Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 2
16 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 Alfreð Gíslason gerði Magdeburg að Evrópumeisturum annað árið í röð á laugardaginn og varð liðið þar fyrsta félagsliðið frá Þýskalandi til að vinna meistaradeild Evrópu. DV- Sport heyrði í Alfreð i gær. „Þetta er stærsta stundin á þjálfara- ferlinum. Það er ekki hægt að komast hærra með félagslið enda er stemning- in búin að vera frábær hér í Mag- deburg og við erum búnir að halda vel upp á þetta. Þessi leikur var samt rosalega erfiöur og ég var gjörsamlega að tryllast þama á hliðarlinunni enda vildi ég helst komast inn á völlinn til að hjálpa til,“ sagði Alfreð. „Við erum búnir að æfa alveg frá- bærlega vel og samstaðan í liðinu í að vinna að þessu takmarki hefur skipt miklu máli. Ég var að spila svolítinn póker þvi ég varð að fóma nokkrum deildarleikjum til þess að hvíla lykil- leikmenn eins og Ólaf, Perunicic, Kuleschow og Kervadec. Þetta var því mikið happdrætti og öruggt að ég hefði fengið mikla gagnrýni á mig ef þetta hefði ekki gengið upp en sem betur fer kláruðum við þetta,“ segir Alfreð og bætir við: „Nú er bara að endurtaka þetta allt á næsta ári og taka þýska meistaratitilinn með í leið- inni og það hlýtur að vera næsta takmark hjá okkur í Magdeburg." Hverttig hefur gengid aö ráöa viö allt leikjaálagiö í vetur? „Við erum að glíma við miklu meira álag hér í Þýskalandi en lið frá öðrum löndum og ég held að leikurinn á laugardaginn hafi verið númer 49 í röðinni í vetur. Það er því næstum því ómögulegt fyrir þýskt lið að klára allt saman. Þessi árangur Magdeburg- ar i vetur er því mjög sérstakur og eitthvað sem verður afar erfltt fyrir þýskt lið að leika eftir í framtíðinni." Hvernig metur þú frammistööu Ólafs Stefánssonar i þessum úr- slitaleikjum? „Óli er búinn að skOa lykilhlut- verki fyrir okkur í vöm og sókn og hann var líka í lykilhlutverki meö ís- lenska landsliðinu á EM í janúar. Það er því ótrúlegt hvað hann er búinn að skila fyrir okkur alla í vetur þrátt fyr- ir þetta geysilega mikla álag. Óli er því án nokkurs vafa besti handboltamaður heims i ár. Ólafur hefur svo víðtækt hlutverk hjá okkur og þó svo aö ég segi að hann og Stefan Lövgren séu bestir í heimi sóknarlega þá er Ólafur að skila í raun tvöfóldu hlutverki í sókn og vöm og það er ekki hægt að líkja honum við neinn,“ sagði Alfreð að lokum. -ÓÓJ Frábær frammi- staöa Ólafs gegn Vezsprém Ólafur Stefánsson átti tvo frá- bæra úrslitaleiki með Mag- deburg gegn ungverska liðinu Veszprém. Ólafur var marka- hæsti leikmaður vallarins í báð- um leikjum og gerði alls 16 mörk úr 24 skotum í þeim en snilldar- frammistaða hans er þó hvergi nærri upptalin í þeirri tölfræði. Sendingar Ólafs voru að flestra mati lykilatriði í að Mag- deburg landaði Evrópumeistara- titlinum i ár því alls átti Ólafur 18 stoðsendingar í úrslitaleikjun- um tveimur og sjö sendingar að auki sem gáfu víti. Ólafur kom því að 32 af 51 marki Magdeburgar í leikjunum, þar af 18 af 30 í seinni leiknum. Mörk(skot) Ólafs gegn Veszprém: Langskot ....................2 (9) Gegnumbrot...................2 (2) Hraðaupphlaup ...............3 (3) Vítaskot...................9 (10) Samtals:.................16 (24) Stoðsendingar Ólafs í leikstöður: Inn á línu.......................6 7 ad auki sem gáfu víti 1 hraðaupphlaup..................6 Út í hom.......................i í langskot ....................5 Samtals: .....................18 Lykilsendingar Ólafs á leikmenn: (Stodsendingar og sendingar sem gefa viti) Nenad Perunicic................8 Oleg Kouleschow................7 Uwe Mauer......................4 Stefan Kretzschmar.............3 Guerin Kervadec................2 Joel Abati.....................1 Samtals: .....................25 -ÓÓJ 2S.-28.júlí & 2002 REYKJAVIK FOOTBALL FESTIVAL Alþjóðleg knattspyrnuhátíð í Laugardal dagana 25. til 28. júlí í sumar ætlað 3. og 4. flokki drengja og stúlkna KnattspyrnufélagiðÞróttur stendur fýrir alþjóðegri knattspyrnuhátíðí Laugardalnum sem ráðjert er aðverð árlegur viðourður hé&n í frá. MarkaíSsetning hátí&rinnar erlendis stendur yfir og hefur þegar skilaðgóðim árangri. Samstarfsaðli um marka&setningu erlendis eru ÍT ferðr. • ÚrvalsliðBOLTON 4. flokkur (U14), liðGuðia Bergs, er me&l þátttökulife. • Leeds, Manchester City og Stoke eru í viðæðim um þátttöku og eru þær á lokastigi. • Eitt íslenskt félagsliðá Rey Cup verðir dregiðút og hlýtur ffía þátttöku fyrir 18 manns á GrahamTaylorWatford London Football Festival sumarið2003.Verðnæti kr. 300.000. • Samstarf er komiðá viðannaðtveggja stærstu unglingamóta Bretlands með gagnkvæmum félagaskiptum. Kostnaður við þátttöku: 1. Mótsgjald kr. 10.000 fyrir hvert þátttökulið 2. Þátttökugjald kr. 13.000 fyrir hvern þátttakanda. 3. Þátttökugjald kr. 6.500 án gistingar og máltí&. Framangreint verðgildir ef greitt er fyrir 15.maí n.k. Innifaliðer: Skólagisting í fjórar nætur, tvær máltíðr á dag (morgun og kvöld), acþangur í sundlaugar Reykjavíkur, strætó, flölskyldu- og húsdýragarðir, opnunarhátíð Rey Cup diskó, lokahóf/stórdansleikur Broadway o.fl. Skráning fer fram á heimasíði Rey Cup sem er www.reycup.com í síma 588 9900 og í tölvupósti reycup@reycup.com Afsláttarverðgildirfyrir þá sem tilkynna þátttöku fyrir 15. maí n.k. www.reycup.com cm k $ Kim Magnús og Hrafnhildur Islandsmeistarar í skvassi Kim Magnús Nielsen varð í gær íslandsmeistari í skvassi. Þetta var tíunda árið í röö sem hann vinnur þennan titil. Það var Heimir Helgason sem varö fyrir baröinu á Kim Magnúsi í úrslitaleiknum, sem hinn síöarnefndi vann 3-1. Hjá konunum varö Hrafnhildur Hreinsdóttir íslandsmeistari þegar hún vann Rósu Jónsdóttur í úrslitunum 3-0. Hér aö ofan eru þau Kim Magnús og Hrafnhildur meö verðlaun sín sem nýkrýndir íslandsmeistarar t skvassi. DV-mynd KÖ Kevin Grandberg er að veröa íslendingur Kanadamaöurinn Kevin Grandberg sem lék með Stjömunni i vetur í Epson-deildinni í körfuknattleik mun fá íslenskan ríkisborgararétt inn- an tíðar. Alþingi er að taka málið fyrir þessa dagana en Grandberg er á lista yfir fimm útlendinga sem allsherjarnefnd mælir með að veittur verði ríkisborgararéttur. Það er hefð fyrir því aö þeir sem allsherjar- nefnd mælir með fái ríkisborgararétt undcmtekningarlaust. Ljóst er að Grandberg veröur eftirsóttur af liðum hér gangi þetta í gegn. DV-Sport hefur þó heimildir fyrir því aö hann ætli að leita fyrir sér erlendis. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.