Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Page 12
26
MÁNUDAGUR 29. APRlL 2002
Rafpóstur: dvsport@dv.is
Hafdís semur við GOG
Handknattleikskonan Hafdís Hinriks-
dóttir úr FH hefur samið við danska lið-
ið GOG og mun leika með liðinu næsta
tímabil.
„Félagið hafði samband við mig og í
kjölfarið fór ég út og æfði með liðinu.
Þeir buðu mér síðan samning sem ég er
að skoða núna og nánast öruggt að ég
slái til. GOG er frábært lið sem varð í
þriðja sæti í Danmörku í vetur og mér
líst mjög vel á allt Scunan. Ég geri bara
árssamning til að byrja með en ef mér
líkar vera mín þarna næsta vetur verður
samningurinn væntanlega framlengd-
ur,“ sagði Hafdís sem skoraði 59 mörk
fyrir lið FH í vetur. -Ben
Valur á eftir
Guðríði
Samkvæmt heimildum DV-
Sports þá eru allar líkur á því að
Guðriður
Guðjónsdótt-
ir verði næsti
þjálfari
kvennaliðs
Vals í hand-
knattleik.
Viðræður
hafa staðið
yfir á milli
stjórnar Vals og Guðríðar að und-
anfornu.
Guðriður á glæsilegan feril að
baki sem leikmaður hjá Fram og
hefur einnig verið sigursæl sem
þjálfari í Safamýrinni og gerði
t.d. Fram að bikarmeisturum síð-
ast árið 1995.
-Ben
Verölaunahafar í Freyjuglímunni sem fram fór um heigina. Taliö frá vinstri:
Svana Jóhannsdóttir GFD (2. sæti), Inga Geröa Pétursdóttir HSP (1. sæti) og
Hildigunnur Káradóttir HSÞ (3. sæti). DV-mynd KÖ
Hilmar aftur
í Gróttu/KR
- Grótta/KR einnig í viðræðum við Pál Þórólfsson
Grótta/KR hefur endurheimt
Hilmar Þórlindsson frá Ítalíu og
mun hann leika með sinum fyrrum
félögum næsta tímabil. Ásgeir Jóns-
son, stjómarmaður handknattleiks-
deildarinnar, staðfesti þetta um
helgina. Þá er allt útlit fyrir enn
meiri liðsstyrk á næstunni og eiga
sér stað viðræður við Pál Þórólfs-
son, sem leikið hefur með Aftureld-
ingu síðustu ár. Það er ljóst að
Grótta/KR ætlar sér stóra hluti á
næstu leiktíð.
„Hilmar kemur núna 6. maí og
spilar með okkur næsta tímabil.
ítalska liðið vildi ekki kaupa hann
af okkur og við vildum leigja hann
áfram. Við höldum nánast öllum
okkar mönnum áfram en þeir Atli
Samúelsson og Kristján Þorsteins-
son eru að fara yfir sín mál en þeir
eru að spá í að hætta. Þeirra mál
komast á hreint í sumar.
Þá ætlum við að styrkja okkur
enn frekar og erum ákveðnir í því
að vera með stærri og breiðari hóp
en við vorum með í vetur. Við höf-
um talað við Pál Þórólfsson og
einnig fleiri leikmenn en ég get ekki
gefið upp hverjir það eru að svo
stöddu,“ sagði Ásgeir.
-Ben
Spenna í NBA
Mikil spenna ríkir nú í NBA-
deildinni í körfuknattleik. Úrslita-
keppnin er í fullum gangi og hefur
ekkert lið tryggt sig áfram í aðra
umferð. Sacramento Kings, sem
var með besta vinningshlutfall
allra liða í deildinni, hefur lent í
óvæntu basli með gömlu refma í
Utah Jazz og New Jersey Nets,
sem var með besta árangur allra
liða í austurdeildinni, hefúr átt í
verulegum vandræðum með
Indiana Pacers.
New Jersey-lndiana 2-1
New Jersey Nets er komið i 2-1
í einvíginu gegn Indiana Pacers
eftir sigur á útivelli á fóstudaginn,
85-84. Endir leiksins var magnað-
ur því Reggie Miller kom Indiana
yflr, 84-82, þegar nokkrar sekúnd-
ur voru eftir með þriggja stiga
körfu. Leikmenn New Jersey
héldu í sókn og bakvörðurinn
Kerry Kittles tryggði þeim dýr-
mætan sigur með þriggja stiga
körfu á síðustu sekúndu leiksins.
Jason Kidd skoraði 24 stig og
gaf 11 stoðsendingar fyrir New
Jersey, Kenyon Maartin skoraði 21
stig og Keith Van Horn skoraði 14
stig og tók 12 fráköst. Reggie Mill-
er skoraði 30 stig fyrir Indiana,
Jermaine O’Neal skoraði 12 stig og
tók 8 fráköst og Ron Artest skoraði
11 stig.
Charlotte-Orlando 2-1
Charlotte Homets er komið í
2-1 gegn Orlando Magic eftir sigur
á útivelli á laugardaginn, 110-100,
eftir framlengingu.
Baron Davis átti frábæran leik í
liði Charlotte og náði þrefaldri
tvennu, skoraði 33 stig, tók 14 frá-
köst og gaf 10 stoðsendingar. PJ
Brown skoraði 17 stig og tók 8 frá-
köst og Jamaal Magloire skoraði
15 stig og tók 10 fráköst. Tracy
McGrady skoraði 37 stig fyrir Or-
lando og Darrell Armstrong skor-
aði 21 stig.
Sacramento-Utah 2-1
Sacramento Kings hefur náð
forystu, 2-1, í einvíginu gegn Utah
Jazz eftir nauman sigur í Salt
Lake City, 90-87, á laugardaginn.
Mike Bibby skoraði 26 stig fyrir
Sacramento, Peja Stojakovic skor-
aði 21 stig og tók 11 fráköst og
Chris Webber skoraði 18 stig og
tók 13 fráköst. Karl Malone skor-
aði 23 stig fyrir Utah, Donyell
Marshall skoraði 16 stig og John
Stockton skoraöi 15 stig.
Detroit-Toronto 2-1
Toronto Raptors er enn með í
baráttunni eftir sigur á Detroit Pi-
stons, 94-84, á laugardaginn. Stað-
an í einvíginu er nú, 2-1, fyrir
Detroit.
Antonio Davis skoraði 30 stig og
tók 8 fráköst fyrir Toronto, Keon
Clark skoraði 18 stig og Alvin
Williams skoraði 17 stig. Chucky
Atkins skoraði 21 stig fyrir Detroit
og Corliss Williamson skoraði 14
stig og tók 11 fráköst. Jerry Stack-
house, helsti sóknarmaður
Detroit, náði sér ekki á strik í
leiknum og skoraði aðeins 11 stig.
San Antonio-Seattle 2-1
San Antonio Spurs er komið í
2-1 í einvíginu gegn Seattle Super-
sonics eftir stórsigur, 102-75, á
laugardaginn.
Tim Duncan skoraði 27 stig og
tók 13 fráköst í liöi San Antonio,
Tony Parker skoraði 23 stig og
Antonio Daniels skoraöi 15 stig.
Gary Payton skoraði 20 stig, tók
7 fráköst og gaf 6 stoösendingar
fyrir Seattle og Vin Baker skor-
aði 10 stig.
-ósk
Ingibergur Sigurösson hefur sigurlaunin í Íslandsglímunni á loft. Meö honum á myndinni eru Ólafur Oddur
Sigurösson og Lárus Kjartansson en þeir höfnuöu í ööru og þriöja sæti. DV-mynd: Einar J
íslands- og Freyjuglíman fóru fram um helgina:
- Ingibergur Sigurösson í sérflokki á meöal glímumanna
Ingibergur Sigurðsson, glímu-
maður úr UV, tryggði sér um helg-
ina sigur í Íslandsglímunni sjöunda
árið í röð en hún fór að þessu sinni
fram í íþróttahúsinu við Strandgötu
í Hafnarfirði.
Ingibergur hafði mikla yfirburði
og vann allar sínar fimm glímur.
Ólafur Oddur Sigurðsson úr HSK
hafnaði í öðru sæti en hann vann
fjórar glímur af fimm og tapaði að-
eins fyrir Ingibergi. Félagi Ólafs í
HSK, Lárus Kjartansson, endaði í
þriðja sæti með 2,5 vinninga og
Amgeir Friðriksson úr HSÞ var í
fjórða sæti með tvo vinninga.
Inga tók Freyjuglímuna
Inga Gerða Pétursdóttir, glímu-
kona úr HSÞ, vaim Freyjuglímuna,
sem fór fram í íþróttahúsinu við
Strandgötu um helgina.
Inga Gerða vann með nokkrum
yfirburðum, fékk sjö vinninga, en
næst kom Svana Jóhannsdóttir úr
GFD með 5+1 vinning. Hildigunnur
Káradóttir úr HSÞhafhaði síöan í
þriðja sæti með 5 vinninga.
Þetta er i annað sinn sem Inga
Gerða vinnur Freyjuglimuna en
hún vann einnig árið 2000 og var
síðan ekki með í fyrra.
-ósk
Víkingar
vilja Ragnar
DV-Sport
hefur áreiðan-
legar heimild-
ir fyrir því að
Víkingar hafi
leitað til
Ragnars Her-
mannssonar
um að taka
við kvennalið-
inu af Stefáni Amarsyni fyrir
næsta vetur. Ragnar er staddur
erlendis þessa dagana en mun
gefa Víkingum svar strax eftir
helgi. -Ben
Fylkir með
næsta vetur
Fylkir í Árbænum mun tefla
fram liði í 1. deild kvenna næstu
leiktíð. Fylkir hefur innan sinna
raða margar ungar og efnilegar
stelpur sem leikið hafa með yngri
landsliðum íslands.
Gunnar Magnússon sem þjálfað
hefur liðið í vetur mun halda
áfram og hefur verið gengið frá
samningi við hann. Nokkur lið
sóttust eftir starfskröftum Gunn-
ars en hann ætlar að halda áfram
að byggja upp lið í Árbænum
enda hráefnið til staðar. -Ben