Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Side 2
16
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
Sport
Urslitakeppni Essó-deildar karla í handknattleik:
Ovænt mótspyrna
- þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með 28-23 sigri á FH
Haukar tryggðu sér sæti i und-
anúrslitum íslandsmótsins á
föstudagskvöld með fimm marka
sigri, 23-28, á FH-ingum í
Kaplakrika. FH-ingar veittu
Haukum reyndar óvænta mót-
spyrnu i síðari hálfleik, eftir að
allt leit út fyrir annað stórtap í
þeim fyrri.
Fyrstu sex mínútur leiksins
voru jafnar en eftir það fór leik-
urinn i svipað far og leikur lið-
anna á Ásvöllum á miðvikudag.
FH-ingar gerðust óagaðir í sókn-
arleiknum, eða þá að þeir réðu
ekkert við sterka vörn Hauka, og
upp úr þessu fengu Haukar
hraðaupphlaup sem þeir nýttu
sér til hins ýtrasta.
Mestur var munurinn átta
mörk en FH-ingar klóruðu í bakk-
ann með því að skora tvö mörk á
síðustu mínútu leiksins.
Fyrstu tíu mínúturnar var leik-
urinn i járnum. Þá breyttu FH-
ingar vöminni yfír í 3-3 og komu
vel út á móti skyttum Hauka.
Þetta riðlaði sóknarleiknum og
nú voru það FH-ingarnir sem
fengu hvert hraðaupphlaupið á
fætur öðru. Á ellefu minútna
kafla breyttu FH-ingar stöðunni
úr 14-21 í 21-22 og skoruðu Hauk-
ar ekki mark í tíu mínútur.
í þessari stöðu tók Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka, leikhlé
og við það varð sókn Hauka yfir-
vegaðri á ný, vörnin styrktist og
Haukum tókst að innbyrða sigur-
inn.
Ungu strákarnir hikstuöu
aöeins á tímabili
„Við hleyptum þeim óþarflega
mikið inn í leikinn og gerðum
þetta spennandi. Samt vorum við
með þetta í hendi okkar allan
tímann. Við vorum eiginlega að
klára þá í fyrri hálfleik. Ungu
strákarnir hikstuðu aðeins á
tímabili en leikirnir eru til þess
að læra af þeim. Við söknuðum
Rúnars Sigtryggssonar og Tjörvi
var í mjög erfiðu hlutverki að
leysa hann af. Ungu strákarnir,
Ásgeir og Vignir, spila gríðarlega
vel og þar eru tveir landsliðs-
menn á ferðinni. Mér líst mjög
vel á að mæta KA. Þetta verða
mjög spennandi viðureignir sem
fara örugglega í þrjá leiki,“ sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
eftir leikinn. Þorkell Magnússon
átti frábæran leik fyrir Hauka en
hann brá sér í ansi margar stöð-
ur á vellinum. Bjarni Frostason
varði vel og ungu strákarnir,
Vignir og Ásgeir, skiluðu sínu
með prýði.
Verður sennilega ekki
áfram með FH-inga
„Við vissum að við yrðum að
spila sterka vörn og fá upp mark-
vörslu til að eiga möguleika.
Hvorugt var fyrir hendi á Ásvöll-
um og sóknarleikurinn var stirð-
busalegur og í fyrri hálfleik í
þessum leik var það sama uppi á
teningnum. í seinni hálfleik spil-
aði liðið þann handbolta sem ég
hefði vilja sjá mun fyrr, þ.e. fasta
og ákveðna vörn, hraðupphlaup á
móti og hægan en árangursríkan
sóknarbolta. Þegar menn fylgdu
þessu voru menn inni í leiknum.
Menn voru að spila upp á virðing-
una og lögðu sig fram,“ sagði
Guðmundur Karlsson, þjálfari
FH.
Hann segir allt benda til þess
að hann verði ekki áfram þjálfari
FH. „Það hefur ekki verið rætt
við mig og ég sé ekki miklar lík-
ur á því að ég verði áfram. Mín
menntun og metnaður liggur á
þessu sviði og ég hef áhuga á að
þjálfa áfram. Það er reyndar
fullseint að vita þetta núna en við
sjáum hvað setur,“ sagði Guð-
mundur. -HI
Vignir Svavarsson skorar hér eitt fjögurra marka sinna gegn FH á Ásvöllum
á föstudagskvöldiö. Vignir hefur veriö iðinn viö kolann í síðustu leikjum
Haukaliösins.
Enginn oddaleikur
i fyrsta sinn
I fyrsta sinn í sögu úrslita-
keppni handboltans var enginn
oddaleikur í átta liða úrslitum í
karlaflokki þar sem Haukar, Val-
ur, Afturelding og KA tryggðu sér
öll sæti í undanúrslitunum í að-
eins tveimur leikjum.
Oddaleikir hafa jafnan veriö
fastir liðir í átta liða úrslitunum
og aðeins einu sinni áður (1993)
höfðu oddaleikirnir verið færri en
tveir. í ellefu ára sögu úrslita-
keppninnar hafa farið fram þrír
oddaleikir í átta liða úrslitum í sjö
af þessum ellefu tímabilum.
Undanúrslitin hefjast á mið-
vikudaginn þegar Haukar fá KA-
menn í heimsókn á Ásvelli og Val-
ur tekur á móti Aftureldingu.
-ÓÓJ
Oruggt hjá
Valsmönnum
- vörnin gerði gæfumuninn þegar Valur vann Þór
Valur komst á föstudaginn í
undanúrslit Esso-deildar karla í
handknattleik meö nokkuð ör-
uggum sigri á Þór, 28-32, í góðri
stemningu á Akureyri. Vals-
menn unnu því rimmu liðanna
2-0. Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik en í þeim síðari
sigu Valsmenn smám saman
fram úr.
Bæði lið byrjuðu leikinn með
sterkum 6:0-vörnum og var lítið
skorað fyrstu tíu minúturnar.
Árni Sigtryggsson var sá eini í
liði Þórs sem tókst að vinna á
Valsvörninni framan af leik og
Hafþór Einarsson varði vel í
marki Þórs en hann varði 11 skot
i hálfleiknum. Þrátt fyrir það
náðu Þórsarar aldrei undirtök-
unum í leiknum enda vantaði
meiri fjölbreytni í sóknarleik
liðsins. Páll Viðar Gislason, sem
skoraði 11 mörk í fyrri leik lið-
anna, gerði ekkert mark í hálf-
leiknum og tók aðeins eitt skot
úr vítakasti. Liðsheildin hjá Val
var hins vegar sterk og marka-
skorunin dreifðist meira.
Fyrst og fremst góð
liðsheild hjá Valsmönnum
Valsmenn hófu síðari hálfleik-
inn í 5:l-vörn þar sem Aigars
Laizdins var tekinn úr umferð.
Þór tókst aldrei að vinna al-
mennilega á þessari vörn og var
sóknarleikur liðsins vandræða-
legur á löngum köflum.
Hinum megin gekk sóknin vel
upp hjá Val sem náði smám sam-
an undirtökunum í leiknum og
komst mest í fimm marka for-
skot. Þór klóraði aðeins í bakk-
ann og minnkaði muninn í tvö
mörk þegar tæpar fimm mínútur
voru eftir. Valsmenn sögðu hins
vegar hingað og ekki lengra og
höfðu að lokum fjögurra marka
sigur.
Valsmenn unnu leikinn fyrst
og fremst á góðri liðsheild og
góðum varnarleik í síðari hálf-
leik. Snorri Steinn Guðjónsson
átti mjög góðan leik, bæði í vörn
og sókn. Lið sem í eru bæði Geir
Sveinsson og Sigfús Sigurðsson
getur ekki verið árennilegt. Rol-
Þór Ak.-Valur 28-32
1-0, 2-2, 4-6, 8-8, 10-10, 11-13 (13-13), 13-14,
16-16,17-19, 20-23, 22-27,26-28, 27-31, 28-32.
ÞórAk.: (0)
Mörk/víti (skot/viti): Aiagars Lazdins 8/4
(11/5), Ámi Sigtryggsson' 6 (14), Páll Viðar
Gíslason 5/1 (8/2), Þorvaldur Sigurðsson 5
(9), Þorvaldur Þorvaldsson 2 (3), Hörður
Sigþórsson 1 (1), Goran Gusic 1 (3).
Mörk úr hradaupphlaupunu 2 (Hörður og
Páll Viðar).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 7.
Fiskuð vitú Gusic 2, Lazdins 2, Ámi,
Þorvaidur Þ., Þorvaldur S.
Varin skot/viti (skot á sig): Hafþór
Einarsson 16 (44/4, hélt 5, 36%, víti yflr),
Bjöm Bjömsson 0 (4/1,0%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Valur: (2)
Mörk/viti (skot/viti): Snorri Steinn
Guðjónsson 10/2 (14/2), Markús
Michaelsson 7/1 (14/2), Sigfús Sigurðsson 6
(7), Bjarki Sigurðsson 4/2 (7/2), Freyr
Brynjarsson 3 (4), Ásbjöm Stefánsson 2 (2).
Mörk úr hraðaupphlaupunv 2 (Snorri,
Freyr).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Fiskuð viti: Snorri 2, Sigfús 2, Freyr, Geir
Sveinsson.
Varin skot/viti (skot á sig); Roland Eradze
16/1 (44/6, hélt 8, 36%, víti í stöng).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (6).
Gceði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 650.
Maöur leiksins:
Snorri Steinn Guöjónsson, Vai
and Eradze varði einnig vel, þó
sérstaklega í síðari hálfleik. Hjá
Þór voru það fyrst og fremst Aig-
ars Laizdins og Árni Sigtryggs-
son sem stóðu upp úr þótt botn-
inn hafi dottið úr leik þess síðar-
nefnda í síðari hálfleik. -AÞM
FH-Haukar 23-28
1-0, 3-3, 3-8, 5-10, 6-14, 9-15 (11-17), 11-18,
13-19,14-21,19-21, 21-22,22-26, 23-28.
EHl(O)
Mörk/viti (skot/víti): Valur Amarson 6 (8),
Björgvin Rúnarsson 5/3 (7/5), Héðinn Gilsson
5 (9/1), Sigurgeir Ámi Ægisson 3 (6), Andrei
Lazarev 2 (2), Guðmundur Pedersen 2 (5),
Sverrir Þórðarson (1), Andri Berg Haraldsson
(3), Logi Geirsson (5).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Valur 4,
Guðmundur 2, Sigurgeir).
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 6.
Fiskuð vitU Valur 2, Héðinn, Einar Gunnar
Sigurðsson, Guðmundur og Lazarev.
Varin skot/viti (skot á sig): Jónas Stefansson
13/1 (33/3, hélt 7/1,39%), Jökull Þórðarson 2/1
(10/1, hélt 0,20%).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Haukar: (2)
Mörk/viti (skot/vúi): Þorkeli Magnússon 8/1
(10/2), Einar Öm Jónsson 4 (6), Vignir Svav-
arsson 4 (8), Haildór Ingólfsson 4/1 (8/2), Ás-
geir Öm Hallgnmsson 3 (5), Aron Kristjáns-
son 3 (5), Andri Þorbjömsson 1 (1), Þ. Tjörvi
Ólafsson 1 (2), Sigurður Þórðarson (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 8 (Þorkell 3,
Einar Öm 2, Halldór 2, Vignir).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Fiskuð vitU Vignir, Einar Öm, Tjörvi, Ali-
aksandr Shamkuts.
Varin skot/viti (skoí á sig): Bjami Frostason
19/3 (41/5, hélt 10, 46%), Magnús
Sigmundsson 0 (1/1,0%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Guðjón L.
Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (6).
Gcedi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 1000.
Maður leiksins:
Þorkell Magnússon, Haukum