Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Qupperneq 13
• Krár
■Kiddi Bigfoot á Hverfisbarnum
Um helgina veröur það Klddi Bigfoot sem
verður I búrinu á Hverfisbamum og eins og
honum er lagið verður hann með seiðandi RnB
í bland við þekkta slagara. Um að gera að
mæta snemma þar sem raðir eru farnar að
myndast um miðnætti...
■Sóldögg spilar á Gauknum
Hljómsveitin Sóldögg mun í kvöld leika fyrir
gesti á Gauki á Stöng. Eins og venja er hjá
þeim félógum verður stemningin góða og mik-
ið um vitleysu. Húsið veröur oþnað uþp úr mið-
nætti og piltarnir stíga svo á sviðið suttu sein-
■Svensen og co á Gullöldinni
í kvöld eru það snillingarnir Svensen og Hali-
funkel sem tæta og trylla á Gullöldinni. Þið
sem ekki farið út úr bænum eruð samt í sum-
arfrii á Gullöldinni.
■Sveitaball á Sportkaffi
Leikurinn hefst snemma hjá strákunum í
svörtum fötum í kvöld eða kl. 21 með partíi
þar sem nýja myndbandinu við Losta verður
fagnað á viðeigandi hátt á Sportkaffi. Húsið
verður svo opnað kl. 23 og piltarnir munu síö-
an leika fyrir nærstadda upp úr miðnætti.
■BSO seiiar á PtavofS
Það er hljómsveitin BSG sem spilar á Players
í kvöld. Allt verður flæðandi að venju og mikið
um hamagang enda ekki á hverjum degi sem
slík stórhljómsveit heimsækir Kópavogsbúa.
■Stemmari á Kaffi Stræté
íris Jóns og Siggi Már spila rokk og blues-tón-
list í kvöld á hinum rómaða skemmtistað Kaffi
Strætó í Mjóddinni.
■Nialli spilar á Kaffi Lak
Njalli í Holti spilar létta soul-tónlist I kvöld á
Kaffi Læk, Hafnarfirði.
Irúbador á Catalínu
Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson spilar á Cata-
línu í Kópavogi í kvöld.
■Úlrik á Amsterdam
Trióið Úlrik spilar á Amsterdam T kvöld en
drengirnir segast spila salsa, pönk, diskó,
rokk og kántri. Ekki dónaleg blanda það.
■Poddi lltli á Café 22
Það verður sama heljarinnar stemningin á
Café 22 i kvöld því eins og margar undanfarn-
ar helgar mætir plötusnúðurinn Doddi litli á
svæðið og heldur uppi þrumustemningu.
■Rúnar Júl á Kringlukránni
Snillingurinn Rúnar Júlíusson mætir með
bandið sitt á Kringlukrána í kvöld og leikur fyr-
ir dansi.
■Piskó Sigvalda á Champions
Diskótek Sigvalda Búa skemmtir á Champ-
ions Café í kvöld - fritt inn.
■Kos á Flórukránni
Hljómsveitin Kos ætlar að sjá til þess að gest-
ir á Fjörukránni i Hafnarfirði skemrnti sér vel í
kvöld.
■Karaoke á Kaffisetrinu
Hörku karaoke á Kaffisetrinu, Laugavegi 103,
í kvöld. íhaa.
► K 1 úbbar
Þaö verður brjáluö stemning í kvöld á
Spotlight. Húsiö opiö frá kl. 21.00-06.00. 20
ára aldurstakmark.
500 kr. inn eftir 00.
•Djass
■Guómundarvaka á Egilsstóó-
um
Hollenski píanóleikarinn Hans Kwaakernaat
leikur ásamt triói Bjöms Thoroddsens á Guö-
mundarvöku í Valaskjálf á Egilsstööum í kvöld
klukkan 21.
•Klassík
■Stórtónlelkar á Akurevri
Kl. 20.30 verða tónleikar í Ketilshúsi á Akur-
eyri.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Ófafur
Kjartan Sigurðarson barítón og Jónas Ingk
Línuskautar hafa verið á stöðugri uppleið hérlendis undanfarin ár og varla er
til það útivistarfrík sem hefur ekki rennt sér á göngustígum borgarinnar á
góðum sólardegi. Línuskautar eru þó ekki bara útivistartæki því að nú hafa
ungir piltar blásið til móts í streethokkí í Skautahöllinni á morgun.
Bandí á línuskautum
„Þetta er alveg nvtt á fslandi og kemur beint úr ís-
hokkíinu," segir Arni Valdimar Bemhöft, Ámi
Valdi, einn af aðstandendum streethokkímóts í
Skautahöllinni á morgun.
„Það kannast allir við bandí úr leikfimi í grunnskóla
og þetta er f raun bara bandí á línuskautum,“ segir
Ami til útskýringar á fþróttinni sem virðist njóta sí-
fellt meiri vinsælda.
Allir geta tekið þátt
„Það eru ótrúlega margir á línuskautum á Islandi og
þetta er mjög vaxandi sport. Þetta er bara spuming
um að fara skrefi lengra, fá sér kylfu og prófa nýtt og
skemmtilegt sport,“ segir Ami Valdi með sannfær-
andi rödd.
A mótinu á morgun spila þrír á móti þremur í 2x20
mínútur f Skautahöllinni. Alls geta þó verið fimm í
hverju liði enda segir Ami íþróttina nokkuð erfiða og
menn verða fljótt þreytta. Það eigi þó ekki að stoppa
fólk í að prófa.
„Það geta allir tekið þátt í þessu ef þeir kunna að
renna sér á skautum og þetta sport er komið til að
vera:„
Ryður burt fótboltanum
Ami rekur vefsíðuna Línuskautar.is ásamt félögum
sínum og gera þeir mikið að því að kenna fólki á línu-
skauta. Segir hann dæmi um að þeir hafi leyft nem-
endum sínum að prófa streethokkí og þá verði sumir
hreinlega alveg óðir.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu á morg-
un ættu endilega að skella sér inn á Línuskautar.is og
skrá sig fyrir klukkan 19 í dag. Ami segir þáttakend-
ur þurfa að eiga lfnuskauta, kylfu og hnéhlífar en
hjálma sé hægt að fá leigða. Þátttökugjald er 5.000
kall á hvert lið og eru pulsur og fleira innifalið í því.
Keppt er í aldursflokkum, 14 ára og yngri, 15-18 ára
og eldri en 18 ára.
Fer einhver í svona hér á landi, eru ekki allir ífótbolta
og svona?
„Fótbolti er búinn að vera til í 90 ár en þetta í 10
ár. Gefðu okkur 80 ár og þá ryðjum við þessu helvítis
boltarugli frá.“
Árni Valdi, til hægri, hvetur alla til að mæta í Skautahöllina á morgun og
prófa streethokkí.
mundarson píanóleikari. Forsala aðgöngumiða
er hafin á skrifstofu Gilfélagsins, s. 466-2609
og 461-2609. Það verður mjög spennandi fýr-
ir norðanmenn og aðra gesti að upplifa tón-
leika af þessu tagi í Ketilhúsinu, en hingaö til
hafa tónleikar og aðrar uppákomur I húsinu
eftir að hljómburðurinn var lagaður heppnast
mjög vel.
► Sve i t i n
Kl. 21 verða jasstónleikar í Valaskjálf á Egils-
stöðum. Það er pianistinn Hans Kwakkemaat
sem er á ferð um landið með prógramm tit-
einkað Guðmundi heitnum Ingólfssyni. Félag-
ar hans, sem leika munu með honum í ís-
landsferðinni í júlí, eru ekki af verri endanum
og allt gamlir samstarfsmenn Guðmundar Ing-
ólfssonar: Björn Thoroddsen gítaristi, Gunnar
Hrafnsson bassaleikari og vopnabróöir Guö-
mundar í áratugi á trommurnar, nafni hans
Steingrímsson, .Papa Jazz". Vernharður Linn-
et verður vökustjóri.
■írafár meö ball á Patró
Hljómsveitin írafár leikur fýrir Patreksfirðinga í
kvöld en hjómsveitin mun koma saman í fé-
lagshelmili bæjarbúa og flytja þar nokkur lög.
■Pétur Kristiáns á Vió pollinn
Meistari Pétur Kristjáns mætir með hljóm-
sveitina sína norður um helgina og spilar á Vlð
Pollinn á Akureyri.
■Bahola leikur á Odd-vltanum í
kvöld
Hljómsveitin Bahoja verður með með margn-
aöa skemmtidagskrá á Odd-vítanum, Akureyri,
í kvöld.
Kántrí sikóbandið Buff leikur á Selfossi T
kvöld, heimamönnum til mikillar gleði. Þar
munu þeir troða upp í Pakkhúsinu ásamt 100
logandi bömum sem skemmta viöstöddum
þegar hetjurnar taka sér hlé.
■Guftmundarvaka í Valaskjálf
Það er Guömundarvaka ! kvöld kl. 21T Vala-
skjálf, Egilsstöðum.
■Bióssl Thor og co á Egilsstóftum
Það er valið lið tónlistarmanna sem kemur
fram í Valaskjálf, Egilsstöðum, í kvöld. Hol-
lenski píanóleikarinn Hans Kwaakemaat mun
þá taka lagiö ásamt Triói Bjöms Thoroddsens
og hefst gamanið upp úr kl. 21.
•Síðustu forvöö
■AFI i Húsl Málarans
Sýningu grafiska hönnuðarins og listmálarans
Ömu
Fríðu Ingvarsdóttur, eða AR, á verkum sínum
í Húsl málarans lýkur í dag. Sýningastjóri er
Sesselja Thorberg.
•Feröir
■Genglft á Flmmvörftuháls
Útivlst býöur upp á göngu yfir Flmmvöröuháls.
Á föstudagskvöldi er gengið frá Skógum að
skála Útivistar á Rmmvörðuhálsi. Á laugardeg-
inum er gengiö niður í Bása og þar gist I eina
nótt. Heimferð á sunnudeginum er klukkan
13.30 frá Básum. Brottför frá BSÍ kl. 17.00.
Verð: 8.700 / 10.200 (í skála í Básum),
8.200 / 9.700 (í tjaldi í Básum). Fararstjóri:
Hallgrímur Kristinsson
■Ferftalag í Pórsmórk
Útivist býður helgarferö í Bása á Goðalandi.
Brottför frá BSÍ kl. 17.00. Verð: 7.100 /
8.300 í skála, 6.300 / 7.300 T tjaldi.
12. jÚlÍ2002 fÓkuS