Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Side 22
30 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 DV V 85 ára Guðrún V. Sveinbjarnardóttir, Höföavegi 20, Vestmannaeyjum. 80 ára_________________________ Adolf Bjarnason, Vesturlbr. Arnarholti, Kjalarnesi. Valgerður Einarsdóttlr, Núpi 1, Hvolsvelli. Þuriður Ólafsdóttir, Hæðargaröi 33, Reykjavík. 75 óra_________________________ Axel Kristjánsson, Lækjarkinn 8, Hafnarfiröi. Bragi R. Friðriksson, Faxatúni 29, Garöabæ. 70 ára_________________________ Halldór Sigurðsson, Gullsmára 7, Kópavogi. 60 ára_________________________ Bragi Kristinn Guðmundsson, Melbæ 9, Reykjavík. Flnnfriður Pétursdóttir, Borgabraut 15, Hólmavík. 50 ára_________________________ Benjamín M. Kjartansson, Bólstaöarhlíö 50, Reykjavík. Guðmundur Róbert Ingólfsson, Garöabraut 18, Akranesi. Guttormur Sölvason, Breiövangi 1, Hafnarfiröi. Ólafur Einarsson, Hjallalundi 7b, Akureyri. Ólafur Haraldsson, Vogabraut 16, Akranesi. Ólöf Hannesdóttlr, Einigrund 8, Akranesi. Petra Kristjánsdóttir, Einholti 26, Akureyri. 4Q árp________________________ Ama V. Kristjánsdóttir, Kjarrmóum 9, Garöabæ. Erna Sæbjörnsdóttir, Furuhlíö 16, Hafnarfirði. Gunnar Einar Bjarnason, Grenigrund 4, Kópavogi. Gunnar Ævarsson, Háaleitisbraut 17, Reykjavík. Hildur Hafsteinsdóttir, Raftahlíö 50, Sauöárkróki. Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Hólabraut 27, Skagaströnd. Hlíf Sigurðardóttir, Hjallahlíð 1, Mosfellsbæ. Krlstmundur B. Þorleifsson, Búöavegi 55, Fáskrúösfiröi. Pétur Þorbergsson, Berjarima 23, Reykjavík. Stefán G. Gunnarsson, Borgarhrauni 28, Hverageröi. Svanhildur Jóhannesdóttir, Skógarhlíö 5, Hafnarfiröi. Þráinn Viðar Jónsson, Einholti 6d, Akureyri. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Jarðarfarir Jaröarför Leós Sigurðssonar, fyrrv. út- geröarmanns, Oddeyrargötu 5, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 15.3. kl. 13.30. Útför Hólmfriðar Einarsdóttur, Ijósmóöur frá Varmahlíö fer fram frá Bústaöakirkju föstud. 15.3. kl. 13.30. Útför Bimu Guðnýjar Bjömsdóttur frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum, Skóla- braut 5, Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 15.3. kl. 13.30. Útför Guöfinnu Slgurðardóttur, Skipholti 49, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju föstud. 15.3. kl. 13.30. Baldur Kristjónsson íþróttakennari, Kópavogsbraut 69, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju 15.3. kl. 10.30. Karl Th. LJIIiendahl hljóðfæraleikari, Krummahólum 10, veröurjarösunginn frá Hallgrimskirkju 15.3. kl. 15.00. Einar Ingvar Egilsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbókbandsins Bókfells, Barrholti 19, Mosfellsbæ, er sextugur i dag. Starfsferill Einar fæddist á ísafirði og ólst þar upp um skeið en síðan í Vogun- um í Reykjavík. Hann hóf bók- bandsnám í Gutenberg 1959 og lauk þar sveinsprófi 1963. Einar starfaði um skeið í Guten- berg og Leiftri en réðst síðan til Bókfells 1963 og var verkstjóri í Gutenberg 1971-75. Hann varð með- eigandi og forstjóri Félagsbókbands- ins 1975. Félagsbókbandið keypti síðan Bókfell 1989. Einar var gjaldkeri Bókbindarafé- lags íslands 1971-75 og sat í stjóm Samtaka prentiðnaðarins 1976-90. Fjölskylda Einar kvæntist 26.1. 1963 Höllu Svanþórsdóttur, f. 8.12. 1943. Hún er dóttir Svanþórs Jónssonar, f. á Stokkseyri 5.9. 1912, d. 8.1. 1997, múrarameistara í Reykjavik, og k.h., Sigríðar Þorsteinsdóttur, f. í Háholti 1.8. 1908. Börn Einars og Höllu eru Svan- hildur, f. 6.6. 1962, fjármálastjóri, búsett í Mosfellsbæ, gift Sveini Birg- issyni tónlistarmanni og era böm þeirra íris Þöll, Agla Ösp og Einar Sveinn auk þess sem fóstursonur Svanhildar og sonur Sveins er Birg- ir Dagbjartur en dóttir hans er Sunneva Björk; Agla Björk, f. 23.8. 1964, höfúðbeina- og spjaldhryggsjafhari, búsett í Mos- fellsbæ, var gift Albert Axelssyni vinnuvélastjóra en þau skildu og eru dætur þeirra Halla Ýr, Tinna Rut og Vera Ósk; Svanþór, f. 20.9. 1976, framkvæmdastjóri, búsettur í Mosfellsbæ, í sambúð með Jónu Þórunni Guðmundsdóttur nema en sonur þeirra er Jason Daði. Systir Einars er Þorgerður, f. 18.4. 1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Ein- ari Jónssyni verkstjóra og eru böm þeirra Brynhildur, Sigurlaug, Anna Guðriður og Egill Öm. Foreldrar Einars Ingvars em Eg- ill Öm Einarsson, f. á Hafranesi við Reyðarfjörð 26.4. 1910, lengst af vél- stjóri og sjómaður, og k.h., Inga Ingvarsdóttir, f. á ísafirði 16.9.1916, húsmóðir. Ætt Faðir Egils var Einar Sveinn Friðriksson, b. á Hafranesi, sonur Friðriks, b. í Þernunesi, Þor- leifssonar, versl- vmarþjóns á Eski- firði, Þorleifsson- ar, skipasmiðs á Norðfirði, Stef- ánssonar. Móðir Einars Sveins var Anna Guð- mundsdóttir, b. í Fróði í Seyðis- firði, Einars- sonar, b. í Brúna- vík, Bjamasonar. Móðir Egils Amar var Guð- rún Vilborg Hálf- dánardóttir, b. á Hafranesi, Þor- steinssonar (Kvæða-Þorsteins), b. i Víkumesi o.v., Þorsteinssonar í Eyj- arfirði, Sigurðssonar. Móðir Guð- rúnar Vilborgar var Jóhanna Ein- arsdóttir, b. á Haíranesi, Erlends- sonar, b. í Áreyjum, Eiríkssonar. Inga, móðir Einars Ingvars, er dóttir Ingvars, útgerðarmanns og verkstjóra á ísafirði, Péturssonar, húsmanns í Reykjarfirði við Djúp, bróður Guðmundar í Krossanesi, foður Petrinu Sigrúnar, móður Sím- onar Jóhanns Agústssonar prófess- ors. Pétur var sonur Óla, b. í Reykj- arfirði, Ólasonar, b. í Reykjarfirði. Móðir Ingu var Sigurlaug Áma- dóttir, húsmanns í Litlu-Ávík, Ámasonar, b. á Kambi, Ámasonar, b. í Veiðileysu, Halldórssonar. Móð- ir Sigurlaugar var Ingveldur Sig- urðardóttir, b. í Reykjanesi, Jóns- sonar, b. í Reykjanesi, Einarssonar. Einar og Halla halda upp á afmælisdaginn með fjölskyldunni. Einar Ingvar Egilsson framkvæmdastjóri Félagsbókbandsins Bókfells Fimmtugur Halldór Steinar Benjamínsson umsjónarmaöur Gámaþjónustunnar á Laugarvatni Halldór Steinar Benja- mínsson, umsjónarmaður Gámaþjónustunnar á Laugarvatni, til heimilis að Flókalundi á Laugar- vatni, er fimmtugur i dag. Starfsferill Halldór fæddist að Laugarvatni og ólst þar upp. Eftir skyldunám hóf hann iðnnám og útskrif- aöist frá Iðnskólanum á Selfossi 1972 en er húsasmíðameistari frá 1977. Halldór vann við smíðar í Laug- ardalshreppi til 1987 en hóf þá störf hjá sérleyfisbílum SBS og starfaði hjá þeim til áramóta 1999. Árið 2000 hóf hann störf hjá Gámaþjónust- unni sem umsjónamaður á Laugar- vatni. Fjölskylda Halldór kvæntist 21.4.1973 Sigríði Jónu Mikaelsdóttur, f. 4.12. 1946, gjaldkera í Búnaðarbankanum á Laugarvatni. Sigríður er fædd á Pat- reksfirði og ólst þar upp. Hún er dóttir Mikaels Þorsteinssonar frá Miðhlíð á Baröarströnd og Sabínu Sigurðardóttur frá Kirkjubóli við Amarfjörð en þau em bæði látin. Böm Halldórs og Sigríðar era Guðný Þorbjörg Ólafsdóttir, f. 28.4. 1966, búsett á Akranesi, gift Ólafi Þór Haukssyni sýslumanni en þau eiga þrjá syni, Halldór Bjarka, átta ára, Sigurstein Atla, sex ára, og Auðunn Andra, fimm ára, auk þess sem dóttir Ólafs er Katrín Björk; Mikael Þór, f. 6.2. 1973, slökkviliðs- maður á Keflavikurflug- velli, kvæntur Hrafn- hildi Jóneyju Ámadóttur stuöningfulltrúa og eru böm þeirra Kamilla Björt, sex ára, og Svanur Þór, tveggja ára; Sabína Steinunn, f. 6.4. 1978, nemi við íþróttafræðaset- ur á Laugarvatni; Benjamín Berg, f. 28.3. 1983, nemi við ML. Systkini Halldórs em Böðvar Ingi Benjamínsson, f 12.9.1952, sölumað- ur hjá Húsasmiðjunni, kvæntur Sól- veigu Friðgeirsdóttur og eiga þau fjögur böm og tvö bamaböm. Hálfsystir Halldórs, sammæðra, er Bergljót Magnadóttir, f. 23.8.1943, doktor í náttúrufræði, gift Georg R. Douglas og eiga þau tvö böm. Foreldrar Halldórs em Benjamín Halldórsson, f. 27.6. 1923, d. 28.11. 2001, húsvörður við ML, og Anna Bergljót Böðvarsdóttir, f. 19.6. 1917, d. 2.12. 1989, stöðvastjóri Pósts og síma á Laugarvatni. Ætt Foreldar Benjamíns vom Halldór Benjaminsson og Steinunn Jónsdótt- ir, Skaftholti í Gnúpveijahreppi. Foreldrar Önnu voru Böðvar Magnússon og Ingunn Eyjólfsdóttir á Laugarvatni. Halldóri var boöið í óvissuferð í tilefni dagsins og verður því að heiman. Attatíu og fímm ára Guðjón Guðmundsson fyrrv. bóndi og útgerðarmaður Guðjón Guðmundsson, fyrrv. bóndi og útgerðarmaður, Hrafnistu í Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á mánudaginn. Starfsferill Guðjón fæddist aö Bæ í Stein- grimsfirði og ólst þar upp við bú- skap og sjóróðra. Hann var í Hér- aðsskólanum í Reykliolti 1935-36. Guðjón og kona hans bjuggu að Kambi í Ámeshreppi 1936-39. Á sumrin tók hann þátt í síldarævin- týrinu í Djúpuvík, vann við að full- gera verksmiðjuna þar og síðar einnig í verksmiðjunni sjálfri. Þau fluttu aftur að Bæ 1939 og 1942 byggði hann og hóf búskap á nýbýlinu Bakkagerði sem er hluti af jörðinni Bæ, en bræður Guðjóns, Guðmundur Ragnar og Halldór, bjuggu á hinum bæjum þríbýlisins. Guðjón stundaði sjósókn ásamt bú- skapnum og var sá þáttur jafnvel meiri í ævistarfi hans. Hann reri til fiskjar á sumrin og haustin en veiddi hrognkelsi á vorin. Guðjón brá búi 1968 og fluttu þau hjónin þá í Kópavoginn yfir hávet- urinn en dvöldu norður á Ströndum frá vori og fram á haust allt til 1995, mest við hrognkelsaveiðar. Yfir vetratímann vann hann hjá Garðari Gíslasyni hf. Þau hjónin hafa búið á Hrafnistu frá 1998. Guöjón sat í tólf ár í stjóm Bún- aðarfélags Kaldrananeshrepps, fjög- ur ár í hreppsnefnd, var einn af stofnendum Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda og sat í stjóm þeirra. Fjölskylda Kona Guð- jóns er Vil- helmína Sæmundsdóttir, f. 18.6. 1913, frá Veiðileysu, dóttir Sæmund- ar Guðbrandssonar og Kristínar Jónsdóttur. Böm Guðjóns og Vilhelmínu em Sæunn Sigríður, f. 3.7. 1936, mat- reiðslukona i Vogum, gift Reyni Brynjólfssyni; Sævar, f. 1.12.1937, d. 29.1. 1993, bóndi og sjómaður; Birg- ir, f. 27.7.1940, skipstjóri í Garðabæ, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur; Guðmundur Heiðar, f. 29.5.1945, sjó- maður í Reykjavík, var kvæntur Guörúnu Geirmundsdóttur sem lést 1985, en seinni kona hans er Hall- dóra Sigurðardóttir; Bjöm Guðni, f. 20.10. 1950, starfar við pípulagnir í Reykjavík, kvæntur Huldu Ragnars- dóttur. Systkini Guðjóns: Vigdís, f. 26.10. 1895; Halldór, f. 1.10.1897; Guðmund- ur Ragnar, f. 11.1. 1900; Þuríður, f. 4.11. 1901; Bjöm, f. 25.9. 1903; Matt- hildur, f. 19.7. 1905; Gunnar, f. 12.7. 1907; Ágústa, f. 4.8. 1909; Karl, f. 2.9. 1911; Ingvi, f. 9.11.1913; HermcUin, f. 22.12. 1914; Jóhann, f. 14.6. 1921. Foreldrar Guðjóns: Guðmundur Guðmundsson, f. 27.7. 1872, d. 5.8. 1942, sjómaður og bóndi að Bæ, og k.h., Ragnheiður Halldórsdóttir, f. 2.2. 1876, d. 4.12.1962, húsfreyja. Guðjón tekur á móti gestum í hátíðarsal Hrafnistu laugardaginn 16.3. mUli kl. 15.00 og 17.00. Fimmtugur Valgeir Guðmundsson vagnstjóri hjá Strætó Valgeir Guðmundsson vagnsfjóri, Barmahlíð 7, Reykjavík, varð fimm- tugur í gær. Starfsferill Valgeir fæddist á Auðbrekku í Hörgárdal og lauk blikksmíðanámi frá Iðnskólanum i Reykjavík 1973. Valgeir stundaði blikksmíði í Reykjavík til 1975, var verkstjóri við Blikksmiðju Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi til 1979, hóf störf við sorphreinsun á Akranesi 1976 og veitti þeirri þjónustu forstöðu fyrir átta sveitarfélög til 1998, stundaði húsasmíðar í Reykjavík og Osló til 1999 og er nú vagnstjóri hjá Strætó. Valgeir var í Björgunarsveitinni Hjálp á Akranesi, var formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna á Akranesi og Framsóknarfélags Akraness, sat í atvinnumálanefhd, atvinnuþróunarsjóði og stjóm Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar. Fjölskylda Valgeir kvæntist 2.12. 1972 Aðal- björgu Sólrúnu Einarsdóttur, f. 19.9. 1953, húsmóður. Hún er dóttir Ein- ars Jóns Kristins Ámasonar, báts- manns, sem lést 1962, og k.h., Berg- þóm Ámadóttur frá Flatey á Breiðafirði, húsmóður og verka- konu, nú í Sunnuhlíö í Kópavogi. Böm Valgeirs og Aöalbjargar Sól- rúnar em Einar, f. 18.2. 1974, stýri- maður á Flateyri, kvæntur Jennifer Súsönnu Long og er sonur þeirra Micael Aron; Guðmundur, f. 26.5. 1976, starfsmaður hjá Norðuráli, bú- settur á Akranesi; Bergþóra, f. 18.6. 1978, starfar viö leikskóla á Akra- nesi, en dóttir hennar er Elísabet Ósk Einarsdóttir; Valgerður, f. 6.2. 1987, nemi; Aðalgeir, f. 5.9. 1990, d. 18.10. 1990. Hálfsystkini Valgeirs, samfeðra, era Steinunn, f. 3.5. 1946, búsett í Reykjavík; Anna, f. 26.9. 1948, hús- freyja að Breiðabólstað í Suður- sveit; Kolbrún, f. 12.8. 1950, búsett á Akureyri; Hilmar, f. 1.11. 1953, bú- settur á Akureyri; Þórey, f. 5.6.1957, d. 16.7. 1964; Hrefna, f. 6.6.1958, hús- freyja að Kálfafelli í Suðursveit; Krisiján, f. 1.11.1959, bú- settur að Laugum i Reykjadal; Gunnar, f. 19.11.1960, búsettur í Os- ló í Noregi. Hálfbróðir Valgeirs, sammæðra: Eyþór, f. 1964, búsettur á Akureyri. Foreldrar Valgeirs: Guðmundur Ámi Valgeirsson, f. 11.11. 1923, d. 17.4. 1976, bifvélavirki að Auð- brekku í Hörgárdal, og Jóna Ingi- björg Pedersen, f. 11.4. 1928, hús- móðir og verkakona, nú á Akureyri. Seinni maður Jónu Ingibjargar er Haukur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.