Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 1
Sími: SS° S00° * Rafpóstur: dvbilar@dv.is JlllUUESTOIIE BRÆÐURNIR wEEummm HJÓLBARÐAR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Bílllnn var sýndur sem tilraunabíll í Tokyo undir nafnlnu m.m. og mun endanlegt útlit hans verða nánast það sama. Tæknilega fullkomin Micra væntanleg að ári Nú lítur út fyrir að endanlegt út- lit nýja Nissan Micra smábOsins verði mjög nálægt því sem Nissan sýndi á m.m. tilraunasmábílnum á bilasýningunni i Tokyo í nóvember síðastliðnum. Billinn hefur þegar verið settur á japanska markaðinn undir nafninu March, en hann mun koma á markað í mars á næsta ári í Evrópu. Hann kemur fyrst í þriggja og fimm dyra útgáfum en von er á róttækri fjórhjóladrifinni útgáfu ári seinna. Útlit nýrrar Micru er nokk- uð frábrugðið hinum hefðbundna smábíl. Ljósin eru stór og liggja hátt upp frá tvískiptu griilinu svo að þau minna einna helst á augu á ein- hverju torkennilegu skordýri. Bíll- inn er styttri, hærri og breiðari en gamli bíllinn, líkt og margir bílar í hans flokki hafa breyst frá fyrir- rennurum sínum. Hjólin eru eins nálægt homunum og hægt er sem ætti að þýða betri aksturseiginleika og örugglega meira innanrými. Með nýja gerð af fjórhjóladrifi Vélamar sem í boði verða strax á næsta ári eru þrjár bensínvélar, sú öflugasta 1,4 lítra og skilar 97 hest- öflum. Fjórhjóladrifið verður nokk- uð sérstakt og hefur hingað til verið nær einskorðað við tilraunabíla. Framhjólin fá afl sitt frá bensínvél- inni en ef þau missa grip sitt grípa rafmagnsmótorar á afturhjólunum inn í. Þetta kerfi á að vera mun létt- ara og hagkvæmara en hefðbundið fjórhjóladrif, ekki þarf að koma fyr- ir auka drifskafti og mismunadrifi. Boðið verður upp á fimm gira bein- skiptingu eða fjögurra þrepa sjálf- skiptingu. Eins og margir nýir bílar nútímans verður hann með tökin á tækninni. Tölvan um borð á að geta stýrt leiðsögukerfinu, fengið upplýs- ingar um veður og umferð og jafn- vel sent eða sótt tölvupóst. Búast má við að í dýrari gerðunum verði sjálf- virk framljós, lyklalaus aðgangur og gluggaöryggispúðar staðalbúnaður. ———————— - ——I NISSAN MICRA Vélar: 1,0 1,2 1,4 lítra Hestöfl: 67 89 97 Lenqd/breidd/hæð: 3695/1660/1525 mm Hjólhaf: 2430 mm Þynqd: 890 kg I I Innréttlngin í Micra er Ijós sem gefur tilfinningu fyrir meira rými. LADA KARAT: Nýr smábíll frá Lada ____________34 CITROÉN C3 REYNSLU- AKSTUR: Fjölskylduvænn smábíll kynntur í París HYUNDAI SONATA V6 GLS REYNSLUAKSTUR: Aflmikill bíll með ameríska fjöðrun 40 GOÐIR BILAR MMC Pajero 2800 dísil, f.skr.d. 21.10.1999, ek. 80 þ. km, 5 d., sjálfsk., litað gier o.fl, Verð 3.040.000 Toyota Avensis 2.0, f.skr.d. 08.06.2000, ek. 32 þ. km, 4 d., sjálfsk., 16“ álf., leður, sóll. o.fl. Verð 1.930.000 MMC Pajero 2800 dísil, f.skr.d. 17.09.1998, ek. 29 þ, km, 5 d., sjálfsk., 32“ dekk, varad.hl. o.fl. Verð 2.750.000 MMC Galant GLS 2.0, f.skr.d. 21.05.1999, ek. 66 þ. km, 4 d., bsk., vindskeið o.fl, Verð 1.610.000 VW Bora Comfortline 1.6, f.skr.d. 07.12.2001, ek. 2 þ. km, 4 d., bsk., 16“ álf., spoilersett, o.fl. Verð 1.890.000 Laugavegur 170-174 • Sfml 590 5000 • Helmasfða www.hekla.ls • Netfang bllathing@hekla.ls • Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. 12-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.