Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Síða 9
„Næste station Roskilde,“ segir bleikur
maður — uppáhaldsmatur purusteik. Loks-
ins, loksins er ég mættur á mína fyrstu ut-
anborgattónlistarhátíð sem ekki er til
styrktar IBV, KA eða Einari Bárðar. Eg er
búinn að æfa mig t að gera „rokkaramerk-
ið“ í lestinni frá Hovedbanegárden. Vísi-
fingur og lilliputti mynda djöflahorn sem
skaga yfir hinni heilögu þrenningu
löngutangar, baugfingurs og þumals.
Djöfulsins rokk! Fram undan er löng
helgi með músík, eina milljón bjórflaskna
á viðstöðulausri ferð oní belg 71.000
manna sem allir leggjast á eitt um að
breyta Skandinavíu í Skandalnaívu.
Það var óþarfi að kanna númerið á
lestinni og firá hvaða palli hún færi.
Að elta fólkið með bjórkassana og
rúmfatalagerstjöldin fleytir manni
langt í lífinu og alla leið á Hró-
arskeldu.
Hróarskelda er ölkelda. En þótt
ódýrindi ölsins séu til að hlægja
tekjulægri viðskiptavini Höskuldar
Jónssonar er það ekki svo ódýrt að það
borgi sig að drekka það á börunum alla
liðlanga helgina. í stórmörkuðum bæj-
arins er því hleypt inn í hollum og inn-
kaupastjórar hafa ekki látið nappa sig með
buxumar á hælunum þegar þeir pöntuðu
Tjaldbrennur eru fastur liður á
Hróarskeldu síðasta kvöldið.
fyrir vikuna. „Bayerinn“ er á besta stað í
búðinni og áfyllingarmennimir eiga við
ramman reip að draga. Mannhæðarháar
bjórstæður breytast í dverga á nóinu.
Krebs eða Möller?
Frá bænum er um korters keyrsla
að hátíðarsvæðinu og það er stöðugur
rútugangur á milli. Svæðið skiptist f
tvennt. Annaðhvort ertu austan-
tjalds eða -vestan, „Krebs" eða
„Möller“. Flestir eru löngu mættir á
svæðið og hafa jafnvel sent sherpa og
undanfara á mánudeginum til að
reisa búðir sem standast eiga gjörn-
ingaveður, ghettoblöst, þrásætna
gesti og gubb. Frá þriðjudeginum hef-
ur verið spilað á sérstöku sviði við tjald-
stæðin þar til hávaðinn er leystur úr læð-
ingi nú, á fimmtudagseftirmiðdegi, á sex
sviðum. Hálftíma áður en fyrsta bandið
+
Á Hróarskelduhátíðinnni getur heyrnleysingi skemmt sér jafn vel og Megas. Hróarskelda verður ekki eyrnamerkt. Hún lætur sér ekki nægja að vera hátíð
tónlistar. Hún er hátíð allra skynfæra. Eyrun þakka pent fyrir tappana og láta mergsjúga sig á þungarokki Mínuss og bergmálandi reggí Eek-A-Mouse. Lista-
maður í svínsbúningi með ásaumað gervityppi verður hversdagslegur í augum augnanna og þau hætta að kippa sér upp við að útlokkaðir pönkarar sitji tii
borðs með kjarnafjölskyldunni. Bragðlaukarnir venjast geymsluþolinni kókómjólk síaðri um óburstaðan tanngarð og ódýrasti bjórinn fer batnandi með
hverri kippunni. Nefið gefst fljótlega upp á að snýta úr sér hlandfnyk, svita og súrnandi svita og nasavængirnir hefja sig ekki til flugs í forundran yfir hæg-
brennandi uppskeru hörklæddra Kristjaníuhippa. Taugarnar nenna ekki að taka mark á kvörtunum gæsahúðarinnar yfir hælsæri og augabrúnirnar njóta til-
gangs síns sem þakrennur andlitsins fyrir rigningu á tónleikum Red Hot Chili Peppers. Sjötta skilningarvitið segir mér að hingað muni ég koma aftur.
stígur á svið á appelsínugula aðalsviðinu er
alvond tímasetning til að klöngrast yfir
tjaldstæðið klyfjaður eins og flóttamaður.
Að finna spildu til að hola niður tjaldi er
eins og að leita að fjögurra laufa smára í
Surtsey. Hversu feginn er ég að þurfa ekki
að leita? íslendingar í Danmörku hafa
ætíð staðið saman og kunningjar hafa tek-
ið frá tjaldstæði fyrir föruneyti mitt. Með
allar svitaholur útglenntar og skrælnaðar
tungur komum við á áfangastað.
Bjórirm er kranavatn f,
fjalllausu landi Skandalnaivu
Það var alltaf góð stemning inni á
tónleikasvæðinu þó li'tið væri í gangi á daginn.
Þýska súrkáuð
Sakir landamerkjarifrildis við
ódrengilega Norðmenn missti ég af
Manu Chau, fyrsta stóra númerinu á
appelsínugula sviðinu sem baunamir í
Superheroes opnuðu. Nokkrir bjórar
læknuðu mesta ergelsið og rölt var af
stað til að sjá Rammstein. Þetta
reyndist kvöld rangra ákvarðana. Að
taka Rammstein fram yfir Chemical
Brothers eru mistök til að læra af.
Þetta voru mínir aðrir tónleikar með
þýskurunum sem þýddi að mér fannst
ekkert spennandi við eldinn og
hommaskapinn. Og hvað er þá eftir af
Rammstein? Ekki anus. Jú, röddin á Till
Lindemann er auðvitað svöl en allt sem
Rammstein stendur fyrir hafa aðrir gert
betur; David Copperfield, Joseph
Göbbels og Foreigner. Eg mun eftirleiðis
- ■ y.
T.:’ - - y
ÍT
Fólk tekur upp á ýmsu til að stytta sér stundir.
Hér hefur listaverk orðið til úr bjórtöppum.
Ur rassi heimsins gæti þessi mynd heitið. Það þykir
ekki alltaf fýsilegt að ganga örna sinna á hátíðinni.
aðeins brúka einsleita músík Rammstein
til þess að hlæja að í stelpulausum partí-
um. Leifamar af Black Rebel Motorcycle
Club voru bragðbetri en allt þýska súrkál-
ið.
Föstudagur til Flóar
Vakna t öllum fötunum eins og Vera
ber á föstudagsmorgni og hoppa upp í
rútu til að borða. Snæðingurinn er aðeins
yfirskin. Raunverulegur tilgangur ferðar-
innar er að hafa saurlát við mannlegar að-
stæður.
múm á leik í bláa tjaldinu um fimm-
leytið sem hluti af blandi f poka af nor-
rænum sveitum. Hljóðtruflanir setja
mark sitt á tónleikana f fyrstu en lagast
þegar á líður. múm leikur á mörg óhefð-
bundin hljóðfæri og erfitt að laga hljóðið
að öllum. Viðbrögð áhorfenda eru góð og
fjölgar mjög í tjaldinu meðan á tónleik-
unum stendur af fólki sem finnst of
snemmt að rymja með dauðamálmi Slayer.
Lófatak fyllir út í biðina milli laganna og
hin fjögur fingralipru standa sig vel í
rökkrinu. Le Peuple De LíHerbe eru
franskir harðhausar langt komnir í allra
átta danstónlistarkeyrslu á gula sviðinu
þegar múm hefur lokið sér af. Forsprakk-
hrukkur og grá hár ellegar aldur gesta
hafði tekið stökk uppávið. Taxi kemur
keyrandi að hliði hátíðarsvæðisins. Fólk
hægir á göngunni til að sjá hvaða stjarna
er komin svo langt af sporbaugi. Enginn
venjulegur keldubúi kæmi keyrandi í
drossíu. Afturhurðin opnast og bílstjór-
inn hjálpar út beinþynntri ömmu á átt-
ræðisaldri. Hún þakkar fyrir og staulast
inn með göngugrindina. Á sunnudögum
er ókeypis aðgangur fyrir alla sem náð
inn nær upp góðri stemningu með dansi,
söng og trompetspili. En eftir að hafá
rétt glápt á andstyggilega uppsperrtan,
rauðklæddan, danskan spandexgorm,
Thomas Helmig að nafni, er kominn
tími á eitthvað almennilegt. Kaizers
Orkestra frá Stavangri í Noregi er
einmitt það. 13.000 Norðmenn sem
allir vilja vera fremst láta öryggis-
skerma við sviðið blikka í fyrsta
skipti f enskum boðhætti „move 3
steps back.“ Sveitin er tilheyrir
sömu ættkvísl tónlistar og
serbneskt No smoking Band
Emir Kusturica og notar afbrigði-
leg ásláttarhljóðfæri sem bílfelgur,
olíutunnur og stállok til að skapa
stemingu skilar tónleikum sem
gerir þá umtalaða sem stæsta
„óvartið" að þessu sinni.
Beðið eftir Red Hot
Stærsta númer föstudagsins og
stærsta númer hátíðarinnar í
áhorfendum og evrum á launaseðli
talið var boybandið Red Hot Chilli
Peppers. Þó að piparsveinamir hafi
síðast gefið út þolanlega plötu þegar
Vfðir í Garði spilaði í efstu deild
mega þeir eiga það að þeir eru meira
en bara málkunnugir hljóðfærunum
sfnum. Þeir hófu leikinn á nýju efni og
spiluðu sig svo í gegnum ferilinn allan
með lögum, sem vestrænir menn þekkja
nauðugir viljugir. Sannkallað rokkfár-
viðri tekst þeim að píska upp, þar sem
bassaséníð Flea átti flesta metra á sek-
úndu. Veðurguðimir lýsa hrifningu
sinni eða vanþóknun á djöfulgang-
inum með slfkri mígandi rigningu
að regnföt hætta að hrinda frá sér.
Að margra mati voru þetta bestu
tónleikar hátíðarinnar og Red
Hot sleppti sér í alls kyns fífla-
gangi og vakti sérstaka hrifn-
ingu hörðustu aðdáenda með
því að leika hið úrgamla lag
Me and my friends.
Pet Shop Boys eru eymd á
eymd ofan f upphafi tónleik-
anna. Hvílík eymd þegar Neil
Tennant og meðreiðarsveinar
kynna nýtt efhi og fylgja því eft-
ir með eymdarlegri útgáfu af Elvís-
unni „Always on my mind.“ Þá er
ekki þess virði að vökna frekar. Mörg-
um þeirra sem horfðu á tónleikana til
enda vöknaði hins vegar um augn-
hvarmana þegar piltamir tileinkuðu lagið
„Being boring" „þeim níu sem aldrei
komu heim.“ Pet Shop Boys áttu nefni-
lega að stíga á svið eftir Pearl Jam á há-
tíðinni fyrir tveimur árum þegar níu
tónleikagestir voru kæfðir undir skó-
sólum skarans. Tvennum sögum fór
af gæðum tónlistarinnar og báðar
sögðu þær að hún væri drasl.
LAUGARDAGUR TIL LAXERINGA
Fökk. Að vakna við hvínandi
sænsku, kappklæddur í ofhituðu
kúlutjaldi með timburmenn í
akkorðsvinnu fær líkamann til að
kalla á sturtu - heita sturtu. Tveir
röltum við saman að íþróttahúsi
sem býður upp á munaðinn og
borgum fúslega 250 íslenskar
krónur fyrir að standa í röð með 50
öðrum allsberum og illþefjandi
karlmönnum í öllum árgerðum og
útgáfum. Hér eru allir eins. Gadd-
freðni Manson-strákurinn, alflúraði
Heljarengillinn og Tyrkinn finna
allir hjartað taka aukaslög þegar
glittir í sturtuhausinn og ætla minnst
að taka sér jafngóðan tíma og maðurinn
á undan. Þetta kemur allt með heita
vatninu. Skárra er það en hjá konunum í
röðinni sem hlykkjast langt út úr húsinu.
Mexíkóskur morgunverður er eitt af því
sem ég get ffáráðið öllum útihátíðargest-
um og eftir svartan kaffibolla er ég stadd-
ur á þvf eina sviði sem ég hafði lofað sjálf-
um mér að heimsækja ekki; „brúna svið-
inu“. Þetta er eins og að kliffa, hugsa ég,
ekki horfa niður. Karlmannlega sest ég til
að ljúka því af sem til er ætlast, loka aug-
unum til að horfa ekki í hyldýpið og sé
óklippta útgáfu af lífi mfnu rúlla fyrir net-
Islendingur á Hróarskeldu? Jú, verðum við ekki að giska á það ...
Islendingar eru ekki þeir einu sem skilja eftir sig sviðna jörð að útihátíð lokinni.
Þessir Finnar voru sem óðir á tónleikum Mfnuss og veifuðu skírteinum frá
aðdáendaklúbbi Slayer.
texti og myndir: Eirik Sprdal
himnunni. Ég rembist líkt og rjúpan við
saurinn og hef betur. Musculus
sphincter ani extemus launar velunn-
ara sínum með ríkulegri pöntun á
dópamínskammti. Súrefnið fyrir utan
er vímugefandi.
VlÐNÁMSLAUS EYRNANAUÐGUN
Mínus skilur harðkjamann ffá
hisminu á þessari hátíð. Ásamt slatta
af íslendingum hafa allir hörðustu
rokkhundar hátíðarinnar þefað
‘ uppi orðsporið og elt slóðina að
gula tjaldinu. Þeir verða ekki fyrir
vonbrigðum með naglasúpu pilt-
anna. Fanatískir Finnar með með-
limaskírteini að aðdáendaklúbbi
Slayer fá sér kúffullan disk og
danskir fylgjendur hip-hop veita
ekki viðnám þessarri eymanauðg-
un. Framúrskarandi trommuleik-
urinn með sviðsffamkomu
Kmmma minnandi á flogaveika
Duracellkanínu gerði útslagið fyrir
ffábæra tónleika.
Fæstir hérlendis hafa heyrt getið
hinnar skánsku þunglyndispoppuðu
Bob Hund en f öðmm Norðurlöndum
er hún plássffek í geisladiskastöndum
ungdómsins og heldur orkumikla tón-
leika og innihaldsríka af sænskum
blótsyrðum. En að fara úr Mínus í Bob
Hund gemr ábyggilega endað með köfún-
arveiki. Betra er að jafna þrýstinginn á
tjaldsvæðinu.
Berfætt DÍVA
Kvöldið á að verða gott. Eftir
korters bið mætir Erykha Badu og
slær eign sinni á græna tjaldið og
allar sálir innandúka. Með tveggja
metra barðastóran stráhatt og
strávesti og -pils í stíl svífur
hún inn með umlykjandi
blauta rödd. Eftir sem róleg-
heitin renna af fföken Badu
og áhorfendur verða eins og
framlenging á hljóðnemanum
gefur hún síðu hári sínu frelsi
og stráir fötunum um sviðið
svo eftir stendur berfætt díva í
undirkjól. Tónleikamir breyt-
ast í partý og gestgjafinn gengur
meðal gestanna og syngur úr
þvögunni. Breikgrúppan Nobody
Beats the Beats brúar bilið þar til
rapparinn Common tekur við. Comm-
on tilheyrir hinni virðulegu hip-hopfa-
milíu Okayplayer og meðal systkina og
hálfsystkina hans eru D’Angelo, The
Roots, Dilated Peoples og tvíburamir
Talib Kweli og Dj Hi-Tek. Geta svo-
leiðis menn klikkað? Svo virðist ekki
vera. Með plötusnúð í bakinu ærði
skáldið áhorfendur, tunguliprari en
Sigga Beinteins. Og þegar Badu
mætti til að taka lagið The Light
með félaganum iða ég sem brennu-
vargur á áramótum.
Primal Scream með Bobby Gil-
lespie efstan á leikmannaskýrsl-
unni gerði einnig stórgóða tónleika
með upphafi í nýju efhi og enda í
gömlum perlum eins og „Rocks"
og „Medication." En þeir sem biðu
effir „Loaded," urðu líklega að
steini með morgunsólinni.
SUNNUDAGUR TIL SAURLÍFIS
Um leið og komið er inn á tón-
leikasvæðið verður breytinga vart.
Hróarskelda breiðir mjög úr sér í
regnboga fæðingardaganna og þjapp-
ar fólki saman án þess að skilja effir
kynslóðabil. En hér er eitthvað meira á
seyði. Annaðhvort voru ungmenni
Skandinavíu búinn að djamma til sín
.1
'L
Ábúðarfullur öryggisvörður stendur sína pligt
meðan Krummi f Mínus syngur af miklum móð.
hafa fimmtugsaldri og það setur mark sitt
á lokadaginn.
Himnasafinn
Þar sem Frónbúar hafa ekki enn
fundið til samkenndar með tónlist
eyjaskeggjanna í Karíbahafi eru þau
ekki mörg tækifærin sem gefast til að
sjá alvörureggí á Islandi. Á meðan
Ronaldo afklæðir Oliver Kahn og
lætur hann dilla brjóstunum við
sambataktinn á risaskermum appel-
sínugula sviðisins er söngsnúðadúett-
inn Sky Juice mættur til að drepa
tíma antísportistanna í Ballroom-
tjaldinu. Þeir bera dredda niður á læri,
syngja yfir gamlar reggíplötur á illskilj-
anlegri jamaíkaensku og lýsa leiknum í
leiðinni. „Vadúbadúbadabadeio come
down selecta. Brazil one, Germany zero,
Feelin Eirie.“ Þegar Eek A Mouse og
nokkuð til verka og litli bróðir Jack breyt-
ir gítamum sínum f hljóðfæraverslun
ásamt því að slá nokkrar nótur á hljóm-
borðið. Hann syngur eins og hann sé að fá
raðfúllnægingu við að pissa gallsteinum,
leggst á gólfið í samfarastellingum við gft-
arinn og iðar um líkt og ormur í rigningu.
Afar sérstakt. En ekki fer milli mála að
Jack White er bæði góður laga- og texta-
höfundur þótt honum leiðist ekki að stúta
hljóðfærum og láta eins og andsetinn á
sviði. Þetta fær mann til að hugsa um
hvemig jólaboðin skyldu vera hjá
White-fjölskyldunni?
Dagur öldunganna
í fjarska heyri ég blindfulla (von-
andi) söngkonu Garbage reyna
þrisvar sinnum að byrja á meistara-
stykki Kylie Minogue Can’t get you
out of my head. Islandskunningjarn-
ir og verðandi -vinir í Travis setja
tappann fyrir tónaflóð appelsínugula
sviðsins í ár. En aðeins eftir að norski
karlakórinn Berlevág Mannsangfor-
ening hefur lokið sér af við ákafan
fögnuð, með elsta meðliminn á nítugasta
og sjöunda aldursári. Þetta er dagur öld-
unganna allir geta orðið rokkarar á ldró-
arskeldu. Tónleikar Travis vom góðir og
No crowdsurfing. Öryggisgæslan hefur verið hert í
seinni tíð á Hróarskeldu af skiljanlegum ástæðum.
hljómsveit hans kemur sér fyrir er tjaldið
gjörsamlega stappað og reykmettað af
vindlingum sem Bill Clinton myndi í það
minnsta ekki anda að sér, þótt hann gæti
vafalítið fúndið önnur not fyrir þá. Hinn
blakki krúnurakaði risi mætir á sviðið með
komungan son sinn sem hann leyfir að
taka fullan þátt í sýningunni með stuttum
endurtekningum á viðlögunum. Fögnuð-
urinn er gríðarlegur hjá öllum hinum hár-
flæktu reggíaðdáendum. Sænsku Kent
eiga orðið effii f safnplötu og leika hana
fyrir Svía sem ertast við hvert lag, sérstak-
lega vegna þess að flutningurinn er á
þeirra tungu. Svíar og Norðmenn eru f
miklum meirihluta hátíðargesta og það
sést vart danska á nokkrum manni.
Hin tartaralega Nelly Furtado er frjáls
eins og fúglinn heimilislausi á græna
sviðinu og skilar ágætum popptónleikum.
Stelpan er fjölhæfileikarík og fær ólík-
legustu harðhausa til að þenja raddböndin
ofan í hálsmálið með MTV-slögurunum
sínum. Bolir með nafhi gyðjunnar á
brjósti allra hljómsveitarmanna setja
samt smá Spice Girls-stimpil á það heila.
Systkinin í White Stripes eiga næsta
leik. Stóra systir Meg White pundar
trommusettið án þess að virðast kunna
Appelsfnugula sviðið í allri sinni dýrð. Þarna
eru stærstu böndin og mestu lætin.
söngvaranum Fran Healy óx næstum því
brjóst af væmni yfir góðri stemningu,
enda gott skáld. Það er engin ástæða fyrir
mig að fjalla nánar um tónleikana, enda
hafa Travis varla samið nýja plötu á
þeim fimm dögum sem liðu á milli
Hróarskeldu og Reykjavíkur í túrnum
þeirra og bendi ég á www.gummi-
joh.net ef gagnrýni óskast.
Böndin sem ég hef fjallað um hér eru
aðeins brot af þeim sem léku á hátíð-
inni. Lífið snýst vfst um að velja og á
Hróarskeldu verður þessi vandi
áþreifanlegri en nokkru sinni. Göm-
ul Hróarskeldubrýni hlæja að viðvan-
ingum sem renna milli sviða og gefa
sér minni tíma til að njóta. Staðreynd
lífsins er sú að enginn getur heyrt f öll-
um sveitunum. En Hróarskelda kennir
fólki að velja betur.
Uppblásin geimvera f samförum við plastkýr.
Allt getur gerst á Hróarskeldunni.
fókus 12. júlf 2002
12. júll 2002 fókus
+