Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 21
29
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002
DV Tilvera
Myndgátan
Myndgátan hér
til hliðar lýsir
nafnorði.
Lausn á gátu nr. 3256:
Má ekki tæpara
standa
Lárétt: 1 kvæði,
4 veiki, 7 skarð,
8 æviskeið, 10 kvista,
12 skagi,
13 galdrakerling,
14 kerra, 15 hrella,
16 málmur, 18 kát,
21 fjöldi, 22 band,
23 ötult.
Lóðrétt: 1 andveæa,
2 hag, 3 fífldjörf,
4 skassi, 5 óvissa,
6 spil, 9 kjaft, 11 geti,
16 sorg, 17 kerald,
19 svardaga,
20 óvild.
Lausn neðst á síðunni.
Svartur á leik!
Henrik Danielsen hinn danski hefm-
óft teflt á íslandi. Hann tefldi fyrst á
alþjóðlega skákmótinu 1 Ólafsvík 1987
og hefur verið tíður gestur siðan. Nú í
ár varð hann íslandsmeistari í fyrsta
skipti með „Hróknum" á íslandsmóti
Skákfélaga. Hann teflir oft af miklum
Umsjón: Sævar Bjarnason
frumleika og það er ljóst að „skákgen"
hans liggja ekki langt frá landa hans
Bent Larsen. Hér leggur hann Ung-
verjann Oleg Boricsev snaggaralega að
velli í Ráðhúsinu.
Hvítt: Oleg Boricsev.
Svart: Henrik Danielsen.
Norræna bragðið.
Reykjavíkurmótið (6), 12.03.2002.
1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Da5
4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. h3 Bh5 7. g4
Bg6 8. Re5 Rbd7 9. Rc4 Da6 10. Bf4
De6+ 11. Re3 Db6 12. g5 Dxb2 13.
Ra4 Da3 14. c3 Rb6 15. gxf6 Rxa4
16. Bb5+ c6 17. Bxa4 Dxc3+ 18. Ke2
0-0-0 19. Db3 Bd3+ 20. Kf3 Dxd4 21.
Hhdl De4+ 22. Kg3 e5 23. Bg5 gxf6
24. Habl b5 25. Bxb5 cxb5 26.
Hbcl+ Kb8 27. Dxf7 Bd6 28. Dxf6
(Stöðumyndin) 28. -Hhg8 29. Kh2
HgfB 30. Dxd8+ Hxd8 31. Bxd8 Df4+
32. Kg2 e4 33. Hhl Df3+ 34. Kgl
Bg3 35. Rdl Bxf2+ 0-1
Bridge
Spil 6 í nfundu umferð aðal-
sveitakeppni Bridgefélags Reykja-
vlkur er forvitnilegt. Austur var
gjafari f spilinu og á aldeilis góða
hönd með aðeins 4 tapslögum. Suð-
ur á hins vegar einnig góð spil og
Umsjón: fsak Öm Sigurösson
hindraði hressilega á hagstæðum
hættum. Vestur er í miklum vanda
eftir stökk f 4 hjörtu og það var
mikil hætta á þvl að AV villtust
alla leið í slemmu. Austur gjafari
og AV á hættu:
mm
4 KD3
* 942
+ KDG432
* 2
4 G109875
* K5
+ 5
* 9874
4 4
* 7
4 Á987
* ÁKDG653
W ÁDG10863
4 106
* 10
N
V A
S
4 Á62
Þegar skoðaöar eru tíðnitöflur sem
Sveinn Rúnar Eiríksson setur upp á
Netinu (bridgefelag.is) fyrir þetta spil
sést að spilað hefur verið á 24 borð-
um. Á 9 þeirra var niðurstöðutalan
100 í NS fyrir annaðhvort 6 lauf eða 6
tígla. Á mörgum þeirra borða opnaði
austur á einu eðlilegu laufi, suður
stökk í fjögur hjörtu og
vestur sagði, aðþrengd-
ur, funm tígla. Austur
hækkaði þann samning
eðlilega i 6 tígla, taldi
það líklegt að félagi
ætti að minnsta kosti
einn ás. Á 5 borðum
var lokasamningurinn 5 lauf eða tígl-
ar, á einu voru spilaðir 5 tiglar do-
blaðir og tvö pör i AV fengu að
standa sagða slemmu í láglit.
Lausn á krossgátu
•Qæj 08 ‘Qio 61 ‘nure i\ ‘jns gf ‘TuSaui n
‘ttosjs 6 ‘nij 9 ‘ya g ‘iSJBASftd p ‘SoiBuiretS c ‘spíE 8 ‘æfq I yjaJQoy
'QiQi 88 ‘§nt>} ZZ ‘is'uaui 18 ‘jiaj 81 ‘l?js gt ‘Bure si
‘uSba \\ ‘iuou 81 ‘sau zi ‘buui qi ‘Bijsæ 8 ‘Jiapi i ‘isad j ‘SBjq i yjajey
. ^Smáauglýsingar
sölutilkynningar
og afsöl
550 5000
Gunnþóra
Gunnardóttir
blaöamaður
Ágætir eftir-
flensudagar
Nú ku hin árlega flensa
vera í rénun í landinu og er
það vel. Nóg er hún búin að
gera af sér. Leggja fólk í rúm-
ið í hrönnum um stundarsak-
ir, lama vinnustaði og raska
eðlilegu skólahaldi. Sumir
fara of snemma af stað, slær
niður og leggjast aftur, jafn-
vel oftar en einu sinni. Heyrði
um krakkaskinn sem var búið
að veikjast sjö sinnum á síð-
ustu vikum. Ekki ætla ég að
fara að kenna foreldrunum
um en varð þó ósjálfrátt hugs-
að til hennar móður minnar.
Hún vildi halda okkur krökk-
unum í rúminu hitalausum í
tvo daga og inni í tvo daga
eftir það. Takk fyrir. Aðstæð-
ur voru reyndar þannig að
langt var fyrir lækni að koma
í vitjun og margar torfærur á
þeirri leið. Að fara til læknis
veikur um þann veg var ekki
til umræðu. Þetta gátu reynd-
ar verið ansi hreint notalegir
dagar. Þessir tveir í rúminu
og tveir inni. Margt hægt að
dunda sér. Það var hrúgað til
manns bókum. Ekki stóð á
því. Mörg ljóð voru lesin og
lærð á svona dögum. Man að
eftir eina flensuna kynntist ég
til dæmis Stjána bláa sem var
alinn upp við slark, útilegur
og skútuhark en Ljóðmæli
Páls Ólafssonar hresstu þó
enn meira. Hnyttinn og
skemmtilegur kveðskapur um
kútinn og yfirvaldið, ástina
og Stjörnu. Virkaði eins og
vítamínsprauta og batinn var
gulltryggður.
Sandkorn
Umsjón: Höröur Kristjánsson . Netfang: sandkorn@dv.is
Ólafur Kristjánsson, eða
Óli málari eins og Bolvikingar og
reyndar ísfirðingar nefna gjaman
bæjarstjórann i Bolungarvík, mun
ekkert vera á því
að hætta í pólitík-
inni. Ólafur sagði
fljótlega eftir sið-
ustu bæjarstjórn-
arkosningar að
þetta yrði hans
síðasta kjörtíma-
bil. Hann væri
búinn að standa
sina pligt og því tími kominn á aðra
að axla þessa ábyrgð. Undanfarin ár
hafa verið mjög erfiö i rekstri vest-
flrskra sveitarfélaga og þá ekki síst
Bolungarvíkur sem hefur orðið fyr-
ir hveiju stóráfaflinu á fætur öðru.
Þrátt fyrir aflt þykir Óla hafa tekist
að sigla skútunni þokkalega milli
skers og báru. Telja margir að það
sé einmitt ástæðan fyrir þvi að bol-
vískir sjáflstæðismenn þori einfald-
lega ekki að skipta um kaflinn í
brúnni fyrr en dallurinn er örugg-
lega kominn á lygnan sjó...
Meira af framboðsmáium
vestra. Halldór Jónsson, fyrrum
bæjarfufltrúi Sjáflstæðisflokksins í
ísafjarðarbæ, skýtur afar föstum
skotum á Halldór
Halldórsson, bæj-
arstjóra og efsta
manns á lista
; flokksins í kosn-
ingunum i vor.
Tilefhið er viðtal
við bæjarstjórann
í héraðsfrétta-
blaðinu Bæjarins
besta. Talar Halldór Jónsson um
sögufölsun nafna síns, ekki síst
hvað varðar fyrrum eitt stærsta út-
gerðarfélags landsins, Básafell. „Því
miður gerðu bæjarstjórinn og bæj-
arstjómin afskaplega lítið til þess
að koma í veg fyrir að Básafell yrði
liðað í sundur og flutt úr bænum.
Raunar má fullyrða að hæjarstjóri
og einstakir bæjarfulltrúar hafi
beinlínis ýtt undir þá þróun með
gjörðum sínum. Það er hin nötur-
lega staðreynd. - Sjáflstæðisflokkur-
inn í ísafjarðarbæ hefur ákveðið aö
leggja allt sitt undir í baráttu um at-
vinnuöryggi eins manns. Nefnilega
að tryggja atvinnu Halldórs Hafl-
dórssonar. Önnur framboð verða að
huga að öflum hinum. Það verður
gert...“
Sameining Húsavíkurkaup-
staðar og Reykjahrepps, sem var
samþykkt í kosningum um helgina,
hefur valdið gleði norðanmanna.
Mikfl hug-
myndavinna
er nú sögð
komin í
J gang við að
finna nafn á
krógann. Heyrst hefur að ýmislegt
hafl þar komið tU greina en aftur og
aftur staldri menn við eina ákveðna
hugmynd. Hún snýst um að steypa
saman nöfnum hreppanna tveggja
og að Húsvíkingar sýni velvUja sinn
í garð fámennara sveitarfélagsins í
verki með því að það fá forgang í
nýja nafninu. Þannig sé borðleggj-
andi að nafnið á nýja sveitarfélag-
inu verði Reykja-vík...!
A vef verkalýðsfélaganna á Húsa-
vík er því fagnað að framkvæmda-
stjóm Starfsgreinasambands ís-
lands muni mæta tfl fundar við
Skjáflandann í
haust. Sagt er að
góður andi ríki nú
innan Starfs-
j greinasambands-
ins eftir töluverða
ólgu og leiðindi
sem urðu við
j brotthvarf
Bjöms Grétars
Sveinssonar, formanns VMSÍ, við
kjarasamninga árið 2000. Þá tók
Flóabandalagið ákvörðun um að
semja sér. Sagt er að mærðartónn-
inn fyrir norðan eigi sér skýringar.
Verkalýðsforinginn á Húsavík, Að-
alsteinn Baldursson, sé nú í óða-
önn að að grafa aUar sínar stríðsax-
ir fyrir fundinn í haust. Þar með
eigi hann mun betri möguleika á að
hljóta náð tU forystu í verkalýðs-
hreyfingunni ef Halldór Bjömsson
ákveður að taka hatt sinn og staf á
næstu misserum...
Myndasögur
£
.1
I
Jæja, doman, ummmm..
iæja, hlingur sling ummmm...
e plúrbís úním oíj..
Lmmm... Iikar pér við mjuk-
ar kanínur, Georg?..
Jr.A1 ijmmm.... err..
Hann er kannski ekki jafn-
klár oa Kalli en en éq
ábyrgist að hann er heið-
■ ----■» arlegur!
bessi óheiðarlegi lögmaður
sem þú reddaðir mér tók 10
þúsund fyrir að játa sekt mína
og skildi mig eftir eins o<
auminoja
Hrin
Jon
eið
arlega
Vagnsson
Kari „háir
Halldórsson?
Nu skil eg hvernig Kristni
Þjomssyni líður...
c^>
cr>