Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Blaðsíða 15
14 + 23 ov Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Upp að ratiðu striki Marsmæling á veröbólgu skilur eftir lítið svigrúm fram aö rauða strikinu svokallaða i maí. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent i febrúar. Það þýðir að verðbólga má ekki hækka um meira en sem svarar 0,3 prósentum í næstu tveimur mælingum, i april og maí. Að óbreyttu stefnir verðbólgan yfir rauða strikið sem aðilar vinnu- markaðarins, með aðkomu stjórnvalda, sömdu um i des- ember. Með samkomulaginu var frestað uppsögn á launa- lið kjarasamninganna sem ella lá fyrir í febrúar. Rauða strikið miðast við að vísitala neysluverðs verði í mesta lagi 222,5 stig i maí en hinar nýju marstölur Hag- stofunnar sýna að hún er þegar komin í 221,8 stig. Hækk- unin nú kemur nokkuð á óvart eftir verðhjöðnun i febrú- ar. Sveiflurnar eru talsverðar því verðbólgutölur janúar- mánaðar skutu mönnum skelk í bringu. Tölurnar þá sýndu að kæmi ekki til sérstakt átak var vonlaust að ná því markmiði sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnu- lifsins settu sér. Alþýðusambandið tók sig þá til og hóf baráttu fyrir því að halda verðlagi niðri svo ná mætti settum markmiðum, öllum til hagsbóta. Sambandið fer enn fyrir i þeirri bar- áttu en þar leggja Samtök atvinnulífsins og einstök fyrir- tæki og sambönd einnig hönd á plóg auk þess sem ríki og sveitarfélög komu að málinu með lækkun gjalda. Forystumenn launþega og atvinnufyrirtækjanna hafa lýst yfir vonbrigðum með þá vísitöluhækkun sem nú mældist en útiloka þó ekki að markmið maímælingarinn- ar geti náðst. Til þess að svo megi verða þurfi þó allir að leggjast á eitt. Bæði formaður Samtaka atvinnulífsins og forsætisráðherra hafa bent á það meginatriði máls að verðbólga sé þrátt fyrir allt á niðurleið. Þriggja mánaða verðbólga sé nú 4,5 prósent og stöðugleiki hafi náðst á nýj- an leik. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt mikla ábyrgð i þessu ferli öllu en það í hennar höndum hvort kjarasamningum verður sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara i mai, fari svo að verðlag hækki umfram hin rauðu strik. Hún hefur hvatt alla þá sem að verðlagningu vöru og þjónustu koma til að taka tillit til þess ástands sem gæti skapast náist markmiðin ekki. Um leið hefur hreyfingin hvatt bæði Seðlabanka og viðskiptabankana til þess að huga að vaxta- lækkun enda hafi raunvextir hækkað um leið og verðbólg- an hefur lækkað. Hinir háu vextir snerti jafnt heimili og fyrirtæki. Árangur næst ekki nema allir sem að koma sýni fyllsta aðhald á öllum sviðum. Með því einu nást tök á verðbólg- unni. Segja má að talað sé fyrir munn allra í hvatningu stjómar Samtaka iðnaðarins frá því í gær. Þar eru félags- menn hvattir til þess að gæta fyllsta aðhalds í rekstri á öll- um sviðum. Nauðsyn sé á ströngu aðhaldi gagnvart inn- kaupum frá birgjum, launakostnaði og eigin verðlagningu. í ályktun samtakanna er réttilega bent á að þróun neysluvísitölunnar gefi til kynna nokkra verðhjöðnun og að krónan hafi heldur styrkst á árinu. Það séu jákvæð merki þótt enn sé mikil óvissa um að sett markmið náist. Því er óhætt að taka undir lokaorð stjórnarinnar um að brýnt sé að allir leggist á eitt til þess að skapa nauðsynleg- an stöðugleika og að halda verðlagi innan rauða striksins. Takist það ekki blasi við uppsögn kjarasamninga, aukin óvissa, áframhaldandi háir vextir og hætta á óðaverð- bólgu. Gamla drauga óðaverðbólgu og vixlhækkunar kaup- gjalds og verðlags á ekki að vekja upp. Þvi verða allir að leggjast á áramar eigi maímarkmiðin að nást. Jónas Haraldsson _________________________________________FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002_FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 DV Skoðun Ofurlaun og ofurveldi í pólitík Að undanfómu hefur at- hygli landsmanna beinst mjög að almenningseign- inni Landssímanum hf. og full ástæða til þess. Þar hef- ur hver taug verið þanin til hins ítrasta og lítið vantað á að brysti. Það síðasta sem svo gerist er ákvörðun ráð- herra samgöngumála að hækka stjórnarlaun nýrrar stjómar yfir 100%. Er að furða þó fólk reki upp stór augu? Hver er ástæðan? Var síðasta stjóm á svo lág- um launum að hún gat ekki tekið við þeim upplýsingum sem henni voru duldar með aðgerðum fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þórarins V. stjómarformanns, Friðriks Pálsson- ar og Sturlu Böðvarssonar? Er þetta hægt, Matthías? Hér hlýtur að vera um enn ein mistökin að ræða, til viðbótar við það að vera með ÞRJÁ forstjóra á launum. Það hvarflar ekki að mér að þeir sem gengust undir stjómarsetu nú hafi sett upp slíkar kröfur um laun sem ráðherra réttir út. Hér er um að ræða laun sem svara grunn- Kjallari ■'í ■ ■ Gísli S. Einarsson þingmaDur Samfylkingarínnar. launum iðnaðarmanns fyrir 170 klst. vinnu til hvers þeirra og tvöfalt til stjórnarformanns. Það er ótrúlegt að það fari meira en 10 klst. á mánuði í stjórnarfundi. En vissulega þarf stjómarformaður meiri tíma enda getur verið þar um að ræða verulegan undirbúning fyrir fundi. En risavaxin laun, á sama tíma og slegist er um að keyra niður verðbólgu, hlýtur að verka sem olía á verð- bólgueld og blautur hanski framan í verkalýðshreyfingu og að auki fyrirmynd til annarra sambæri- legra stjóma. Því segi ég eins og sýslumaðurinn forðum: Er þetta hægt, Matthías? Þrenningin + einn Hnútukast milli fyrrverandi for- stjóra og fyrrverandi formanns einkavæðingamefndar annars vegar og samskipti samgönguráðherra og stjórnarformannsins þáverandi beindu kastljósinu að mistakaferlinu og þess vegna eru málefni Landssím- „Var síðasta stjórn á svo lágum launum að hún gat ekki tekið við þeim upplýsingum sem henni voru duldar með aðgerðum fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þórarins V. stjórnarformanns, Friðriks Pálssonar og Sturlu Böðvarssonar?“ - Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrv. framkv.stj., Friðrik Pálsson, fyrrv. stjórnar- formaður, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. ans efst á „Baugi“, ekki síst fyrir at- beina DV og „litla símamannsins". Það eiga ekki að vera nein verk í gangi sem þarfnast sérstakrar leynd- ar í fyrirtæki þjóðarinnar, við krefj- umst opinnar umræðu um þetta fyr- irtæki sem og önnur, þótt það sé sjálfsagt að virða samkeppnisþætti gagnvart skyldum rekstri. Það er lykt af þessu! Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að óvenju mikið heflr verið upplýst um mislagðar hendur og ófarir í stjórnsýslu að undan- förnu. Það ætti ekki að hafa fariö fram hjá neinum að tveir stjórn- endur Lánasýslu ríkisins hafa feng- ið (reyndar góða) starfslokasamn- inga og eru horfnir þaðan í kjölfar sniðgenginna reglna um útboð verka á vegum ríkisins - verk- samningar upp á hundruð milljóna. Menn muna eftir tugmilljóna króna umframkostnaði við endurbygg- ingu Þjóðmenningarhúss, eitthvað fleira er því tengt - umframkostn- aður við Áusturstræti 8-10 sem var klúður varðandi framkvæmd og eftirlit. Líklegt er að eitthvað fleira verði lagt á borð fyrir landsmenn á næst- unni. Allt tengist þetta pólitísku of- urveldi sem fólk ætti að hafna, það gerist aö hlutir gleymast, þá fer að slá í þá og allt í einu gýs upp fnyk- ur. Almenningi ofbýður þessi síð- asta aðgerð með hækkun launa stjórnarmanna i Landssímanum; eign þjóðarinnar. Það er eins og mig minni að ég hafi séð einstök nöfn þeirra aðila sem þar eru nefnd í ein- hverjum fleiri stjórnum og nefndum þannig að tími þeirra er dýrmætur. Gísll S. Einarsson Pað klæjar undan Kúbu Yfirleitt láta íslendingar sér í léttu rúmi liggja misskiptingu lífsins gæða meðal jarðarbúa. Til þróunar- hjálpar leggja þeir til dæmis aðeins fram örlítið brot af þeim hluta þjóð- arframleiðslu sem Sameinuðu þjóð- imar hafa skuldbundið auðugu ríkin til að svara út. En í Karíbahafinu er eyja á stærð við ísland með íbúa- fjölda á annan tug milljóna, og þetta fólk er íslendingum sífelld upp- spretta samúðar vegna fátæktar þess og eymdar, stjórnendurnir eilifar hneykslunarheUur fyrir einveldi sitt, harðýðgi og spillingu. Á heimsmælikvarða láta þeir eins og þeir viti ekki að aðeins 15-20% mannkyns- ins býr við það ríkidæmi sem okkur þykir sjálfsagt að njóta. Meðal hinna 80-85 hundraðs- hlutanna eru íbúar Kúbu vafa- laust í hópi hinna best settu efnahagslega. Auk þess búa þeir við heilbrigðisþjónustu og tryggingarkerfi sem tekur langt fram því sem bíður þeirra sem laumast yfir sund- ið til Flórída. Gagnstætt því sem mætti ráða af íslenskum fjölmiölum er fátæktin á Kúbu ekkert sem þar hefur dunið yfir síð- an 1958, hún er óveruleg leif af þeirri fátækt sem næstum allt mannkyn hefur lifað við næstum alla sögu sína og mikill meirihluti þess liFir við enn, þar á meðal yfir- gnæfandi meirihluti fólks í öllum löndum Rómönsku Ameríku, þeim löndum sem hafa svipaða sögu að baki og Kúba. Ég hef ekki tölu á því hve stór hluti mannkyns býr við meira póli- tískt frelsi eða mannréttindi en Kúbubúar, enda breytist það snögg- lega frá einu ári til annars í sumum fjölmennum ríkjum. En ég hef tU dæmis ekki heyrt frá Kúbu fréttir af dauðasveitum sem fara um og skjóta á aUt sem hreyfist, þar sem grunur er um að stjómarandstæðingar séu að búa um sig. Slíkt gerist iðulega í öðmm löndum Rómönsku Ameríku og veldur litlu uppnámi í íslensku blöðunum. Furðu létt veitist íslendingum líka að taka ekki eftir því að það er ekki eingöngu fólk frá Kúbu sem sækir í að komast inn í auðlegð Bandaríkjanna. Áratugum saman hefur nánast verið styrj- öld á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem banda- rískir landamæraverðir skjóta á fólk sem reynir að komast ólöglega norður yfir. - Ég veit ekki hvort þetta hefur breyst eitthvað núna eft- ir að þessi riki mynd- uðu með sér efnahags- bandalag. Sérstaða Kúbu hefur löngum verið sú ein að stjómvöld í Bandaríkjunum hafa ekki stundað landamæravörslu gegn fólki þaðan, og því hafa stjómvöld Kúbu tekið það hlutverk að sér, kannski nokkum veginn að nauð- synjalausu. Hvers vegna Kúba? Það væri einfalt að skýra þetta sí- fellda níð um stjómendur Kúbu á ís- landi með því að hér ríki að mestu leyti bandarískt fréttamat. Það sem heldur vöku fyrir Bandaríkjamönn- um er notað til að vekja okkur á morgnana. En ég er ekki viss um að þessi skýring sé fullnægjandi. Ég held að Kúbumenn fari kannski svona mikið í taugamar á okkur flestum af því að þar er stolt þjóð sem hefur boðið Bandaríkjunum birginn, hafnað vemdarvæng þeirra, stillt sig um að sníkja af þeim. Það er einmitt þetta sem okkur íslending- um hefur í hálfa öld fundist innst inni að við hefðum átt og ættum að gera. Þess vegna veldur Kúba þess- um sífellda ertingi á íslensku þjóð- arsálinni. Gunnar Karlsson Þegar íslendingar tala um Kúbu „Þegar íslendingar tala um Kúbu láta þeir eins og þeir viti ekki að aðeins 15-20% mannkynsins býr við það ríkidœmi sem okkur þykir sjálfsagt að njóta. Meðal hinna 80-85 hundraðshlutanna eru íbúar Kúbu vafalaust í hópi hinna best settu efnahagslega.“ - Frá Havana, höfuborg Kúbu. Gunnar Karisson þrðfessor Gullöld án einkastöðva „Það er líka erfitt að útskýra fyrir nú- tímabörnum hug- myndina um sjón- varpslausan fimmtu- dag og jafnvel sjón- varpslausan júlimán- uð - enda þótti sjón- varpsfíklum þetta aldrei góð hugmynd og fögnuðu þeim mun meira í ágústbyrjun. Á gullöld Sjónvarpsins vora engar einkastöðv- ar og ekkert vídeó og nútíminn ekki kominn. Samt létu ekki einu sinni þeir sem ekki áttu litasjónvarp sér leiðast, heldur sátu límdir við skjá- inn og skemmtu sér hið besta, grun- lausir um að þeir væra uppi á hin- um myrku miðöldum." Ármann Jakobsson í grein í Mannlífi. Nútímanum réttilega lýst „Það er eitt megin einkenni tölvu- tækninnar að hún krefst enn meiri hraða dag hvern, nýrri upplýsinga, meira aðlaðandi hönnunar. Sá sem ekki spilar með í þeim leik missir einfaldlega af lestinni. Og þarna er nútímanum kannski réttilega lýst. Annars vegar viljum við hafa allt sem nýjast og hraðast, vera fremst og fyrst. Hins vegar erum við þjökuð af þessum ofsahraða. Fátt fær okkur tii að staldra við til íhugunar og uppbyggingar, andinn fær vart hvílst eða nærst. Fátt virðist mikil- vægara en annað. Og þá er svo mik- ilvægt að muna eftir hinu einfalda, eftir kyrrðinni og undraveröldinni sem getur falist í notalegri stund við kertaljós eða góðum göngutúr um ósnortna náttúra. Þar fæst eitthvað sem gleður og veitir dýpri sýn á veruleikann." Sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari á kirkjan.is Spurt og svarað Um hvað verður kosið í Reykjavík í vor? Anna Kristinsdóttir, Reykjavíkurlista: Góð stjóm og eflt lýðrœði „Stóra kosningamálið í mínum huga er áframhaldandi góð stjórn á borginni, eins og verið hefur síö- ustu átta árin undir stjóm Reykjavíkurlistans. Rætt hefur verið um að auka lífsgæði borgarbúa og ég trúi því að það hafi tekist á þessum árum. Mikil uppbygg- ing hefur orðið svo sem í mennta-, leikskóla- og menningamiálum. Rætt hefur verið um eflt lýðræði við stjóm borgarinnar og aukna þátttöku íbúa í ákvarðanatöku. Stefna Reykjavíkurlistans hnígur í þá átt og ekki síst að færa lýðræðið með virkari hætti út í hverfm þannig aö fólkið sem þau byggir hafi nokkuð um sín mál að segja. Því era það fjölmörg mál sem borgarbúar munu kjósa um nú í vor.“ Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstœdisflokki: Hnignun eða blómleg miðborg „Það verður kosið um framtíð Reykjavikur. Verði Bjöm Bjama- son borgarstjóri færast grunn- skólar Reykjavíkur nær fólkinu og biðlistar á leik- skóla hverfa. Við kjósum um áframhaldandi hnign- un miðborgarinnar eða blómlega og kröftuga mið- borg, þar sem hjarta höfuðborgarinnar slær á heil- brigðan hátt. Og við kjósum um hvort sömu pen- ingastjórn verði haldið hér áfram og skuldir Reykjavíkur nífaldist á meðan önnur sveitarfélög tvöfalda sínar skuldir. Þá snúast þessar kosningar um að ná til baka fólki og fyrirtækjum sem hefur hafiiaö stefnu R-listans með fótunum; með því að flýja Reykjavík og flytja í önnur sveitarfélög." Hanna Bima Kristjánsdóttir, Sjálfstœdisflokki: Kosningar um enn betri borg „í fyrsta lagi lagi snúast þess- ar kosningar um að setja böm- in í borginni í fyrsta sæti og stórbæta menntun og gæði starfs í leik- og grannskólum borgarinnar. í öðra lagi snúast þær um að lækka of háar álögur á borgarbúa og bæta slæma skuldastööu. í þriðja lagi snúast þær um að íbúamir fái fyrsta flokks þjónustu og þeim löngu biðlistum sem nú eru eftir ýmissi þjónustu, til dæmis hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara og leik- skólaplássum, verði útrýmt. Kosningamar snú- ast því um að gera borgina okkar að enn betri stað til að búa á.“ Dagur B. Eggertsson, Reykjavíkurlista: Fimm málaflokk- ar skipta mestu „Fimm málaflokkar munu skipta mestu. í fyrsta lagi; metnaðarfuil skólastefna sem byggist á sjálfstæði skóla og áherslu á að hver nemandi nýti hæfileika sína til fulls i gegnum einstaklingsmiðaðar námsskrár. í öðra lagi; alþjóðlegur borgarbragur þar sem stórhugur í menningarmálum helst í hendur við umburðarlyndi og stuðning viö hvers konar krydd í borgarlífið. í þriöja lagi; framsækið atvinnulíf þar sem skipulagning þekk- ingarþorps i Vatnsmýri er forgangsverkefhi. í fjórða lagi: skilvirk og góð þjónusta og í fimmta lagi; nútíma- legir stjórnarhættir. Þetta verða jafiiframt lykilatriðin sem munu ráða því hvort Reykjavík muni sækja á í al- þjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki." £ Kosningabaráttan í borginni byrjar senn fyrir aivöru. Margir nýir frambjó&endur koma fram á sjónarsvi&ið - bæði í ranni Sjálfstæ&isflokks og Reykjavíkuriista. + r-- * ? +1 m DV-MYND GVA Skrafað eftir skóladaginn í Hafnarfiröi. Skottulækningar í haust var Heilsuhúsið (Sundhedshuset) opnað í hjarta Kaupmannahafnar. Það hýsir fjölmargar grein- ar innan svokallaðra óhefð- bundinna lækninga. í hús- inu er auk þess aðstaða fyr- ir félag þeirra og þar er skóli (Institutt for optimal næring, undervisning og forskning) ásamt sérstakri rannsóknardeild. I rann- sóknardeildinni er þegar hafið rannsóknarverkefni um beinþynningu sem 100 konur taka þátt í. Verið er að kanna hvort rétt mataræði geti byggt bein upp á ný. Sömuleiðis er fyrirhugað að fara í rannsókn á nær- ingarþerapíu og sjúkdómum í önd- unarfærum. Ekki þarf að taka fram að visindalega er staðið að þessum rannsóknum. Ekki viðurkennd fræði Opnun hússins hefði ekki orðið að veruleika nema vegna fjárframlaga úr sjóði sem hefur eingöngu styrkt hefðbundin læknavísindi hingað til. Lesa má úr slíkum stuðningi að ekki verði lengur unnt að neita tilvist svokallaðra óhefðbundinna lækn- inga. Við opnunina bárast góðar kveðjur frá mörgum dönskum þing- mönnum og fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra í Danmörku hélt erindi. Þetta er mjög athyglisvert frá ís- lenskum sjónarhóli því að hér era þessi fræði ekki viðurkennd. Ein- göngu svokallaðir hnykkir (chiropractic) hafa leyfi en þeir fyrstu sem námu þau fræði féllu undir skottulækningalögin og háðu harða baráttu fyrir tilvist sinni. Stjómvöld senda mjög misvisandi skilaboð frá sér þar sem margir þeirra sem mennta sig á sviði óhefð- bundinna lækninga sækja viður- kennda skóla og námið viðurkennt af Lánasjóði íslenskra námsmanna en þegar heim kemur er starfsemin ólögleg og fellur undir lög um skottu- lækningar. - Þerapisti sem viðstadd- ur var opnun Heilsuhússins i Dan- mörku spurði mig nýverið frekar dapurlega: „Verður svona Heilsuhús einhvern tíma opnað hér?“ Rannveig Gu&mundsdóttir þ ingmaOur Samfylkingarínnar egraph er talið að 13 millj- ónir Englendinga leiti óhefðbundinna lækninga árlega. Á Norðurlöndum hafa op- inberir aðilar staðið að rannsóknum á óhefðbundn- um lækningum og víða er í skoðun samvinna milli þeirra sem þær stunda og hinna viðurkenndu heil- brigðisstétta. Lög sambæri- leg skottulækningalögunum okkar hafa verið afnumin bæði í Noregi og Svíþjóð og annars staðar er verið að vinna að úrbótum. Það er mjög mikilvægt að skapa menntuöu fólki skilyrði til starfsemi hérlendis. Meðan mál þessi eru í lausu lofti getur hver sem er sagst vera hvaö sem er og í ofanálag era allir settir undir sama hatt, skottu- lækningamar. Þverpólitísk tillaga Fyrir Alþingi liggur þverpólitísk tillaga undir forystu Láru Margrétar Ragnarsdóttur um að heilbrigðisráð- herra skipi nefnd sem geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi og beri saman við stöðu þess- ara mála á Norðurlöndum, í Evrópu- sambandinu og í Bandaríkjunum. Þar er vísað til nálastungumeðferð- ar, smáskammtalækninga, lið- og beinskekkjulækninga, hnykklækn- inga og nudds. í svari við fyrirspurn frá undírrit- aðri á Alþingi í síðustu viku um af- stöðu heilbrigöisráðherrans til að fella úr lögum ákvæði um skottu- lækningar og að ýmsar óhefðbundn- ar lækningaaðferðir gætu hlotið við- urkenningu að uppfylltum skilyrð- um lýsti heilbrigðisráðherra sig fylgjandi því að nefnd yrði falið aö skoða þessi mál, og í ljósi þeirrar niðurstöðu myndi hann ákveða hvort lagabreyting verður flutt á Al- þingi. Þetta svar gefur tilefni til nokkurrar bjartsýni og að heilbrigð- isnefnd Alþingis afgreiði tillöguna sem þar er til meðferðar fyrir vorið. Ég get því svaraö vondaufum þerapista að nú sé ég bjartsýn á við- urkenningu náms og að hér skapist starfsskilyrði fyrir óhefðbundnar lækningar og þar með möguleikinn til að opna svona heilsuhús hér á landi Rannveig Guðmundsdóttir Eigum að breyta lögum Mikil þróun hefur átt sér stað í þessum fræðum. Bæði á Norðurlönd- um, í Evrópu og víðar leitar fólk í æ ríkari mæli óheíðbundinna lækn- inga bæði við kvillum sínum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðgerð. Haldið er fram að í Danmörku nýti helmingur þjóðarinnar sér þessi fræði og samkvæmt frétt í Daily Tel- „Ég get því svarað vondaufum þerapista að nú sé ég bjartsýn á viðurkenningu náms og að hér skapist starfsskilyrði fyrir óhefðbundnar lœkningar og þar með möguleikinn til að opna svona heilsuhús hér á landi. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.