Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Qupperneq 7
7 FÚSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 I>V Fréttir Oftar en okkur grunar er lögreglan að rannsaka mannshvarf hér á landi: Fólk lætur sig oft hverfa til útlanda DV-MYND VALGEIR ELIASSON Björgunarsveitarmenn leggja á ráöin Hvert getur hann hafa fariö? Þessi spurning kom þúsund sinnum upp í huga manna þegar þjörgunarsveitarmenn leit- uöu að ítalanum David Paita í sumar. Yfirlögregluþjónn á Akureyri segir aö stykki vanti. Þegar einstaklingur hverfur koma orðin; „hvers vegna?“ fyrst upp í hugann. Eftir það koma fimm spurningar helst upp hjá aðstand- endum og lögreglu: Fyrirkom hann/hún sér? Varð slys? Var ein- hver sem banaði honum? Var hon- um rænt? Eða lét hann sig bara hverfa - til útlanda? Ef þannig að- stæður eru fyrir hendi er líka spurt hvort hinn týndi hafi villst en þá er oftast leitað á tiltölulega afmörkuð- um svæðum. Spumingarnar leita aftur og aftur á hugann, vinir og ættingjar þjást og óvissan eykst með hverjum klukkutímanum sem líður. Þegar biðin fer að skipta dögum versnar ástandið. En þegar upp er staðið finnast sennilega 99 prósent þeirra sem einu sinni hverfa eða týnast - oftast á lífi en því miður allt of oft látið. Þrátt fyrir þetta eru 44 óupp- lýst mannshvörf á íslandi frá striðslokum, þar af sjö frá árinu 1991. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafa aðeins þrjú þeirra verið rannsökuð sem hugsanleg morðmál. Horfiö af ráðnum hug Oftar en við sem heima í stofu höfum hugmynd um er lögreglan á Islandi og jafnvel björgunarsveitir að leita týnds fólks - fólks sem læt- ur sig hverfa af ráðnum hug og læt- ur alls ekki eða seint af sér vita. í mörgum tilfellum eru lögreglan og aðstandendur svo dögum skiptir, jafnvel vikum, að leita, kanna, skoða og brjóta hugann. Og alltaf kemur sama spurningin: „hvers vegna?“ Þegar leitað hefur verið dögum og vikum saman er formlegri leit hætt á tilteknum tima. Eru þá líkur leiddar að því sem helst kemur til greina, til dæmis að einhver hafi farið í sjó eða á, en aldrei geta menn verið vissir - aldrei. Eitt dæmi öðrum fremur sýnir okkur fram á þetta: Einu sinni hvarf einstaklingur í Reykjavík sem átti við þunglyndi að stríða. Bifreið hans fannst á hafnarsvæði úti á Granda. Spor voru í kring og hundar leituðu niðri við sjó. Hvað var líklegast að hér hefði gerst? Þurftu menn að vera í einhverjum vafa? Björgun- arsveitarmenn og lögregla - kafar- ar - leituðu í sjó og umfangsmikil leit fór fram á landi. Liðu nú nokkrir dagar, áfram hélt fólk að vera í óvissu þar sem ekkert lík fannst. Hringdi þá síminn hjá til- tekinni persónu og rödd þess sem hvarf hljómaði í tólinu. Hinn týndi var kominn til útlanda, hringdi frá stórborg í Evrópu. Þetta dæmi og reyndar mörg önn- ur sýna að aldrei geta menn gefið sér neina niðurstöðu þótt líkur bendi til eins eða annars. Ekki bannað að hverfa Það skrýtna er að í sjálfu sér er ekkert bannað að láta sig hverfa, segir Jónas Hallsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík, - mað- ur sem margur hefur kynnst eftir að lenda í þeirri aðstöðu að sakna ættingja á höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir þó á að fólk má ekki lögum samkvæmt verða uppvíst að því að valda öðrum skaða vís- vitandi þótt slíkt geti verið teygj- anlegt. BBB Annar hluti „Ekkert af þessum mannshvarfs- málum er eins,“ segir Jónas. „Oftast er um að ræða unglinga eða böm en einnig hafa margir fullorðnir horfið gegnum tíðina. Hver einstaklingur hefur sín séreinkenni og samskipti við aðstandendur eru auðvitað mis- jöfn. Bakgrunnur hjá hverjum og einum er enginn eins,“ segir Jónas. Gjaman er um að ræöa unglinga með hegðunarbresti, vandamál sam- fara uppsteyt við foreldra en einnig er talsvert um aö unglingar eða fólk hverfi út af stofnunum þar sem það hefur verið vistað til skamms eða lengri tíma. Fullorðnir eru með vanlíðan af ýmsum toga, vilja vera einir eða hugleiða að skaða sig. Þá em að- standendur sem vilja reyna að koma í veg fyrir slíkt eins og eðli- legt er. I mörgum tilfellum getur viðkomandi verið á bil og lítið sem ekkert vitað hvar á að leita hans fyrr en bíllinn finnst. Fólk sem fer úr landi Jónas segir aö oft hafi fólk sem saknað er farið úr landi - gjarnan á öðru nafni. „Þá er oft ekkert annað en timinn sem vinnur með okkur og í flestum málum gerir hann það þegar upp er staðið og viðkomandi kemur fram,“ segir Jónas. En þá kemur hin skelfilega bið hjá að- standendum, óvissan magnast og engin svör verða til. „Stundum líður vika. Sumir hafa ekki heyrt í sínum í mánuð. Þá höf- um við fundið viðkomandi eða get- að „staðsett" hann. Við höfum þær skyldur að upplýsa aðra ekki um verustaði þeirra sem vilja vera í friði. Það er ekki saknæmt að fara huldu höfði eða fela sig nema að flýja undan einhverju, t.d. ákæru eða einhverjum saknæmum verkn- aði. Ef við vitum af einstaklingi sem hefur verið saknað í góöu lagi þá hvetjum við hann til að hafa sam- band við ættingja sína - meira meg- um við ekki,“ segir Jónas og vísar í persónufrelsið og einkalíf. Jónas segir ljóst að margur hafi fengið misvel úthugsaða hugmynd og framkvæmt hana en án þess að athuga hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir aðra. Kubba vantar í púsluspiliö Þekkt varð í sumar þegar italsk- ur ferðamaður, David Paita, hvarf í Eyjafirði - annar tveggja er- lendra ferðamanna sem óupplýst er um á síðasta áratug, samkvæmt upplýsingmn lögreglu. Raunar var hinn maðurinn einnig ítali en hann varð viðskila við hóp og var talinn hafa fallið í Hvítárgljúfur við Gullfoss. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, seg- ir að í raun sé merkilegt að ekki skuli fleiri erlendir ferðamenn hverfa hér á landi og raun ber vitni. „Kannski má segja að „sam- tryggingakerfið“, t.d. á milli skála- varða á hálendinu, virki vel. Þá er látið vita og kannað hvort fólk hafi skilað sér. Við erum gjaman þannig, íslendingar, að við viljum vita um afdrif okkar fólks og ann- arra,“ segir Daníel. Hann segir mál Davids Paita sérstakt. „Hvemig gat maðurinn gufað upp án þess að hægt væri að vita með fullri vissu um afdrif hans? Það vantar ýmsa kubba í púsluspilið til að myndin sé full- komin." - Hvað áttu við? „Það vantaði upplýsingar um hvemig maðurinn fór á milli Ak- ureyrar, þar sem hann sást síðast, og Grenivíkur. Enginn hefur gefið sig fram um að hafa ekið mannin- um til Grenivíkur. Hugsanlega hefur það verið ítali á tjaldstæði sem var á bil eða einhver annar ferðamaður sem ekki vissi að Dav- ids hefði veriö saknað þegar til þess kom. Hins vegar er talið að David hafi farið eftir þetta út fyrir Látra á Látraströnd norðarlega á austan- verðum Eyjafirði. En allt byggist þetta á ákveðnum likum,“ segir Daníel. Og við spyrjum: Varð slys, var það sjálfsvíg, var honum banað, villtist hann eða ...? Hve oft sem við förum yfir þetta, aftur og aftur, þá verður málið óleyst og jafnvel jafn óvist um af- drif þess horfna og þegar af stað var farið í upphafi. -Ótt Skólastarf í Byrginu Kennsla hefst að nýju í endurhæf- ingasambýli Byrgisins í Rockville í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suð- umesja í Keflavík. Á haustönn eru 18 nemendur í endurhæfingarmeð- ferð skráðir til náms og verða kenndir fjórir áfangar; íslenska, stærðfræði, enska og samfélags- fræði. Skólinn er mikilvægur hluti af endurhæftngu skjólstæðinganna en flestir þeirra eru án framhalds- menntunar og um fimmtungur hef- ur ekki lokið grunnskólaprófi. Dæmdur fyrir fjársvik Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akur- eyri hefur dæmt mann á fimm- tugsaldri í 2 ára skilorðsbundið fangelsi fyrir íjársvik. Mannin- um var gefið að sök að gefa út og nota innistæðulausan tékka í heild- verslun Valgarðs, í Nettó og í versl- uninni Úrvali á Dalvik. Ákærði var dæmdur í 30 daga fangelsi en fulln- ustu dómsins skal fresta og hún falla niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð. Athuga réttarstöðu Bæjarráð Bolungarvíkur hefur fjallað um beiðnir til formanns matsnefndar eignarnámsbóta, Helga Jóhannessonar, þar sem óskað er endurupptöku vegna úrskurðar ( mats á þeim fasteignum i Bolungar- vík sem talið er að fari undir snjó- : flóðavamargarð. I bréfi matsnefnd- ar eignarnámsbóta kemur fram að matsnefndin hafnar endurupptöku og tilkynnir að afskipti matsnefndar af málunum sé endanlega lokið. Einnig var lagt fram bréf Kristins Bjarnasonar hrl., er varðar eignar- nám fasteignanna Dísarlands 2 og 10, Bolungarvík. Bæjarráð sam- þykkti að leita álits bæjarlögmanns á réttarstöðu bæjarsjóðs gagnvart Ofanflóðasjóði og afla skýringa og skilgreiningar á svari umhverfis- ráðuneytisins. Skíðamaður styrktur Skíðafélag Dal- víkur hefur unn- ið að þvi að mynda stuðn- 1 ingshóp sem gera skíðamanninum Björgvini Björg- í vinssyni mögu- legt aö stimda ; íþrótt sína af kappi i vetur. Björgvin Björgvins- son, skíðakappi frá Dalvík, sem er 22 ára, hefur náð góðum árangri í íþrótt sinni hin síðustu ár. Sökum i mikils kostnaðar hafði hann íhugað að hætta á skíðum þegar skíðafélag- ið hafði forgöngu um að mynda stuðningshópinn. Þeir sem þegar hafa ákveðið aö vera bakverðir hans eru Sparisjóður Svarfdæla, Fiskmiðlun Norðurlands og Sæplast. Björgvin segir líklegt að hann taki þátt i fyrsta heimsbikar- mótinu í vetur. -GG/aþ Leifsstöð - algengasta útgönguhlið Islendinga til annarra landa. Margur hefur fariö hér í gegn án þess aö láta aöstandendur vita - hafa ákveöiö aö láta sig hverfa og gjarnan undir fölsku nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.