Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Blaðsíða 17
DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jðnas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Breytingin er millistig DV hefur í sumar íjallað ítarlega í greinarflokki um nýja og breytta kjördæmaskipan sem kosið verður eftir í fyrsta sinn í alþingiskosningunum á næsta ári. Fjallað hefur verið um hvaða breytingar verða á atkvæðavægi og þingmannaíjölda en kjördæmin verða sex i stað átta. Reykjavík verður skipt í tvö kjördæmi, norður og suður. í Suðvesturkjördæmi verða sveitarfélögin umhverfis höf- uðborgina, þá Norðvesturkjördæmi en það tekur til Vest- urlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra. Norðaustur- kjördæmi nær yfir Norðausturland og Austfirði og loks Suðurkjördæmi frá Höfn til Suðurnesja. Að frátöldum þéttbýliskjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu eru hin nýju kjördæmi mun viðfeðmari en þau sem við höfum búið við undanfarin rúm fjörutíu ár. Meginvandi þeirrar kjördæmaskipanar sem nú er að syngja sitt síðasta er óliðandi misvægi atkvæða. Þetta sést best á því sem fram hefur komið í samantekt blaðs- ins að í síðustu þingkosningum voru rúmlega 62 prósent kjósenda búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afgerandi meirihluti kjósenda fékk hins vegar ekki nema 43 prósent þingmanna kjörin eða 27 af 63 þingmönnum. Öllum sann- gjörnum mönnum var ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Hin nýja kjördæmaskipan leiðréttir þessa mismunun að hluta. Þegar kosið verður næsta vor eru höfuðborgarsvæð- inu tryggð 52 prósent þingmanna, alls 33. Þá fyrst fær hinn afgerandi meirihluti landsmanna á þessu svæði meirihluta á þingi, nauman að vísu. Það dregur úr misvægi atkvæð- anna en það verður enn til staðar. Eins og staðan er nú er misvægi atkvæða fjórfalt milli Reykjaneskjördæmis og Vestfjarðakjördæmis. Eftir breytinguna í vor minnkar þetta misvægi um helming, verður tæplega tvöfalt milli Suðvesturkjördæmis og Norðvesturkjördæmis. Vissulega er þetta bót, framfaraskref og löngu tíma- bært. Vilji flestra um lagfæringu óþolandi misréttis hefur legið fyrir. Þá er það innbyggt í kjördæmabreytinguna að þingsæti skuli flutt milli kjördæma ef byggðaþróun veld- ur því að munur á atkvæðavægi verður meira en tvöfald- ur. Blaðið hefur raunar í greinum sínum bent á að Norð- vesturkjördæmi verður að öllum likindum fórnarlamb þessa ákvæðis í þarnæstu kosningum og tapar manni til Suðvesturkjördæmis, sem er sjálfkjörið til að taka við þingsætinu þar sem vægi atkvæða er þar minnst á öllu landinu. Þessi fyrirsjáanlegi tilflutningur milli kjördæma, til að tryggja að misvægi atkvæða aukist ekki, nagar hins veg- ar stoðirnar undan öðru grundvallaratriði nýju kjör- dæmabreytingarinnar en þar er meginreglan að í kjör- dæmunum sex skuli vera um það bil jafn margir þing- menn. Þess vegna voru minni kjördæmin sameinuð og Reykjavík skipt í tvennt. Það að tíu eða ellefu þingmenn séu i öllum kjördæmum tryggir að því sem næst jafnerfitt er að hljóta þingsæti alls staðar á landinu. Breytingarnar nú eru því til bóta en ganga ekki nógu langt. Þótt skárra sé að misvægi atkvæða milli kjördæma sé tvöfalt í stað þess að það sé fjórfalt mun það ekki ganga til lengdar enda engin ástæða til að hluti íbúa landsins þurfi að sætta sig við það. Því verður að lita á kjördæma- breytinguna nú sem millistig, þróun í átt að því sem óhjá- kvæmilega mun gerast, að landið verði gert að einu kjör- dæmi í stað þess að skipta þvi annars vegar í þrjú þétt- býliskjördæmi og hins vegar í þrjú víðfeðm landsbyggð- arkjördæmi. Sú skipan ein innifelur þau grundvallarrétt- indi að allir kjósendur standi jafnfætis, að atkvæði hvers og eins vegi jafn þungt. Jónas Haraldsson FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 I>V Skoðun ég fara í kjallarann? orðum að flestar breskar skáldsögur nú orðið væru skrifaöar af blaða- mönnum í hálfs árs leyfi sem fjöll- uðu um að rassinn á þeim væri orð- inn of stór. „Aðspurðir segjast flestir vera búnir að koma bókun- um fyrir í geymslunni í kjallaranum en nokkrir segj- ast hafa losað sig við þær í Kolaportinu. Fólk kvartar undan því að bækur taki of mikið pláss og að þær safni ryki, það sé erfitt að halda þeim hreinum. “ - Bœkur skoðaðar í Kolaportinu. Leikregíur og lýðrceði „Ekki gengur að alþingismenn séu í svo löngum sumarleyfum að ekki sé unnt að taka á mistökum í lagasetningu né setja nauðsynlegar leikreglur í fjármálaheiminum. Eft- irlitsaðilar virðast vanbúnir að takast á við viðfangsefni sem hrannast upp.“ Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur Ég hef haft þann leiða ávana í heimboðum í gegnum árin að róta í bókaskápum gestgjaf- anna, týna mér á milli spjalda og verða óvirkur í samræðum. Það er ekki fyrr en ég játa þetta á prenti sem ég sé hvílíkur dóni ég hef verið. Konan mín hefur alltaf verið að skamma mig fyrir þetta en eins og hún hefur margsinnis bent mér á hlusta ég ekki á hana, ég er alltaf upptekinn við að rýna í bækur. Und- anfarin misseri er þó engu líkara en ættingjar, vinir og jafnvel lausbeisl- aðir kunningjar hafi bundist samtök- um gegn þessum ósið mínum. Ég finn engar bækur lengur í heimsókn- um. Kannski einhver leiðinda deflu- verk um risaeðlur og örfáar alfræði- bækur sem ég á sjálfur heima. Undanfarið hef ég snætt á hverju menntaheimilinu af öðru án þess að finna heila hilluröð af bókum. Að- spurðir segjast flestir vera búnir að koma bókunum fyrir í geymslunni í kjaflaranum en nokkrir segjast hafa losað sig við þær í Kolaportinu. Fólk kvartar undan því að bækur taki of mikið pláss og að þær safni ryki, það sé erfitt að halda þeim hreinum. Allir lesa það sama Fólk er reyndar ekki alveg hætt að lesa og raunar er lestur orðinn að fé- lagslegri athöfn en áður vegna þess að það lesa aflir sömu bækurnar. Menn- ingarvitar dagsins i dag og almenn- ingur hafa sameinast um að leggja af allt menningarsnobb og útrýma mörkum listar og afþreyingar með þeim hætti að afþreyingin verður að list og listin kemur sér fyrir í myrk- mn kjöflurum. Sú var tíðin að glæpa- sögur nutu ekki sannmælis en núna njóta venjulegar skáldsögur ekki lengur sannmælis vegna yfirgangs glæpasögunnar sem gleypir þá litlu bókmenntaumfjöllun sem í boði er. Hámenntað fólk virðist þurfa á því að halda að því sé valin niðursoðin sumarlesning í fríinu en sífellt færri virðast hafa sjálfstæðan bók- menntasmekk. Þekktasti bókmennta- gagnrýnandi þjóðarinnar mælti ný- lega með Dagbók Bridgetar Johns sem kjörinni sumarlesningu. Bresk- ur rithöfundur af símjókkandi meg- instraumnum vísaði til þessarar víð- frægu bókar óbeint nýlega með þeim Dellan nú og dellan þá Stutt er síðan heimspekimenntuð skólasystir mín frá fyrri tíð kynnti mér sjónvarpsþættina Friends sem trúverðugan skáldskap um hlut- skipti nútímafólks á fertugsaldri. Einn vinsælasti rithöfundur þjóðar- innar hélt því fram fyrir nokkrum árum að það rúmaðist meiri list i einum Seinfeld-þætti en í samanlögð- um ljóðum nútímaskálda. Um daginn las ég jákvæð skrif á menningarvef um c-glæpamynd af slöppustu sort (The Glass House), dæmi þess hvern- ig ungir menningarvitar keppast nú um að vera frumlegastir í lélegum smekk. Engin list virðist lengur hafa nokkurt gfldi nema hún hafi svo víða og auðskflda skírskotun að hljómi eins og rispuð plata. Fólk viU innan- tóma fyndni og melódramatík. Bók- menntapáfar dagsins í dag keppast við að afneita innihaldi í skáldskap. Afþreyingarbækur voru áður rang- lega fyrirlitnar en í dag gera þær kröfu um að vera taldar tfl bók- mennta og alvöru bókmenntum er vísað út í horn. Menningarumræða hefur reyndar oftast einkennst af öfgum, dellu og einstrengingshætti. Fyrir 25 árum töldust engin skáldverk gjaldgeng nema þau hefðu sterka vinstri sinn- aða pólitíska skírskotun. Fjölmörg verk skutust þá á stjörnuhimin þó að höfundar þeirra kynnu litið að skrifa, einfaldlega vegna þess að boð- skapur verkanna var „réttur“. Núna eru flest þessi verk gleymd og grafm. Vonandi fer eins fyrir Dagbók Brig- detar Johns og hennar líkum í fram- tíðinni. Kannski verða ættingjar mínir og vinir búnir að taka bæk- umar sínar aftur upp úr kjaUaran- um eftir aldarfjórðung. Og í minum vflltustu draumum verða bókasöfh þeirra ekki öU eins. AUt fer þetta eft- ir tískulöggum í bókmenntaheimi framtíðarinnar. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Á tímum umbrota og breytinga reynir mjög á löggjafann í lýöræöisríki. Á löggjafanum hvílir sú skylda að móta leikregl- urnar í þjóðfélaginu þannig að sem réttlátast og jafnast komi við alla þegnana. íslendingar eru nú óðfluga að ganga í gegnum breytingatímabU og margt bendir tU að breytingamar verði hraðari en leikreglumar ráða við. EUert B. Schram sagði í út- varpsþætti um daginn að lýðræðinu stafaði hætta af því að fámennir hópar peningataanna sölsuðu undir sig sífeUt meiri eigur og völd. ÓþægUega mikið er tU í þessu. Fiskimið og fjármálastofnanir Nokkrir aðflar eiga nú réttinn tU að veiða fisk við ísland. 3-400 miUj- arða verðmæti hafa verið færð á fárra hendur, þrátt fyrir ákvæði laga um að flskimiðin séu þjóðar- eign. Á fjármálasviöinu ríkja nú mattadorspUarar og fámennir hópar færa tU sín eignir og yfnráð helstu fjármálastofnana með snjöUum miUUeikjum. Morgunblaðið berst í máttlausri reiði gegn nýjum gjafa- kvóta í formi sparisjóða og utanrik- isráðherrann segir opinberlega að hafi Alþingi gert mistök í spari- sjóðamálinu verði menn bara að taka því. Venjan var nú að leiðrétta mistök. Löggjafinn bregst Alþingi hefur það hlutverk að setja lög, leikreglur. Flughröð leys- ing gengur yfir þjóðlífið, eignir og yfirráð skolast tU og hending ræður fór. Ekki gengur að alþingismenn séu í svo löngum sumarleyfum að ekki sé unnt að taka á mistökum í lagasetningu né setja nauðsynlegar leikreglur i fjármálaheiminum. Eft- irlitsaöUar virðast vanbúnir að takast á við viðfangsefni sem hrann- ast upp. 60 þúsund kr. skattlögð í allri þeirri velferð sem íslend- ingar búa við horfum við upp á að ríkið skattleggur aðUa með rúmlega 60 þús. krónur á mánuði, jafhvel al- mannabætur. Á sama tíma selja menn kvóta sem er þjóðareign, þiggja hundruð og þúsundir mUlj- óna fyrir og þurfa að greiða litla sem enga skatta. Hvar er þingið? Bankamir eru jafhvel önnum kafnir við að selja fyrirtæki sem eru í við- skiptum hjá þeim, án þess að eigend- ur hafi hugmynd um. Oft var sagt að alþingi væri að- eins afgreiðslustofnun fyrir ráð- herra sem skreppa annað slagið heim frá útlöndum tU þess að segja þinginu hvað það eigi að samþykkja. Flokksræðið er of mikið. Þingmenn sem kosnir eru af þjóðinni bera ábyrgð. Þeir eiga ekki að verða eins og baunir í grautarpotti sem soðnar eru saman þannig að engin skU sjá- ist á miUi þeirra. Hver og einn ber ábyrgð og á að taka ákvörðun á sama hátt og hann myndi gera ef hann einn réði öUu. Fara eftir sam- visku og réttsýni. Getur það verið, að stjómarþingmenn séu aUir sam- mála um stöðu og afgreiðslu mála á þennan hátt? - Hvar er stjómarand- staðan? Guðbergur Bergsson sagði ein- hvers staðar að menn væru orðnir skoðanalausir eins og hamingjusöm fjölskylda með sæmUegar tekjur. Hvemig væri nú að næst þegar menn skreppa heim frá úflöndum tU að setjast yfir þessi mál reyni þeir að átta sig á hvert þeir vUja halda? - Já, hvemig þjóðfélag menn vUja byggja upp hér á landi. Sandkom Fjórir fram fyrir fatlaða Ljóst þykir nú að allmargir sem kappsamlega hafa á síðustu misser- um unnið að framgangi málefna fatiaðra ætii að hasla sér vöU í stjómmálum á næstu mánuðum, tU að berjast á þeim vettvangi fyrir hagsmunum skjólstæðinga sinna. Þannig hafa fjórir valinkunnir sómamenn gert heyrinkimnugt að þeir ætli í framboð fyrir Samfylk- inguna. í Norðurkjördæmi ætiar Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, að bjóða sig fram, en hann er einmitt Akureyringur. Kristján Valdimarsson, framkvæmdastjóri Örva í Kópavogi, ætiar að bjóða sig fram í Reykjavík og í krag- anum, sem svo hefur verið nefndur, kjördæminu sem spannar yfir MosfeUsbæ, Hafnarfjörð og aUt þar á miUi, ætiar Valdimar Leó Friðriksson, sem starfar á sam- býli og er jafnframt framkvæmdastjóri Aftureldingar, að bjóða sig fram. Síðastur þeirra fjögurra sem nefndir eru er Friðrik Atlason, sem ætíar fram í Reykjavík. Ummæli Nokkuð í land að jafnræði ríki „Því má ekki heldur gleyma, að þótt réttindabarátta samkynhneigðra hafi náð langt í okkar samfélagi þá er enn nokkuð í land meö að jafnræði ríki. Enn í dag eru samkynhneigðir karlar útUokaðir frá því að gefa blóð, þar sem þessi samfélagshópur er flokkaður í sama áhættuhóp og sprautufíklar og þeir sem stunda vændi. Þetta er réttiætt með meiri hættu á eyðnismituðu blóði úr þeim en öðrum. Nýsmit HVI er þó algengara meðal gagnkynhneigðra (þ.e.a.s. fjöldi einstaklinga). Mergurinn málsins er hins vegar sá að samkynhneigðir geta sam- kvæmt þessari skUgreiningu ekki lifað öruggu kynlífi. Þessum stóðlífisskepnum er einfaldlega ekki treystandi! ísland er meðal þeirra landa heimsins þar sem réttindi samkynheigðra og lífsskUyrði eru hvað best. íslendingar eru í fararbroddi þjóða sem hafa leyft samkynhneigðum að lifa í staðfestri sambúð og hafa samkynhneigðir einnig rétt tU stjúpættieiðinga en þó ekki frumættieið- inga og lesbíur mega ekki gangast undir tæknifrjógvun. Samkynhneigð pör hafa rétt tfl staðfestrar sambúðar á sandkorn@dv.is Hann er sálfræðingur að mennt og hefur mikið starfað með einhverfum en þess má tU fróðleiks geta að Friðrik er sonur Atla Gíslasonar lögmanns sem er þekktur málafylgj umaður. Ájfram Vestfirðir Haft hefur verið lagt að Einari Oddi Kristjánssyni þingmanni Sjáifstæðisflokksins að bjóða sig fram i Reykjavík, enda þykir ljóst að þröngt verði setinn bekkurinn í hinu nýja Norðvesturkjördæmi og ljóst að einhverjir núverandi þing- manna verði slegnir af. Einar hefur hinsvegar þvertekið fyrir að hreppaflutninga að vestan og suður tU Reykjavík i soUinn; viU standa pliktina fyrir sitt fólk vestra. Þessa dagana flakkar Ein- ar Oddur vítt og breitt um hið nýja kjördæmi sitt og rabbar við kjósendur. Þannig var hann í gær á ferðalagi í Skagafirði og spjaUaði þar við bændur - en hefur einnig verið víðar á ferðinni síðustu daga. íslandi en enn viU kirkjan ekki kvæna homma og gifta lesbíur." Ágúst Flygenring í grein á Frelsi.is Eftir því hvernig vindurinn blæs „Það er nokkuð ljóst að það mun lenda frekar á Seðla- bankanum en ríkinu að koma í veg fyrir að ofþensla skap- ist. Auk þess sem auðveldara og sveigjanlegra er að beita peningalegum aðgerðum Seðlabankans heldur en kerfis- breytingum ríkissjóðs tU að draga úr þenslunni sem skap- ast eru stjómvaldsaðgerðir ríkisins hverju sinni pólitískum duttlungum háðar og fara þær oftar en ekki meira eftir því hvemig vindurinn blæs heldur en langtimasjónarmiðum. Það er þó ljóst að ábyrgð hins opinbera er mikU og þvi mik- Uvægt að það verði róið öUum árum að því að skUa ríkis- sjóði með sem mestum afgangi og nota tækifærið sem sterk króna gefur og greiða niður erlendar skuldir hans. Með því móti má koma í veg fyrir að krónan verði of sterk en það gæti komið niður á útflutningsfyrirtækjum á íslandí." Úr leiðara Viöskiptablaðsins. Aukum slysavarnir í umferðinni Kjallari Þuríöur Backman alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Senn er sumarið á enda og enn hafa orðið mörg slys og óhöpp vegna bú- fjár á vegum landsins. Sem betur fer verða ekki alltaf slys á fólki þegar ekið er á skepnur en nokkur slík hafa þó orðið í sumar. Tilkynnt óhöpp voru yfir 130 fyrir tveimur árum og hefur fjölgað með hverju ári en vitað er að mörg óhöpp verða án þess að þau séu tU- kynnt tU lögreglu. Margar ástæður eru fyrir því að ekið er á búfé en betri vegir og hrað- ari akstur eiga örugglega drjúgan þátt í aukinni tiðni. Þeir sem eru óvanir akstri á malarvegum eiga erf- iðara með að bregðast rétt við þegar kind eða hestur hleypur í veg fyrir bflinn og á þetta einkum við um unga ökumenn og erlenda ferðamenn. Gripheldar girðingar Ljóst er að slys og óhöpp vegna búfjár á vegum verða fylgifiskar umferðarinnar þar tU ráðstafanir hafa verið gerðar tU að hefta mögu- leika á lausagöngu búfjár og eins að hægt verði að reka búfé yfir vegi án þess aö slysahætta stafi af. Undirrit- uð hefur ítrekað vakið athygli á þessu máli og flutt tiUögu á Álþingi þess efnis að við nýframkvæmdir samkvæmt vegáætlun verði gert ráö fyrir rásum fyrir búfénað undir vegi þar sem girt er meðfram vegum en bithagar beggja vegna. Jafnframt verði hafin vinna við gerð slíkra rása undir vegi þar sem umferð er þung og bithagar nytjaðir beggja vegna vegar. Líta má á gripheldar girðingar meðfram þjóðvegum landsins eins og hverjar aðrar slysavamir, s.s. merkingar og vegrið. Enn vantar mikið á að gripheldar girðingar séu meðfram öUum þjóðvegum landsins og á meðan þetta ástand varir er ekki hægt að hefta lausagöngu, sér- staklega sauðflár, út í umferðina. Hætta á alvarlegum áverkum Því þyngri sem dýrin eru þeim mun harðari verður áreksturinn og áverkar alvarlegri, bæði á mönnum og dýrum, og meiri skemmdir á far- artækjum. Hrossahópur sem skyndi- lega birtist í rökkrinu setur bfl- stjóra út af laginu og of oft geta þeir ekki varist árekstri. Sem betur fer telst það orðið tU undantekninga að hross sleppi lausa og þau njóta þá „frelsisins“ sjaldnast lengi. Rekstur hrossahópa meðfram og á vegum landsins býður einnig hættunni heim og hafa oröið slys þegar hestur eða hestar fælast. TU að auka umferðaröryggi vegna ríðandi manna munar miklu að setja endurskinsmerki bæði á hesta „Lausaganga búfjár er bönnuð á vegasvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar. Varan- legar slysavarnir felast m.a. í því að leggja göng úr ræsahólkum þar sem þörf er á við allar nýframkvæmdir í vegagerð og ennfremur þar sem umferð er þung. “ og reiöskjóta strax og byrjar að rökkva á haustin og velja rólegan tíma í umferðinni tU rekstrar. Það er ekki eingöngu lausaganga búíjár sem skapar slysahættu í um- ferðinni heldur eiga margir kúa- bændur i erfiðleikum með að reka kýmar í haga eða heim tU mjalta yfir þjóðvegi landsins. Slysahættan stafar af því að margir ökumenn eru óviðbúnir því að stöðva i tæka tíð vegna þessara aðstæðna. Þar sem þung umferð er getur þurft að bíða góðan tíma þar tU einhver ökumað- ur stansar tU að hleypa kúahópnum yfir götuna. Sums staöar grípa.bændur til þess ráðs að leggja tveimur traktorum yfir þjóðveginn tU að stöðva umferð- ina á meðan kúahópurinn er rekinn yfir. Þetta veldur þeim kostnaði og óþægindum en er nauðsynlegt á íjöl- förnustu leiðunum þar sem lif kúasmala væri annars í mikiUi hættu. Þar sem þessar aðstæður eru vel þekktar hefur víða verið komið upp aðvörimarskUtum með mynd af kú. En slík skflti geta þó aldrei kom- ið í stað rása fyrir kýrnar og annan búpening undir vegi landsins. Framtíðarlausnir Lausaganga búfjár er bönnuð á vegasvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar. Varanlegar slysavamir felast m.a. í því að leggja göng úr ræsahólkum þar sem þörf er á við aUar nýfram- kvæmdir í vegagerð og ennfremur þar sem umferð er þung. Móta þarf samræmda stefnu í uppsetningu búfjárrása og koma á samstarfsvettvangi Vegagerðarinn- ar, sveitarfélaga og búnaðarsam- bandanna á hverjum stað tU að gera tiUögur um staðsetningu mismun- andi búfjárrása og framkvæmdaröð. Þeir bændur sem búa við þjóðvegi landsins eru best tU þess faUnir að segja tU um hvar rása er þörf. MikUvægt er að vinna strax að stefnumótun svo hægt sé að koma markvissri undirbúningsvinnu i gang og gera ráð fyrir rásum og fjár- magni tU framkvæmda á næstu vegaáætlun. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.