Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 27 DV Sport Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, gat veriö sáttur viö sína menn í gærkvöld en þeir hófu tímabiliö meö stórigri á West Ham. Reuters Þokkaleg útkoma - segir Geir Þorsteinsson um netsöluna „Ég get ekki sagt að ég sé beint ánægður með viðtökumar en þetta er nýjung, þetta er í fyrsta skipti sem við reynum þetta og kannski ekki við öðru að búast,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður um hvemig netsalan sem boðið var upp á dagana 10. til 17. ágúst hafl gengið. Hátt í 500 manns keyptu sér miða á leikina en um er að ræða eins konar áskrift að landsleikjum íslands í haust, sá fyrsti er nú á morgun gegn Andorra á LaugardalsveUinum, síðan er ann- ar vináttuleikur gegn Ungverjum og loks em tveir síðustu leikimir í til- boðinu í undankeppni Evrópumóts landsliða, gegn Skotum og Litháum, sem fram fara um miðjan október. Geir var eins og áður sagði ekk- ert sérlega ánægður með viðtökurn- ar. „Mínar vonir og vænting£ir voru að selja um 10% miða í þessari net- sölu sem hefðu þá verið um 700 mið- ar. En um 500 tilboð vora seld sem þýðir 2000 miðar. Þetta er töluvert minna en það en ég er samt sem áður alveg þokkalega sáttur við út- komuna," sagði Geir. Komiö til að vera Geir ítrekaði að tUgangurinn með þessu uppátæki hafi verið að prófa nýja tækni sem komi tU með að verða notuð i auknum mæli á kom- andi árum. „Það er ekkert launung- armál að í framtíðinni er Ijóst að sala á einstaka leiki fari inn á far- veg ekki ósvipuðum þessum,“ sagði Geir. Eins og áður sagði er netsölunni lokið en í gær hófst hefðbundin for- sala á leikinn gegn Andorra á morg- un. Hægt er að nálgast miða í nest- isstöðvum Esso á höfuðborgarsvæð- inu og rétt er að taka fram að mið- ar í forsölu eru 500 krónum ódýrari en við vöUinn. -vig Enska úrvalsdeildin í gærkvöld: Stórsigur Newcastle - tóku West Ham í bakaríið, 4-0, á heimavelli sínum, St. James Park Bland í noka Ashley Cole, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur brugðist harkalega við ásökunum um að hafa verið með leikaraskap þegar hann lenti i samstuði við Aliou Cisse, leikmann Birmingham, í leik liö- anna á sunnudaginn. Cisse var rek- inn af leikveUi fyrir brotið. „Ég lék hvorki eitt né neitt. Ég er enginn svindlari og hef aldrei reynt að ná öðrum leikmanni útaf með leikaraskap. Aldrei nokkum tím- ann,“ sagði Cole. Sjónvarpsupptök- ur frá leiknum bentu tU þess að lítil sem engin snerting hafi orðið. Ævisaga Roy Keane ætlar heldur betur að draga dilk á eftir sér. Nú síðast er það goðsögnin Kenny Dal- glish sem fær að kenna á þvi i bók- inni. Keane segir að hann hafi hreinlega „klikkast" eftir að Keane ákvað að sniðganga lið Blackbum, þar sem Dalglish var þá fram- kvæmdastjóri, og ganga frekar tU liðs við Manchester United sem hann hafði stutt frá bamæsku. „Enginn kemur svona fram viö mig. Þú er bölvaður hálfviti og viö munum fara i mál við þig og taka af þér hvem einasta eyri sem þú átt. Enginn abbast upp á Kenny Dalgl- ish án þess aö fá að kenna á því,“ er meðal þess sem Dalglish á að hafa sagt við Keane samkvæmt þvi sem fram kemur í bókinni. Ljóst þykir að þetta mál eigi eftir aö draga dilk á eftir sér eins og margt annað í bókinni. Gamla kempan George Best hefur verið lagður á ný inn á sjúkrahús í London aðeins þremur vikum eftir að hafa gegnið undir lifrarígræðslu. Sýking gerði vart við sig í lifrinni og er Best á góðum batavegi og ætti að ná sér fullkomlega. Sagan endalausa um Damien Duff, írska landsliðsmanninn hjá Blacbum, virðist vera að taka enda eftir að Duff sagði sjálfur að hann ætli sér að skrifa undir nýjan samn- ing hjá félaginu á allra næstu dög- um. Liverpool hafði augastað á vængmanninum og hafði m.a. boðið 15 miUjónir punda i hann fyrr í sumar. „Ég er mjög ánœgður hjá Black- bum og tel mig hafa þroskast mikið á þessum tima sem ég hef átt hjá lið- inu,“ sagði Duff sem átti frábæran leik fyrir Biackbum í leik gegn Sunderland um helgina og var hann valinn maður leiksins í flestum bresku fjölmiðlanna. Senol Gunes, þjálfari tyrkneska landsliösins í knattspymu, hefur sagt Hakan Sukur, fýrirliða lands- liðsins, að finna sér félag þar sem hann eigi fast sæti i byrjunarliðinu, eUegar missi hann sæti sitt í lands- liðinu. Sukur, sem stóð sig skelfi- lega í heimsmeistarakeppninni, er nú hjá Parma og kemst ekki 1 liðið. -vig Newcastle hóf tímabilið af mikl- um krafti í gærkvöld þegar liðið tók á móti West Ham í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Newcastle réð ferðinni allan leik- inn og má segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni þótt það hafi tekiö Newcastle 61 minútu að brjóta vöm gestanna á bak aftur. Þá skoraði Lumano Lua Lua með skoti af stuttu færi eftir að Jermaine Jenas hafði skallað auka- spymu Nolberto Solano fyrir fætur hans. Leikmenn Newcastle gerðu síðan endanlega út um leikinn með tveimur mörkum á þremur mínút- um. Fyrst skoraði Lua Lua aftur, að þessu sinni með skalla, eftir fyrir- gjöf frá Solano á 76. mínútu og á 78. mínútu jók Alan Shearer muninn í 3-0 eftir failegan samleik hjá Lua Lua og Solano. Solano skoraði síðan fjórða markið á 86. mínútu eftir fal- legan samleik við Alan Shearer. Glæsileg byrjun hjá Newcastle sem er til alls líklegt í ensku úrvals- deildinni í vetur. Leikmenn West Ham hefðu viljað byrja betur. Þeir eiga enn við það vandamál að stríða að þeir geta nákvæmlega ekki neitt á útivöllum og þeir gerðu lítið í gær til að kollvarpa þeirri kenningu. Bobby Robson, knattspymustjóri Newcastle, var mjög ánægður eftir leikinn og hrósaöi sínum mönnum í hástert. „Við áttum erfitt með að opna vöm þeirra í fyrri hálfleik en það skal segjast mínum mönnum til hróss að þeir gáfust ekki upp. I seinni hálfleik brastu aUar flóðgátt- ir og þá komu mörkin. Við spUuð- um frábæran sóknarbolta í seinni hálfleik en það kemur mér ekki á óvart. Við erum með mjög góða leik- menn sem mynda sterka hefld og ég tel að við eigum eftir að vera sterk- ari eftir því sem líða tekur á tíma- bUið,“ sagði Bobby Robson, knatt- spymustjóri Newcastle. -ósk Hewitt með mikla yfirburði Nýr heimslisti í tennis karla ver gefinn út í gær. Nær engar breytingar eru á meðal 10 efstu manná en samkvæmt listanum hefúr Ástralinn Lleyton Hewitt mikla yfirburði í íþróttinni í dag og er hreinlega búinn að stinga aðra keppinauta af. Staða tíu efstu manna lítur annars svona út, staða í síðustu vUtu í sviga: 1. (1) Lleyton Hewitt (Ástrl.) . 5,2 stig 2. (2) Marat Safin (Rússland) 3,1 stig 3. (3) Tomy Haas (Þýs.) .... 3,0 stig 4. (4) Y. Kafelnikov (Rúss.) . . 2,5 stig 5. (5) Tim Henman (Bretl.) 2,45 stig 6. (6) Andre Agassi (Bandar.) 2,4 stig 7. (7) Juan Ferrero (Spánn) . 2,3 stig 8. (8) Albert Costa (Spánn) . . 2,2 stig 9. (10) Carlos Moya (Spánn) . 2,1 stig 10. (11) Seb. Grosjean (Frakk.) 2,0 stig -vig Thomas Christiansen fer mikinn hjá Bochum: Bláa undrið - hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjunum Thomas Christiansen hefur tímabilið frábærlega hjá Bochum. byrjað Framherjinn Thomas Christi- ansen hefur heldur betur slegið í gegn í byrjun leiktíðar i þýsku knattspymunni. Christiansen, sem er samheiji Þórðar Guðjóns- sonar hjá Bochum, hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikj- um liðsins og á stærstan þátt í því að Bochum trónir á toppi deUdarinnar nú um stundir. Christiansen, sem er 28 ára gamaU, er fæddur og uppalinn i Danmörku en hann á danskan fóður og spænska móður. Hann var aðeins 18 ára gamaU þegar hinn frægi Johan Cruyff, sem þá var þjálfari Barcelona, kom auga á hann og fékk hann tU liðs við fé- lagið. Þar lék hann við góðan orðstír með B-liði félagsins og náði meðal annars að komast í U- 21 árs landslið Spánverja þar sem hann spUaði 16 landsleiki eftir að hann fékk spænskan ríkisborg- ararétt. Hápunkturinn á dvöl hans á Spáni var hins vegar þegar hann var valinn í spænska A-landslið- ið. Hann hefur leikið tvo lands- leiki fyrir Spán og skorað eitt mark, gegn Litháen 2. júní 1993. Hann náði hins vegar ekki að komast i aðaUið Barcelona og var lánaður tU Sporting Gijon, Real Osasuna og Racing Santander aUt þar tU hann var seldur tU Real Oviedo árið 1995. Hann lék með Oviedo tvær leiktíöir, fór þaðan tU VUlarreal og árið 2000 var hann seldur tU gríska liðsins Panionios. Gríska liðið átti í fjár- hagsvandræðum og þurfti að losa sig við leikmenn og varð úr að Christiansen hélt heim tU Dan- merkur þar sem hann lék fjóra leiki með Herfölge áður en hann var seldur tU Bochum sem var þá í þýsku 2. deUdinni. Hann spUaði tólf leiki með Bochum tímabUið 2000-2001 og skoraði eitt mark en það var í fyrra sem hann náði sér í fyrsta sinn almennUega á strik. Þá skoraði hann 17 mörk í 30 leikjum og var í lykiUUutverki þegar Bochum tryggði sér sæti í þýsku 1. deUdinni á ný. Það er hins vegar á þessu keppnistímabUi sem Christiansen hefur skotist upp á stjörnuhimin- inn fyrir alvöru og fengið viður- nefnið „Bláa undrið". Framganga hans með Bochum hefur verið með ólíkindum og þessi fimm mörk sem hann hefur skorað hafa verið hvert öðru faUegra. Varnar- menn andstæðinganna eiga ekk- ert svar við Christiansen sem sjálfur þakkar þó samherjum sín- um mörkin fimm. „Liðið spUar svo mikinn sókn- arbolta að það er auðvelt að vera framherji og skora mörk,“ sagði Thomas Christiansen. Frank Neururer, þjálfari Boch- um, hrósar Christiansen í há- stert. „Hann er leikinn með knött- inn, hefur frábæran vinstri fót og mikinn leikskUning. Hann hefur ekki átt í vandræðum með að venjast hraðanum í 1. deUdinni," sagði Frank Neururer við þýska knattspyrnutímaritið Kicker í síðustu viku. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.