Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 Tilvera I MYND SVERRIR HARÐARSON Noröan sól og sunnan tungl Lágnætti. Máninn hefur tyllt sér andartak á pýramídann Víkurhyrnu í Héöinsfiröi sem rís úr hvítri lágþoku. Myndin er tekin af Víkurbyröu í 800 metra hæö, suöuryfir mynni Víkurdals. Sér inn eftir Héöinsfiröi. Þvert fyrir botn dalsins var farin Botnaleiö - sem lá milli Siglufjaröar og Ólafsfjaröar. Fjallið mitt - 9. hluti Odáinsakur og hugverk skaparans Bíófréttir HELGIN ÍS.-IS. AGUST ALLAR UPPHÆÐIR I ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TTTILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÓLDI BÍÓSALA O 1 XXX 22.111 83.963 3388 © 2 Signs 19.362 150.513 3344 o _ Blue Crush 14.169 14.169 3002 o 3 Spy Kids 2: 11.520 45.608 3307 o 4 Goldmember 8.729 183.897 3113 o 8 My Big Fat Greek Wedding 5.700 52.777 1060 o 5 Blood Work 4.807 15.310 2525 o 7 Road To Perdition 3.800 90.302 1914 o 6 The Master of Disguise 3.163 30.288 2137 © The Adventures of Pluto Nash 2.182 2.182 2320 © 10 Stuart Little 2 1.946 57.073 1714 © 9 Martin Lawrence Live: Runteldat 1.662 15.981 774 0 _ Possession 1.575 1.575 270 © 11 Men in Biack II 1.003 188.504 1223 © _ The Good Girl 840 1.160 60 0 14 The Bourne Identity 684 115.901 494 0 15 Minority Report 564 129.115 506 0 17 Space Station 552 20.289 61 0 19 Lilo & Stich 502 139.487 619 0 13 The Country Bears 408 15.365 516 Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum: í öldugangi á Hawaii - rætt við Valgarð Egilsson „Fjöll hafa eilífan styrk svo að varla þarf neitt átak þeim til aðstoðar. I Landnámu er getið um, minnir mig, niu landnámsmenn sem dóu í fjallið, kusu það við leiðarlok, svo virtu þeir fjallið. í Egyptalandi þurftu faraóar að byggja sér pýramídafjöll til að deyja í. En í minni æsku liföu menn sig í fjöll- in. Það var út með Eyjafirði að aust- an,“ segir Valgarður Egilsson læknir, rithöfundur og varaforseti Ferðafé- lags íslands. „Þú baðst mig að segja frá „fjallinu mínu“. Við sögðum ekki fjallið mitt, því að enginn átti fjöll. Það var einungis hægt að verða vitni að þeirra tilveru. Það var alveg nóg. Helgidómur fjallanna heima fólst í svip þeirra, hálfmennskum og þó af heimi hálftrölla; og gott fyrir ævi smá- stráks; aldrei mun ég sjá hærri fjöll." Hiröingjarnir viö úthafiö „Yfir bæjunum í Höfðahverfi aust- an Eyjafiarðar var Blámannshattur á Skessuhrygg, og Hnjúkarnir horfðu fram yfir þetta hverf, eins og sagt var,“ heldur Valgarður áfram frásögn sinni. „En allan sjónhringinn voru fiallabyggingar og umluktu það inn- haf sem Eyjafiörður heitir, opið til út- hafs. Þar í norðvestur var mikilvæg- asta fiallahöllin Hvanndalabjörgin, yst sem sást að heiman, vestanverðu að mynni Eyjafiarðar, utan við Ólafs- fiörð. Fjallveggur 600 metra úr sjó með alvöru í svip og dul sögunnar geymda, traustasti veðurviti okkar. Ef að setti þoku í björgin, þá vissum við að hann var kominn á norðaustan úti á hafinu, og skammt að bíða þess að áttin næði inn til okkar. Þá þurfti að hafa gætur á hjörðinni, við vorum hirðingjar við úthafið, áttum margt sameiginlegt með hirðingjunum í Biblíunni. Tókum líka mark á stjörn- um.“ Valgarður kveðst minnast þess að í Hnjúkunum yfir Höfðahverfi hafi sést svipir bændanna sem í nánd bjuggu. Og aftur öfugt. í klettum Hléskóga- hnjúksins hafi hann séð svip föður sins. Lækjarfarvegur framan í Blá- mannshnjúk hafi myndað bros Sverr- is á Lómatjöm. Blágrýtisbeltin yfir Skarði í Dalsmynni hafi tekið form af ennisrúnum gömlu bændanna, Jóns ömmubróður síns og Jóhanns langafa síns Bessasonar. Herðalag bænda hafi sést í öxlum fialla. „Það tekur blágrýt- isfólk tíma að samþykkja móbergs- fiöU,“ segir Valgarður. Meiri átök í hjörtum manna í Hvanndalabjargi eru, að sögn Val- garðs, lögin mörg og geyma jarðfræði fimmtán miUjón ára. Þá hafi verið gosvirkni vestan blágrýtisskjaldar TröUaskagans en færðist fyrir sex tU sjö miUjón ámm austur í Þingeyjar- DV-MYND HARI Læknir, skáld og náttúruskrásetjari „Mikiö hefur gengiö á i djúpum jarö- ar þá en mikiu meiri átök þó síöar, í hjörtum mannanna uppi á yfirboröi jaröarinnar. Afkoma fólksins var háö veöri og Hvanndalabjörgin sögöu fyr- ir um veöur, “ segir Valgaröur. sýslur. „Mikið hefur gengið á i djúp- um jarðar þá en miklu meiri átök þó síöar, i hjörtum mannanna uppi á yf- irborði jarðarinnar. Afkoma fólksins var háð veðri og Hvanndalabjörgin sögðu fyrir um veður." Upp á Blámannshatt kveðst Val- garður oft hafa farið sem strákur. Ýmsar leiðir megi þar velja um, skemmtUegust sé leiðin upp Lómatjamarhnjúk. „En ég var orðinn fuUorðinn maður þegar ég fyrst fór Hvanndalabjarg. Af bjarginu sér furðulönd í norðvestur yfir Hvann- dali, þar er allt bratt. Óskar Finnsson á Ólafsfirði fylgdi okkur út á bjarg. Úr Fossdal er allbrött hlíðin upp á Hvanndalabjarg, þó vel geng. Heldur þótti manni hátt að horfa af barmi Skötugjár og beint niður í sjóinn. Skyldu menn fara gætUega. Uppi yfir hábrún bjargsins er flái, nefndur Flag- ið, þaðan skerst Flaggjá sex hundruð metra beint niður. Þegar komið er á vesturkant sér yfir Sýrdal, þar er að- eins ein hamraskor fær niður; fönn situr þar fram eftir sumri og þarf að vara sig á henni.Úr Sýrdal er yfir fiaU- kamb aö fara, þá er komið í Selskál og áfram niður í hina eiginlegu Hvann- dali.“ Lifgrös í varpa á Ódáinsakri Á Hvanndölum var búið tU 1896 . og var víst afskekktasti mannabústað- ur við Norður-Atlantshaf," segir Val- garður. „Þama er dalverpi skorið út miUi bjarga, vestanmegin dalsins er fiaUið Hvanndalabyrða, yst við Héð- insfiörð. Fyrir gafli dalsins er Víkur- byrða; yfir hana var helst farið tU annarra mannabyggða, þá i liðlega 800 m hæð, ekki mjög torfær leið að sumri en snjóflóðahætta er þar á vetr- um.“ Að sögn Valgarðs er saga Hvann- dala „... ýmist með undrum eða teikn- um,“ eins og hann kemst að orði. „Það uxu lífgrös í varpa þar sem bærinn stóð, á Ódáinsakri, og náði þar enginn að deyja. Var þá bærinn fluttur út á bakkana. Hér bjuggu landkönnuðir, fóru í leiðangur tU Kolbeinseyjar að áeggjan Guðbrands Hólabiskups. Héð- an var Rauðskinna, galdrarit Gott- skálks grimma biskups; Loftur missti takið á bókinni fyrir vanstiUingu sína, Galdra-Loftur kaUaður. Héðins- fiarðar-Skotta mun einnig eiga ættir hingað. í Sýrdalsvogum lentu þrjár skipshafnir upp í bjargið 1783. Og margir þekkja söguna af húsfreyjunni í Málmeý sem gekk í Hvanndalabjörg og var „krossi vígð komin í bland við tröllin" eins og Jón Helgason kvað í Áföngum. - Undarleg er saga Guðrún- ar Þórarinsdóttur, hinnar ungu hús- freyju. Það varð eldiviðarfátt á Hvanndölum og drapst eldurinn. Þetta var að vetrarlagi, bóndinn í há- karlalegum, Guðrún langt gengin með þriðja barn þeirra. Guðrún leggur - eins og hún var á sig komin - inn Hvanndalaskriður og fiörur. Þetta var aldrei farið á vetrum - og tók árs- gamla dóttur sina á herðar sér. Mátti ekki tæpara standa er hún óð forvað- ana og lentu þær mæðgur á kaf fyrir þann dýpsta en þó tókst móðurinni að stjaka sér úr kafinu í land Héðins- fiarðarmegin." Pýramídi og hvít lágþoka Með bjarma í augum minnist Val- garður sinnar fyrstu ferðar í Hvann- dali, sem hann fór fyrir nokkrum árum snemmsumars í félagsskap þeirra Sigurðar G. Tómassonar og Sverris Harðarsonar. „Við fórum bjargið en til baka upp úr botni Hvanndala, svokallað Vest- aravik og komum á egg Víkurbyrðu. í 800 metra hæð klukkan tólf á hjörtu miðnætti, en andspænis okkur og í sömu hæð handan Víkurdals stóð pýramídi, Víkurhyma, upp úr hvítri lágþoku. Það var norðan sól en sunn- an tungl og tók máninn sér andartaks hvíld á toppi pýramídans. Það náðist mynd af þessu hugverki skaparans. Það var þetta fiall sem ég varð að segja ykkur frá. Ég ætla ekki að klífa þaö, mér nægir að hafa orðið vitni að tilveru þess,“ segir Valgarður Egils- son að síðustu. -sbs Engin stór kvikmynd var frum- sýnd um síðustu helgi og átti hasar- myndin XXX, þar sem Vin Diesel þykir fara kostum sem íþróttaofur- menni sem gerist njósnari, hægt um vik með að halda efsta sætinu. í öðru sæti er svo hin magnaða Signs, sem leikstýrt er af M. Night Shyamalan (The Sixth Sense) en hún verður frumsýnd hér á landi 30. ágúst. 1 þriðja sætinu er svo ný kvikmynd, Blue Crush, sem er img- lingamynd og fiallar um Anne Marie, sem býr á Hawaii. Hún er brimbrettakappi og kemst ekkert annað að í lífi hennar en sjórinn og brimbrettið þar til hún kynnist fót- boltehetjunni Matt Tolland. Er ekki nóg með að hún fer að skjálfa í hnjáliðum þegar hún mætir honum, heldur hefur fer hún að missa ball- ansinn á brimbrettinu eftir að hún kynnist honum. Vinsæiustu myndbömdtn Blue Crush Ein fyrir unglingana þar sem brim- brettaíþróttin kemur mikið viö sögu. Vert er að benda á myndina í sjötta sætinu, My Big Fat Greek Wedding, sem búinn er að vera á listanum í rúma fióra mánuði og er enn að hækka sig. Líftími hennar var ekki mjög langur hér á landi enda má segja að hún höfði meira og minna til minnihlutahópa í Bandaríkjunum. -HK Stórrán í Vegas Hin skemmtilega sakamálamynd, Ocean’s Eleven leysir snilldarverkið Lord of the Rings af hólmi í fyrsta sæti myndbandalistans. Ocean’s El- even er endurgerð kvikmyndar frá 1960 þar sem aðalhlutverkin léku meðlimir klíku sem gekk undir nafn- inu „Rat Pack“. Henni var stjórnað af Frank Sinatra og að sjálfsögðu lék hann aðalhlutverkið. Nú er það Geor- ge Clooney sem fer með sama hlut- verk. Myndin segir frá krimmanum Danny Ocean sem nýkominn er úr fang- Ocean's Eleven George Clooney og Matt Damon í hlutverkum sínum. elsi. Hann er þó ekkert að hugsa um að snúa blaðinu við heldur setur stefnuna á stórrán í Las Vegas. Hann fær til liðs við sig tíu menn sem starfa á sömu línu og stefnan er tekin á pen- ingahirslu þar sem stærstu spilavítin í Las Vegas geyma arð sinn. Þetta ætlar hann að gera nóttina sem hnefa- leikakeppni fer fram í bænum. Þar keppa eng- ir aðrir en Lennox Lew- is og einhver sem heitir Klitschko. Suma félaga Dannys fer þó að gruna að eitthvað persónulegt sé í sambandi við ránið þegar þeir komast að því að eigandi eins spilavítisins er i tygjum við fyrrum eiginkonu Dannys. -HK VIKAN 12.-1S. ÁGUST FYHRI VIKUR SÆTl VIKA TITILL (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA © 2 Ocean’s Eleven isam myndböndi 3 © 1 The Lord of the Rings (myndform) 2 © 3 Not Another Teen Movie (skífan) 4 o 7 13 Ghosts (SKÍFAN) 2 © 4 The Count of Monte Cristo (myndformi 6 © 6 Domestic Disburbance (háskólabíó) 9 © _ Crossroads (Sam myndbönd) 1 Ö _ Monsters, Inc. <sam myndbönd) 1 © 5 Joy Rlde (skífan) 5 0 20 Eliing (SAM MYNDBÖND) 2 © 13 1 Am Sam (myndform) 9 í 0 11 The Princess Diaries isam myndbönd) 8 .0 8 Spy Game (sam myndbönd) 10 I 0 _ Donnie Darko (góðar stundir) 1 0 14 Gosford Park (myndfporm) 3 0 _ Mean Machine isam myndbönd) 1 ! 0 10 Amélie isam myndbönd) 4 ! © 12 Black Hawk Down (myndform) 8 ; © 19 Bubble Boy <sam myndbönd) 3 i 0 _ Repll-Kate (sam myndbönd) 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.