Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 12
-4 26 Rafpóstur: dvsport@dv.is MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Risasamningur Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal er með risastyrktarsamning í burðarliðn- um. Arsenal er að fara að gera treyju- samning við símafyrirtækið 02 og fyrir tvö ár er Arsenal sagt fá á milli eins milljarðs og 1400 milljóna íslenskra króna. Samningurinn tekur gildi næsta haust og að auki mun liðið fá prósentur af rekstrartekjum símafyrir- tækisins. -vbv Ólafur Stefánsson átti stórleik fyrir Magdeburg í fyrri úrslitaleik meistaradeildarinnar gegn Vezsprém í gær. DV-mynd Pjetur Magdeburg tapaði með tveimur mörkum fyrir Vezsprém: - segir Ólafur Stefánsson sem átti stórleik fyrir Magdeburg Guðmundur fyrirlesari á stórri ráðstefnu Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, verður aðalfyrirlesari á 200 manna þjálfararáðstefnu sem haldin verður í Bad Oyenhausen i Þýskalandi um næstu helgi. Ráðstefnuna, sem haldin er ár- lega, sækja þjálfarar, íþrótta- fræðingar og læknar. Guðmundur sagði í samtali við DV að sér væri sýndur mik- ill heiður með því að vera boðið að vera fyrirlesari á þessari virtu þjálfararáðstefnu. Ástæð- una fyrir því sagði Guðmundur að væri árangur íslenska lands- liðsins á Evrópumótinu í hand- knattleik fyrr á árinu. „Menn fysir að vita hvemig jafn lítil þjóð og ísland fór að því að ná eins langt á stórmóti í handknattleik og raun varð á. Einnig eru þjálfarar líka forvitn- ir að vita hvort við leggjum áherslu á eitthvað annað en aðr- ar þjóðir,“ sagði Guðmundur Guömundsson. -JKS Úrslitakeppni í NBA: Óvænt tap New Jersey Úrslitakeppnin í bandaríska körfuknattleiknum hófst um helgina með fjórum leikjum. Það sem bar helst til tíðinda var ósig- ur toppliðs austurstrandarinnar, New Jersey Nets, fyrir Indiana Pacers, 83-89, á útivelli. Jason Kidd skoraði 26 stig fyrir New Jersey en fyrir Indiana skoraði Jermaine O’Neal 30 stig. Sacramento Kings sigraði Utah á heimavelli, 89-86. Chris Webber var stigahæstur hjá Sacramento með 24 stig en Karl Malone geröi 25 stig fyrir Utah. San Antonio hafði mikla yfir- burði gegn Seattle og sigraði, 110-89. Tim Duncan og Tony Parker gerðu 21 stig hvor fyrir San Antonio og Vin Baker 22 stig fyrir Seattle. Charlotte sigraði Orlando, 80-79. Baron Davis geröi 28 stig fyrir Charlotte og Tracy McGrady 20 stig fyrir Orlando. -JKS Ólafur Stefánsson var aldeilis frá- bær í fyrri leik Magdeburg og Fotex Vezsprém í úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær. Ólafur skoraði 9 mörk, þar af komu 6 af víta- línunni. Að auki mataði Ólafur félaga sina af glæsilegum línusendingum sem Gueric Kervadec átti þó í erfið- leikum með að nýta sem skyldi. „Þetta var svolítið erfiður völlur, 130 desíbel eða meira, og mikil læti,“ sagði Ólafur Stefánsson í gær. Þú fannst þig vel í leiknum? Já, bara eins og venjulega, var ekk- ert að skjóta of mikið. Ég kláraöi vít- in og það skipti máli. Ég er að mestu leyti sáttur við leikinn en við eigum fullt inni, markvörslu, varnarleik og sóknarleik. Það verður mikil stemn- ing næsta laugardag og það er toppur- inn ef við sigrum í meistaradeildinni. Það er toppurinn á ferli hvers hand- boltamanns með félagsliði." Hvemig var að leika í þessum hávaða? „Þeir voru með þokulúðra, sem er reyndar búið að banna, og dreifðu þeim til áhorfenda fyrir leikinn. Við heyrðum ekki í sjálfum okkur í leikn- um og hávaðinn var ólýsanlegur. Þeg- ar leikurinn fór af stað, heyrði maður ekkert eftir það,“ sagði Ólafur Stef- ánsson í samtali við DV-Sport í gær. Húsfyllir var á leiknum sem sýndur var á RÚV og stemningin ógurleg. Heimamenn komust i 2-0 með mörk- um frá hinum 41 árs Saracevic sem Þjóðverjamir kalla „01die“ Saracevic. Hann skoraði 7 mörk í leiknum og Kúbumanðurinn Carlos Peres skor- aði 5 mörk en þessir tveir voru at- kvæðamestir í liði Vezsprém. Fyrstu 20 mínúturnar voru ekki vel spilaðar af hálfu Magdeburg en liðsmenn Vez- sprém náðii ekki að nýta sér það og staðan í hálfleik var 9-8, heimamönn- um í vil. Undir lok leiks náðu Ung- verjamir flögurra marka forystu, 21-17, en leikmönnum Alfreðs Gísla- sonar tókst að skora fjögur af síðustu sex mörkum leiksins og lokatölur urðu 23-21 fyrir Fotex Vezsprém. Sem fyrr sagði var Ólafur besti maður Magdeburg og Nenand Perun- icic átti einnig skínandi leik með 8 mörk. Sem sagt, 17 mörk samanlagt frá þessum tveimur leikmönnum af 21 marki Magdeburg. Seinni leikurinn verður í Magdeburg næsta laugardag og ef Alffeð Gíslasyni og mönnum hans tekst að vinna með þriggja marka mun, sem ekki verður að telj- ast ólíklegt, verður Magdeburg Evr- ópumeistari meistaraliða. Það yrði þá í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari stýrði liði til sigurs í þessari keppni ásamt því að Ólafur yrði fyrsti leik- maðurinn sem yrði Evrópumeistari meistaraliða. -vbv Deildarbikar og Reykjavíkurmót RM kv. Haukar-fR ...........1-2 (Anna M. Gunnarsdóttir-Ásthildur M. Hjaltadóttir). RM kv. Þróttur-Fjölnir......3-5 (Hildur D. Kristjánsdóttir 2, Sigríður Haraldsdóttir-Kolbrún Georgsdóttir 2, Erla Þórhallsdóttir, Ama Þórhallsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir). RM kv. Stjaman-Breiðablik . .2-1 (Guðrún H. Finnsdóttir, Freydís Bjamadóttir-Inga L. Jónsdóttir). RM. kv. FH-HK/Víkingur ... .2-0 (Olga S. Stefánsdóttir 2). DB kv. Valur-ÍA.............5-0 (íris Andrésdóttir 2, Dóra María Lámsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir). DB ka. KA-Dalvík............1-0 (Öm Kató Hauksson). DB. ka. Stjaman-FH..........1-1 (Bemharður Guðmundsson-Ásgeir G. Ásgeirsson). DB. ka. KR-Fylkir...........1-1 (Veigar Páll Gunnarsson-Sævar Þór Gislason). DB. ka. Léttir-Reynir S.....6-4 (Engilbert Friðfinnsson 4, Teitur Guðmundsson, Þórir Örn Ingólfsson-Smári Guðmundsson 3, Guðmundur Gunnarsson). DB. ka. Sindri-Njarðvík.....1-1 (Júlíus Freyr Valgeirsson- Eyþór Guðmundsson). DB. ka. Afurelding-Selfoss . . .3-0 (Boban Ristic 2, Þorvaldur Már Guðmundsson). DB. ka. Breiðablik-Þór Ak. . . .5-4 (Ágúst Þór Ágústsson 2, Hörður Bjamason 2, Kristján Óli Sigurðsson-Hörður Rúnarsson 2, Þórður Halldórsson, Páll V. Gíslason). DB. ka. ÍBV-Valur ..........0-3 (Matthías Guðmundsson 2, Bjarnir Ólafur Eiríksson). DB. ka. Grindavík-Keflavík . .5-4 (Sinisa Kekic 2, Paul McShane, Guðmundur Bjarnason, Grétar Hjartarson-Guðmundur Steinarsson 2, Jóhann Benediktsson, Haukur Ingi Guðnason). DB. ka. Leiknir R.-HK ........0-0 DB. ka. Fram-Þróttur R........1-0 (Andri Fannar Ottósson). Þar með er ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum deildarbikarkeppni karla. Fram tekur á móti Breiðabliki, Fylkir fær Keflavík í heimsókn, FH leikur á heimavelli við Val og KA og ÍA mætast á Akureyri. Athygli vekur að deildarbikarmeistarar KR komust ekki í 8 liða úrlsitin. -vbv/ÓÓJ Frábær opnunartilboö inal Verð kr. 10.990 Opnunartilboð kr. 7.490 09 mor9 fleiri tilboð! Full bú6 af nýjum vörum Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 www.joiutherji. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.