Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 3
34 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 39 Bílar DV DV Bílar CITROEN C3 1,6 Vél: 1,6 lítra bensínvél ' Rúmtak: 1587 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 11:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan: Snúninqsöxull Bremsur: Diskar/diskar, ABS, EBD, BAS Dekkjastærð: 185/60 R15 YTRI TÖLUR Lenqd/breidd/hæð: 3850/1667/1519 mm Hjólahaf: 2460 mm Beyqjuradius: 11,3 metrar INNRI TÖLUR Farþeqar með ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/4 Faranqursrými: 305-1155 iítrar HAGKVÆMNI Eyðsla á 100 km: 6,5 lítrar Eldsnevtisqevmir: 47 lítrar f Ábyrqð/ryðvörn: 3/12 ár Verð. Væntanleqt í apríl Umboð: Brimborq hf. Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, hitaskermað gler, útispeglar rafstýrðir, fjar- stýrðar samlæsingár, 4 öryggispúðar, rafdrifið aflstýri með aðdrætti, út- varp/geislaspilari með fjarstýringu, 12 V tengi hjá ökumanni, 15 tommu álfelg- ur, hæðarstillanlegt framssæti, drykkjarstatíf að framan og aftan á milli sæta, upphituð framsæti, sjálfvirk hitastýrð miðstöð, SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn: 110/5750 Snúninqsvæqi/sn: 147 Nm/4000 Hröðun 0-100 km: 10,7 sek. Hámarkshraði: 192 km/klst. Eiqin þynqd: 1058 kq L_ I FRETTIR UTAN UR HEIMI Nýr smábíll frá Lada Er þetta demanturinn sem mun breyta ósýnd almennings á Lada bílaframleiðandanum? Þessi tíl- raunabíll frá Rússlandi kallast Karat og gefur okkur innsýn í hugsanlega línu smábíla frá AutoVAZ. Hann er byggður á Lada Calina tilraunabílnum og hefur enga B-bifa I hurðum til að auðvelda inn- og útstig. Hann fœr vélar frá GM sem uppfylla ströngustu mengunarstaðla og talsmaður Lada segir að hann verði kominn á markað innan þriggja ára. Volvo yfírtekur valtara SuperPac Volvo Construction Equipment hefur tekið við valtaraframleiðslu SuperPac Inc. Verksmiðjurými og framleiðsluiína eru ekki innifalin í kaupunum og mun framleiðslan flytjast að fullu og öllu til verk- smiðju VCE í Asheviile í Norður- Karólínu. Valtarar sem þessir eru einkum notaðir í sambandi við vegagerð og viðhald vega. Markaður á heimsvísu er um 30 þúsund tœki á ári. Mriskut sportbíll Hvort sem þið trúið því eða ekki kemur þessi sportbíll sem frum- sýndur var í Genf frá Afríku, nánar tiltekið Casablanca í Marokkó. Bíllinn kallast Fulgura, sem er lat- neska fyrir eldingu, og er frá afríska bílaframleiðandanum Laraki, þeim eina í álfunni. Bíllinn fer í framleiðslu á nœsta ári og mun notast við sex lítra V12 vél frá Ameríku, sem skilar meira en 700 hestöflum. Volvo mengar minna Volvo Trucks kynnir um þessar mundir nýja vél sem uppfyllir ECO 4 mengunarstaðalinn austurríska. Þetta er nýja 420 ha D12D vélin sem fáanieg er í Volvo FH12. Hún er samþœrileg við Euro-3 vélina sem viðskiptavinlr Volvo þekkja vel, en mengar minna. Fyrir flutningafyrirtœki þýðir þetta að hver þíll fœr leyfi til að fara fleiri ferðir í gegnum Austurríki, en það hefur mikið að segja fyrir arðsemi hvers tœkis fyrir sig. CITROEN Reynsluakstur nr. 675 Fíölskylduvænn smábíll frá Citroén kynntur í París legt að vera öflugar og sparneytnar miðað við stærð. Bensínvélarnar þrjár eru til þegar við fyrstu kynn- ingu en 16 ventla dísilvélin kemur ekki fyrr en í haust. Það sem gerir hana nokkuð spennandi er að þessi 1,6 lítra vél skilar 200 Newtonmetrum af togi sem er mjög gott. Bíllinn var prófaður með 1,6 lítra vélinni sem er 110 hestöfl og gefur þessum bíl gott upptak á öllu snúningssviðinu. Hann hefur líka þónokkurn hámarkshraða með þeirri vél en á meiri hraða vott- ar fyrir veg- og vindhljóði. Bremsur eru líka góðar enda búnar átaksdreif- ingu með hjálparátaki sem tryggir fljóta og örugga hemlun við erfiðar aðstæður. Gírkassi mætti vera liðugri en gírstöngin er þægileg i meðförum. hveija möguleika í þá hörðu samkeppni sem smábílamarkaðurinn er. -NG o Mælaborðið er skemmtilega hannað og fallegt, sérstaklega mæl- ar en þó hefði gjarnan mátt notast við betri efni í innréttingu sem er öll úr harðþlasti. © Vélarhlífin minnir dálítið á lagið á vélarhlíf gamla „Braggans “ en hún mjókkar fram eins og hún. Ljósin hafa þó breytt mikið um svip og eru nýtískuleg. © Pláss í aftursætum er mun minna en í framsætum og þótt hlið- arpláss sé þokkalegt mætti höfuð- og fótapláss gjarnan vera meira. Kostir: Öryggi, rými frammi í, farangursrými, bremsur, hólf og hirslur. Gallar: Undirstýrður, þlastefni í innréttingu. Citroén C3 er bíllinn sem taka á við hlutverki CV2 „Braggans" vilja tals- menn Citroen meina um nýja smábil- inn í Citroén-fjölskyldunni. Billinn var kynntur blaðamönnum í Chantilly-héraði, rétt fyrir utan París, um síðustu helgi en það hérað hefur aðallega verið þekkt fyrir hestarækt hingað til. DV-bílar voru á staðnum og skeiðuðu um svæðið á gripnum. Með fleiri hólf en bjútíbox Genin frá CV2 Bragganum eru greinileg í ytra útliti C3. Þakboginn er heildstæður frá framrúðu og aftur að stuðara og myndar ekki samstæða linu frá vélarhlíf eins og algengara er í dag. Auk þess er hann með svipað „nef ‘ og Bragginn, en vélarhlífm mjókkar mik- ið fram og niður líkt og á honum. Hlið- arsvipurinn er því nokkur líkur svo langt sem það nær, hliðarrúðurnar eru fjórar, þar af ein fyrir framan hliðar- spegil og önnur milli C- og D-bitans. Það er greinilegt að Citroén hefur ver- ið að höfða til kvenna með þessum bíl. Mjaðmalínan er breið og fleiri hólf og hirslur í bilnum heldur en góðu bjútí- boxi. Auk þess er bíllinn barnvænni en flestir, t.d. er hægt að fá í hann sérstak- an barnapakka sem inniheldur m.a. aukaspegil fyrir ökumann til að fylgj- ast með smáfólkinu aftur í, flugvéla- borð aftan á framsæti og 12 volta tengi fyrir leikjatölvuna aftur í. Ein sniðug- asta nýjungin í C3, og jafnframt sú ein- faldasta, er farangursrými sem skipta má niður í misstór hólf eftir hentug- leikum. Kerfið kallast „Moduboard" er þýða mætti sem móðurborð, því það hentar vel fyrir allar stærðir af pökk- um og pinklum. Af öllum þessum ástæðum myndu konur einmitt kaupa þennan bíl, auk þess sem að snyrtispegillinn báðum megin er með ljósi. Sparneytnar en öflugar vélar Atriði sem skipta karlmenn meira máli eru aksturseiginleikar, en því miður fer ekki mikið fyrir þeim í C3. Billinn er mjög undirstýrður þegar reynir á hann og hann er líka laus á vegi ef undirlagið er möl. Það sama átti við um fyrirrennarann Saxo og því ekki mikil bót að C3 í þessu tilliti. En að kostunum. Fimm vélar eru í boði í C3 sem allar eiga það sameigin- Kemur í júní C3 er væntanlegur hingað til lands i byrjun júní en því miður er verð ekki komið á bílinn enn þá. Hans helsti keppinautur verður eflaust Peugeot 206 og Toyota Yaris og því þarf hann helst að vera ódýrari en þeir til að eiga ein- © Móðurborðið í skottinu er einfalt og þægilegt í notkun og gerir not- anda kleift að velja um ýmsar stærðir hóifa, eða jafnvel að fletja út gólfiö í sömu hæð og opnunin á skottinu svo að þægilegra verður að koma stærri hlutum fyrir. ARCTIC CAT 2003 Vél: 2ja strokka, vatnskæld Rúmtak: 862 rúmsentímetrar Hestöfl: 150 Blöndunqar: 400 mm Flatslide Púst: APV Fjöðrun framan: Tvöföld klafafjöðrun, CAT qasdemparar Hreyfiqeta: 203 mm Fjöðrun aftan: Fastrack, stillanleq, CAT qasdemparar Hreyfiqeta: 343 mm Bremsur: Diskur Bensíntankur: 45 lítrar Lenqd/breidd: 3366/1181 mm Þurrvikt: 226 kq Verð: 1.550.000 kr. Umboð: B&L Fyrsti 2003 Arctic Cat sleöinn Um síðustu helgi afhenti B&L fyrsta Arctic Cat vélsleðann af árgerð 2003 og væntanlega er þetta fyrsti sleðinn sem seldur er á landinu af ár- gerð 2003. Þetta er sleði af gerðinni Mountain Cat 900 með 151 tommu belti sem er alveg ný útfærsla frá Arctic Cat. Sleðinn er búinn nýrri 900 rúmsentímetra, tveggja strokka vél og er 150 hestöfl, en það vekur at- hygli að hann er mjög léttur og veg- ur aðeins 226 kg þannig að hann ætti að vera vel sprækur. Hægt er að stilla millibil milli skiða frá 39 tomm- um uppí 41 tommu eftir því í hvern- ig færi og við hvaða aðstæður menn eru að keyra. Eins og vera ber er hann með 13,5 tomma fjöðrun að aft- an og 8 tomma að framan. Sleðinn stoppaði stutt við hjá B&L því að hann var á leiðinni norður í land til óþreyjufulls kaupanda. Hægt verður að taka við pöntunum strax á nýja sleðanum og tekur um fjórar vikur að fá hann hingað, að sögn Finns Sig- urðssonar, sölufulltrúa hjá B&L. -NG Taka tvö? Væntanlegur arftaki Mazda Dem- io var sýndur í Genf á dögunum og mun hann vera fimm dyra bíll sem fær nafnið Mazda 2. Hann fær nýja 1,5 lítra vél og verður þannig með sjálfskiptingu, en einnig verður beinskiptur bíll í boði þegar hann verður kynntur á næsta ári. Þrátt fyrir að vera lítill að utan vekur hann athygli „ fyrir mikið innan- rými. Aftursæti leggjast flöt með því einu að ýta á takka og innanrými sýningarbílsins var smekklega inn- réttað með leðri og áli. Búast má við að þetta sé ansi nálægt endanlegu útliti bílsins nema að grillið gæti breyst til að líkjast meira öðrum bíl- um frá Mazda. Ný innspýting frá Alfa Alfa Romeo frumsýndi sportlegar GTA-útgáfur af 156 bílnum á bílasýn- ingunni í Genf. Einnig hefur 156 linan fengið lítils háttar andlitslyftingu og nýja innspýtingu. Hún kallast JTS (Jet Thrust Stoichiometric) og verður boðin í tveggja lítra T-spark vélinni. Alfa segir að hún eigi að auka afl um 10% upp í 165 hestöfl og snúningsvægi um 14% upp í 206 Newtonmetra. Nýr tilraunasportbíll frá Alfa Romeo var einnig frumsýndur eins og sagt var frá í síðasta blaði en hann er hannað- ur af Italdesign og vakti mikla athygli á sýningunni. Alfa-merkið var nýlega slitið frá Fiat-merkinu og uppi voru deildar meiningar um tilurð þess á sýningunni. Sumir segja að það sé fýrsta skrefið í að tengja merkið nöfn- um eins og Ferrari og Maserati. Hinir efagjörnu segja aftur á móti að það hafl verið gert til að gera sölu á merk- inu mögulega, annað hvort til Gener- al Motors eða BMW. Áætlað er að Fiat gæti hagnast um 300 milljarða króna með sölu á Alfa-merkinu sem kæmi sér vel í þeim mótbyyr sem samsteyp- an hefur verið í. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.