Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 DV Fréttir Alcoa vill nýja þjóðveginn burtu - vegarlagning „álbrautarinnar“ komin í biðstööu Álbraut gæti allt eins orðið nafn- ið á nýjum þjóðvegi milli Reyðar- fjarðar og Eskiíjarðar. Vegurinn átti að liggja nánast um hlaðið á væntanlegu álveri bandaríska álris- ans Alcoa. Bandaríkjamennimir hafa nú gert athugasemd við vegar- lagninguna - fmnst að vegurinn sé allt of nærri þeirri lóð sem ætluð er undir álver. Verkkaupi er Vega- gerðin og hún hefur nú óskað eftir því við vélaverktakann, Mylluna hf. á Egilsstöðum, að hluti verksins verði settur i bið til næsta vors. Þar er um að ræða 2 kílómetra kafla vegarins sem liggur fram hjá álvers- lóðinni en leiðin milli „tvíburabæj- anna“ er 15 kílómetrar. Unnar Elísson, framkvæmda- stjóri Myllunnar, staðfesti það í gær að verkkaupi hefði óskað eftir að framkvæmd yrði frestað um sinn. Nýi þjóðvegurinn er beinn og breið- ur frá Reyðarfirði út fyrir Hólma- DV-MYNDIR GUÐMUNDUR PORSTEINSSON Albrautin Þjóövegur milli tvíburabæjanna Reyöarfjaröar og Eskifjaröar kemur án efa til meö aö fá nafn sem minnir á áliö. Blautt fyrir vegageröarmenn Vegageröarmenn hafa upplifað erfitt sumar sem seinkar framkvæmdum. Hér er unniö aö Álbrautinni svoköiiuöu í leöjunni viö Reyöarfjörö. háls, að álverslóðinni, 8 metra breiður vegur, lagður malbiki. Þeg- ar komið er inn fyrir álverið liggur mjórri vegur til Eskifjarðar. Vegurinn frá Sómastöðum að Hólmahálsi var afar leiðinleg hindrun á tiltölulega góöri akstursleið en með nýjum vegi verða þar miklar og góðar breytingar. Lítið sumar hefur enn verið á Aust- fjörðum. Austfirski sumarhitinn hef- ur látið biða eftir sér og oft verið frek- ar vætusamt. Vætan hefur að sjálf- sögðu slæm áhrif á framkvæmdir eins og vegagerð og sagði Unnar það vissu- lega rétt. Hann segir það þó aðal- ástæðu seinkana á þessari fram- kvæmd sem margir bíða eftir vera þessa ósk verkkaupa um frestun fram- kvæmda á kafla vegarins. -GÞ/JBP Nýtt hlutafélag stofnað um sútunarverksmiðju á Akureyri: Skinnaiðnaði tryggð framtíð -75 milljona krona hlutafé - Akureyrarbær styður nýtt félag Búið er að stofna nýtt 75 millj- óna króna hlutafélag um rekstur sútunarverksmiðjunnar Skinna- iðnaðar á Akureyri. Landsbank- inn hefur rekið fyrirtækið í tæpt ár frá því að rekstur félagsins var gerður upp í fyrrahaust og var þá öllum starfsmönnum sagt upp. Síðan voru nokkrir tugir endur- ráðnir en nú starfa um 65 manns hjá fyrirtækinu. Ormarr Örlygsson, fram- kvæmdastjóri Skinnaiðnaöar, seg- ir að nokkrir lykilstarfsmenn, Landsbankinn og Akureyrarbær standi á bak við nýja félagiö. Rekstur félags Landsbankans hafi verið skammtímalausn en nú séu nýir tímar fram undan og horf- urnar betri en um skeið. „Fyrirtækið hefur, að undan- skildu hrúninu sem varð í grein- inni upp úr 1997, staðið sig vel og við metum það svo aö markaðs- málin séu komin í eðlilegt horf. Við forum af stað með nánast eng- ar skuldir og teljum að þetta geti orðið heilbrigt og gott félag. Það byggist þó allt á því að við fáum nægt hráefni. Það er mikil sam- keppni með gærur en útlitið er gott fyrir haustiö," segir Ormarr. Framkvæmdastjóri Skinnaiðn- aðar segir að fyrirtækið hafi notið þeirrar gæfu aö halda þeim lykil- starfsmönnum sem þurft hafi til og öllum starfsmönnum verði boð- ið að kaupa bréf í nýja félaginu. Iðnaðurinn byggist mjög á hand- verki og sérþekkingu og sé mikill MYND BÞ Nýlr tímar Ormarr Örlygsson, framkvæmda- stjóri Skinnaiönaöar, er bjartsýnn á framtíö Skinnaiönaöar eftir nokkra óvissu undanfariö. auður i starfsmannaliði Skinna- iðnaðar. Mestur hluti útflutnings Skinnaiðnaðar fer til Ítalíu. Gengið samkvæmt áætlun Jónína Lindal hjá eignarhalds- félaginu Hömlum, sem er í eigu Landsbankans, staðfesti að nýtt fé- lag myndi taka við rekstrinum á næstu dögum. Hún sagði rekstur- inn hafa gengið samkvæmt áætl- un frá því að Landsbankinn hefði tekið við honum. Ekki náðist í Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóra á Akureyri, en samkvæmt upplýsingum DV ligg- ur ekki fyrir að fullu í hverju að- koma bæjarins að nýja rekstrarfé- laginu mun felast. -BÞ Hundruð þúsunda króna tjón á Hauknum: Mannlegur harmleikur - segir framkvæmdastjori Norðursiglingar „Þetta er mannlegur harmleikur sem mun fara sína leið fyrir dóm- stólum,“ sagði Hörður Sigurbjam- arson, framkvæmdastjóri Norður- siglingar ehf., í samtali við DV í gær. Hörður var staddur úti á sjó á hvalaskoðunarbátnum Hauknum, með fjölda ferðamanna, en Haukur rakst á bryggju um helgina í Húsa- víkurhöfn og varð fyrir tjóni sem metið er á um 500.000-700.000 krónur. Hörður og félagar hafa í samráði við Siglingastofnun fram- kvæmt bráöabirgðaviðgerð þannig að hægt er að nýta bátinn til fulls í skoðunarferðir uns hann fer í klössun í haust. 36 farþegar voru um borð í bátnum þegar óhappið varð en skipstjóri bátsins er grun- aður um ölvun og hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviksins. Um er að ræða afleysingarskip- stjóra sem starfað hefur hjá Norð- ursiglingu með hléum frá upphafi og hefur hann reynst fyrirtækinu sérlega vel fram til þessa, aö sögn Harðar. Bátar Norðursiglingar hafa farið hátt í 4000 sjóferðir á Skjálfanda og aldrei áður hefur ámóta mál komið upp og segist Hörður líta atvikið mjög alvarleg- um augum. -BÞ DVTHYND E.ÓL Seglin þanln í Hafnarfjaröarhöfn Áhugafólk um skútusiglingar naut blíðunnar í Hafnarfiröi í gær. Sigiinganámskeiö eru nú í fullum gangi og var tignarlegt aö fytgjast meö unga fólkinu sigia segium þöndum um höfnina. Árneskirkja á Ströndum. Árneshreppur: Stefnt að lausn prestsmálsins sem fyrst Mál sr. Jóns ísleifssonar, prests i Ár- neshreppi á Ströndum, er i biðstöðu, en viðræður hafa verið í gangi milli lög- fræðings hans og Biskupsstofu. Á fostudag neitaði prestur því form- lega að fara að tilmælum biskups um starfslokasamning og situr því áfram sem fastast. Hann hafnar einnig skrif- legum athugasemdum 80 sóknarbama sinna um störf sín. Séra Halldór Reyn- isson, blaðafúlltrúi Biskupsstofú, segir að viðræður hafi farið fram við Harald Blöndal, lögmann Jóns. Segir hann að Haraldur hafi óskað eftir því að fa frest til að afla gagna í málinu. Halldór seg- ir að samt sé stefiit að þvi að leysa þetta deilumál Jóns við söfhuðinn sem fýrst og helst nú fyrir haustið. Málið á sér, eins og fleiri slík, nokkuð langan aðdraganda og lýtur að verulegri óá- nægju safiiaðarins með embættisstörf Jóns undanfarin ár. Jón býr hins vegar að æviráðningarsamningi sem prestur og þar virðist hnífúrinn standa í kúnni varðandi tilfærslu hans í starfi. -HKr. Samfylkingin: Kosningaslagur- inn að hefjast Framkvæmdastjórn Samfylking- arinnar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag að beina því til kjör- dæmisráða flokksins að framboðs- listar fyrir alþingiskosningar verði tilbúnir ekki síðar en 1. desember nk. Þá leggur stjómin til að val frambjóöenda fari fram í þremur þrepum. Samþykkt framkvæmdastjómar- innar er svohljóðandi: „Fram- kvæmdastjóm samþykkir að beina því tO kjördæmisráða að þau ákveði á fundum sínum í ágúst að gengið verði formlega af þeirra hálfu frá samþykki á framboðslistum vegna alþingiskosn- inga eigi síðar en helgina 30. nóvem- ber til 1. desember nk.“ -BÞ Húsavík: Ölvaður stal bíl Héraðsdómur Norðurlcmds eystra hefur dæmt 19 ára Húsvíking til að greiða 100.000 kr. sekt eftir að hann stal bíl ölvaður og ók milli húsa í bænum. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum i 12 mánuði. Brotið átti sér stað í fýrra og fyrir dómi viðurkenndi maðurinn brot sín samkvæmt ákæru. Hann mældist með 1,51 alkóhól í blóðinu og hefur áöur komið við sögu lögreglu. -BÞ Truflaði mein- dýraeyða Annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Meðal ann- ,ars þurftu tveir meindýraeyðar hjálp lögreglu þegar þeir voru að eyða geitungabúum í garði í mið- borg Reykjavíkur um miðnætti að- faranótt laugardags. Þeir stóðu uppi í stiga og notuðu klóróform við verkið. Forvitinn vegfarandi kom þá að og fór upp í annan stigann til að trufla mennina við vinnu sína. Meindýraeyðarnir reyndu að reka manninn í burtu svo að hann truflaði ekki og andaði ekki að sér klóróform- inu en hann var á öðru máli og lét sér ekki segjast og endaði þetta með átök- um á milli þeirra. Lögreglan segir að geitungamir hafi hins vegar ekki lát- ið á sér kræla á meðan. Maðurinn var fjarlægður. -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.