Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Síða 9
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
DV
9
Fréttir
Öflugir bogar
á viö riffla
- hafa verid adgengilegir hverjum sem er; en ekki lengur
Eins og öflugur riffill
Erlendis eru bogar af þessu tagi m.a. notaðir til þess að fella bjarndýr. Ekki
þarf hins vegar skotvopnaleyfi til þess að eignast slíkt vopn hér á landi.
Eins og greint var frá í DV í gær
eru þröngar skorður settar við því
hér á landi hvers konar skotvopn
menn geta keypt sér. Fyrirfram
hefðu til dæmis margir ætlað að
heimilt væri að eignast skamm-
byssu rétt eins og haglabyssu eða
riffil, svo fremi sem aflað væri til-
skilinna leyfa og réttinda, en svo er
alls ekki. Skammbyssur eru alfarið
bannaðar nema þær séu sérhannað-
ar til íþróttaiðkunar og kaupandinn
sýni fram á að hann stundi æfmgar
hjá viðurkenndu íþróttafélagi.
En til eru fleiri vopn en byssur
hvers konar. Hér á landi eru til
dæmis seldir bogar sem eru álika
öflugir og öflugustu leyfilegu rifflar.
Og til að kaupa slikt vopn hefur
hvorki þurft að framvísa skotvopna-
leyfi né neinum öðrum pappírum.
Annar hluti
í gegnum frystigám
Lásbogar eru bannaðir með öllu,
en það sem hér um ræðir eru svo-
kallaðir „trissubogar" með allt að 70
punda togkrafti. Öm Hjálmarsson í
Útilífi segist vita til þess að stálodd-
ur hafl verið settur á ör og henni
skotið úr boga af þessu tagi á frysti-
gám af löngu færi. Aflið var slíkt að
örin fór í gegnum hlið gámsins.
„Það þarf ekki skotvopnaleyfi til
þess að kaupa svona boga - það er
bara miðað við sextán ára lág-
marksaldur," segir Örn og bætir við
að hann telji þetta ófært ástand,
enda sé um að ræða stórhættulegan
búnað. Hann segir Útilíf hafa fengið
leyfi hjá Ríkislögreglustjóra til að
flytja bogana inn með því fororði að
þeir yrðu bara notaðir til skotæf-
inga á sérstökum æfmgarsvæðum
innanhúss.
Bogamir eru framleiddir sem
veiðibogar þótt hér á landi megi
ekki nota þá nema til æfrnga. „Við
seljum ekki örvar meö veiðioddum
og flytjum þær aldrei inn,“ segir
Öm.
„Við höfum þcurn háttinn á að við
skráum kennitölu kaupandans og
númer hvers boga. Kaupandinn ber
ábyrgð á boganum og má ekki lána
hann. Stundum kaupa foreldrar
boga fyrir börn sín yngri en sextán
ára og þá skráum við foreldrana
sem ábyrgðarmenn.“
Umdeilt
Ólafur Vigfússon í Veiðihominu
segist ekki selja þessa boga og gagn-
rýnir lélegt eftirlit með sölu þeirra.
„Það virðist ekki þurfa að fá leyfi
fyrir þessum bogum, en þeir eru á
við stærstu riffla og duga til að
deyða stærstu veiðidýr af löngu
færi. Hér eru því stórhættuleg verk-
færi á markaðnum sem lítið eftirlit
er með. Menn virðast ekki þurfa
skotvopnaleyfi fyrir þessum bogum
og mér frnnst vanta eftirlit með sölu
á þeim,“ segir Ólafur.
Reglum ekki fylgt
Ef aðeins er litið á sjálf vopnalög-
in er skilningur þeirra Amar og
Ólafs hárréttur. í lögunum er hvergi
getið um að nokkurt einasta leyfl
þurfl til að eiga örvarboga. Sam-
kvæmt lögunum eru raunar lásbog-
ar, langbogar og önnur slík vopn al-
veg bönnuð. En eins og víðar í
vopnalögunum er gerð undantekn-
ing: Bannið á ekki við um boga sem
ætlaðir eru til æfmga eða keppni í
bogflmi.
En nú eru bogamir sem fást i Úti-
lífi ekki sérhannaðir fyrir iðkun
bogflmi. Þvert á móti em þeir fram-
leiddir sem veiðibogar. Engu að síð-
ur fékkst leyfi hjá Ríkislögreglu-
stjóra til að flytja þá inn.
Kannski var leyfið veitt með hlið-
sjón af því sem kemur ekki fram í
lögunum heldur í reglugerð um
skotvopn og skotfæri. Þar eru nefni-
lega strangari ákvæði en í lögunum.
Þar segir að engum megi selja örv-
arboga nema með leyfi lögreglu-
stjóra og að áður en lögreglustjóri
veitir slikt leyfi skuli hann ganga úr
skugga um að kaupandinn stundi
æfingar eða keppni í bogfimi hjá
íþróttafélagi sem er aðili að Iþrótta-
sambandi íslands.
Ljóst er að ekki hefur verið farið
eftir þessum reglum hingað til, en
Öm Hjálmarsson segir að það verði
gert; héðan í frá fái enginn að kaupa
boga nema hafa fengið til þess leyfi
hjá lögreglu.
Siðferöið mest um vert
Snorri Siguijónsson hjá embætti
ríkislögreglustjóra segist telja að
skerpa þurfi á ákvæðum vopnalaga
hvað þessa boga varðar.
Sem dæmi má nefna að í lögunum
er hvergi fjallað um æfingaskot-
svæði fyrir boga, þótt hugsanlega
megi yfirfæra ákvæði laganna um
æfingasvæði fyrir skotvopn yfir á
boga - og raunar hefur æfingasvæði
íþróttafélags fatlaðra, sem er eina
félagið sem stundar bogfimi, verið
yfirfarið af lögreglu.
Annað dæmi er að hvergi er að
fmna í lögum eða reglum ákvæði
um geymslu eða meðferð þessara
vopna, eins og er um skotvopn. Það
virðist með öörum orðum hægt að
geyma þau inni í skáp eins og hvert
annað leikfang. (Bogar þessir falla
raunar i sama yfirtollflokk og leik-
fong og íþróttatæki!)
Dæmi er um að ölvaður maður
hafi ógnað almenningi og lögreglu
með boga og ljóst að við slíkar að-
stæður er mikil hætta á ferðum.
Öm Hjálmarsson segist líka vita til
að slys hafi orðið við meðferð
þeirra, enda má lítið út af bregða til
þess að örin fljúgi í allt aðra átt en
til stóð.
Snorri Sigurjónsson segir að þótt
skerpa mætti á reglunum sé alveg
ljóst að ekki megi selja neinum
boga sem ekki hefur leyfi til
kaupanna frá lögreglu og stundar
sannanlega æfingar hjá viður-
kenndu félagi.
Hann bætir líka við að þótt lög og
reglur þurfi að vera í lagi sé ekki
síður mikilsvert að byggja upp gott
siðferði varðandi umgengni og með-
ferð vopna - og sér virðist að það
hafi tekist ágætlega. -ÓTG
Grikkir fá einkarétt á fetaostum
- óvíst hvort ákvörðunin gildir hér
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur ákveðið að ost megi
ekki auðkenna sem fetaost nema hann
sé framleiddur í tilteknum héruðum í
Grikklandi. Þetta er liður í viðleitni
ESB til að vemda framleiðslu sem
telja má til sérkenna tiltekinna land-
svæða en feta-osturinn á sér meira en
sex þúsund ára hefð í Grikklandi.
Hann nýtur því sömu vemdar og
kampavínið frá Champagne-héraði í
Frakklandi, svo að dæmi sé tekið.
Grikkir hafa sótt málið fast í meira
en áratug. Danir eru hins vegar æva-
reiðir, enda framleiða þeir árlega um
þrjátíu þúsund tonn af fetaosti, aðal-
lega til útflutnings. Þeir hafa nú fimm
ár til að fmna framleiðslu sinni nýtt
Fetaostur
Hinn eini sanni samkvæmt ákvörðun
Evrópusambandsins
nafn en hafa raunar hug á að fá niður-
stöðunni hnekkt fyrir dómstólum.
Hvorki utanrikis- né viöskiptaráðu-
neyti gátu kveðið upp úr um hvort
ákvörðun framkvæmdastjómarinnar
gilti á Evrópska efhahagssvæðinu og
þar með á íslandi. Hér á landi eru
framleidd um eitt hundrað tonn af
fetaosti á ári í Mjólkursamlaginu í
Búðardal. Sigurður Friðjónsson mjólk-
ursamlagsstjóri segir að þar á bæ hafi
menn sofið rólegir vegna þessa máls.
„Ég býst ekki við að þetta hafi
áhrif á okkur en það er þó ekki úti-
lokað. Ef svo er reynum við að finna
annað fallegt og gott nafn á ostinn og
kynna það rækilega þannig að neyt-
endur flnni okkur,“ segir Sigurður og
bætir við að fetaostur njóti feikn-
arlegra vinsælda hjá landanum um
þessar mundir. -ÓTG
Malcolm kl. 23.00 §§J
Will & Crace kl. 23.30 lÉI