Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 24
1 36 MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 Tilvera 33 V Óvissuferð í óperuna Þeir Jóhann Friðgeir Valdimars- son, tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón og Jónas Ingimundarson píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í íslensku óperunni á morgun. Tónleikamir bera yfirskriftina Óvissuferð í Óperuna því þeir verða eins konar óvissuferð um íslenskt sönglagasafn. Þeir hefj- ast kl. 12.15 og taka 40 mínútur. Krar ■ BINGO TIL STYRKTARLANG- VEIKUM BORNUM Bingóiö heldur áfram að rúlla í Kaupfélaginu. Leik- urinn hefst kl. 21. Glæsilegir vinn- ingar og gott málefni sem vert er að styrkja. Síðustu forvöð ■ FJORIR LISTAMENN I NYLO I dag lýkur sýningu fjögurra lista- manna í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. í Gryfju sýnir Steingrímur Ey- flörð innsetningu undir yfirskriftinni Breitt ástand, ásamt 9 öörum lista- mönnum. I forsai sýnir Ragna Her- mannsdóttir bókverk og myndir unn- ar í tölvu. Á palli sýnir Finnur Arnar Arnarsson innsetningu sem sam- anstendur af 5 Ijósmyndum og víd- eóverki og í SÚM-sal sýnir Hulda Stefánsdóttir 7 Ijósmyndaverk sem unnin eru beint á veggi safnsins. Bíó ■ FILMUNPUR K 22.30 í dag sýn- ir Filmundur kvikmyndina Wild at Heart frá 1990 eftir David Lynch. Óhætt er að segja að David Lynch sé meö umdeildari leikstjórum seinni ára en myndin vakti mikla at- hygli á sínum tíma og sýndist sitt hverjum en hún vann til fjölda verð- , launa, hlaut meöal annars gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Wild at Heart veröur sýnd í Háskólabíói. Fundir og fyririestrar ■ MELKORKA FUNDAR ITC-doildin ' Melkorka heldur fund í kvöld kl. 19 að Borgartúni 22, þriðju hæð. Fundurinn er öllum opinn. ■ HALLPÓR OG EGGH) í NORRÆNA HUSINU A morgun, þriðjudaginn 26. mars heldur Geröur Kristný erindi í Norræna húsinu sem hún nefnir Halldór og eggiö. Þar mun hún fjalla um ímynd Halldórs Laxness og þau áhrif sem hann hefur haft á aðra íslenska listamenn. Erindið hefst kl. 17.15. Það er öllum opið og aðgangur er , ókeypis. Erindið er það fyrsta í fýrirlestraröð sem Vaka-Helgafell efnir til í Norræna húsinu í tilefni aldarafmælis skáldsins. Sýningar ■ PAÐI I GALLERÍ FÓLD Akveðíð hefur verið að framlengja málverkasýningu Daða Guöbjörnssonar í baksal Gallerí Foldar til þriðjudagsins 2. aprfl. Sýninguna nefnir Daði Bátar, Beib og Bíbar. Gallerí Fold er opiö daglega frá kl. 10-18. ■ NÝJAR MYNPIR Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson hefur opnað sýningu á nýjum myndum í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Þar eru bæöi teikningar og málverk sem unnin eru á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17 og hún stendur til 14. apríl. Úrslitakvöld Músíktilrauna 2002: Atkvæði úr salnum tryggðu Búdrýgindum sigurinn gítartónar Rasmus Rasmussens sem áttu stærstan þátt í að skapa þá sér- stöku stemningu sem þeir ná upp í tónlistinni. Rokk af ýmsum toga Fimmta sveitin var rokksveitin Gizmo sem þrátt fyrir þrjá gítarleik- ara var ekki mjög eftirminnileg, ef frá er talið síðasta lagið sem ber af þeirra lögum í keppninni. Þeir áttu greinilega milklu fylgi að fagna í salnum og skiluðu sínu hnökra- laust. Síðasta sveit fyrir hlé var svo ný-pönk-tríóið Waste. Þeirra ein- földu og smekklega útsettu og vel sungnu popp-pönklög eru í góðu lagi Það var þétt setinn bekkurinn í íþróttahúsi Fram í Safamýrinni þegar úrslitakvöld Músíktilrauna Tónabæjar 2002 fór þar fram á föstu- dagskvöldið. 10 hljómsveitir kepptu til úrslita en að auki komu fram þrjú gestanúmer. Fyrst þeirra voru þeir Sesar A og DJ Magic sem hit- uðu salinn upp með rappi, skratsi og léttum samkvæmisleikjum. Fyrsta keppnissveitin á dag- skránni var Vafurlogi. Hún stóð sig töluvert betur á úrslitakvöldinu heldur en kvöldið áður - nú var trommarinn ekkert að klikka og tónlistin, sem ber nokkuð sterkan keim af frönsku sveitinni Air, virt- ist ganga vel í áhorfendur. Næsta sveit á sviðið var ein kraftmesta rokkhljómsveitin i keppninni í ár, Fake Disorder, en hún gerði þau mistök að breyta prógramminu sínu og tók inn nýtt lag sem hún réð ekki alveg við og fyrir vikið var frammi- staðan töluvert undir væntingum. Þetta er flott band sem á örugglega eftir að vaxa þó að þetta kvöld hafi ekki alveg lukkast. Eina rappsveitin sem komst í úrslit var næst i röð- inni. Tannlæknar andskotans stóðu sig vel en lögin þeirra þrjú sýndu að þeir eru fyrst og fremst efnilegir og eiga eftir að vinna töluvert í töktum og tónum áður en þeir komast í fremstu röð. Það var mikil eftirvænting í saln- um þegar Færeyingarnir í Makrel stigu á sviðið, en þeir gjörsigruðu kvöldið áður, bæði hjá dómurum og áhorfendum. Þeir byrjuðu á því að biðja kynni kvöldsins, Óla Palla af Rás 2, að skila þakklæti til allra fyr- ir að fá að taka þátt í keppninni, en þeir eru fyrsta hljómsveitin í 20 ára sögu Músíktilrauna sem er ekki frá íslandi. Tónlist þeirra Makrel- manna fékk góðar viðtökur í saln- um og sem fyrr voru það seiðandi Forgarður helvítis Önnur af tveimur gestahljómsveitum kvöldsins var Forgaröur helvítis. Á myndinni er Siggi pönk aö veifa fána og áhorfendur fagna og var ekki annaö aö sjá en aö allir skemmtu sér vel. DV-MYNDIR EINAR J. Búdrýgindi Sigurvegararnir spiluöu af miklu öryggi og fagna hér giæstum sigri. þó að þetta sé kannski ekki endilega mest spennandi tónlistin í bænum í dag. Eftir stutt hlé komu fjórmenning- arnir í Búdrýgindum á sviðið og ekki vantaði kraftinn hjá þeim frek- ar en á tilraunakvöldinu. Gítarleik- arinn og trommarinn eru báðir á meðal þeirra bestu í keppninni og bassaleikarinn var ekkert að klikka heldur. Söngvarinn skilaði sínu líka vel og passaði sig á því að ofreyna ekki röddina sem hefur sín tak- mörk. Þetta eru flott keyrslu- rokklög, skreytt uppátækjasömu spiliríi og skemmtilegum textum og svo voru Búdrýgindi án efa örugg- asta hljómsveitin í keppninni. Þeir dreifðu nammi af sviðinu og voru með ýmis poppstjömutilþrif i gangi en ekkert af því truflaði nokkum tíma tónlistina. Næsta hljómsveit var Nafnleysa en ólíkt Búdrýgindum voru þeir fé- lagar frekar óöruggir á sviðinu, sér- staklega söngvarinn. Það má alveg hafa gaman af bílskúrspönkinu þeirra en þeir eiga langt í land ef þeir ætla komast í hóp hinna bestu. Ókind var næstsíðasta sveitin í keppninni og eins og stundum ger- ist þá voru þeir félagar ekki eins góðir á úrslitakvöldinu og þeir voru á tilraunakvöldinu. Þeir eru geysi- lega efnilegir og em búnir að skapa sér ákveðið sánd en lögin voru mis- jöfn að gæðum. Annað lagið þeirra, „Svik ísskápsins", var frekar lélegt og kostaði þá sennilega sigurinn í keppninni. Stórsveitin Pan var síð- ust á sviðið. Þar em allir færir á hljóðfærin sín og söngvarinn var einn af þeim bestu í keppninni, en þetta framsækna og vandaða popp þeirra er ekki að allra skapi. Sigursveitin fékk útgáfusamning Það voru svo tvær hljómsveitir sem spiluðu á meðan atkvæði voru talin og dómnefnd réð ráðum sínum - Forgarðar helvítis og XXX Rottweilerhundar. Það er alltaf mik- il stemning þegar úrslitin eru til- kynnt og árið í ár var þar engin undantekning. Það var Helgi Hjörv- ar (í rokkdressi) sem afhenti verð- launin í þetta skiptið í fjarvera borgarstjórans sem var veik heima. Þess má geta að það sannaðist í ár að þó að dómnefndin hafi meira vægi en atkvæði úr sal geta þau síð- arnefndu skipt sköpum. Búdrýgindi og Ókind voru hnífjöfn í kosningu dómnefndar, en á meðal áhorfenda voru Búdrýgindi efst en Ókind þriðja. Sú nýbreytni átti sér stað nú í ár að Edda, miðlun og útgáfa, gaf sigurhljómsveitinni útgáfusamning og gaman verður að heyra plötu frá Búdrýgindum seinna á árinu. Von- andi verður þessari nýbreytni hald- ið áfram um ókomin ár. í heildina má segja að Músíktil- raunir 2002 hafi heppnast mjög vel. Þátttaka var með mesta móti og margir efnilegir tónlistarmenn á meðal þátttakenda. Það er að vísu umhugsunarefni að á meðal 143 keppenda sé aðeins ein stelpa. Hlut- fallið í ríkisstjóm er hátið miðað við þetta! Að lokum þetta: Þegar 40 taka þátt og einn vinnur þá er auð- vitað deilt um úrslitin. Sem betur fer segi ég. Það væri litið gaman að þessu annars! Trausti Júliusson Úrslit Músíktilrauna árið 2002 1. sæti: Búdrýgindi 2. sæti: Ókind 3. sæti: Makrel Athyglisverðasta hljómsveitin: Vafurlogi Besti söngvartnn: Grímur Gíslason úr Waste Besti gítarleikarinn: Rasmus Rasmussen úr Makrel Besti bassaleikarinn: Birgir Örn Ámason úr Ókind Besti trommuleikarinn: Ólafur Þór Amalds úr Fake Disorder Besti hljómborðsleikarinn: Árni Þór Jóhannesson úr Vafurloga Bestu tölvaramir: Magnús og Gunnar Guðmundssynir úr Equal Besti rapparinn: Kristinn Loftur Einarsson úr Tannlæknum andskotans 40 kepptu á Músíktilraunum árið 2002: 36 hljómsveitir 4 einyrkjar Þátttakendur voru alls 143 talsins: 142 strákar 1 stelpa Þar af voru: 46 gítarleikarar 33 söngvarar 30 bassaleikarar 29 trommuleikarar 13 tölvarar 9 hljómborðsleikarar 5 rapparar 1 þeramínleikari Sigurvegarar frá upphafi: 1982 DRON 1983 Dúkkulísur 1985 Gipsy 1986 Greifamir 1987 Stuðkompaníið 1988 Jójó 1989 Laglausir 1990 Nabblastrengir 1991 Infusoria (Sororicide) 1992 Kolrassa krókríðandi 1993 Yukatan 1994 Maus 1995 Botnleðja 1996 Stjömukisi 1997 Soðin fiðla 1998 Stæner 1999 Mínus 2000 XXX Rottweilerhundar 2001 Andlát 2002 Búdrýgindi Keppnin féll niður 1984 vegna verkfalla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.