Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 10
24
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
Sport
i>v
Einhverjar þreifingar hafa
verið í gangi í Stóru-Laxá í
Hreppum eftir að Veiðifélagið
Lax-á og Pétur Pétursson
sendu inn tilboð í ána fyrir
nokkrum dögum. Stangaveiði-
félag Reykjavikur hefur haft
Stóru- Laxá í Hreppum á leigu
svo lengi sem elstu veiðimenn
muna.
Stœrstu sjóbirtingarnir á
þessari vertíð veiddust í
Skaftá og voru þeir 14 punda
hver. Það var Þorsteinn
Ólafs, stjórnarmaður í
Stangaveiðifélagi Reykjavík-
ur, sem veiddi þann fyrsta og
sleppti honum aftur i ána.
Síðan kom 12 punda fiskur í
Þorleifslæknum. Vænir fiskar
hafa verið á sveimi á Skaftár-
svæðinu og aldrei að vita hvað
gerist á næstu klukkutímum.
Fyrir nokkrum dögum var
mikið fjör hjá Útivist og veiði
1 Siðumúlanum en þá var
haldin fluguhátíð. Hún hófst
með því að Kristján Krist-
jánsson tók lagið og síðan
var tískusýning Sigga Fjeld-
sted og félaga sem vakti mikla
athygli viðstaddra. Bjarni
Róbert Jónsson og Skúli
Kristinsson hnýttu flugur af
miklum móð og starfsfólk Lax-
ár kynnti veiðiferðir til
Skotlands og Grænlands.
Margir komu á staðinn og
höfðu gaman af.
Nýtt timarit hóf göngu sína
um daginn en það er tímarit-
ið Útivist. Athygli gefur blaðið
út í samvinnu við Útivist.
Blaðið á koma út tvisvar á ári
og verður i næstu tölublöðum
skrifað um flugu- og skotveiði.
í þessu fyrsta blaði er ekkert
um þann veiðiskap en blaðið
er veglegt og kemur í staðinn
fyrir árbók félagsins.
Þorsteinn Ólafs, stjórnar-
maður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, sleppti 14
punda sjóbirtingi í Skaftá en
núna hafa veiðst um 300 sjó-
birtingar í þeim veiðiám sem
eru opnar en þar hafa veiðst
þrír slíkir stórfiskar. Fyrir
nokkrum dögum veiddist 12
punda sjóbirtingur í Þorleifs-
læk en sjóbirtingsveiðin hef-
ur verið frekar róleg síðustu
daga.
300
hafa
- þrír 14 punda hafa veiðst í Skaftá
sjóbirtingar
komið á land
Það styttist í að stanga-
veiðisýningin verði í Perlunni
en hún verður í maí. Margir,
sem tengjast veiðiskap, hafa
tilkynnt um þátttöku. Fyrir-
hugaðar eru ráðstefnur og
kennsla í tengslum við sýn-
inguna. Þá verður líka kast-
aðstaöa í tjörn utanhúss og
aldrei að vita nema einn og
einn fískur leynist í henni.
Veiðimaður, blað Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, kom
út fyrir skömmu og er í blað-
inu ýmis konar fróðleikur.
-G. Bender
Sjóbirtingsveiðin hefur verið
sæmileg en engar stórar veiðitöl-
ur koma úr veiðiánum þessa dag-
ana.
í Geirlandsá eru komnir rétt
rúmlega 30 sjóbirtingar og veiðin
þar hefur oft veriö betri.
Veiðimenn, sem voru í Vatna-
mótunum fyrir nokkrum dögum,
veiddu ágætlega fyrri daginn en
flóð og drulla var þann seinni.
Þeir fengu nokkra góða sjóbirt-
inga og var sá stærsti 6 pund.
Núna hafa veiðst um 300 sjó-
birtingar á veiðisvæðunum þar
sem sjóbirtingsveiði er. Stærstu
fiskamir eru þrir 14 punda í
Skaftá og einn 12 punda í
Þorleifslæknum.
í Þorleifslæknum hefur verið
eitthvert kropp síðustu daga og á
Hrauninu hafa menn reynt líka.
12 punda sjóbirtingur í
Þorleifslæknum
Sjóbirtingsveiðin heldur áfram
og veiðimenn sumir hverjir hafa
veitt ágætlega Þetta á bæði við
fyrir austan og í Þorleifslæknum.
Reyndar er veiðin þar dagskipt.
„Við lentum í góðri veiði fyrir
nokkrum dögum í Þorleifslækn-
um, fengum fina veiði á nokkrum
klukkutímum og sá stærsti var
tólf punda,“ sagði Einar Lee,
veiðimaður úr Reykjavík, en hann
og félagar hans fengu mjög góða
veiði í læknum og fiskurinn var
vænn.
„Þessa fiska fengum ofarlega í
læknum og veiðitömin stóð yfir
nokkrum tíma. Stærsti fiskurinn
var tólf punda, en hinir sjö punda,
fjögurra punda og þriggja punda.
Við veiddum 22 fiska og það var
fín stærð á fiskunum. Þetta var
feiknalega gaman og við förum ör-
ugglega aftur þangað á næstu dög-
um. Ég frétti að daginn eftir hefði
veiðst lítið. Þap er dagskipt þarna
eins og annars staðar í veiðinni,"
sagði Einar enn fremur.
Stór fiskur slapp í
Svínadalnum
„Vinur minn var aö veiða í
Svínadalnum fyrir skömmu og
var i aðfallinu úr Þórisstaðavatni.
En þarna hefur hann veitt oft
áður,“ sagöi Einar Lee þegar við
spurðum um stóra fiskinn sem
vinur hans missti fyrir stuttu í
Svínadalnum. Þarna má finna
væna urriða og þá sérstaklega í
Þórisstaðavatninu.
„Hann lét liggja úti og sá stöng-
ina allt í einu kengbogna og hljóp
að henni en þá var fiskurinn bú-
inn að slíta. Þetta var vænn fiskur
og þessi slagur stóð stutt,“ sagði
Einar.
Bleikjan hefur aðeins verið að
gefa sig í Vífilsstaðavatni enda
veiðimenn mættir þarna fyrir
löngu.
Veiðimenn hafa aðeins verið að
koma upp að Elliðavatni en veiö-
in þar byrjar 1. maí. -6. Bender
mmmi moor
Fullt sett frá Prestwick Golf
1-3-5 tré og 3-PW Jérn é frébæru vorðll
50 stk. reynsluboltar
w .
Komdu í verslunina okkar
að Bæjarlind 1 og skoðaðu
urval þekktra vörumerkja i
kíktu á www.holeinone.is
PRt#
'r'