Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Qupperneq 16
24 ______________________FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 Skoðun DV Afi minn fór á honum Rauð Sól úr sólu uns brúnni er náö Frelsi er liöleiki tungunnar, rétt sól á réttum tíma. Hefur þú tekið þér vetrarfrí? (Spurt á Akureyri) Margrét Jónsdóttir leirlistarkona: Ég tók mér vikufrí og var í Reykjavík. Fór á sýningar, hitti vini og fjöl- skyldu. Borgin er indæl. Davíö Aðalsteinsson hjúkrunarnemi: Nemar fá atdrei frí frá lærdómnum á veturna. Síöan er þaö vinna á sumrin. Kristján Jónsson bóndi: Nei, ég hef engan tíma til þess. En ef hann gæfist myndi ég ef til vill skrepþa til Reykjavíkur. Málmfríður Sigurðardóttir, fv. þingmaður: Ellilífeyrisþegar eru ekkert aö slá um sig meö fríum sem eitthvaö kosta. En ég feröast i huganum - langar til Miö-Evrópu. Arnar Ari Lúövíksson, atvinnulaus: Nei, ég er aö vinna í aö leita mér aö vinnu. Ef tök heföu veriö á heföi ég fariö til Noregs og á snjóbretti þar. Hreinn Hringsson knattspyrnumaður: Nei, ég hef ekki tekiö mér vetrarfrí. Heföi svo veríö heföi ég sjálfsagt far- iö til Portúgals. Þangaö hefur mig alltaf langaö. Fyrir meira en 50 árum söðlaði afi Rauð og reið honum á Þing- völl. Þeir félag- amir létu rign- ingu og vosbúð ekki aftra for sinni enda tilefn- ið ærið. Nú skyldi slagur látinn standa, danskur- inn í' herkví og amerískt tyggigúmmi tekið við af mörinni. Lýðveldið ísland var stofn- að og allir huppu hæð sína, bæði menn og fé. Loksins, draumur gömlu ættjarðarskáldanna rættur. Hófafor Rauðs sjást nú ekki leng- ur og þeir sem stóðu klökkir undir rísandi íslandssól flestir komnir undir græna eða þrotnir að kröft- um. Sú ábyrgð, að halda sólinni á lofti, er því í höndum yngri kyn- slóða. En höfum við gengið götuna fram eftir veg? Þjóðarskútan flýtur og farrýmun- um flölgar. Neðan þilja teygja sig tungur á móti sólum í líki berra bossa sem í hinn endann sleikja aðr- ar sólir enn skærari. Þannig sleikj- um við götuna fram eftir veg, sól úr sólu uns brúnni er náð. Þangað komnir standa menn uppi sem sig- urvegarar. Frelsi er liöleiki tung- unnar, rétt sól á réttum tíma. Lengi hafa menn glimt við tungu- basl í hrossum og sett á þau tungu- bönd. En slíkt viðgengst ekki meðal manna. Þar er notaður kavíar. Og kampavín. Þessi blanda virðist Magnús Baldursson skrifar: Það er í takt við annað að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra standi fyrir því á hlutahafafundi Landssimans að laun stjórnar- manna verði tvöfolduð. Það var jú hann sem geröi leynisamninginn við fráfarandi stjórnarformann og braut lög og reglur þessa lands. Ég vil biðja blaðamenn DV að riíja upp öll þau ummæli sem frá ráðheran- um komu um að hann styddi stjóm- arformanninn sem nú hefur verið komið frá. Þær yfirlýsingar reynd- ust nú ekki mikils virði þegar á hólminn var komið frekar en annað það sem frá þessum ráðherra hefur komið. Sturla Böðvarsson sagði i viðtöl- um um daginn að hann hefði orðið „Hófaför Rauðs sjást nú ekki lengur og þeir sem stóðu klökkir undir rísandi íslandssól flestir komnir undir græna eða þrotnir að kröftum. Sú ábyrgð, að halda sólinni á lofti, er því í höndum yngri kynslóða. - En höfum við gengið göt- una fram eftir veg?“ leysa úr læðingi manndáðir sem samtímanum þykir einna eftirsókn- arverðastar. Ein þeirra, sú snilld að búa til hugvit úr engu og selja, hef- ur rutt sér mjög til rúms og önnur, „Eg minnist þess ekki að hér hafi setið verri og van- hæfari ráðherra frá lýð- veldisstofnun.... Mér er óskiljanlegt að sá mæti stjómmálamaður Davíð Oddsson forsœtisráðherra skuli láta þetta ganga yfir þjóðina. “ fyrir „aðfór“. Það er alrangt hjá honum. Hið rétta er að hann er stríði við þjóðina sem með réttu ger- ir hann ábyrgan fyrir Landssíma- klúðrinu og því siðleysi sem þar hefur verið afhjúpað. Hann er í stríði við þjóðina vegna þess að að ljúga alla fulla og kalla sig at- hafnamann, á sér marga aðdáendur. 200 mílna landhelgin teygir nú anga sina alia leið til Sviss, svo mikii- virkur hefur kavíarinn orðið sum- um. Ekkert er lengur ómögulegt og allt eðlilegt. í þessari sólarparadís er fjöregg þjóðarinnar varðveitt. En þótt kavíarinn sé það ekki er sprengjuregnið á gamlárskvöld allra. Þá storma allir upp á dekk og horfa til himins. Landsfeðurnir keikir í brúnni, lofa farinn veg og ófarinn, kuskiö á hvítflibbanum hvítmálað. Á þessum stundarfjórðungi er ásýnd allra hin sama og aðeins eitt farrými. - Ég arkaði í nepjunni um daginn og ætlaði að velta þeim fé- lögum við í gröfinni, Afa og Rauð, en þeir voru þá búnir að því... hann neitar að axla ábyrgðina þrátt fyrir að tæp 70% landsmanna vilji að hann fari úr embætti. Og svo seg- ir hann að málinu sé lokið. - Því er alls ekki lokið. Ég minnist þess ekki að hér hafi setið verri og vanhæfari ráðherra frá lýðveldisstofnun. Og nú tvöfald- ar hann laun þeirra sem sitja í stjóm Landssímans! Svei attan. Hagsmuna hverra er hann að gæta? Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn í tæp 40 ár, en það ætla ég ekki að gera lengur. Ég veit að svo er um fleiri sem ég hef rætt við. Mér er óskiljanlegt að sá mæti stjómmála- maður Davíð Oddsson forsætisráð- herra skuli láta þetta ganga yfir þjóðina. - Samgönguráðherra verð- ur að víkja - hann er í stríði við þjóðina. Sniðug hún Siv Jón Jóhannsson skrifar: Henni er ekki fisjað saman, henni Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Hún hefur pólistískt nef með afbrigðum og er sniðug að sama skapi. Hún var t.d. ekki lengi að „fatta" gagnrýni stjórnar- andstöðuþingmanna vegna hugsan- legs nðurskurðar Náttúruvemdar rík- isins til landvörslu. Siv brá skjótt við og sagði sér illa brugðið við þessi tíð- indi. Þetta væri alls ekki í anda stefnumótunar rikisstjómarinnar. - Þeir verða bara að finna aðrar leiðir en að draga úr landvörslunni. Og nú stofnum við bara þjóðgarð á eyðiflák- anum, á hálendinu, af öllum stöðum, með 100 störfúm!. Auðvitað er nefhd- arskipan besta ráðið til að drepa öllu þessu bulli á dreif. Þetta þekkir Siv sýnilega betur en hinir. Verðbætur ósanngjarnar Kristján Þórðarson skrifar: Ég er einn þeirra sem eru vel skuld- settir; húsnæðislán, lífeyrissjóðs íþyngja manni. Nú vildi ég geta greitt einhver þessara lána upp og miðað þá við eftirstöðvar nafnverðs eftir síð- ustu greiðslu. En þá kemur stærsti þröskuldurinn; áfailnar verðbætur eftir greiðslu eru himinháar og engin von til þess að geta greitt þetta upp á einu bretti. Og áfram aukast verðbæt- umr ár ffá ári. Dæmi: eftirstöðvar með nafnverði kr. 600 þús., áfallnar verðbætur u.þ.b. 1 mifljón króna!. Er ekki ráð að gefa fólki kost á að kom- ast úr þessum ógöngum með því að fella niður verðbætur frá dags dato fyrir þá sem vilja eða geta greitt upp eftirstöðvar nafliverðs, t.d. húsnæðis- lána sinna. Verðbætumar eru ósann- gjöra áþján. - Hér er verkefhi fyrir þingmenn okkar að líta á. Samlokunum dreift. Fólkið skili sínu Halldóra Guðmundsdóttir hringdi: Flugleiðir vilja rétta hag sinn vem- lega eins og fram kemur hjá stjómar- formanni og nú meö gjörbreyttum áherslum. Það á að ná sem mestu út úr starfsfólkinu, einkum því sem vinn- ur beint að fluginu, flugfreyjum, flug- mönnum og öðru tæknifólki. Kominn tími til. Flugmenn sitja á rassinum aila flugferðina, og flugfreyjur að dútla við að dreifa samlokum til farþeganna. Breyta skal samningum og skapa fyr- irtækinu sveigjanleika til að starfs- fólkið skili sínu. Og auðvitað ætti að afnema þessa frimiöavitleysu - allir starfsmenn og nánustu ættingjar, meira að segja gömlu flugstjóramir löngu hættir; allir á frímiðum. Hvað kostar þetta félagið? Já, nú er lag að rétta úr kútnum. Stríða gegn lögum Margeir Jónsson hringdi: Ég tek undir með Sigurði G. Guð- jónssyni, forstjóra Norðurljósa og lög- manni þeirra tU margra ára, sem hef- ur flutt mál félagsins fyrir Samkeppn- isstofnun vegna ósanngjarnra út- varpslaga sem torvelda aUa frjálsa samkeppni. Það hljóta að vera laga- skUyrði nú tU íhlutunar í þessu brýna máli allra ljósvakamiðlanna, þar sem útvarpslögin stríða bersýnUega gegn samkeppnislögum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Garrí Von sem missti vængi Þingmenn stóðu rauðir og bláir í ræðustól Al- þingis í vikunni. Ástæða þessarar miklu geðs- hræringar var að þeir voru að tala um byggöa- mál. Raunar voru þeir að tala um meira en byggðamál, því þeir voru að tala um sérstaka út- gáfu af pólitískum byggðamálum - þeir voru að tala um fjarvinnslu. Fjarvinnsla var eitt af þess- um töfraorðum sem skaut upp kollinum í ís- lenskri umræðu fyrir 2-3 árum, svona um það leyti sem þingmenn og stjómmálamenn almennt voru að uppgötva símann. SkyndOega sáu menn skyndilausn á endalausum vanda sínum við að halda uppi raunveruleri byggðastefnu og halda uppi raunverulegum infrastrúktúr og þjónustu út um landið. Áratugum saman hafði verið að halla undan fæti. Hvert þorpið á fætur öðru hafði tæmst og fólkiö runnið eins og stjómlaus hjörð suður á bóginn, fyllt ný hverfi höfuðborg- arinnar og búið til nýjar útborgir frá Reykjavík. Reddingar Endalaus leiðindi og kvabb fylgdu því að halda úti atvinnustarfsemi og þjónustu í sjávar- þorpum og þjónustukjörnum landbúnaðar. Ein- hvem veginn tókst ekki að stýra einu eða neinu og aðgerðimar sem menn gripu til í björgunar- skyni vora umfangslitlar, máttlausar og ómark- vissar, enda svosem aðaltilgangurinn að redda Stinu frænku um dálítinn aur og tryggja að Kiddi mágur gæti nú komið undir sig fótunum. Bæði voru þau jú vön að kjósa flokkinn og allt þeirra fólk, þannig að ekki var nú hægt annað en sýna þessu brölti þeirra dálítinn skilning. En sannleikurinn er bara sá að það var alltaf minna og minna um að vera á þessum stöðum, sérstak- lega eftir að kvótinn þjappaðist á færri hendur, þannig að pólitíkusar áttu sifellt erfiðara um vik að töfra fram einhver atvinnutækifæri handa sínu fólki. Þá brugðust menn einfaldlega við með því að tala meira um byggðamái í þeirri von að allir héldu að fólk sem talaði svona mikið um byggðimar væri lika að gera eitthvað fyrir þær. Svo bregöast... En þá kom fjarvinnslan! Lausnarorð sem var svo stórkostlegt að það nægði að hafa það yfir á torgum. Nú þurfti ekkert að vera að stressa sig á því að hafa eitthvað í þessum bévítans þorpum, enga atvinnustarfsemi, eða þjónustu. Ekki neitt nema sveitamenn, simalinur og símtól. Svo gat fólkið bara unnið við það í fjarvinnslu sem var að gerast einhvers staðar annars staðar. Þannig hafa helstu bautasteinar þessarar nýju byggða- stefnu orðið þeir að kona svarar nú i sima fyrir reykvískt fyrirtæki á Austfjörðum og þrír menn munu skanna inn gömul þingtíðindi á Ólafsfirði. Að vísu þýðir sú ráðstöfun atvinnubrest á Stöðv- arfirði, en eins dauði er jú annars brauð. Fjar- vinnslan - hið mikla lausnarorð og krosstré hef- ur nú bragðist líka, því landsbyggðarlýðnum er ekki treystandi til að vinna verk á vegum ríkis- ins, nema náttúrlega að hann flytji sig um set suður. Og í sorg sinni og brostinni bjartsýni er eðlilegt að þingmenn bláni og roðni I ræðustól Alþingis. Þeir hafa misst vængina eins og fugl- inn í kvæði Davíðs. Þeir eiga samúð Garra óskipta. C\íUVt- Samgönguráöherra í stríði við þjóðina Siv Friðleifs- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.