Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 5.063 m.kr. Hlutabréf 1.552 m.kr. Húsbréf 1.393 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ! 0 Straumur 1.035 m.kr. : f'i Pharmaco 105 m.kr. © Sjóvá-Almennar 72 m.kr. MESTA HÆKKUN O Rugleiðir 2,5% ■ Q Marel 2,2% | © Bakkavör 1,9% MESTA LÆKKUN © Þróunarfélagið 1,2% Q Búnaðarbanki 0,8% ©íslandsbanki 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.324 - Breyting 0,33% Hraðfrystihús Eskifjarðar: Kaupir kvóta í Grindavík Hraöfrystihús EskiQarðar hf. hef- ur gert framvirkan kaupsamning um kaup á Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í Grindavík.ÝSamningurinn hefur verið samþykktur og undirrit- aður í stjórnum félaganna, og mið- ast við 2. september 2003, eða viö næstu „kvótaáramót“.ÝStærstu eignir keyptra félaga eru fiskveiði- heimildir sem nema 1.357.111 þorskígildum, miðað við núgildandi úthlutun aflaheimilda, ásamt bátn- um Þorsteini GK-16.ÝÁætlað er að rekstur hinna keyptu félaga falli í framhaldi inn í rekstur Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf.ÝHeildarverð- mæti samningsins er um 1.300 millj- ónir.ÝEiginfjármögnun samnings- ins er áætluð á miili 30%-35%. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar íslands að markmið Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. með kaupunum sé að skjóta styrkari stoðum undir hráefnisöflun félags- ins og efla reksturinn til framtíðar. Greiðsluþrot vof- ir yfir Brasilíu Ríkissjóður Brasiliu á nú í mikl- um erfiðleikum að því er virðist að standa í skilum á ríkisskuldabréf- um á gjalddaga. Þetta endur- speglar það óvissuástand er nú ríkir á ijár- málamarkaði þar í landi fyrir síðari umferð for- setakosninga, en svo virðist sem stórir erlendir fjárfestar óttist nú að sama ástand skapist í landinu og í Argentínu fyrr á árinu þegar ríkis- sjóður varð í raun gjaldþrota. Ríkissjóður Brasilíu skuldar nú andvirði 300 milljarða bandaríkja- dala og bara í þessum mánuði voru andvirði 7 milljarða á gjalddaga. Hingað til hefur mestur hluti upp- greiðslna verið endurfjármagnaður með nýrri útgáfu og hafa bankar í landinu, einkum útibú erlendra risabanka verið helstu kaupendur ríkisbréfa.ÝÞeir hafa nú veriö að minnka skuldabréfastöður sínar og með minnkandi eftirspurn hefur ávöxtunarkrafa rokið upp úr öllu valdi. Þannig er ávöxtunarkrafa á helsta markflokki ríkisbréfa sem ber átta prósenta vexti og er á gjald- daga 2014 kominn upp í 26% og hef- ur því nafngengi bréfa lækkað um tæpan helming frá þvi í mars. Stjórnmálabaráttan í landinu hefur einnig orðið til að auka tortryggni er- lendra fjárfesta einkum vegna þess að Lula da Silva, frambjóðanda Verka- mannaflokksins, er spáð sigri i síðari umferð forsetakosninganna sem fram fara 27. október. Haldið hefur verið á loft ummælum hans um að Brasilíu- menn eigi að fara að fordæmi Argent- ínumanna og hætta að greiða ríkis- skuldir tímabundið. Brasilía er stærsta hagkerfi Suður-Ameríku og hefði efnahagslegt öngþveiti þar víð- tæk áhrif á efnahagslíf allrar álfunn- ar. Þá er ljóst að erlendir bankar fengju umtalsverðan skell, einkum portúgalskir og spænskir, en þeir síð- amefndu urðu einnig illa úti þegar fjármálakerfið í Argentínu lamaðist. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöið Ný greining á Granda Greining Islandsbanka gaf í gær út nýja greiningu á Granda. Nið- urstaða verðmats gefur gengið 5,4, sem er lítið eitt undir siðasta við- skiptagengi bréfa Granda í Kaup- höll íslands og í lægri mörkum fyrra útistandandi verðmats. Greining ráðleggur markaðsvog- un á hlutabréfum Granda. Þetta kom fram í Morgunkorni íslands- banka í gær. Eins og fram hefur komið benti margt til þess að Grandi og HB myndu renna saman. Þar sem sú sameining virðist úr sögimni hafa vaknað spurningar um stöðu Granda og þá stefnu sem félagið mun marka sér. „Eins og Greining ÍSB hefur bent á er það verð sem Eimskip greiðir fyrir HB nokkuð hátt og umtalsverð hagræðing skilyrði fyrir því að sjóðstreymi til framtíðar standi undir því verði. Greining ÍSB hefur lýst efa- semdum sínum um að sú hagræð- ing náist a.m.k. til skemmri tíma litið og gildir það hvort sem um hefði verið að ræða kaup-Granda eða Eimskips á eignarhlut í HB á þvi verði sem um var að ræða,“ segir í Morgunkomi. Þar kemur enn fremur fram að að mati Greiningar sé líklegt að Grandi muni á næstu árum leitast eftir þvi að stækka með samein- ingu við önnur félög. I sjávarút- vegi um heim allan hafa einingar verið að stækka og óskráð félög hafa sótt á markað. Fram kemur að Greining meti sem svo að Grandi sé í nokkuð vænlegri stöðu til þess að stækka með þess- um hætti. Seljanleiki bréfa Granda sé einn hinn mesti í sjáv- arútvegi í Kauphöll Islands, fjár- hagsleg staða félagsins er sterk og eiginfjárhlutfall hærra en annarra skráðra sjávarútvegsfyrirtækja. Þá eru um 5,7% hlutafjár félagsins í eigu þess sjálfs sem auðveldar sameiningu við annað fyrirtæki með skiptum á hlutabréfum. „Á hinn bóginn má segja að af- koma Granda undanfarin ár gefi til kynna aö félagið sé ágætlega í sveit sett eins og það er. Sterkur efnahagur gerir það að verkum að félagið er í betri stöðu en flest önnur til þess að greiða út arð til hluthafa, eða færa niður hlutafé til samræmis við kaup félagsins á eigin bréfum. Þannig er það mat Greiningar ÍSB að stjórnendur Granda ættu jöfnum höndum að íhuga slikar leiðir við að auka hag hluthafa eins og velta fyrir sér sameiningum við önnur fyrirtæki sem yrðu dýru verði keyptar," segir í Morgunkorni. Verðbólga á Islandi um miðjan hóp í EES Dregst saman Þar kemur jafnframt fram aö hratt dragi saman meö íslandi og viðmiöunar- löndum í EES og sé ísland dottiö af toppnum sem sé ánægjuleg þróun. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum fyrir september hefur verið birt og hækkaði hún um 0,4%. Samsvarandi hækkun hér á landi var örlitlu meiri en hún nam 0,5%. Þá er tólf mánaða verðbólga enn þá öllu hærri hér á landi en á EES-svæðinu i heild en þar var hún 1,9% að meðaltali. Á evru- svæðinu reyndist verðbólga 2,1% eða aðeins yfir verðbólgumark- miði Seðlabanka Evrópu en hér á landi var verðbólga á þennan mælikvarða 3,2%. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Þar kemur jafnframt fram að hratt dragi saman með íslandi og viðmiðunarlöndum í EES og sé ís- land dottið af toppnum sem sé ánægjuleg þróun. „Raunar á fjöldi þjóða i Evrópu í meiri erfiðleikum með verðbólgu en íslendingar, þannig var tólf mánaða verðbólga á írlandi 4,5%, í Portúgal var hún 3,8%, á Spáni er hún 3,5% og Grikkir og Hollendingar eru á svipuðum slóðum. Verðbólgu- þrýstingur er hins vegar lítill sem enginn á Bretlandi og í Þýskalandi en þar mælist tólf mánaða verð- bólga nú 1,0%,“ segir í Morgun- punktum. Verðbólgustigið í hærri löndun- um útskýrir að nokkru leyti þá tregðu sem hefur verið innan Seðlabanka Evrópu að lækka vexti frekar en orðið er, en þeir standa nú í 3,25%. Þannig má segja að verðbólga á jaðri Evrópu haldi vöxtum uppi í Evrópu á kostnað stærsta hagkerfisins, en í Þýska- landi gerast kröfur um vaxtalækk- un til að örva hagvöxt æ háværari. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að bera stýrivexti í Evrópu saman við hérlenda. Hér á landi er verðbólga á hraðri niðurleið og spáir Seðlabanki íslands því að hún verði 2,1% yfir árið, en gert er ráð fyrir svipaðri niðurstöðu inn- an myntbandalagsins. Hagvaxtar- spá er mjög hógvær hér á landi fyrir næsta ár eða 1,5% samkvæmt nýrri þjóðhagsspá og eru spár fyr- ir stærri ríki Evrópusambandsins á svipuðum nótum að Þýskalandi undanskildu þar sem hagvöxtur verður eitthvað lakari. Miðað við þessar svipuðu rammaaðstæður er athyglisvert að sjá að stýrivextir eru svo til nákvæmlega tvöfalt hærri hér á landi. Gert ráö fyrir lækkun olíuverðs Verð á olíu hefur haldið áfram að sveiflast í kringum það gildi sem var við síðasta fund OPEC-rikjanna og var við lokun markaða á mið- vikudag í 28,82 dollurum á tunnu. Endurspeglar þetta að hluta til þá óvissu sem ríkir á þessum markaði sem og öðrum vegna hugsanlegs striðsrekstrar undir forystu Banda- rikjamanna í írak. Væntingar markaðsaðila um þróun olíuverðs næsta árið má lesa í verði á fram- virkum samningum með olíu og ef marka má þær tölur þá er verð- lækkunar að vænta innan skamms og gert er ráð fyrir að stríðsálag, sem talið er liggja á bilinu 5-7 doll- arar á tunnu, gangi að mestu til baka. Næsti fundur OPEC-ríkjanna er fyrirhugaður 12. desember. Skipting síldarkvótans: Samkomulag náðist ekki Ekki náðist samkomulag um skiptingu aflaheimilda úr norsk-ís- lenska síldarstofnsins á fundi sendi- nefnda íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins í St. Pétursborg í vikunni. Á fundin- um settu Norðmenn fram kröfur um breytta skiptingu aflaheimilda, sem hafa í fór með sér stóraukna hlut- defld þeirra í veiðunum, en að sama skapi verulegan samdrátt í íslensk- um aflaheimOdum. Stefnt er að því að halda annan fund í Lundúnum um miðjan nóvember. Samningurinn um skiptingu afla úr norsk-íslenska síldarstofn- inum er frá árinu 1997 en i honum er kveðið á um að 57% kvótans komi 1 hlut Noregs, 15% í hlut ís- lands, 13% í hlut Rússlands, 9% í hlut Evrópusambandsins og 5% í hlut Færeyinga. í umræöunum studdi íslenska sendinefndin tO- lögu ráðgjafanefndar Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins um að heOdar- aflinn á árinu 2003 yrði 710.000 tonn. Kvótinn er nú 850 þúsund tonn. NOTAÐAR VINNUVÉLAR AM-243 Fiatagri 140-90 traktor 140 hp, 3600 vst., 4x4. Frambúnaöur og framdrif. Skriögír. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.