Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Side 8
8 Fréttir FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 DV W<**« 4. umferð í DV-Sport Snocrossinu • wSMHHr fer fram við Skútustaði í Mývatnssveit laugardaginn 16. mars Kl. 14:00 Þéttskipuð dagskrá á Mývatnsmótí og þar má enginn láta sig vanta... ► Föstudagur 15. mars Garmin GPS fjallaratleikur kl. 13:30 ► Laugardagur 16. mars Ísspyrna á Mývatni við Skútustaöi kl_ 11:00 Samhliða brautarkeppni kl. 14:00 Kynning á keppendum i snocrossinu á föstudagskvöld kl. 21:00 viö Selið-Hótel Mývatn. Varöeldur og flugeldasýning að kynningu lokinni. Æfingar i Snocrossinu hefjast kl. 11:30 4. umferö DV-Sport Snocrossins kl. 14:00 stundvíslega. Glæsileg sleðahátið verður svo haldin i Skjólbrekku á laugardagskvöld þar sem boðið verður uppá ýmis skemmtiatriði og veisluhlaöborö. ► Sunnudagur 17. mars Farin verður hópferö á vélsleðum frá Skútustöðum að Dettifossi og Þeistareykjum undir leiösögn félaga I Vélsleðaklúbbi Mývatns- sveitar. Allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 464-4164 og á www.myvatn.is. Dansleikur fram á nótt með hljómsveitinni A-menn. SPOHTFSHÐift www.sporttours.ls It* VERKTAKAR nyvtiMitaMCX' AfHYGU ÉBtt. Kattarbúðir ^PediGfnyndir O A R.SIQMUNDSSON GÍei.finn PCSLRRIS ÆÚMm vM'jJjjij YAMAHA ttQIMX Utanríkisráðherra varpar fram tillögu um fiskveiðistefnu íslands og ESB: Vill lögsöguna sem sérstakt yfirráðasvæði - innan sameiginlegrar fiskveiöistefnu ESB Fiskvelðistefna ESB verði endurskoðuð Halldór telur sterk rök fyrir því aö Evrópusambandiö endurskoöi skilgreiningar sinar varöandi fiskveiöistefnuna á svipaöan hátt og sambandiö hefur endurskoðaö stefnu sína í landbúnaöi við inngöngu nýrra nkja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í ræðu sem hann flutti í Berlín í gær að það fæli ekki í sér nein- ar tilslakanir frá sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB að skilgreina íslenska efnahagslögsögu sem sérstakt svæði sem nyti sérstakra reglna. Hann sagði að með slíkri skilgrein- ingu væri miklu frekar verið að að- laga sameiginlegu fiskveiðistefnuna breyttum aðstæðum þannig að nýtingu þessara séríslensku náttúruauðlinda gæti verið stjómað af íslendingum sjálfum. Halldór var þama að flytja erindi í „Deutsche Gesellschaft fur Auswártige Politik" og fjallaði erindið um hinn „vanrækta norðvesturhluta Evrópu". Utanríkisráðherra var m.a. að svara spumingunni hvers vegna íslendingar hefðu ekki sótt um aðild að ESB, þrátt fyrir að vera í raun mjög tengdir Evr- ópu og þátttakendur í víðtæku Evrópu- samstarfi. Niðurstaða Halldórs var að aðalástæðan fyrir því að íslendingar hefðu ekki sótt um inngöngu væri hin sameiginlega sjávarútvegsstefna og raunar lika að hluta hin sameiginlega landbúnaðarstefna. Halldór taldi hins vegar að þessi mál væm síður en svo óyfirstíganleg, ekki síst í ljósi þess að náttúrleg staða íslands væri í Evrópu. Hann taldi heldur ekki nein tormerki á því að íslendingar hölluðu sér að Evrópu þrátt fyrir vamarsamninginn við Bandaríkin; þar væri ekki eða þyrfti ekki að vera togstreita. Halldór telur sterk rök fyrir því að Evrópusambandið endurskoði skil- greiningar sínar varðandi fiskveiði- stefiiuna á svipaðan hátt og samband- ið hefur endurskoðað stefhu sína í landbúnaði við inngöngu nýrra ríkja. Þannig hafi finnskur landbúnaður fengið sérstaka stöðu við inngöngu Finna, enda hafi ESB verið að stækka og ná til heimskautasvæðis sem áður hafi ekki þekkst. Slík stækkun breyti eðli mála og því eðlilegt að skilgreina heimskautalandbúnað með öðrum hætti en landbúnað sunnar í álfúnni. Sama telur Halldór að eigi að gilda um sjávarútveg. Islenskur sjávarútvegur sé viðbót við evrópskan sjávarútveg og flestir stofiiamir haldi sig á íslands- miðum cilla sína ævi. Þeim stofiium telur Haildór að íslendingar eigi að geta ráðið yfir þrátt fyrir aðild að ESB en er tilbúinn að viðurkenna sameig- inlega stjóm á flökkustofnum. Halldór segir hins vegar að það muni ekki duga íslendingum að hefðir og veiði- reynsla sé látin gilda líkt og gert er i ESB, jafnvel þótt það tryggi íslending- um veiðar í eigin lögsögu. Ákvarðanir um kvóta, möskvastærð o.fl. verði að vera teknar á íslandi en ekki í Brussel, hjá erlendu ráðherraráði. En utanrík- isráðherra telur að lausnin felist í því að skilgreina íslenska efhahagslögsögu sem sérstakt stjómunarsvæði og kveðst vonast til að íslenskum stjóm- málamönum takist í samvinnu við aðra evrópska stjómmálamenn að leysa ágreiningsmál sín á þessum grundvelli. -BG Fjármálaráðuneytið telur framkvæmdir ekki munu hafa veruleg þensluáhrif: Ríkið fresti virkjana- framkvæmdum - ósamhljómur milli ráðuneytis og Seðlabanka vegna mótvægisaðgerða Virkjanaframkvæmdlr Fjármálaráöuneytiö telur einsýnt aö ekki muni reynast nauösynlegt aö grípa til mótvægis- aögeröa fyrr en á árínu 2004. Fjármálaráðuneytið telur heppileg- ustu leiðina til að vega á móti þeim þensluáhrifum sem kæmu til vegna hugsanlegrar byggingar álvers við Reyðarfjörð vera tvenns konar - annars vegar að draga úr eða fresta verklegum opinberum framkvæmdum öðrum sem eru vinnuaflsfrekar. Hins vegar yrðu geröar ráðstafanir til að auðvelda að- flutning vinnuafls til að draga úr þeim þrýstingi sem ffamkvæmdimár hafa á vinnumarkaði. Að sögn Bjöms Rúnar Guðmundssonar, hagfræðings í fjár- málaráðuneytinu, em það áhrifin á vinnumarkaðinn sem ráðuneytið telur að skipti sköpum. Jafnffamt telur fjár- málaráðuneytið einsýnt að ekki muni reynast nauðsynlegt að grípa til mót- vægisaðgerða fyrr en á árinu 2004, en þá fyrst megi vænta þess að til verulegra áhrifa af virkjunarffamkvæmdum verði farið að gæta. Þrátt fyrir að þetta stangist ekki á við nýlega úttekt Seðlabankans þá er tónn- inn óneitanlega nokkuð annar. Bjöm Rúnar segir það hins vegar ekki ólíklegt að ef stjómvöld senda frá sér einhver skilaboð af þessu tagi varðandi mótað- gerðir megi búast við að bankinn endur- skoði afstöðu sína. Aðspurður fellst hann á að það kunni að verða nokkuð brátt að hækka stýrivexti strax haustið 2002 vegna þensluáhrifa sem vænta megi árið 2004. Samkvæmt úttekt Seðla- bankans þyrfti - ef ekki yrði farið út í neinar mótaðgerðir á tímabilinu frá 2002-2005 - hugsanlega að hækka stýri- vexti um 2,5% í upphafi tímabilsins og síðan hafa þá þetta l,5%-2,5% hærri en annars hefði oröið. Niðurstöðu sína byggir fjármálaráðu- neytið á þvi að verulega hafi hægt á í at- vinnulífinu á síðustu tveimur árum. Gengi hafi lækkað, dregið hafi úr inn- flutningi og sérstaka athygli vekur að fjármálaráðuneytið telur nú hugsanlegt að hagvöxtur á yfirstandandi ári verið neikvæður. Sem kunnugt er spáði fjár- málaráðuneytið hagvexti í forsendum fjárlaga í haust, á sama tíma og Þjóð- hagsstofnun gerði ráð fyrir samdrætti. Þetta olli mikilli umræðu á sínum tíma. Fjármálaráðuneytið telur nú að það muni fyrst og ffemst vera vinnumarkað- urinn sem kunni að valda röskun á elhahagsstöðugleikanum, þótt ekki sé útilokað að framkvæmdir af þessu tagi muni einnig setja nokkum þrýsting á gengi krónunnar. Til að mæta þvi sé frestun ffamkvæmda trúlega öflugasta ráðið, bæði vegna þess að það þýðir minni heildareftirspum eftir vinnuafli og eins vegna þess að opinberar fram- kvæmdir era sá útgjaldaþáttur sem hef- ur mest áhrif í þeim greinum atvinnu- lífsins þar sem áhrifa stóriðjuffam- kvæmda gæti hvað mest. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.