Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Side 7
Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Ouarashi. Hljómsveitin kláraði plötuna Jinx sem kom út í
Bandaríkjunum á dögunum og er nú á tónleikaferðalagi þar í landi. Þetta ár hefur að sama skapi verið
viðburðaríkt fyrir nýjasta meðlim Ouarashi. Ómar Örn Hauksson dundaði sér við að búa til teikni-
myndasögur og safna alls kyns drasli heima á íslandi en nú er hann hvíti rapparinn Swarez sem ferð-
ast um öll Bandaríkin og boðar fagnaðarerindi Ouarashi-liða.
Maður er bara kjötflikki
íaugum krakkanna
„Þetta tónleikaferðalag hefur ekki verið laust við óhöpp hjá
okkur. Snillingurinn hann Steini tognaði á báðum fótum og
spilaði í hjólastól þegar við vorum í Washington DC á dög-
unum. Það voru stærstu tónleikamir okkar til þessa, Eminem
var að heddlæna og það voru 35.000 manns þegar við spiluð-
um. Þetta gekk samt ótrúlega vel þótt Steini sé búinn að
skakklappast eins og Ólíver Twist á hækjum síðan. Svo
meiddist Sölvi (bakinu þegar við vorum að taka upp fyrir þátt
Carsons Dalys á NBC, hann datt af stólnum sínum. Þetta
er því búinn að vera óhappatúr, sannkallaður Jinx-túr,“ segir
Ómar Öm Hauksson þegar hann er fyrst beðinn að lýsa því
helsta sem drifið hefur á dagana. Ómar var staddur á hóteli í
New York á mánudagskvöldið þegar Fókus ræddi við hann og
fram undan var kærkomin afslöppun í nokkra daga.
„Yo, WaZup" frá gaurnum í
OutKazt
Quarashi-liðar fóru út um miðjan
maf og hafa því verið á tónleika-
ferðalagi í mánuð. Undanfarið hafa
þeir spilað á þrennum tónleikum
um hverja helgi en átt frí á milli.
Ómar segir ferðalagið ekki hafa ver-
ið mjög erfitt og þetta undirbúi þá í
raun ekki fyrir Warped-tónleika-
ferðalagið sem hefst (næstu viku og
verður stanslaus keyrsla.
„Það erfiðasta við þennan túr er að
við fljúgum bókstaflega allt og það er
eitt það leiðinlegasta sem maður ger-
ir. Við þurfum að vakna um miðjar
nætur og stysta flugið tók til dæmis
ekki nema kortér. Það var á milli
Detroit og Cleveland og þá flugum
við yfir eitthvert vatn. Við þurftum
að bíða á flugvellinum í meira en
klukkutíma fyrir þetta stutta flug en
hefðum verið um fimm tíma að keyra
þetta. Það verður ekkert þannig
vesen á Warped, þá förum við allt í
rútu og spilum á hverjum degi í 40
stiga hita.“
Hvað með fræga fólkið, eru
Quarashi famir að tjilla með því?
Nei, við höfum eiginlega ekki hitt
neinn frægan. Að vísu sagði gaurinn
úr OutKazt „Yo, Wazup“ við mig í
dag. Svo höfúm við verið að spila
nokkrum sinnum með Tenacious D
sem Jack Black er í. Eg hef ekki
enn hitt hann en er búinn að vera að
byggja upp þor til að fara upp að
honum. Svo sér maður fullt af fólki
eins og til dæmis Strokes-nördana
en eina liðið sem við höfum eitthvað
verið að hanga með er Ash-fólkið,“
segir Ómar, einlægnin uppmáluð.
Hann er spurður af hverju þeir séu
að hanga með Ash, eru þau ekki
rokkarar og þeir rapphljómsveit?
„Við hittum þau fyrst á einhverj-
um hótelbar og duttum í það með
þeim. Síðan fórum við á Casino og
þetta endaði í einhverri bölvaðri vitleysu. Svo hafa þau verið
að spila mikið til á sömu stöðum og við, annaðhvort á undan
okkur eða eftir og þessi evrópsku tengsl hafa virkað ágætlega.
Það sést best hvað þetta er allt annar markaður en Evrópa þar
sem þau eru mjög vinsæl, að þau eru stundum minna númer
en við. Þau eru samt frábær á sviði.“
YFIR 50.000 EINTÖK SELD
„Við höfum fengið frekar góðar viðtökur héma úti. Tónleik-
amir hafa oftast verið mjög vel sóttir og þegar við höfúm ver-
ið snemma á dagskrá eru oft fleiri að horfa þá en síðar um
kvöldið.“
Og bíða krakkamir í röðum eftir áritunum?
„Það er misjafnt, í Cleveland var til að mynda fáránlega
löng röð í að fá áritanir hjá okkur en venjulega er það ekki
mjög tímafrekt."
Sala á plötunni Jinx hefúr gengið mjög vel og þegar þetta
er skrifað hafa um 50.000 eintök selst í Bandaríkjunum en
Ómar telur þau vera fleiri þótt það hafi ekki fengist staðfest.
„Við vorum að fá mjög góðar tölur frá Japan þar sem 20.000
eintök hafa verið seld. Okkur hafa svo borist óstaðfestar frétt-
ir að Stick’em up sé mjög vinsælt ( Ástralíu og það eru
bundnar miklar vonir við þann markað.“
JlMMY EAT WORLD MEÐ HOR í NEFINU
Tónleikaferðalögum eins og þeirra Quarashi-manna fylgja
venjulega skemmtilegar sögur og Ómar er ekki lengi að muna
eftir einni slíkri.
„1 gær var ég að horfa á Jimmy Eat World í Boston og þá
var mér bent á að söngvarinn var með stærðarinnar hor-
köggul í nefinu. Það voru stórir skjáir á þessum tónleikum
þannig að maður horfði á þennan horköggul í nefinu á hon-
um í nærmynd allan tímann," segir hann og bætir við í
fimmauragríni að hljómsveitin ætti að heita Jimmy Eat Hor.
„Svo er fólkið sem er baksviðs alltaf mjög skrýtið. Héma
tekur maður vel eftir grúppíunum þó við höfúm lítið fengið af
þeim pakka á okkur. En þetta eru oft fáránlegar píur,
strípilufsur og þess háttar. Um daginn vorum við baksviðs
þegar Rob Zombie var að spila og þá var þar hópur af strípi-
gellum sem fóru fram og gerðu mjög dónalega hluti fyrir
framan áhorfendurna!
Krakkamir sækja líka mikið í að fá að komast baksviðs og
hitta fræga fólkið. Þeir eru alltaf að biðja mann um baksviðs-
passana eftir tónleika. Þau kalla jafnveí á mann með skírnar-
nafni, fara að spjalla voða kammó við mann og biðja svo um
passann. Maður gerir sér alveg grein fyrir því að maður er bara
kjötflikki í þeirra augum hérna úti!“
Þó flestallt hafi gengið að óskum, ef áðurnefnd óhöpp eru
frátalin, segir Ómar þá oft eiga erfitt með að venjast hugsun-
arhættinum og vinnulagi Bandaríkjamanna.
„Það hefur alveg komið skýrt í ljós héma úti að við kunnum
ekki nógu vel á „The American Way“, hvemig hlutimir
ganga fyrír sig hér. Heima er viðhorfið þannig að allt reddast
fyrir rest en það bara virkar ekki hér. Það er auðvitað mikið um
ýmis stéttafélög (skemmtanaiðnaðinum hér og þegar við vor-
um að taka upp fyrir Carson Daly var þvílíkt vesen að fá að
skipta um staðsetningu fyrir gítar- og bassamagnarana. Það
eru nefnilega svo mikil læti í Smára á sviði að nálin hoppar
oft á spilaranum hjá Galdri og því vildum við færa hann til.
Þetta var heldur betur meira en að segja það því það þurfti að
halda fund um málið áður en þetta var gert. Svo tók það ein-
hvem gaur hálftíma að stafla þremur kössum á sviðinu.
Heima gera menn bara hlutina og maður á frekar erfitt að
koma sér inn í þennan hugsunarhátt."
OUARASHI EKKI INN HJÁ „KEEPING IT REAL“-LIÐINU
Ómar Öm Hauksson er Breiðhyltingur, gettóbam eins og
hann segir sjálfur. Á sínum yngri árum var hann hálftýndur
í tónlistinni, ef svo má segja, þv( í fyrstu hlustaði hann á
dauðarokk.
„Eg var í dauðarokkhljómsveitinni Den Danske D0de sem
margir könnuðust við en fáir sáu. Það var ansi töff að geta sagt
að maður væri í dauðarokkssveit og planið hjá hljómsveitinni
var að spila danskt dauðarokk. Við spiluðum samt bara einu
sinni, á tónleikum með Strigaskónum í Undirheimum FB.“
Eins og svo margir aðrir fór Ómar úr dauðarokkinu yfir í
grunge-ið þegar það tröllreið öllu, hlustaði á Pearl Jam,
Soundgarden og allt það.
„Svo heyrði ég í Anthrax og Public Enemy og fannst það
ógeðslega töff. Síðan kom Ice Cube og þá varð eiginlega ekki
aftur snúið, maður klippti af sér hárið og hætti þessu rugli."
Ómar segist hafa verið að dútla í nokkrum misgóðum rapp-
hljómsveitum eftir það. Hann tók þátt í Músíktilraunum
með Tríói Óla skans og náði öðru sætinu. „Við gerðum það
sem síðan hefúr sýnt sig að er skotheld leið til að ná langt í
Músíktilraunum, fluttum framsækna tónlist og sungum á ís-
lensku. Við vorum ógeðslega lélegir á undanúrslitakvöldinu
en komumst áfram í gegnum dómnefndina. Á úrslitakvöld-
inu gekk þetta betur og við náðum
öðru sætinu og unnum tíma í stúd-
íói.
Eftir þetta kynntumst við Erpi og
Eyjó og stofnuðum Supasyndical og
þá notuðum við stúdíótímana, tók-
um upp fjögur lög sem heppnuðust
að vísu ekki nógu vel en fóru engu að
síður ( spilun á Skratz. Þetta var
samt frekar stutt gaman og þetta
dæmi dó frekar hægum dauðdaga.
Á þessum tíma var Sölvi að biðja
mig um að koma í Quarashi en ég
sagði nei við hann enda hélt ég að
Supasyndical væri málið. Eg rappaði
samt í einu lagi á Egginu (fyrstu
stóru plötu Quarashi) og var dissað-
ur fyrir það af vinum mínum, enda
hefur Quarashi aldrei verið vel liðin
af „keeping it real“-liðinu í íslensku
hip hoppi. Svo rappaði ég (tveimur
lögum á Xeneizes og var eftir það
með annan fótinn í Quarashi þar til
árið 2000 þegar ég kom á fúllu inn í
sveitina."
Hendir helst engu
Omar hefúr það orð á sér að vera
safhari af guðs náð og hann viður-
kennir það fúslega. Hann segist til
dæmis geyma alla passa og hót-
ellykla sem hann fær á ferðalögum
sínum með Quarashi en auk þess
safnar hann myndasögum, DVD-
myndum og Godzilla-dóti, svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Ég hendi helst engum sköpuðum
hlut. Þegar ég var krakki lét ég und-
an þrýstingi og eyðilagði alltaf dótið
mitt og til að vinna það upp hendi ég
varla pakkningunum í dág. Vanda-
málið er að ég hef alltaf minna og
minna pláss fyrir draslið sem ég safna
og nú er ég með það í geymslu á
þremur stöðum úti í bæ. Ég var
einmitt að kaupa íbúð um daginn og
hún er þegar alltof lítil fyrir allt
draslið mitt.“
En hvað segir fólk við þessu, kærastan til dæmis?
„Hún er að vissu leyti sátt, alla vega ef þetta fer ekki út í
öfgar, sem þetta er að vísu löngu komið út (.“
Engir peningar eins og er
Quarashi-menn halda áfram tónleikaferðalagi sínu næstu
vikur og mánuði. Eins og áður segir hefst Warped-túrinn í
næstu viku og þar leika þeir upp á hvern dag fram í miðjan
ágúst. Eftir það fara þeir til Japan þar sem þeir spila á tvenn-
um tónleikum og á öðrum þeirra spila hinir ævafomu Guns
‘n Roses líka. Þá tekur við átta daga ferðalag á Ástralíu og svo
fá þeir stutt frí. Því næst eru tónleikar í London og smá frí
áður en fyrsti Evróputúrinn tekur við. Strákarnir í Quarashi
em sem sagt fúllbókaðir fram í desember.
Verðið þið moldrikir á þessu?
„Nei, við fáum ekki neitt fyrir það sem við erum gera núna.
Við fórnuðum laununum fyrir að fá bassaleikara með okkur á
túrinn til að Kfga upp á sjóið. Það eru engir peningar í þessu
eins og er, okkur var boðið í þetta tónleikaferðalag til að
kynna plötuna okkar og það hefur virkað því alls staðar sem
við höfúm farið heíúr salan hækkað. Seinna meir getum við
fengið tekjur af því að selja boli og fleira þannig en það verð-
ur eina innkoman okkar. Við höfúm til dæmis oft verið spurð-
ir um boli á þessu tónleikaferðalagi og ættum því að geta selt
eitthvað af þeim á Warped-ferðalaginu.“
Það virðist allt vera á réttri leið hjá rappstrákunum ffá Is-
landi og Ómar segist vera sáttur. Áhugasamir geta fylgst með
ferðum strákanna á heimasíðu þeirra, www.quarashi.net, og
á ýmsum aðdáendasíðum þeirra, svo sem www.quarashi.tk.
texti: Höskuldur Daði Magnússon
fókusmynd: Hari
I4.júní2002 fókus