Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 17 DV Sport DV-Sport á nýjum stað Frá og meö morgundeginum verður umfjöllun DV um íþróttir í DV-Sport að fmna á nýjum stað í blaðinu. Daglegar íþróttasíður i blað- inu á þriðjudögum, miðvikudög- um, fimmtudögum og fóstudög- um verða framvegis tvær opnur, en ekki sérstakur blaðauki í miðju blaðsins. Verða íþróttasíð- umar staðsettar aftast í blaðinu, næst á undan dagskrár- og bíó- síðum blaðsins. Mánudagskálfur DV-Sport verður áfram í miðju blaðsins eins og hingað til. -SK íslenski fáninn í fararbroddi Ólafur Stefánsson fagnar hér til hægri ásamt félögum sínum á torginu í Magdeburg á laugardag eft- ir að liðiö hafði unnið Evrópumeist- aratitilinn. Ólafur veifar íslenska fán- anum en hann var þama að vinna sinn þriðja Evróputitil með félaginu. DV-mynd Jens Wolf. - Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru aðalmennirnir á bak við fyrsta sigur þýsks liðs í meistaradeildinni Þýska liðið Magdeburg varð um helgina fyrsta þýska liðið til að vinna meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar 30-25 sigur liðsins á ung- verska liðinu Fotex Veszprém vann upp tveggja marka forskot Ungverj- anna frá því í fyrri leiknum um síðustu helgi. Leikurinn fór fram við frábærar aðstæður í Börderland- hallen þar sem var troðfullt og frábær stemning meðal áhorfenda. Þetta var annar Evrópumeistara- titillinn í röð en Magdeburg vann EHF-keppnina í fyrra. í bæði skiptin snýst allt í kringum íslendingana tvo í liðinu. Ólafur er aðalmaðurinn inni á vellinum og Alfreð Gíslason stjórn- ar liðinu af sinni þjóðþekktu „Það var alveg ótrúleg tilfmning þegar flautan gall og ljóst var að við höfðum staðið uppi sem sigur- vegarar. Þetta er án efa stærsta stundin á ferlinum," sagði Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður í Magdeburg, í samtali við DV-Sport eftir að hann og félagar hans höfðu tryggt sér sigurinn í meistaradeild Evrópu með sigri á ungverska lið- inu Fotex Veszprém á laugardag- inn. Efaöist aldrei „Það var einhvem þannig að ég ákveðni. í leiknum á laugardaginn átti Ólaf- ur þátt í 18 af 32 mörkum liðsins, skoraði sjö sjálfur og átti 11 stoðsend- ingar að auki. Ólafur hóf leikinn á glæsimarki fyrir utan og endaði hann síðan með að skora það mark sem gulltryggði að Magdeburg næði að vinna stærri en tveggja marka sig- ur. Það er líka mjög áberandi hversu mikill leiðtogi Ólafur er í þessu besta félagsliði Evrópu og þar með heims- ins alls. Hann spilar félaga sína stanslaust uppi, tekur af skarið þegar á þarf að halda og rekur sína menn áfram. Á bekknum sýnir Alfreð þjálfari ekki minni tilþrif og ef marka má virkni hans á hliðar- efaðist aldrei um að við myndum sigra þá með meira en tveimur mörkum. Það kom smá hik í okkar menn þegar þeir minnkuðu mun- inn í þrjú mörk undir lok leiksins en við náðum að hrista þá af okkur aftur og klára dæmið,“ sagði Ólaf- ur. Fann mig ágætlega „Ég fann mig ágætlega í leiknum og er þokkalega sáttur við frammi- stöðuna. Ég var meira í því að spila félagana uppi og reyna að róa spil- ið niður því Perunicic var með línunni er kappinn enn í feikna- formi. Magdeburg hefur fjórum sinnum áður orðið Evrópumeistari, vann gömlu Evrópukeppni meistaraliða 1978 og 1981 og svo EHF-keppnina 1999 og 2001 en Ólafur hefur verið þátttakandi í þremur Evróputitlum félagsins á síðustu fjórum tímabilum. Magdeburg hafði þennan leik í hendi sér alian tímann, komst strax í 3-0 og 5-1, leiddi 15-10 í hálfleik og var komið með sex marka forskot, 23-17 þegar 15 mínútur voru eftir. Ungverska liðið gafst þó aldrei upp, drifið áfram af eldfljótum og snjöllum hornamönnum. Það var ekki fyrr en Ólafur Stefánsson reif skotræpu á hinum vængnum og ef ég hefði ætlað að fylgja honum eft- ir og skotið og skotið þá hefðu sóknimar orðið stuttar og við hefð- um ekki komist langt í leik sem þessum gegn jafnsterkum andstæð- ingi og ungverska liðið er.“ Á báöum áttum Mikið hefúr verið rætt og ritað um vifja forráðamanna spænska liðsins Real Ciuidad til að fá Ólaf strax eftir þetta keppnistímabil en hann hefur sem kunnugt er skrifað undir samning við spænska félagið sig upp og skoraði glæsilegt mark með langskoti að titillinn var í höfn. Mark Ólafs kom Magdeburg í 29-25 og var hans sjöunda í leiknum og skömmu seinna sendi hann elleftu stoðsendinguna sína á Nenad Peruninic i hraðaupphlaup sem skoraði sitt fimmta mark í leiknum um leið og klukkan gall. Mörk Magdeburgar: Ólafur Stefánsson 7/3, Nenad Perunicic 5, Joel Abati 5, Oleg Kuleschow 5, Gueric Kervadec 4, Stefan Kretzschmar 3, Uwe Mauer 1. Mörk Veszprénu Istvan Pasztor 7, Mirza Dzomba 6, Enrique Perez 5, Zlatko Sara- sevic 4/3, Luis Diaz 1, Gyula Gal 1, Bozid- ar Jovic 1. -ÓÓJ sem tekur gildi sumarið 2003. Ólafur sagðist vera á báðum átt- um hvað hann vildi gera. „Mér stendur eiginlega alveg á sama hvað verður. Ég er tilbúinn að fara til Spánar strax ef Magde- burg vill selja mig en ef ekki þá spila ég bara með Magdeburg næsta keppnistímabil, reyni að vinna fleiri titla með liöinu og fer síðan til Spánar næsta sumar. Það er ekki hundrað i hættunni með það,“ sagði Ólafur, sem samkvæmt Alfreð Gíslasyni, þjálfara sínum, er besti handknattleiksmaður í heimi. -ósk Körfubolti: Eggert er hættur með Breiðablik - tekur við liði ÍR Eggert Garðarsson, sem þjálf- að hefur Breiðablik með góðum árangri, hefur ákveðið að færa sig um set og taka við ÍR. Eggert kom Breiðabliki í Ep- son-deildina fyrir ári síðan og í vetur náðu Blikar að komast í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu að játa sig sigraða gegn Njarðvík i oddaleik í 8-liða úr- slitum. í kjölfarið var Eggert val- inn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ fyrir þann frábæra árangur sem hann náði í vetur. Hann er ekki ókunnugur her- búðum ÍR, enda hans uppeldisfé- lag þar sem hann lék og þjálfaði yngri flokka til margra ára. Hann tekur við af Jóni Erni Guð- mundssyni sem hætti eftir tíma- bilið. Eggert sagði í samtali við DV- Sport að hann reiknaöi með að ÍR héldi langflestum þeim leik- mönnum sem léku með liðinu á siðasta tímabili. Þá er ekki ósennilegt að ÍR-ingar styrki sig fyrir næsta vetur en Eggert sagði að það væri allt óijóst eins og er. -Ben Stærsta stundin - segir Ólafur Stefánsson eftir sigurinn með Magdeburg á laugardaginn Hreinc nautakjöt Ferskt groenmeti s Ostur Brauð Set^T^6 Hreint Magnað Bragð AUSTURSTRJETI 30 • KRINCLAN • SUDURLANDSBRAUT 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.