Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 23
35 !
MÁNUDAGUR 25. MARS 2002
x>v
Aretha Franklin 60 ára
Ein af stórstjömum
poppsins, Aretha
FranMin, á stórafmæli
í dag. FranMin fæddist
í Memphis í Tennessee
og var faðir hennar
prestur. Hún byrjaði
snemma að syngja í kirkjukór foður
sins. FranMin var aðeins fjórtán ára
þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og
16 ára þegar hún átti barn númer tvö
af fjórum. Hún hóf glæsilegan söngfer-
il á sjöunda áratugnum þegar soultón-
listin var á mikilli uppleið og skipaði
sér fljótt í fremstu röð og enn þann
dag í dag er hún ókrýnd drottning á
sviði soultónlistar.
Gildir fyrir þriöjudaginn 26. mars
Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.l:
I Eitthvað óvænt kemur
^ upp á og þú gætir
Tvíburarnir <2:
þurft að breyta
áætlunum þínum á
síðustu stundu.
Happatölur þínar eru 11,14 og 29.
Fiskarnlr (19. febr-20. mars):
Eitthvað nýtt vekur
láhuga þinn snemma
*■ dags og hefur truflandi
áhrif á vinnu þína það
sem eftir er dagsins.
Happatölur þínar eru 8, 24 og 25.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
k Þér er fengin einhver
íábyrgð á hendur í dag.
Láttu ákveðna erfiðleika
_ ekM gera þig svartsýna,
horfðu heldur á björtu hliðamar því
að þú hefur yfir mörgu að gleðjast.
Nautið 120. apríl-20. maíl:
I Viðskipti ganga vel í
dag og þú átt auðvelt
með að semja. Fjöl-
skyldan er þér ofar-
lega í huga, sérstaklega samband
þitt við ákveðna manneskju.
Tvíburarnir (21. maí-71. íúnii:
Þú verður að gæta
*þess að særa engan
með framagimd þinni.
Þó að þú hafir mikinn
i verður þú líka að taka
tillit til annarra.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiít:
Ástvinir upplifa
| gleðilegan dag. Þú
' deilir ákveðnum
tilfinningum með
vinum þlnum og það skapar
sérstakt andrúmsloft.
Liónið (23. iúlí- 22. áaústl:
, Þessi dagur verður
eftirminnilegur vegna
atburða sem verða
fyrri hluta dagsins.
Viðskiptin blómstra og fjármálin
ættu að fara batnandi.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
Ekki má einbeita sér
of mikið að smáatrið-
,um. Þú gætir misst
sjónar á aðalatriðun-
um. Fjölskyldan má því miður
ekki gleymast.
Voein (23. sept-23. oktb:
Þú finnur fyrir við-
kvæmni í dag og veist
ekki hvemig best er að
bregðast við. Vertu
óhræddur við að sýna
tilfinningar þínar.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nðv.):
Seinkanir valda þvi að
þú ert á eftir áætlun
>og þarft því að leggja
þig allan fram til þess
að ná að ljúka því sem þú þarft
í dag. Kvöldið verður rólegt.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
.Þú verður að sætta þig
"við takmörk annarra og
ekki gera of miMar kröf-
ur. Ástarsamband sem
þú átt í gengur í gegnum erfiðleika
en það mun jafna sig fyrr en varir.
Steingeitln (22. des.-19. ianb:
Dagurinn verður frem-
ur rólegur og þú færð
næði til að hugsa um
framtíðina. Þú kemst
aðT>ví að þú ert orðinn dálítið
þreyttur á tilbreytingarleysinu.
Tilvera
Hún telur átaks þörf
Þorbjörg Vigfúsdóttir, verkefnisstjóri Auös í krafti kvenna.
Dæturnar með í vinnuna á morgun:
Viljum fá stelpur til að
hugsa um atvinnusköpun
- segir Þorbjörg Vigfúsdóttir verkefnisstjóri
„Við erum að reyna að fá stelp-
ur til að hugsa um atvinnusköpun
og tilgang fyrirtækja," segir Þor-
björg Vigfúsdóttir um átakið
„Dætumar með í vinnuna", sem
er á dagskrá á morgun, 26. mars.
Þetta er þriðja árið í röð sem Is-
lendingar bjóða dætmm landsins
að kynnast vinnustöðum þeirra
fullorðnu og eru hvattir til að taka
stúlku á aldrinum 9-15 ára með
sér í vinnuna. Kynningardagur-
inn er á vegum verkefnisins Auðs
í krafti kvenna sem Þorbjörg stýr-
ir og hún hefur þetta að segja um.
„Þetta er bara einn þáttur af sex í
verkefninu. Hann snýr að ungu
stúlkunum en við erum líka með
verkefni fyrir leiðtogakonur,
frumkvöðlakonur og unglings-
stúlkur sem fara út á land I leið-
togabúðir. Dætumar með í vinn-
una er hins vegar eina verkefnið
með þátttöku almennings.“
Auður í krafti kvenna var sett á
laggimar árið 1999 sem þriggja
ára verkefni. Þótt upphaflegur
tími þess sé að renna út segir Þor-
björg vissa hluta þess verða áfram
við lýði. En er einhver árangur
sjáanlegur? „Hann er illmælanleg-
ur,“ segir Þorbjörg en segir þó
hægt að telja fyrirtækin sem kon-
ur hafi stofnað fyrir atbeina verk-
efnisins. Einnig segir hún þeim
fyrirtækjunum fjölga ört sem
bjóða upp á skipulagða dagskrá
fyrir dæturnar daginn sem þær
fara með í vinnuna og nefnir sem
dæmi Össur, Lyfju, Hafrann-
sóknastofnun og Landsvirkjun.
En þá kemur spumingin -
hvers eiga strákamir að gjalda?
„Þeir eiga ekki að gjalda neins,“
segir Þorbjörg ákveðin. „Þetta
átak er vegna þess að kvenþjóðin
á enn undir högg að sækja, bæði
varðandi launamál og frama í fyr-
irtækjum. Einnig er það eitt höf-
uðmarkmið verkefnisins í heild
að ýta undir atvinnusköpun
kvenna því enn em ekki nema
18% fyrirtækja í landinu í eigu
þeirra. Við hvetjum fyrirtæki til
að gera eitthvað sérstakt fyrir
stráka líka en viljum ekki blanda
þessu saman. Við erum bara með
átak fyrir konur.“
-Gun.
Eyrnagöt
Framþróun í eyrnagatagerð
Rakarstofan s
Klapparstíg 1
Sími 551 3010 |
Upplýsingar
íslma 580 2525
ToxtavarplÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
[Laugardaginn 23. marsj
AÐALTÖLUR 1-------------1
Alltaf á
miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
5 7 8 1 2
Gerðu góð kaup!
Samaverðog ífyrra!
Dem
arahiól"
Trek4300 Álhjólm/demparaaðframan
Stellstæröir: 16,5"-22,5" Verð krT 51.259,-
ÖRNINNP*
STOFNAÐ 1925
Skeifunni 11, Sími S88 9890
Söluaðilar Útisport Keflavík - Hjólabaer, Selfossi - Sportver, Akureyri
Byggingavöruversl.Sauöárkr. Olíufélag útvegsmanna, Isafirði
Eðalsport, Vestmannaeyjum - Pípó, Akranesi \
Opið laugard. 10-16
Visa- og Euroraðgr.
Trek Y24" m/dempara að
framan og aftan
Fyrir 8-12 ára Verð kr. 47.982,-
Stellstærðir: 16"-17f5"-19"
Trek Y26" m/demparaað
framan og aftan
Verð kr. 55.166,-