi. Var
hann þá að sögn vitna mikiö ölvaður,
blóðugur og i rifnum bol.
Eftir að manninum hafði verið vísað
á dyr í Ýdölum fór hann heim til sín á
Húsavík en skömmu síðar eða um
miöja nótt fór hann á stjá og lenti eftir
það í slagsmálununum fyrir utan veit-
ingastaðinn Hlöðufell.
Sérfræðingur í munn- og kjálka-
skurðlækningum sem meðhöndlaði
manninn taldi hann ekki hafa verið til-
búinn til mikilla ryskinga eftir að
hann kjálkabrotnaði, og taldi því meiri
likur á að hann hefði brotnaö jiegar
hann hlaut síðari áverkana. Dómurinn
taldi hins vegar, ekki síst með tilliti til
framburðar vitna, ósannað að maður-
inn hefði hlotið kjálkabrotið í slags-
málunum fyrir utan veitingastaðinn
og sýknaði ákærða af öllum sökum.
Málskostnaður féll á ríkissjóð. -gk
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 19.28 19.11
Sólarupprás á morgun 07.43 07.31
Síödegisflóö 19.36 12.23
Árdegisflóö á morgun 07.50 00.23
mzmrná
Hæg suðlæg eöa breytileg átt.
Rigning meö köflum sunnan til,
slydda eöa snjókoma norövestan tll,
en annars skýjaö aö mestu og
úrkomulítiö. Vaxandi noröan- og
norðaustanátt með snjókomu
vestanlands síðdegis
Él norðan og austan til, en skýjaö
með köflum sunnan- og vestan til.
Veðriö n
Sunnudagur Mánudagur Þriöjudagur
°o°o0 O
Hiti 0° Hiti 0° Hiti 0”
«.r til 5“ til 4“
Vlndur: 5-13 m/s Vindur: 5-13'Vs- Vindur: 5-14 nV»
Éi noröan- og austan tll, en bjart annars staöar. Frost um mest altt land. 4- Él noröan- og austan til, en bjart annars staöar. Frost um mest allt land. 4» Hæg austlæg eöa breytileg átt. Skýjaö meö köflum og stöku él noröaustantil. Frost um mest altt land. «-
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinnlngsgola
Kaldi
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárviöri
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13,3-17,1
17,2-20,7
20.8- 24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
AKUREYRI súld 3
BERGSSTAÐIR rigning 3
BOLUNGARVÍK snjóél -1
EGILSSTAÐIR skýjaö -2
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 2
KEFLAVÍK súld 3
RAUFARHÖFN alskýjað 3
REYKJAVÍK skúr 4
STÓRHÖFÐI rigning 5
BERGEN heiöskírt -4
HELSINKI léttskýjaö -9
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 0
ÓSLÓ heiöskírt -6
STOKKHÓLMUR -7
ÞÓRSHÖFN skýjaö 5
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -4
ALGARVE léttskýjaö 15
AMSTERDAM alskýjaö 2
BARCELONA léttskýjaö 14
BERLÍN súld 0
CHICAGO léttskýjað 15
DUBUN rigning 5
HAUFAX heiöskírt 0
FRANKFURT rigning 3
HAMBORG léttskýjað 0
JAN MAYEN skýjaö -1
LONDON rigning 6
LÚXEMBORG þoka 2
MALLORCA léttskýjað 13
MONTREAL léttskýjað -2
NARSSARSSUAQ skafrenningur -6
NEW YORK hálfskýjaö 11
ORLANDO heiöskirt 15
PARÍS rigning 8
VÍN þokumóða 5
WASHINGTON heiöskírt 12
WINNIPEG léttskýjaö -16