Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 ______________________________________________ DV_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson jonknutur@dv.is Dans djöflanna Sumarópera Reykjavikur kvaddi sér hljóðs á Litla sviði Borgarleikhússins síðastliðið laugardagskvöld með frumsýn- ingu á Dido & Eneas eftir Henry Purcell (1658-1695). Óperan, sem er aðeins rúmlega klukku- stundar löng, byggir á hetju- kvæði Virgiliusar, Ene- asarkviðu, og fjallar um ástar- samband Dídóar drottningar af Karþagóborg og Eneasar frá Tróju, stofnanda Rómaborgar. Örlög þeirra eru meinleg, ill- gjörn nom er á móti ást þeirra og beitir göldnnn til að eyði- leggja fyrir þeim. Óperan er því í rauninni harmleiktu-, en húmorinn svífur þó yfir vötn- unrnn, og er megináherslan lögð á hann í fjörmikilli leik- stjórn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar. Flest svipbrigði söngvar- anna voru ýkt út í það fárán- lega og var það svo fyndið að stór hluti áheyrenda, þar á með- al undirritaður, réð sér ekki fyrir kátínu. Alls konar ærsla- fengnar uppákomur áttu sér stað á sýningunni, en þrátt fyr- ir það vom söngvararnir ávallt sannfærandi í hlutverkum sín- um. Útkoman var því ekki skrípaleikur eins og einhverjir kunna að ætla, heldur tragi- kómedía sem hitti beint í mark. Söngvararnir stóðu sig allir prýðilega, Ingveldur Ýr Jóns- dóttir var stolt og glæsileg sem Dídó og Hrólfúr Sæmundsson, sem jafnframt er formaður Sumaróperunnar, var ágætur í hlutverki Eneasar, túlkunin rembingsleg og sviðsframkom- an örugg. Ekki síðri var Val- gerður Guðrún Guðnadóttir, en hún var óborganleg sem trúðs- leg hirðdama, og auk þess var söngur hennar áhrifamikill. Ás- gerður Júníusdóttir var sömuleiðis pottþétt í dramatísku hlutverki nomarinnar og kórinn var með allt sitt á hreinu. Nokkuð var um dans á sýningunni en dansa- asta (og fyndnasta) atriði sýn- ingarinnar. Leikmyndin, sem var í hönd- um Snorra Freys Hilmarssonar, var einstaklega hugvitsamleg, og lausnir á borð við að láta tvo söngvara leika tré þegar við átti eða halda á stöngum sem leður- blökur voru festar við, voru bamslega einfaldar, en fyllilega í stíl við heildaryfirbragð sýn- ingarinnar. Svarthvítir reitir gólfsins minntu líka skemmti- lega á talfborð, sem var viðeig- andi fyrir þá baráttu góðs og ills sem átti sér stað í óperunni. María Ólafsdóttir gerði bún- ingana ásamt Snorra Frey og voru það ekki náttkjólar í Róm- verjastíl sem stundum em not- aðir í þessari óperu, heldur líf- leg barokkföt er féllu vel að tón- listinni. Hljóðfæraleikurinn var í hönd- um pínulítillar hljómsveitar, fiðluleikaranna Steinunnar Stef- ánsdóttur og Kathryn Temple- man, Guðrúnar Hrundar Harðar- dóttur víóluleikara, Hönnu Lofts- dóttur sellóleikara og Edwards Jones sem lék á sembal og jafn- framt stjómaði. Var leikur hljómsveitarinnar tær og yfir- vegaður og kom fallega út. I stuttu máli sagt var þetta frábær óperusýning og senni- lega sú besta sem ég hef séð hér á landi. Hún geislaði svo af leik- og sönggleði að maður gersam- lega tapaði sér, og er það ekki sist snilldarlegri leikstjórn Magnúsar Geirs að þakka. Er aðstandendum sýningarinnar hér með óskað til hamingju með framtakið; megi Sumaróperan gleðja okkur um ókomin ár. Jónas Sen Næstu sýningar eru í kvöld kl. 21.00, föstudagskvöld kl. 20.00 og sunnudagskvöld kl. 21.00, sem er allra síöasta sýning. ,Hún geislaöi svo afleik- og sönggleði að maðurgersamlega tapaði sér,“ segir Jónas Sen um óperuna Dido og Eneas sem frumsýnd var á laugardagskvöldið í Borgarleik- húsinu. höfundur var Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Dans- amir voru hæfilega tilgerðarlegir og tókust eins og best verður á kosið; sérstaklega verður að nefna dans djöflanna, sem var eitt magnað- Leiklíst Að beisla orkuna f Ragnarök „Það er allt ofsjaldan sem íslenskir leikhúslistamenn leyfa sér þann munaö að gera tilraunir með form og túlkunaraðferðir og því enn meiri ástæöa til að fagna sýningu sem þessari, “ segir Halldóra Friðjónsdóttir um sýninguna Ragnarök 2002. Þessa vikuna er boðið upp á leiksýningu í Smiðjunni við Sölv- hólsgötu sem nefhist Ragnarök 2002. Uppsetningin er afrakstur hópvinnu hátt 1 20 leikhúslista- manna sem þau Rúnar Guð- brandsson og Steinunn Knútsdótt- ir hafa leitt og óhætt að fullyrða að hér sé um áhugaverða sýningu að ræða. Það er ekki aðeins að leikhópurinn sé skipaður fólki úr ólíkum áttum og frá fjórum lönd- um heldur hefur markvisst verið unnið að því að þróa nútímalega aðferð við að túlka okkar foma menningararf eins og segir í leik- skrá. Textinn sem liggur til grundvaUar og kalla má hryggjar- súluna í sýningunni er Völuspá en hins vegar er langt í frá að forníslenska hljómi á sviðinu all- an tímann. Umgjörð sögunnar um endalok heimsins er nefnilega ein- hvers konar ráðstefna eða um- ræðufundur auk þess sem dægur- lagatextar gegna stóra hlutverki. Þannig er í sífellu verið að skipta á milli hins foma og þess nútímalega, alþjóðlegrar popp- menningar og norrænnar goðafræði. Svipaðir hlutir hafa vissulega verið gerðir áður en nýja kryddið í þessum rétti er japönsk leiktúlkunar- aðferð kennd við Tadashi Suzuki. Suzuki byggir aðferð sina á aldagamalli japanskri leikhúshefð og miðast hún að þvi að ná fullkominni stjóm á hreyfmgum líkamans, öndun og öðm því sem leikarinn þarf að hafa á valdi sinu. Þegar þvi marki er náð er orka leikarans nánast jafh áþreifanleg í kyrrstöðu og þegar hann hreyfir sig og fyrir vikið verður túlkunin hlaðin dýnamískri spennu. Suzuki-þjálfunin skilar árangri í þessari kraft- miklu sýningu þótt Annika Britt Lewis, sem er einn leikenda, hafi með hæfilegri hæðni dregið í efa að hópurinn hafi náð að tileinka sér aðferð- ina á þessum vikum sem þau hafa unnið saman. Leikarar eru misatkvæðamiklir en hópurinn í heild nær mjög vel saman. Það var sérlega gam- an að fylgjast með Margréti Vilhjálmsdóttur sem beinlínis geislaði af orku og öryggi og helsti mót- leikari hennar, Norðmaðurinn Morten Traavik, sem lék karllegu hlið Loka var ekki síðri. Ingvar Sigurðsson og Harpa Amardóttir vom sömuleið- is í essinu sínu og Ámi Pétur Guðjónsson upp- skar mikinn hlátur fyrir tilraunir til að stjóma „ráöstefnunni". Aðrir leikarar eru Hedda Sjögren, Magnús Þór Þorbergsson, Ragnheiður Skúladóttir, Rúnar Guðbrandsson og Steinunn Knútsdóttir og öll eiga þau sinn þátt í að gera sýninguna að athyglisverðri og um- fram allt skemmtilegri leikhúsupp- lifun. Umgjörð er líka vel lukkuð og gildir þá einu hvort um er að ræða lýsingu, leikmynd eða tónlist. Leik- myndin er einföld og praktísk en leynir skemmtilega á sér, samanber bakvegginn sem í fyrstu er hulinn og ógreinilegu rúnimar sem smám saman verða að vel skiljanlegum texta. Að vanda var lýsing Egils Ingibergssonar markviss en stemn- ingsfull og augljóst að Egill, Kristín R. Berman og Móeiður Helgadóttir, sem sáu um búninga og leikmynd, tóku virkan þátt í því frjóa sköpun- arferli sem sýningin er afrakstur af. Tónlistin, sem Jón Hallur Stefáns- son hefur valið, gæti virkað á skjön við textann sem verið er að flytja en magnar hann í raun enn frekar upp og minnir okkur hressilega á að það er verið að flytja okkur foma texta á forsendum nútíma leikhóps. Ragnarök 2002 er vel heppnað verkefni þótt innvígðum í leiklistinni kunni að þykja það skemmtilegra en venjulegum leikhús- gestum. Það er hins vegar allt of sjaldan sem ís- lenskir leikhúslistamenn leyfa sér þann munað aö gera tilraunir með form og túlkunaraðferðir og því enn meiri ástæða til að fagna sýningu sem þessari. Halldóra Friðjónsdóttir Lab Lokl sýnir í Sml&Junnl vlð Sölvhólsgötu 13 Ragnarök 2002 Llstrænlr stjórnendur: Rúnar Guö- brandsson og Steinunn Knútsdóttir. Kennsla og þjálfun í Suzukl: Anne Lise Gabold og Hedda Sjögren. Búnlng- ar, lelkmynd og Ijós: Egill Ingibergsson, Kristína R. Ber- mann og Móeiður Helgadóttir. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Tónlist: Jón Hallur Stefánsson Sýning í Lóuhreiöri Á laugardaginn opnaði Vilborg Egg- ertsdóttir myndlist- arkona einkasýn- ingu á verkum sín- um í Lóuhreiðrinu, Laugavegi 61, annarri hæð. Þetta er þriðja einkasýn- ing Vilborgar. Þar sýnir hún verk, unnin í vatnslit og olíu. Sýningin mun standa til tíunda september. Trúöar á menningarnótt Draumasmiðjan, í samvinnu við Leikhús heyrnarlausra, ætlar að frumsýna á laugardaginn barnaleik- ritið Trúða eftir Margréti Pétursdótt- ur. Frumsýnt verður í íslensku óper- unni klukkan fjögur og í Ráðhúsinu klukkan sex og klukkan átta í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Leikritið Trúðar fjallar um tvær trúðastelpur, eina heyrandi og eina heyrnarlausa, sem eru bestu vinir og þær reyna að skilja hvor aðra þó þær tali sitt tungumálið hvor. Þær eru að undirbúa leiksýningu en það gengur brösuglega að koma dótinu fyrir og ýmislegt kemur upp á, s.s. tösku- draugurinn hræðilegi. Leiksýningin er ætluð heyrandi bömum og gerð til að sýna áhorfendum/börnunum fram á að það er engin vandi að læra tákn- mál til að geta talað við heyrnarlausa. Það eru þær Elsa Guðbjörg Björns- dóttir og Kolbrún Anna Bjömsdóttir sem leika trúðana en Margrét Péturs- dóttir leikstýrir. Sýningin er styrkt af Dagvist bama og er í boði fyrir leik- skólana og yngstu bekki grunnskól- ans fram eftir vetri. Sýningin er liður í Menningarnótt Reykjavíkur. Listaverkstæði með umferðarlist Dansk-bangla- desski listamaður- inn Kajol hefur verið með lista- verkstæði frá því í gær fyrir utan Norræna húsið. Vinnutímabilinu lýkur svo með setningarathöfn í kjötkveðjuhátíðarstíl klukkan íjögur á laugardag - á menningamótt - og allir sem pensli geta valdið geta tekið þátt. Kajol kallar konseptið „umferðar- list“, litskrúðug málverk á opinberum svæðum, s.s. götum, vegum eða í húsagörðum með risastórum mynd- um sem byggjast á heimi þjóðsagna. Hópur ungra íslendinga af ólikum uppruna kemur til með að vinna með Kajol að mála bílastæðið framan við Norræna húsið eftir kúnstarinnar reglum. Enn þá vantar sjálfboðaliða og eru bömum og unglingum frá sjö ára aldri velkomið að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku hafi sam- band í síma 551-7030 eða með tölvu- pósti, gudrun@nordice.is. Hannfried Lucke í Hallgrímskirkju Um helgina ætlar hinn virti þýski organisti, Hannfried Lucke, yfirmaður orgeldeildar tónlistarháskólans Mozart- eum í Salzburg, að heiðra tónleikagesti á tónleikum á vegum Sumarkvölds við orgelið í Hallgrímskirkju. Á laugardag- inn leikur hann á hádegistónleikum en á sunnudaginn leikur hann á kvöldtón- leikum sem hefjast klukkan átta. Fyrst á eíhisskrá beggja tónleika er Konsert fyrir fjóra sembala BWV 1065 eftir Johann Sebastian Bach í orgelum- ritun Guys Bovets. Á kvöldtónleikunum á sunnudaginn leikur Hannfried Lucke einnig Bæn fyrir bergingu úr hinu glæsilega orgelverki Oliviers Messia- ens, Livre du Saint Sacrement. Síðari hluti tónleikana er helgaður Charles- Marie Widor. Fyrst fá áheyrendur að heyra fyrstu tvo kaflana, Allegro vivace og Allegro cantabile, úr fimmtu sinfón- íu Widors. Tónleikunum lýkur með fyrsta kafla úr sjöttu orgelsinfóníu Widors og segir í fréttatilkynningu að þar muni Klais-orgel Hallgrímskirkju virkilega að sýna hvers það er megnugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.