Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 23
31 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 DV Tilvera nmm aa Ry Cooder 55 ára Ry Cooder, maðurinn sem á mikinn þátt í að kúbversk tónlist er sú allra heitasta í dag, á af- mæli. Þegar hann fór til Kúbu í leit að gömlum þarlendum tónlistar- mönnum hefur hann ör- ugglega ekki gert sér grein fyrir af- leiðingunum. Hljómsveitin Buena Vista Social Club varö til og skriðan fór af staö. Cooder varð fyrir því óláni að slasast þegar hann var fjögurra ára gamali og varð í kjölfarið blindur á öðru auga. Upp úr því fór hann að læra á gítar og er meðal þeirra allra ffemstu á svokallaðan „slide“ gítar. Gildlr fyrlr laugardaginn 16. mars Vatnsberlnn (20. ian,4a,.febrJ: ■ Áskoranir eru til þess ' að taka þeim og þú skalt ekki láta feimni og hræðslu skemma fyrir þér góð tækifæri. Happatölur þínar eru 21, 27 og 33. Flskarnlr (19. febr.-20. mars); Þú ert hálfþreyttur Iþessa dagana og ættir að reyna að gefa þér tima til að slaka aðeins á. Elskendm- eiga saman góðar stundir. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: . Það er létt yfir þér 'þessa dagana og þú ert fullur af orku. Vinir þinir leita mikið til þín og þú ættir að gefa þér tíma til að hjálpa þeim eftir fremsta megni. Nautið (20. apríl-20. maí): l Það er mikið að gera hjá þér þessa dagana og þér fmnst stundum sem þú munir ekki komast yfir alit sem gera þarf. Skipuleggðu tíma þinn vel. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): V Þú átt notalega daga y^^fram undan og róman- __/ / tíkin svifur yfir vötn- unum. Þú kynnist áhugaverðri persónu sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Krabblnn (22. iúní-22. iúlí): Það er mikið um að | vera hjá fjölskyldunni um þessar mundir og ____ er samhandið innan fjölskyldunnar einstaklega gott. Þú ert stoltur af fólkinu þínu. UÓnið (23. iúlí- 22. áeúst): I Vinir þínir hafa mikil áhrif á þig þessa dag- ana. Ef þú ert óákveð- inn með hvað þú vilt er alltaf gott að hlusta á heilræði góðra vina. Mevlan (23. áeúst-22. seot.): >1» Þú ert fremur við- kvæmur þessa dagana ^^V^i»og þarf lítið til að særa ^ > þig. Þú þarft kannski bara að gefa þér tíma til að hvíla þig og safna þreki. Vogln (23._sept.-23. okt.l: Það er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur þessa dagana, allt virðist ganga upp. Þú umgengst mikið af skemmtilegu fólki og ert alls staðar hrókur alls fagnaðar. Sporðdreklnn (24. okt.-2i. nóv.l: Þú ert búinn að vera fremur dapur síðastliðna fdaga en nú mun verða j breyting þar á. Þú hefur nýlokið einhverjum erfiðum áfanga og er þungu fargi af þér létt. Bogmaðurlnn (22. nóv.-2i. des.l: lEftir annasama daga rsérðu loksins fyrir endann á því sem þú þarft að gera. Svo er dugnaði þínum fyrir að þakka að öll mál eru í góðu standi. Steingeitin (22. des,-19. ian,): Þú ert orðinn óþolin- móður á að bíða eftir sálufélaga til að fúll- komna líf þitt. Ekki örvænta þó að ástamálin gangi stundum hálfbrösulega. Robin Nolan tríó og Hrafnaspark í Kaffileikhúsinu: Andi Djangos yfir vötnum svífur Leið jassáhugamanna mun liggja á Kaffi Reykjavík annað kvöld þar sem Robin Nolan tríó og þrir ungir Akur- eyringar sem nefna sig Hrafnaspark leika Django Reinhardt djasstóniist. Django lék alla tíð á órafmagnaðan gitar og náði ótrúlegri tækni og frá- bærri túlkun á þetta hljóðfæri í minni og stærri sveitum. Einna frægastur er hann fyrir samvinnuna við fiðlarana Jean Luc Ponti og Stephane Grappelli. Robin Nolan tríóið var sett saman sumarið 1992 eftir að þeir félagar höfðu eytt helgi á árlegri Django Rein- hardt Festival í Samois - Sur Seine í Frakklandi þar sem þessi goðsagna- persóna sígaunagítarsins var lögð til hinstu hvílu. Eftir að flytjast búferl- um til Amsterdam síðar þetta ár æfði RNT sig oftlega á götuhornum í námunda við Leidensplein-torgið í nokkur ár, seldu þar heimatilbúinn geisladisk og náði þeim árangri að bóka sig víðs vegar um heiminn. Þeir félagar komu fram á Montreal Jazz Festival, Barcelona Jazz Festival og North Sea Jazz Festival og þetta lagði grundvöllinn að því að þeir gátu síðan ferðast tU 15 landa, þeirra á meðal PóUands, ís- lands, Japans og Bandríkjanna. Þeir hafa þróast frá því að vera óþekkt sígaunadjasstríó með Django Reinhardt ívafi upp í nútíma- legt djassorkuver sem getur státað af löngum lista eigin tónsmíða. Þess má geta að Georg Harrison hafði miklar mætur á tónlist og leik Robins Nolans tríósins og fékk það þrívegis sérstak- lega tU að leika á sinum vegum. Hrafiiaspark er skipað þremur ung- um Akureyringum, gítarleikurunum Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi Hauki Ámasyni og bassaleikaranum Pétri Ingólfssyni. Þeir hafa allir sótt námskeið hjá Robin Nolan-tríóinu og þar kynntust þeir tónlist Djangos Reinhardts. Sl&ur varö áhugi þeirra að þeir hófu að æfa þessa tónlist af kappi, fyrst hver í sínu homi en í maí 2001 tóku þeir svo að æfa saman. Frumraun tríósins var á Blue North tónlistarhátíöinni á Ólafsfirði í júní 2001 og svo á Djangodjass-hátíðinni tveimur mánuðum seinna. Tríóinu tókst vel upp og í kjölfarið hafa þeir félagar spilað víöa á Akureyri sem og í nærliggjandi sveitum. Nú á laugar- daginn leika þeir í fyrsta sinn í Reykjavík. Will Young út úr skápnum Mikið er skeggrætt um það þessa dagana í poppheiminum hvort nýleg uppljóstrun poppstjörnunnar Will Young um að hann sé samkynhneigð- ur muni hafa áhrif á vinsældir hans, en margir í bransanum telja að hann hafi þegar misst fjölda kvenkyns að- dáenda við það að koma út úr skápn- um. Aðrir álíta aö það muni lítil áhrif hafa á vinsældirnar og enn aðrir að það gæti alveg eins aukið þær. Will kom sjálfviijugur út úr skápn- um fyrir siðustu helgi og sagðist vera feginn því að hafa loksins gert það op- inbert. Nýr diskur hans, Evergreen, selst eins og heitar lummur og topp- lagið, Anything Is Possible, er nú aðra vikuna á toppi breskra vin- sældalista Robin Nolan tríóiö Leika tónlist Djangos Reinhardts og eigin tónsmíöar. "the perfect pizza" John Baker Leiklist i V - tyorl Bæjarlind 4 • 201 Kópavogi • Simi 544 5514 HALFT I HVORU _____ Goðheimar sóttir heim Leiksýningin Æsir og Þursar sem nú er til sýninga í Logalandi í Borg- arfirði er byggð á dönskum söngleik eftir Bent Kvæmdrup. Flosi Ólafs- son þýddi verkið og leikstýrði nem- endum úr Kleppjámsreykjaskóla og meðlimum úr Ungmennafélagi Reykdæla í samvinnuverkefni þess- ara aðila. Sýningin er sett upp sem valin at- riði úr sögum norrænnar goðafræði og það skal játast að sá sem ekki fyllist eldlegum áhuga á þeim per- sónum og atburðum öllum eftir þessa sýningu er eitthvað annars hugar. Persónur eru skýrar þrátt fyrir fjölda á sviðinu á stundum og sú mynd sem dregin er upp af þeim er um margt skopleg þrátt fyrir al- varlegt ívaf. Hnitmiðuð samtöl, nán- ast stílfærð í stuttleika sínum, gefa innsýn í vandamál og vangaveltur guðanna. Frábærlega unnar hreyf- ingar einstaklinga og hópa skapa sterkan svip. Söngvar eru kraft- miklir og falla vel inn í vel hannað púsluspil sýningarinnar. Töfrar bama sem glíma við hlut- verk sín af alvöru og einbeitingu em auðvitað alltaf ómótstæðilegir. En þegar börnin hafa fengiö og tekið við leiðsögn frá þeim sem betur þekkja til en þeir sem almennt vinna með böm- um, þá gerist eitthvað alveg sérstakt. Þetta er engin venjuleg skólasýning heldur stendur hún, þrátt fyrir ungan aldur flestra leikaranna, alveg jafn- fætis sýningum annarra áhugaleik- húshópa. Sýningin er sniðin að böm- um sem leikendum og því verður heildin sterk. Flosi Ólafsson hefur unnið þrek- virki sem leikstjóri að verkinu og kæmi ekki á óvart þó hann yrði nú fenginn til að ferðast um landið til að gera kraftaverkið í öllum kraft- meiri og lifandi sveitum og þorpum þessa lands. Tónlistin er mjög vel unnin af Ólafi Flosasyni og setur skemmtilegan svip meö fjölbreyttu yfirbragði. Hljóðkerfið hefði þó mátt vera aðeins lægra stillt. Búningar Elísabetar Halldórsdóttur og Guð- rúnar Þórðardóttur eru litrikir og töfrandi. Bömin bám þá eðlilega og sannfærandi sem segir sitt um gæði hönnunar. Valið i hlutverkin tókst feiknavel og nýttust mörgum per- sónuleg sérkenni við persónusköp- un sína á sviðinu. Höður var hóg- vær og hikandi í meðforum Helgu Jónsdóttur. Huginn og Muninn fomir en þó léttir í athugasemdum sínum. Þar fóru þau Sigurður Hann- es Sigurðsson og Sigríður Hrefna Jónsdóttir. Aðalhlutverk voru vel skipuð. Freyr, Loki, Heimdallur og Sif era öll eftirminnileg. Og ekki eru Urður, Verðandi og Skuld síðri, létt kvikindislegar í örlagaleikjum sínum. En í stað þess að telja upp alla þá sem skiluðu mjög góðum leik verður hér nefnt eitt dæmi. Halldóra Guðjónsdóttir lék Þrúðu. Einbeiting hennar, fjölbreytt skap- brigði persónunnar í meðforum hennar og sviðsljómi almennt hlýt- ur að vekja hrifningu. Margir slikir einstaklingar skila sterkri og mjög skemmtilegri sýningu. Óhætt er að óska aðstandendum öllum til ham- ingju með þennan sigur. Sigfríður Björnsdóttir Sýningar í Logalandi fös. kl. 21 og mán. kl. 20. Bftkkuhús -r í <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.