Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Blaðsíða 28
-V-yt:- '.:"**? RAIL MANUDAGUR 6. MAI 2002 Eldur í Smárabíói Slökkvilið höfuðborgarsvæöisins var kallað að Smárabíói í gærkvöld til '& þess að slökkva eld sem kviknaði í poppkornsvél biósins. Um 750 bíógest- ir voru í bíóinu þegar eldurinn kom upp. Þegar slökkviliðið kom á staðinn höfðu vaktmenn á svæðinu náð að slökkva eldinn í poppvélinni og voru byrjaðir að rýma bæði bióið sem og aðra hluti hússins. Mikinn reyk lagði bæði inn í bíó- sali og Vetrargarðinn og að sögn Con- standin Mikaels Mikaelsonar, rekstr- arstjóra Smárabíós, var bíógestum að vonum mjög brugðið við þessa uppá- komu en þeir fá að sjálfsögðu miðana sina endurgreidda. Slökkviliðið reykræsti húsið en aðalskemmdirnar eru vatnsskemmdir en sjálfvirkt slök- kvikerfi bíósins fór í gang þegar reyk- i m. skynjarar létu í sér heyra. Stefnt er að þvi að opna bíóið í dag klukkan hálf- Stefnuskrá R-listans: Engin heild- artalanefhd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- srjóri segir að Reykjavíkurlistinn hafi ekki slegið tölu á heildarkostnaðinn af stefnuskrá sinni með sama hætti og frambjóðendur hans hafa nefnt tólur ~~ um heildarkostnað af stefnu Sjálfstæð- isflokksins. „Tölurnar eru hins vegar allar í þriggja ára áætlun borgarinnar, hún liggur fyrir, þar er okkar stefnumörk- un," segir borgarstjóri og segir að til viðbótar þessum kostnaði felist í stemuskránni útgjöld upp á um það bil 2,5 milljarða. í yfirheyrslu í DV í dag segir Ingi- björg Sólrún m.a. að fráleitt sé aö bera saman biðlista leikskólanna nú og þeg- ar R-listinn kom til valda. Þeir einu sem hafi getað skráð sig á biðlista eftir heilsdagsvistun þegar sjálfstæðismenn skildu við hafi verið einstæðir foreldr- ar og námsmenn. „Þeir biðlistar voru bara bull, bara fals, og sögðu ekkert um það hver þörfin var fyrir þessa þjón- ™ ustu," segir borgarsrjóri. -ÓTG Sjá yfírheyrslu bls. 6 Veður vikunnar: Hlýindi af suðri I dag má búast við 10-15 sekúndumetrum af suðri og suðvestri og víða skúrum. Veður verður hægara og létt- skýjað norðaustan til. Hiti 5 til 13 stig og þá hlýjast austanlands. Á þriðjudag og miðvikudag má búast við 5 til 10 metrum á sekúndu af suðri og suð- vestri. Léttskýjað verður á Austur- landi. Hiti verður 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. Þegar kemur fram á fimmtudag og undir vikulok verður «fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Þá daga verð- ur hiti á bilinu 5 til 10 stig. 47 AF 5TO0INNI! DV-MYND HH Eldur í poppvél Allt er gott sem endar vel segir máltækið og það átti svo sannarlega við í Smárabíói í gær þegar eldur kviknaði í poppvél. Mikill viðbúnaður var í bíóinu og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Um 750 gestir voru í bíóinu sem var rýmt en auk þess voru um 300 manns á veitingastöðum í Vetrargarðinum. Engin slys urðu á fólki og tókst slökkvistarf vel en nokkurt tjón varð vegna vatnsskemmda. Stórhertar öryggiskröfur við komu utanríkisráðherra NATO og samstarfsríkjanna: Lögga en ekki leigubílstjóri undir stýri hjá ráðherrunum 47 Leigubílstjórar í Reykjavík eru ekki allir ánægðir með þá þróun mála að lögreglumenn munu annast um akstur utanríkisráðherranna 46 sem hingað eru væntanlegir í byrj- un næstu viku. Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, ritaði utanríkisráðu- neytinu bréf þar sem óskað var skýringa. Ráðuneytið hefur svarað og útskýrt hvers vegna lógreglan er fengin til aksturs ráðherranna. Srjórn Frama mun koma saman á morgun og ræða málið. í bréfi utanríkisráðuneytisins kemur í ljós að lögreglan mun bera ábyrgð á öryggi ráðherranna meðan þeir dvelja á íslandi. Ríkislögreglu- stjóri fór fram á að lögreglumenn yrðu undir stýri í bílunum sem flytja ráðherrana á milli staða, en bilarnir eru BMW-glæsibifreiðir sem B&L hefur flutt inn í tilefni vorfundar utanríkisráðherra NATO og samstarfsríkjanna. Þá bíla mun lögreglan fá til að aka ráöherrun- um. Auðunn Atlason sendiráðsritari DV-MYND HARI Skotheldur fyrlr NATO-ráðherra Þessi glæsibifreið þolir sitt afhverju, skothelt farartæki sem lögreglumaður mun stjórna. Bifreiðar og landbúnaðarvélar flytja inn 30 BMW-bíla vegna vor- fundarins og útvegar 16 glæsibíla til viðbótar. sagði í gær að hingað væri von á um þúsund gesrum í tilefni fundar- ins sem stendur 13. til 15. maí. „Það sem verið er að gera með því að láta lögregluna aka bílunum er tvennt. Aðalatriðið er að auka ör- yggið, lögreglan ber ábyrgð á öryggi ráðherranna, og lögreglumaður í bílnum er ekki aðeins ökumaður heldur jafnframt öryggísvörður við- komandi ráðherra. Veriö er að gera auknar kröfur um öryggi, sem rekja má til atburðanna sem urðu 11. september. Auk þess næst fram um- talsverður sparnaður með þessari tilhögun," sagði Auðunn. Auðunn sagði að mikinn fjölda af bílum þyrfti til að annast um gest- ina, þeir kæmu meðal annars frá sendiráðum 1 borginni. Auk þess mundu leigubílstjórar sinna akstri og án efa hafa mikið að gera dagana sem fundurinn stendur. Utanríkis- ráðuneytið hefur þannig gert samn- ing um leigu á 50 leigubílum fyrir allar sendinefndir þátttökurikja. -JBP Ráðuneytismaður með 90 þúsund á mánuði fyrir aukavinnu: Eins og bókhaldari á bílaverkstæði Hákon Sigurgrímsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, fær rétt um 90 þúsund króna greiðslu í hverjum mánuði frá Áformum - átaksverkefhi um sölu íslenskra landbúnaðarafurða und- ir merkjum hreinleika og hollustu. Verkefnið er starfrækt af landbún- aðarráðuneytinu og fjármagnað úr ríkissjóði. Laun óbreyttra stjórn- armanna í verkefninu, sem til- nefndir eru af Bændasamtökun- um, Samtökum bænda í lífrænni ræktun og umhverfisráðuneyti, eru 23.215 krónur á mánuði. For- maðurinn, Haukur Halldórsson, sem er tilnefndur af ráðuneyti land- búnaðarmála, fær tæpar 70 þúsund krónur í laun mánaðarlega. Hákon Sigurgrímsson hefur starfað sem ritari verkefnisins og laun hans er sú tala sem að fram- an greinir. „Æi, eru vinir mínir í Bændahöllinni nú að koma þessu af stað," sagði Hákon Sigurgríms- son í samtali við DV þegar blaðið innti hann skýringa á þessum greiðslum. Hákon var um áralangt skeið framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda en þegar það var lagt niður fyrir sjö árum var hann á lausum kili um nokkurt skeið. Kveðst hann þá hafa tekið að sér störf ritara Átaks, það er að halda utan um fjárreiður og pappíra verkefnisins. Síðar hafi hann farið til starfa í landbúnaðarráðuneyt- inu, en engu að síður haldið þessu starfi. Það hafi verið gert með fullu samþykki ráðandi manna þar. „Ég hef unnið þerta alveg fyrir utan minn vinnutíma í ráðuneyt- inu. Þetta er líkt því að ég myndi til dæmis sjá um bókhald fyrir bllaverkstæði úti í bæ," sagði Há- kon. Hann telur ástæðu þess að málið er komið í umræðuna nú vera hefnd sér á hendur í refskák í æðstu stjórn landbúnaðarmál- anna. -sbs Rafport Brother PT-24S0 merkivélin er korriln Mögnuívél •em, me6 þinnl hjáip, -^, hefur hlutina I roS ogreglu. Snjöll og gói lausn é óreglunnl. Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafport.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú abendlngu eöa vitneskju um frétt, hrlngdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiðast 3.000 krönw. Fyrir besta íréttaskotiB í hverri vlku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Vio tökum vlð fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.