Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Síða 26
26 ÞRJBÐUIMínSCaffiRÆGMSífi 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Guðjón vill bætur Guðjón Þórðarson ætlar að fara í mál við Stoke vegna vangoldinna bónus- greiðslna sem hann telur sig eiga rétt á í kjölfar þess að Stoke tókst að komast upp í 1. deild í vor áður en Guðjón var rekinn frá félaginu. Lögfræðingur Guðjóns sendi í gær út yf- irlýsingu þar sem fram kom að Guðjón hefði ekki komist að samkomulagi við for- ráðamenn Stoke um greiðslu og því væri honum nauðugur einn sá kostur að sækja rétt sinn fyrir dómstólum eftir að honum var sagt upp án þess að nokkur ástæða væri gefin fyrir uppsögninni. -ósk SÍMA DEILÐIN Staðan: Fylkir 14 9 3 2 27-16 30 KR 14 8 4 2 21-14 28 Grindavík 14 6 4 4 23-20 22 KA 14 5 5 4 14-13 20 FH 14 4 5 5 22-23 17 ÍA 14 4 4 6 23-21 16 Keflavík 14 3 7 4 19-24 16 ÍBV 14 3 4 7 14-17 13 Fram 14 3 4 7 18-24 13 Þór, Ak. 14 3 4 7 20-29 13 Markahæstir: Sævar Þór Gíslason, Fylki.......12 Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak......9 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR . . 9 Grétar Hjartarson, Grindavik .... 8 Bjarki Gunnlaugsson, ÍA..........7 Gunnar H. Þorvaldsson, ÍBV.......6 Adolf Sveinsson, Keflavík........5 Hjörtur Hjartarson, lA ..........5 Jónas G. Garðarsson, FH ..........5 Óli S. Flóventsson, Grindavík .... 5 Sigurvin Ólafsson, KR............5 Steingrímur Jóhannesson, Fylki . . 5 Orri Freyr Óskarsson, Þór, Ak. ... 4 Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram ... 4 Næstu leikir: 15. umferð ÍBV-Þór......lau. 24. ág. kl. 14.00 Grindavík-Fylkir sun. 25. ág. kl. 18.00 KA-FH........sun. 25. ág. kl. 18.00 Keflavik-ÍA . . . sun. 25. ág. kl. 18.00 Fram-KR......mán. 26. ág. kl. 19.15 16. umferð ÍA-Fram.......lau. 31. ág. kl. 14.00 FH-Keflavík .. sun. 1. sept. ki. 18.00 Grindavík-KA . sun. 1. sept. kl. 18.00 Þór, Ak.-Fylkir mán. 2. sept. ki. 18.00 KR-ÍBV .....mán. 2. sept. kl. 18.00 [Xf l. DEHD KVINNA Úrslitakeppnin: Fvrri lelkur undanúrslita Haukar-Fjarðabyggð.........2-0 1- 0 Anna Margrét Gunnarsdóttir . 6. 2- 0 Pála Marie Einarsdóttir .... 14. Gul-Rautt spjald: Aðalheiður Sigfúsdóttir, Haukum, á 56. minútu. Liðin sömdu um að báðir leikirnir færu fram á Eskifirði í gær og í dag. Leikurinn í gær telst vera heimaleikur Hauka en heimaleikur Fjarðabyggðar fer fram í kvöld klukkan 17. Þjálfaraskipti hjá ÍR: Guðmundur er hættur - Ólafur tekur við Guðmundur Torfason hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs ÍR í knattspymu sem situr á botni 1. deildarinnar og hefur tapað þremur leikjum í röð og aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum. Við starfi Guðmundar tekur Ólafur Jóhannesson sem áður hefur þjálfað Skailagrím og FH í efstu deild. Fyrsti leikur hans með ÍR er gegn Stjörnunni á úti- velli á fóstudagskvöld. Brotthvarf Guðmundar er samkomulag hans og stjórnar- innar hjá ÍR en Guðmundur tók við ÍR-liðinu haustið 2000. Sum- arið 2001 endaði liðið í 8. sæti og undir hans stjóm vann ÍR aðeins sjö af 32 leikjum. -ÓÓJ Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið gegn Fylki i gær: Erum í skítamálum „Það er áframhaldandi barátta fram undan, við vorum í sömu stöðu í fyrra en við tekur nýr leikur á laugardaginn. Það er ekkert laun- ungarmál að við erum í skítamálum i deildinni og það er náttúrlega Ijóst að við erum ákaflega daufir fram á við þegar Tómas Ingi er ekki með og við fengum engin almennileg færi i kvöld. Fótboltalega séð var þetta slakur leikur af hálfu beggja liða. Við vorum þungir eftir Evrópuleik- inn þar sem við spiluðum mun bet- ur og ég er ekki ánægður með mína Sævar Þór Gíslason, Fylki, og Hlynur Stefánsson, ÍBV, í einni af mörgum tæklingum í gærkvöld. DV-mynd E.ÓI. menn í kvöld,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. Taugatitringur í mönnum „Það má segja að við höfum aldrei komist almennilega í gang, þökk sé Eyjamönnum sem gáfust aldrei upp. Það tekur náttúrlega einhvem tima fyrir nýja menn að slipa sig inn en maður kemur í manns stað og Jón B. og Hreiðar stóðu sig vel,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis. „Það er vissulega taugatitr- ingur í mönnum, það er mikið um- tal og læti í kringum lokabaráttuna sem gekk ekki vel í fyrra en við náð- um að sigra og það er það sem skipt- ir máli.“ -vig Fylkir-ÍBV 1-0 (0-0) 1-0 Sævar Þór Glslason (64., skot úr markteig eftir fyrirgjöf frá Bimi Viðari). Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson .......3 Hreiðar Bjarnason........3 Valur Fannar Gíslason ... 3 Þórhallur Dan Jóhannesson 4 Gunnar Þór Pétursson .... 3 Sverrir Sverrisson.......2 Finnur Kolbeinsson.......2 Jón B. Hermannsson.......2 Sævar Þór Gíslason ......2 Steingrímur Jóhannesson . - (12. Bjöm V. Ásbjörnsson . 4) Theódór Óskarsson .......2 (77. Kristinn Tómasson ... -) Gul spiöld: Hlynur (36.), Bjamólfur (37.), Unnar (63.), 7), ÍBV Páll (67.), IBV (4-3-3) Birkir Kristinsson .... Unnar Hólm Ólafsson . (87. Olgeir Sigurðsson . Hlynur Stefánsson Páll Hjarðar , Hjalti Jóhannesson ......2 (70. Kjartan Antonsson ... 2) Bjamólfur Lárusson ......2 Atli Jóhannsson..........2 Andri Ólafsson ..........2 Ingi Sigurðsson..........4 Gunnar H. Þorvaldsson ... 3 Bjamir Geir Viðarsson ... 1 (60. Kevin Barr .........2) Finnur Kolbeinsson: Meistaraheppni? „Ég er sáttur við úrslitin en ekki leikinn. Þetta var stremb- inn leikur, leikmenn ÍBV vörð- ust vel og gáfu fá færi á sér. Við vorum lengi í gang og spiluðum ekkert sérstaklega og það er klárt að við þurfum að rífa okk- ur upp fyrir næsta leik,“ sagði Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkismanna, í samtali við DV- Sport í leikslok. Á sama tíma í fyrra var lið Fylkis í svipaðri stöðu og í ár en gáfu eftir á lokasprettinum og misstu af meistaratitlinum. Finnur segir að þaö muni ekki koma fyrir aftur. „Það var eitt- hvað með okkur i kvöld en hvort það var meistaraheppni eða eitt- hvað annað; það get ég ekkert sagt til um.“ -vig Rauð spiöld Enginn Skot (a mark): 15 (2)-5 (2) Horn: 9-2 Aukaspyrnur: 28-16 Rangstöður: 3-3 Varin skot: Kjartan 1 - Birkir 1 Gæði leiks: Dómari: Eyjólfur Ólafsson (4). Ahorfendur: 1432. Maður leiksins hja DV-Sporti: Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki ' *r eftir 1-0 signr á Eyjamönnum í hreint arfaslökum leik í gærkvöld Hún var ekki rismikil knatt- spyrnan sem var boðið upp á í Ár- bænum í gærkvöld þegar lið ÍBV sótti Fylkismenn heim. Fyrri hálf- leikur einkenndist af óheyrilega lé- legum samleik milli leikmanna beggja liða, feilsendingar voru í fyr- irrúmi og sofandaháttur allsráð- andi. Fylkismenn urðu fyrir áfálli strax á 11. mínútu leiksins þegar Stein- grímur Jóhannesson varð fyrir meiðslum og var borinn af leikvell- inum og er talið aö Steingrímur sé jafnvel ökklabrotinn. Lítil sem engin færi litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 30. mínútu sem að veruleg hætta skapaðist. Þá var það Ingi Sigurðsson sem átti góða rispu upp hægri kantinn og gaf fyrir mark Fylkis. Þar var mættur Finnur Kol- beinsson sem átti glæsilegan skalla i þverslá eigin marks. Eyjólfur skástur „Það er engu líkara en Eyjamenn vilji falla og Fylkismenn vilji ekki titilinn," heyrðist sagt í hálfleik á leiknum í gær og eftir að Eyjólfur Ólafsson, dómari og besti maður vallarins enn sem komið var, flaut- aði til leiks í seinni hálfleik virtist allt benda til áframhaldandi leið- inda. Fylkismenn náðu þó fljótlega undirtökunum og náðu samt sem áður aðeins að skapa sér léleg hálf- færi. Sigurmark Sævars Þórs Þaö var síðan á 64. mínútu sem markamaskínan Sævar Þór Gísla- son, sem hafði ekki sést i leiknum, skoraði eina mark leiksins. Birkir Kristinsson misreiknaði þá send- ingu Bjöms Viðars Ásbjömssonar og Sævar kom boltanum í netið með miklu harðfylgi. Pressa ÍBV í blá- lokin bar ekki árangur og ljóst var að Fylkismenn vora komnir á topp- inn. Það er ljóst að bæði lið spiluðu langt undir getu í gærkvöld. Liðs- menn ÍBV vora grófir og virtust á köflum hugsa meira um manninn en boltann. Ingi Sigurðsson var sá eini sem sýndi sitt rétta andlit en aðrir vora slakir. Fylkismenn áttu þama sennilega sinn lélegasta leik á tímabilinu og Hrafnkels Helgasonar og Ómars Valdimarssonar var greinilega sárt saknað. Þórhallur Dan var traustur í vöminni og Bjöm Viðar var frískur eftir að hafa komið inn á fyrir Steingrím. Athygli vakti lélegur leikur Sæv- ars þórs en hann sannaöi mikilvægi sitt fyrir liðið með því að skora sig- urmarkið sem var hans tólfta á tímabilinu. Sævar Þór hefur nú þriggja marka forystu í baráttunni um gidlskóinn. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.