Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Síða 7
sýna fjölbreytni í sjónvarpi. „Hjartsláttur í strætó" sam- anstendur af minnihlutahópum samfélagsins þar sem ég er femínisti, Maríkó er blendingur og pródúsentinn okkar er hommi ... Það vantar bara grænmetisætu í hópinn,“ segir Þóra Karítas ánægð. CAMAN í SKÓla I vetur hafa stelpumar báðar verið í háskólanámi. Maríkó var í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur séð um að kenna nemendum Versló þýsku og stærðfræði í aukakennslu. Þóra var fram að jólum í guð- ffæðinámi og starfaði fyrir UNIFEM. Eftir áramótin var hún öflug með Stúdentaleikhúsinu auk þess að vera að skrifa B.A.-ritgerð um anorexíu og trú, og þýða á ís- lensku norska bók sem gefin verður út í september. „Það er gaman að vera í skóla. Eg vildi óska að maður gæti notað þetta líf til þess að læra og næsta líf til þess að vinna,“ segir Þóra Karítas sem er greinilega með allt of mörg jám í eldinum. „Mig langar til þess að læra leiklist og vinna við það í nokkur ár. En um leið langar mig líka að læra svo margt annað. fCannski byrja ég bara á leiklistinni en síðan væri ég til í að vinna fyrir einhver mannréttindasamtök eða verða prestur,“ segir Þóra Karítas hugsi. „Þótt ég sé í viðskiptafræði núna þá er það ekkert langþráður draumur hjá mér að verða einhver viðskipta- fræðingur en ég tel að þetta nám muni gagnast mér vel í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur í framtfðinni,“ segir Marikó spurð um sín framtíðarplön og bætir við að hún eigi ömgglega eftir að læra eitthvað meira.“ Eg hef mikinn áhuga á þvt að vera meira í Asíu og jafnvel læra kínversku í framtíðinni," segir Maríkó en hún var síð- asta sumar í skóla í Japan að læra að skrifa málið. „Eg gæti líka vel séð mig fyrir mér sem kennara,“ segir Maríkó sem er komin af mikilli kennarafjölskyldu. Ætlarðu svo ekki að giftast Ama? Maríkó bara roðnar við þessa spurningu, en eins og flestir vita þá er Maríkó í sambúð með Áma Þór Vigfús- syni, sjónvarpsstjóra á Skjá einum, en það er greinilegt að tilhugsunin er henni ekkert á móti skapi. Hvað hjú- skaparstöðu Þóm Karítasar varðar er svarið hins vegar eitthvað loðið eða eins og hún sjálf orðaði það: „Næsta spuming, takk!“ Hvað sumarið sjálft varðar þá ætla þær stöllur ekki að gera mikið annað en vinna við þáttinn en það er aldrei að vita nema þær skelli sér á þjóðhátíðina í Vestmanna' eyjum og á Skátamót á Akureyri á strætónum. „Og svo verðum við bara þar sem eitthvað er um að vera, svo hringið endilega í okkur og bjóðið okkur á stað- inn,“ segir Þóra að lokum og Maríkó tekur undir: „VB mætum á allt sem vekur hjartslátt." Guðný Hrund Sigurðardóttir er ein af 13 útskriftarnemum Ljós- myndaskóla Sissu þetta vorið. Dagsdaglega vinnur hún við það að sortera tímarit í Eymundssyni Kringlunni en dreymir um frekara Ijósmyndanám í Svíþjóð og hefur gripið til örþrifaráða til þess að gera þann draum að veruleika. Blautar Ijosmyndir „Þeir ætluðu ekkert að hleypa mér inn í skólann og voru eigin- lega búnir að segja nei við mig en þegar ég mætti til þeirra um páskana og sýndi mig og myndimar mínar þá skiptu þeir um skoðun, svo ég fæ að byrja í haust,“ segir Guðný Hrund um til- raunir sínar við að fá inni í ljósmyndanámi í Lundi í Svíþjóð. „Eg sagði þeim líka að ég væri á sænskunámskeiði hér á Islandi sem er nú ekki alveg satt. Ætli ég verði ekki að fara að fara niður í Nor- ræna hús, leigja mér einhverjar spólur og reyna að bæta sænsku- kunnáttuna," segir Guðný sem er greinilega með bein í nefinu og er ekkert á þvf að gefa sig ef það er eitthvað sem hún hefur hug á að gera. Kunni ekki að setja filmu í Guðný Hrund er tvítugur vesturbæingur sem dagsdaglega vinnur í verslun Eymundsson í Kringlunni. Hún útskrifaðist frá MR í fyrravor og ákvað þá að skella sér í ljósmyndanám hjá Sissu. „Ég fékk þessa hugmynd í gegnum vinnu mína í Eymundsson er þar sé ég um tímaritin. Eg hef unnið þar í þrjú ár og er náttúr- lega alltaf að skoða glanstímaritin," segir Guðný sem hafði aldrei komið nálægt ljósmyndun áður en hún fór að læra hjá Sissu. „Nei, ég hafði varla snert ljósmyndavél að undanskilinni pol- aroidvél systur minnar. Ég kunni ekki einu sinni að setja filmu í þegar ég byrjaði í náminu," segir Guðný Hrund sem er heldur bet- ur komin með ljósmyndabakteríuna því að loknu eins árs námi í Lundi stefnir hún á þriggja ára ljósmyndanám í Gautaborg. Les bara barnabækur Eitthvað hefúr Guðný Hrund lært í vetur hjá Sissu því á út- skriftarsýningunni vöktu blautar myndir hennar sérstaka athygli gesta en þær voru settar fram á nýstárlegan hátt. Þemað í mynd- unum er vatn og hafði hún plastað eitthvað af þeim og stungið í vasa fulla af vatni og einnig látið þær fylla út í botninn á fiska- búri úr plexigleri. Á flestum myndunum má sjá fimm vinkonur hennar sprella í sundi. „Eg er opin fyrir öllum tilboðum," segir Guðný sem er greinilega ánægð með útskriftarverkefnið og bætir við: „Mér finnst skemmtilegast að mynda stemningu. Ég er ekki hrifin af uppstilltum myndum. Þessar myndir eru allar teknar í Neslauginni en ég fer þangað svo til daglega, bara til að stíga á vigtina og fara í pottinn." Það er varla hægt að sleppa Guðnýju án þess að spyrja hana út í það hvaða lestrarefhi hún mæli með í Eymundsson og svarið er þetta: „Ég les aðallega bamabækur þvf þær eru svo skemmtileg- ar og lausar við þunglyndi. Eftirlætisbækurnar mínar eru Mói hrekkjusvín og Blíðfinnur. Hvað tímaritin varðar held ég mest upp á ID, ítalska Vouge og franska Photo“. Áð hennar sögn eru það þó bresku slúðurblöðin Hello og Now sem virðast vera hvað mest keypt hjá henni auk Marie Clarie. „Konur yfir fertugt elska að lesa um bresku konungsfjölskylduna," upplýsir Guðný Hrund, stolt af snyrtilegum tímaritarekkanum. Guðný Hrund með fiskabúrið góða sem vakið hefur mikla athygli á útskriftarsýningu Ljós- myndaskóla Sissu. Myndir Guðnýj- ar eru glettnar og gáskafultar en hún hafði aldrei snert Ijósmyndavél áður en hún fór ískólann hjá Sissu. Anna Ósk Löwe er atferlisfræðingur sem skrifar um málefni líðandi stundar í Fókus. J Vinsældakosning morgundagsins Einhver leiðinlegasti dagur ársins rennur upp á morgun. Þá göngum við að kjörborðinu og veljum okkur nýjar bæjar- stjómir. I sveitarstjómarkosningum snúast kosningamar sjaldnast um málefnin heldur fyrst og fremst um persónumar sem í ffamboði eru. Ég nenni þess vegna ekkert að pæla í málefn- unum og kýs því bara eftir því hverjir mér finnast vera skemmtilegir og vel útlítandi. — Og nú ætla ég að deila skoðun- um mínum á nokkrum fram- bjóðendum í Reykjavfk með ykkur lesendum. Ingibjörg Sólrún er fín kerl- ing. Yfirleitt vel til fara og ber framandi skartgripi sem henni hafa líklega áskotnast á ferðum um Affíku. Hún er samt frekar þurr á manninn og hefur enn þá dálítið Kvennalistayfirbragð yfir sér, sem er slæmt. Þess vegna minnir hún mig einna helst á ljónynju. Ber sig vel og veiðir í hópum ásamt hinum konunum. ElNKUNN: 6 Bjöm Bjamason er líka ágæt- ur. Lftur út eins og api í jakka- fötum en ber það vel. Hann kemur líka ágætlega fyrir, virð- ist meira að segja vita um hvað hann er tala (sem er kostur hjá stjómmálamanni) en hann vantar þennan hroka sem heið- bláir leiðtogar þurfa að bera. ElNKUNN: 6 Litlu strákamir f slagnum eru skemmtilegastir. Þeir Gísli Marteinn og Dagur B. hafa báð- ir ákveðna útgeislun sem leiðir til þess að ég þarf að skipta um nærbuxur þegar ég sé þá. Gísli lfkist helst litlum hundi. Sætur en bítur hressilega frá sér þegar þannig ber undir. Dagur á aftur á móti meira skylt með köttum. Hárprúður og sakleysislegur en hefur samt eitthvert leyndar- dómsfullt og lævíst yfirbragð. BÁÐIR FÁ ÞEIR 9 í EINKUNN. Guðlaugur Þór minnir mig mest á páfagauk. Endurtekur allt sem honum hefur verið kennt í Valhöll af mikilli list og brosir svo framan f viðmælend- ur sína lfkt og hann sé sá eini sem hefur rétt fyrir sér. Sem sagt frekar slappur en brosmild- ur. ElNKUNN: 5,5 Stefán Jón hefúr sjarma, það má hann eiga. Þvottavélin hef- ur sem sagt ekki við að þvo af mér nærfatnaðinn þegar hann er á skjánum en hann er þó ekki algóður. Hýenan lýsir hon- um kannski best. Stekkur á flest sem býðst og rífur það í sig með látum. Hýenur eru samt ljótar og veiða í hópum en á þó alls ekki við Stefán. Lúkkið hjálpar honum f einkunnagjöfinni og ÞESS VECNA FÆR HANN 7. Boðskapur: Vonandi hugsa fæstir eins og ég. - Annars gætu Frikki Weis eða Fjölnir Þorgeirs sest f borgarstjórastólinn. Kournikova sú kynþokka- FYLLSTA Hið virta karlatímarit FHM fær árlega lesendur sfna til að velja kynþokkafyllstu kvenmenn heims og birtir svo lista yfir 100 efstu. í ár mun það vera hin 21 árs gamla rússneska tennisstjarna Anna Kournikova sem trónir á toppnum. Hún tekur gífurlegt stökk upp á við því í fyrra var hún einungis í 32. sæti. Nú nýverið komst hún í heimsfréttirnar á ný þegar Penthouse birti myndir af henni nakinni og kærði hún klámblaðið í kjölfarið og vann. Ljósmyndari og fyrirmenn Pent- house hafa viðurkennt „mistök" sín. Ým- issa grasa kennir á þessum lista, meðal annars að hin kryddlausa Geri Halliwell situr í 100. sæti listans. Leitað að þátttakendum í Strætóleikinn. Þátturinn “Hjartsláttur í strætó" á SkjáEinum leitar nú logandi Ijósi að fólki sem vill taka þátt í Strætóleiknum en sá leikur er útlistaður nánar hér í blaðinu í viðtalinu við Þóru Karítas og Marfkó. Þátttakendur þurfa að vera eldri en 18 ára. Áhugasamir geta sent umsóknir á hjartslatt@sl.is fyrir 28. maí. Umsækjendur verða að senda inn 1-2 mín. videosketch þar sem þeir gera eitthvað sem heillar þáttastjórnendur og vekur áhuga þeirra á viðkomandi. Ef fólk hefur ekki tök á þvf að taka upp er möguleiki á því að mæta upp á Skjá einn og láta taka 1-2 mín. skot af sér. 24. maÍ2002 fókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.