Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Qupperneq 1
I EG VAR AÐ LEITA
FRELSIS. BLS. 18
DAGBLAÐIÐ VISIR
239. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 18. OKTOBER 2002
VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK
DVA1YND GVA
Tæplega 7 af hveijum 10 kjósendum landsins eöa 68% svara þvíjátandi þegar spurt er hvort tímahært sé aö Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands, kvænist heitkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Þetta er niöurstaöa skoöanakönnunar
sem DV geröi í gærkvöld. DV spyr þessarar spurningar nú þegar rúm þrjú ár eru liöin síöan Ólafur Ragnar baö þjóöina
um tilfmningalegt svigrúm.
FOKUS I MIÐJU
BLAÐSINS:
Klædd upp
að hætti
Jennifer
ÞJALFARI
ENGLANDS:
Heldur
tryggð við
Seaman
Samtök verslunarinnar segja
70% álagningu ekki koma á óvart:
Álagningin er
ekki ástæða
hás vöruverðs
- segir Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-ísland
„Starfsmenn Samkeppnisstofnunar
eru velkomnir. Viö erum opinbert fé-
lag á hlutabréfamarkaði .og birtum
okkar ársreikninga. Þar geta menn
séð sannleikann um álagninguna.
Hún er aö meðaltali 21,09 prósent í
matvöru en sveiflast eðlilega eftir
vörutegundum. Álagning er jú frjáis.
Við erum eitt fárra fyrirtækja á ís-
landi sem birta álagningu sína opin-
berlega og hún er alveg sambærileg
við álagningu í nágrannalöndunum,
jafnvel lægri. Ef matvöruverð á ís-
landi er of hátt er ástæða þess ekki
álagning í matvöruverslun hér,“ sagði
Jón Björnsson, framkvæmdastjóri
Baugs-ísland, við DV í morgun.
Framkvæmdastjóri Samtaka versl-
imarinnar sagði á Stöð 2 í gærkvöld
að 40-70% álagning í matvöru kæmi
heim og saman við veruleika sem
heiidsalar þekktu. Heildsalar telji
timabært að Samkeppnisstoíhun efni
fyrirheit um að fara ofan í saumana á
því hvort smásalar sem hafa markaðs-
ráðandi stöðu misnoti aðstöðu sína.
Hann sagði álagningartölur sem fjall-
að var um í „ísland í bítið“ í meginat-
riðum réttar.
„Samkvæmt upplýsingum Sam-
keppnisstofhunar hefur ástandið batn-
að en það er brot á lögum ef smásalar
misnota markaðsráðandi stöðu sína
og það verður meðhöndlað sem slíkt.
Nú er verið að vinna að reglum sem
skuli gilda á þessum markaði, og auð-
vitað er mikilvægt að ná sátt um þær
reglur sem eru ásættanlegar fyrir
alla, og fara eftir þeim. Það er stóral-
varlegt mál ef einhver sem hefur
markaðsráðandi stöðu hefur misnotað
aðstöðu sína,“ segir Valgerður Sverr-
isdóttir viðskiptaráðherra við DV.
Jón Björnsson var spurður um
meinta misbeitingu á markaðsráðandi
stöðu sem lýsti sér í gífurlegum af-
sláttarkjörum Baugi til handa?
„Við erum bornir saman við Evr-
ópu i vöruverði og gerum eðlilega
kröfu um lágt vöruverð. Við krefj-
umst þess að menn selji okkur vöruna
á sama verði og við getum keypt hana
erlendis. Samt kaupum við 95% af
allri matvöru okkar hér heima. En ör-
fáir þeirra sem selja okkur vörur
birta tölur sínar opinberlega."
- Er þá ástæða til að fara í saumana
hjá þeim?
„Það er spuming. Þeir og öll þjóðin
þekkja okkar álagningu." -hlh/GG
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BLS. 6 í DAG
I skugga ofbeldis
„Það liggja alltaf í loftinu ákveðnar
ógnanir og við höfum orðið varir við
að fólk er hrætt við þetta,“ segir Þór-
arinn Tyrfmgsson yfirlæknir á Vogi
um ógnir og ofbeldi í fikniefnaheimin-
um. „Auðvitað er þama um peninga
að ræða, menn skulda hverf öðrum og
þaö er gengið fast eftir þessum pening-
um. Inni í þessu era mjög alvarleg at-
vik og alvarlegir atburöir."
Þórarinn segir, að kanna þyrfti um-
fang ofbeldis til að fá mynd á það. Ótt-
inn væri ofarlega í hugum sumra
skjólstæöinga og truflaði þá. Það væri
þó mikill minni hluti, flestir hefðu frið
til að fara í meðferð og sinna henni,
enda væru vímuefnaneytendur ósköp
venjulegt fólk.
DV hefur að undanfomu fjallað um
ofbeldi sem viðgengst í fikniefnaheim-
inum. Það getur tekið á sig ýmsar
myndir. í dag birtir blaðið viðtal við
unga stúlku, sem lifði við ofbeldi í ein-
hverri mynd allt frá bamæsku. Hún
endaði á botninum í neyslu. Fíkniefna-
salinn sem útvegaði henni dópið gerði
hana út í vændi. Með því móti var
hann öruggur um að fá greiðslu fyrir
efnin. Nauðganir, sjálfsvígstilraunir,
dvöl á geðdeild og vændi voru aðeins
hluti af lífssögu hennar, sem birtist í
DV í dag. -JSS
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BLS. 6 í DAG
Tókum það með, i .
trukki
Landflutningar
/sÁíviskip
Aóalskrifstofa:
Skútuvogi 8
104 Reykjavík
Sími 569 8400