Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Qupperneq 17
16
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
DV
Utgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift:
Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaids.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Lœkkun vaxta
í áttunda skiptið á þessu ári hefur
Seðlabankinn ákveðið að lækka stýri- |§§
vexti og í þetta sinn um 0,3% frá og
með komandi þriðjudegi. Frá áramót-
um hefur bankinn lækkað vexti um
3,3% og um 4,6% síðustu 18 mánuði.
Að öðru óbreyttu má reikna með að
vextir haldi áfram að lækka á komandi mánuðum.
Þróun verðlags að undanförnu hefur verið i takt við vænt-
ingar Seðlabankans sem hægt en örugglega hefur haldið áfram
á braut vaxtalækkunar. Aukinn slaki á vinnumarkaði hefur ýtt
enn frekar undir vaxtalækkun en atvinnuleysi hefur verið að
aukast hér á landi síðustu mánuði. Þá er ljóst að hagvöxtur á
næsta ári verður nokkuð minni en reiknað var með og því enn
frekari forsendur fyrir lægri vöxtum.
Stjórnun peningamála hefur verið skynsamleg þó DV hafi
haldið því fram að Seðlabankinn hafi tekið of seint við sér við
lækkun vaxta. Alltaf er hægt að deila um það hversu mikið og
hversu hratt lækka eigi vexti. Lægri vextir gefa fyrirtækjum
hins vegar aukið svigrúm til framsóknar og eru ein besta kjara-
bót sem skuldsett heimili landsins eiga völ á. Þegar saman fer
aðhaldssöm peningamálastjórn og hófsemd viö stjórnun ríkis-
fjármála er von til þess að íslenskum þjóðarbúskap vegni vel.
Fjárlagafrumvarp Geirs H. Haarde fjármálaráðherra fyrir kom-
andi ár er sett fram af hyggjuviti og meira aðhaldi en búast
hefði mátt við. Eina hættan er sú að þingmenn - í aðdraganda
kosninga - vinni skemmdarverk á frumvarpinu með fjáraustri
í gæluverkefni.
Mistök sjálfstceðismanna
Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi hafa ákveðið að halda
ekki prófkjör til að velja frambjóðendur fyrir komandi alþing-
iskosningar. Engin málefnaleg rök eru fyrir þeirri ákvörðun.
Hitt er greinilegt að verið er að slá skjaldborg um sitjandi þing-
menn kjördæmisins og ekkert hefur komið fram um endurnýj-
un á framboðslista.
Auðvitað kunna þær aðstæður að skapast að rétt sé að halda
ekki prófkjör. Þannig kann það að vera auðveldara að tryggja
endumýjun - sækja nýja liðsmenn með nýjar hugmyndir - á
framboðslista með beinni uppstillingu og án prófkjörs. Rökin
gegn prófkjöri verða hins vegar ekki sett fram vegna löngunar
þeirra sem í forystu eru til að vernda sitjandi þingmenn og
tryggja óbreytt ástand.
Prófkjör hafa alla tíð verið umdeild, enda aöeins ein aðferð
af mörgum fyrir félaga í stjórnmálaflokki til að velja sér fram-
bjóðendur fyrir kosningar. Prófkjör hafa hins vegar yfirleitt
reynst sjálfstæðismönnum á Reykjanesi vel, en langflestir íbú-
ar hins nýja suðvesturkjördæmis tilheyrðu áður Reykjaneskjör-
dæmi. Fyrir kosningar til Alþingis árið 1999 var haldið gríðar-
lega fjölmennt prófkjör sem sýndi þann kraft sem í Sjálfstæðis-
flokknum getur búið. Sá kraftur verður ekki leystur úr læðingi
að þessu sinni.
Hagstœð viðskipti
íslendingar töpuðu vissulega illi-
lega fyrir Skotum í landsleik þjóð-
anna í knattspyrnu um síðustu helgi,
en samt sem áður uppskárum við ríf-
lega. Um 2.500 Skotar sóttu landið
heim í tilefni af landsleiknum og má
ætla að tekjur íslendinga af þeim hafi
ekki verið undir 180 milljónum króna, eins og greint var frá hér
í DV síðastliðinn þriðjudag..
Þannig geta íþróttir skipt verulegu máli og augljóst að skyn-
samlegt er fyrir fyrirtæki að fjárfesta enn frekar í íslensku af-
reksfólki. Uppskeran gæti orðið ríkuleg eins og dæmin sanna.
Óli Björn Kárason
&
17
H>V
Skoðun
Er þetta stöðugleikinn, Davíð?
Ásgeir
Friðgeirsson
ritstjóri og
frambjóöandi
Kjallari
Davíð Oddsson lagði
þunga áherslu á stöðug-
leika efnahags í kosning-
unum 1999. Hann hvatti
almenning til að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn þar
sem honum væri einum
treystandi til að viðhalda
því stöðuga ástandi sem
verið hafði í efnahagsmál-
um á árunum þar á undan.
Davíð hvatti fólk til að taka ekkert
mark á Össuri Skarphéðinssyni sem
benti á blikur á lofti sem birtust í
vaxandi viðskiptahalla. Niðurstöður
kosninganna voru þær að kjósendur
tóku frekar mark á Davíð en Össuri.
Því miður - getum við núna sagt.
Þróun mála á því kjörtímabili sem
senn er á enda staðfesta ábyrg við-
vörunarorð Össurar. Já, því miður
fyrir íslenskt viðskiptalíf, því miður
fyrir greiðendur húsnæðislána og
þvi miður fyrir islenskan almenning.
Fyrirheit og efndir
Mikilvægt er að halda til haga
hvernig fyrirheit Davíðs um stöðug-
leika hafa verið efnd. Hér skulu fá-
einir mælikvarðar lagðir á þróun
efnahagsmála frá því kosið var um
stöðugleikann vorið 1999. Skoðum
fyrst þróun raungengis íslensku
krónunnar.
Genginu var haldið uppi af stjórn-
völdum fram til ársins 2000. Styrking
krónunnar í árslok 1999 var blekking
sem gerði niöursveifluna árið 2001
enn dýpri. Sú jákvæða fjármuna-
Breytingar á raungengi krónunnar 1999 - 2002
Ársfjórdungar
greiðslubyrði einstak-
linga og fyrirtækja þá
rífur efnahagsstjóm-
un af þessu tagi upp
almennt neysluverð
enda hefur verðbólgan
sveiflast upp og niður
á kjörtímabilinu.
Það er mikilvægt að
halda þessum stað-
reyndum til haga því
kjósendur hljóta að
krefja Davíð Oddsson,
forsætis- og efnahags-
málaráðherra, svara:
„Efnahagssveiflumar voru
heimatilbúnar - dráttur-
inn á að leiðrétta skrán-
ingu krónunnar voru mis-
tök við stjómun efnahags-
mála sem forsœtisráðherra
ber ábyrgð á.“
Er þetta stöðugleikinn, Davíð, sem
þú gafst fyrirheit um 1999? Sá þáttur
efnahagsmála sem varla nokkuð hef-
ur sveiflast á kjörtimabilinu eru
vextir - þeir hafa bara hækkað.
Heimatilbúin efnahagslægð
Sannleikurinn er sá að sveiflur
þessar voru ekki nema að litlum
hluta vegna ytri aöstæöna. Stjóm-
völd geta ekki kennt um aflabresti og
efnahagssveiflan á Vesturlöndum
skýrir aðeins hluta þess óstöðugleika
sem hér hefur verið. Þessar sveiflur
voru heimatilbúnar - dráttin-inn á að
leiðrétta skráningu krónunnar voru
mistök við stjómun efnahagsmála
sem forsætisráðherra ber ábyrgð á.
Flestir þeir sem reka heimili eða
fyrirtæki vita hvaða áhrif þessar
sveiflur hafa á viðkvæman rekstur.
Þeir velta trúlega vöngum núna yfir
því hver fyrirheit Davíðs verða í
kosningunum í vor. Og þeir munu ef-
ast um efndirnar.
myndun sem var í landinu fram til
ársins 2000, sem átti að stórum hluta
skýringu að leita í erlendum lántök-
um og olli þenslu þessara ára, var til
komin vegna gengisblekkingar.
Þróun viðskiptajöfnuðar kjörtíma-
bilsins og greiðslujöfnuðar, sem sýn-
ir beinar fjárfestingar, sýnir sama
óstöðugleika. Sveiflur viðskiptjöfn-
uðar nema 20-25 milljörðum króna -
niður og upp aftur á 12 til 18 mánuð-
um og beinar fjárfestingar sveiflast
um 5 til 15 milljarða á milli árshelm-
inga.
Vextir hafa bara hækkað
Fyrir utan þau áhrif sem sveiflur
sem þessar hafa á vexti og lána-
Greldslu 10.000 -| jöfnudur -beinar fjárfestingar 1999 - 2002
J 5 000 A A A
;g -5.000 - 5 -10.000- —VWv—
-15.000 - Ársfjórðungar
Offramboð á Þjóðviljaritstjórum
Asgeir Hannes
H ® Eiríksson
verslunarmaður
Nýr hópur mannkynsfrels-
ara er aö kveðja sér
hljóös í stjórnmálum
landsins meö ritninguna í
annarri hendi og Þjóðvilj-
ann í hinni.
Hver ritstjóri Þjóðviljans á fætur öðr-
um boðar komu sína og endurkomu á
framboðslista Samfylkingar í Reykja-
vík og sér ekki fyrir endann á því fiam-
boði eða offramboði. Að vísu fer Svavar
Gestsson enn þá huldu höfði um lendur
NATÓ-rikja og Ámi Bergmann hefur
öðrum hnöppum að hneppa á hjólhest-
inum sínum heima fyrir.
Veturinn leiðir í ljós hvort ritstjór-
amir hyggjast frelsa þjóðina með gott
orð á vör og Karl Marx í hjarta eða
Kommúnistaávarpið á vör og guðspjöll-
in glósuð á mannsjettuna. Sinnaskipti
gamalla Sovétíslendinga innan um
kristilegu kærleiksblómin vekja alltént
vangaveltur bæði fyrir og eptir predik-
un.
Grjótkast og Gullrassar
Lætur Flokkur Þjóðviljaritstjóra sér
nægja að setjast á Alþingi eða grýta
þeir þinghúsið f leiðinni eins og í gamla
daga? Lætur Flokkur Þjóðviljaritstjóra
útgáfústyrkiim frá Alþingi duga eða fá
þeir áfram Rússagullið fiá Moskvu eins
og í gamla daga? Gefúr Flokkur Þjóð-
viljaritstjóra flokknum sinum mismun-
inn á þingfararkaupi og lægsta Dags-
brúnartaxta eins og í gamla daga eða
halda þeir áfram að venda sínu kvæði í
kross?
Þegar Brynjólfúr Bjamason eldri
settist á þing fyrir Kommúnistaflokk-
inn sem seinna breiddi yfir nafn og
númer og varð Sósíalistaflokkur og síð-
ar Alþýðubandalag, en er núna bara
Samfýlking með nýrri kennitölu, slógu
„íslendingar hafa einstakt langlundargeð þegar öfgafólk á í hlut og sérstaklega
vinstri öfgafólk ... Fyrirgefningin er hjartað í kristilegu uppeldi íslensku þjóðar-
innar og vísast að bœði prestar og biskupar landsins sjái í gegnum fingur sér og
signi allan hópinn sýni Þjóðviljaritstjórar þjóð sinni iðrunarvott fyrir jólin. “
félagar Brynjólfs saman í ný sunnu-
dagaföt handa karlinum. Flokkur Þjóð-
viljaritstjóra er hins vegar sem klipptur
úr Kirkjuritinu.
íslenski kommúnistaflokkurinn tók
sig alvarlega allt fram á okkar daga þó
hann yrði bæði munaðarlaus og verk-
efnalaus við fall Berlínarmúrsins. Rit-
stjórar Þjóðviljans lögðu sig fram um
að koma íslensku þjóðinni undir ráð-
stjóm Sovétríkjanna og er hvert tölu-
blað fagur vitnisburður um þá þjóðholl-
ustu. Fjöldi Islendinga hefúr heimsótt
nýftjáls ríki Austur-Evrópu og þeim
rennur kalt vatn á milli skinns og hör-
unds við þá tilhugsun að draumar Sov-
étíslendinganna á ÞjóðvOjanum hefðu
getað ræst á íslandi.
Veraldarlán íslendinga er ekki bara
fólgið í vamarsamstarfi NATÓ-ríkj-
anna og öðrum vettvangi friðar heldur
fyrst og fremst að kirkjudeildir Vestur-
Evrópu stóðu alla tíð vörð um kristi-
legu gildin í hverju landi svo ásælni
kommúnista féll í grýttan jarðveg.
Kratar og kvaldir klárar
Sérstök ástæða er til aö óska kjós-
endum úr Alþýðuflokknum, sem enn þá
hýrast í Samfylkingunni, til hamingju
með liðsaukann. Hvar eru ritstjórar Al-
þýðublaðsins til húsa í dag þegar erfða-
fjandinn, Þjóðvilji, er klæddur og kom-
inn á ról með guðshjálp og sérstakri
guðshjálparstofhun? Sú var tíðin að Al-
þýðublaöið hélt úti frægu happdrætti
og krossgátu og Steinn Steinarr orti
soltinn og klæðlaus í blaðið enda var
fátt um kirkjulegt hjálpræði hjá
Sovétíslendingum í þá daga þegar
kbmmar hétu kommar en ekki Sam-
fylking og kratar voru kratar. I dag eiga
kratar ekki bót fyrir boruna á sér frek-
ar en mann í borgarstjóm og aðeins ör-
fáa menn á þingi. - Svo er komið flokki
Jóns Baldvinssonar, Héðins, Jóhönnu
Egilsdóttur, Vilmundar og Hannibals.
En þangað leitar klárinn sem hann
er kvaldastur og kratar halda áfram að
elta skottið á Samfylkingunni sem er
ekki á þeirra vegum heldur orðin happ-
drætti eða krossgáta í Þjóðviljanum
endurboma.
Svo sem vér og fyrirgefum..!
íslendingar hafa einstakt langlundar-
geð þegar öfgafólk á í hlut og sérstak-
lega vinstri öfgafólk. Sovétíslendingar
hafa notið þeirrar gæfu landsmanna
þótt aldrei hafi Þjóðviijaritstjórar beðið
Islendinga forláts á því að hafa viljað
kviksetja þjóðina í gúlagi Sovétsins.
Fyrirgefiiingin er hjartað í kristOegu
uppeldi íslensku þjóðarinnar og vísast
að bæði prestar og biskupar landsins
sjái í gegn um fingur sér og signi allan
hópinn sýni ÞjóðvOjaritstjórar þjóð
sinni iðrunarvott fyrir jólin.
sandkorn@dv.is
Enn harðlífi á Hálifaxvef
Netflakkarar flögra gjaman vítt og
breitt um heimasíður á „Internet-
inu“ og kennir þar margra grasa.
Fyrir nokkrum misserum þótti afia I
vega mörgum íslenskumælandi
Netnördum æöi gaman að klikka á
heimasíðu Skessuhorns þar sem gat að
líta allskemmtOegar fótboltalýsingar á
svokölluðum Halifaxvef. Voru þar oft teknar góðar risp-
ur upp báða kanta og miðju í senn og skorað oftar en
augu á festi svo tuðruræfillinn steinlá i netinu. Var þá
sama hvort Halifaxar fóru halloka eða ekki, alltaf stóð
Halifaxvefurinn keOcur með sínum mönnum. Síðan 9.
mars í vetur hefur þó aðeins mátt lesa um tómt harðlífi
á Hýrumel. Þar sem sagt var frá ómaklegum sigri
Skrúbbs (Shrewsbury), 3 -0, á heimaveUi þeirra, Hýru-
mel (Gay Meadow), gegn Föxum (Halifax). Frá þvi þessi
leikur fór fram hafa Netflakkarar ekki geta glaðst yfir
frekari tíðindum af hinum fræknu Föxum. Velta þeir
nú fyrir sér hvort á heimaslóðum vefsins í borgfirskum
sveitum sé étið eintómt skyr, því ekki er annað séð en
harðlífið standi enn...
Ummæli
ESB gætir hagsmuna
„Það er ljóst að þjóðir í miklu sam-
starfi á mjög mörgum sviðum eins og
í Evrópusambandinu eru líklegar tO
að taka meira tiUit hver tU annarrar
heldur en tU þjóða sem eru fyrir utan
slikt náið samstarf. Það að ESB sé
hart i horn að taka í samningavið-
ræðum við önnur ríki, eins og ísland,
sýnir einungis að ESB gætir vel hagsmuna aðUdar-
ríkja sinna. Þaö hlýtur að vera eitthvað sem við mynd-
um vUja ef við göngum 1 ESB.“
Ágúst Ólafur Ágústsson á heimasíöu sinni.
Foreldrar kenni börnunum
„Agaleysi í skólum getur vissulega verið vandamál,
en lagasetning um að böm eigi að hlýða foreldrum sín-
um breytir engu þar um. Það yrði aðeins skólabókar-
Berjast brœður
Vægi Breiðafjarðarferjunnar Baldurs fyrir ferðaþjón-
ustu í Barðastrandarsýslu er mikið. Þetta segir í áliti
Ferðamálafélags Barðastrandarsýslu tU nefndar sem
skipuð var tU aö meta framtíðarþörf á siglingum ferj-
unnar. Virðist
sem Ferðamála-
félagið hyggist
lýsa yfir stríði
við Einar Odd
Kristjánsson al-
þingismann og
Þórólf Hall-
dórsson, sýslu-
mann á Patreks-
firði, sem báðir eru harðir baráttumenn fyrir bættum
vegasamgöngum um Barðaströnd og Reykhólasveit.
Báðir vUja þeir fóma ferjunni Baldri gegn því að kraft-
ur verði settur í uppbyggingu vega meö heilsárssam-
göngur landleiðina í huga. Fróölegt verður því að fylgj-
ast með framvindunni og hvort Vestfirðingar muni, líkt
og í svo mörgum öörum málum, berast hér nmbyrðis á
banaspjótum...
jflfiiaÉBÉwisiattl
dæmi um lög sem enginn gæti framfylgt, enda er það
foreldra að kenna bömum að hlýða en ekki þingsins."
Úr leiöara Morgunblaösins
Auðveldast að jórtra
„Niðurstaða heimsmyndar nútímans er annaðhvort
sú að láta allt flæða þangað tO aUt verður jafn slétt og
feUt eða draga í efa þá hugmyndafræði að aUt skipti
jafn miklu máli. Fyrri niðurstaðan myndi líklega leiða
mann út í tóma nautnahyggju og maður gæti jórtrað
eins og belja það sem eftir er áhyggjulaus um það sem
kemur og fer, vitandi það að maður verður aUtaf sadd-
ur og sæU. Síðari möguleikinn brýtur í bága við þá
pólitísku rétthugsun að það megi möndla með aUa
skapaða hluti og aUir megi segja hvað sem þeim finnst
með hverjum þeim hætti sem þeim þóknast. Slík af-
staða skUar þeim sem hana taka líklega engu nema
erfiðleikum og andstreymi þannig að auðveldara er
auðvitað bara að jórtra." Hreinn Hreinsson á Kreml.is
Kostar krónu of lítið
Sigríöur Ásthildur
Andersen
lögfræöingur.
Veröhugmyndir manna
eru æöi misjafnar. Þaö
sem einum finnst sann-
gjarnt verð kann öörum
að finnast hreinasta okur.
Þetta er auðvitað eðli-
legt, enda þarfir manna
ólíkar. Jafnvel getur sami
maður metið hluti á mis-
jafnan hátt á mismunandi
tíma.
Þegar hins vegar skýtur upp koU-
inum hjá sumum sú hugmynd að
verð geti beinlínis verið of lágt hlýt-
ur maður að hrökkva við. Hvað er
það sem fær menn tU að sjá ofsjón-
um yfir of lágu verði? Og það jafnvel
menn sem virðast vilja berjast gegn
of háu verði.
Þeir sem þykjast vita hvað hlut-
irnir kosta kaUa það vist undirverð-
lagningu þegar verðið er of lágt að
þeirra mati. En undir hveiju skyldi
verðið vera? Jú, undir kostnaði þess
að framleiða vöruna, segja þeir, en
útskýra aldrei í framhaldinu hvað
það er sem ræður framleiðslukostn-
aði vöru. Þeir gefa sér það hins veg-
ar að það sé framleiðslukostnaður
sem ráði endanlegu verði vöru.
Því er þó ekki þannig varið. Það
eru auðvitaö væntingar neytenda,
það hvað þeir eru tObúnir tU að
borga, sem ræður endanlegu verði
vöru. I þessari grein er annars ekki
ætlunin að færa rök fyrir eðlUegri
skUningi manna á þessu atriði, held-
ur hitt að velta því upp hverra hags-
muni verið sé að verja með umræðu
um hið svokaUaða undirverð.
Hverjir eru hagsmunir
neytenda?
Neytendum á víst að stafa mikU
hætta af því ef vörur eru seldar und-
ir kostnaðarverði. Hættan er sögð
vera sú að fyrirtæki sem selur vör-
ur of ódýrt boli með þeim hætti öðr-
um fyrirtækjum út af markaðinum,
en hækki um leið verð hjá sér. Neyt-
endur séu því ekki að græða tO
langs tíma. Menn ganga jafnvel svo
langt að leggja tU að hið opinbera
grípi inn í slíka háttsemi ef hún
finnst meðal fyrirtækja sem njóta
markaðsráðandi stöðu.
Þessi rök standast engan vegin
nánari skoðun, þó ekki væri nema
vegna þess að þau eru ekki einu
sinni söguleg. Þannig eru engin
dæmi um það að fyrirtæki, þótt
markaðsráðandi sé, hafi náð einok-
un á markaði með þessum hætti.
Ekkert fyrirtæki leikur sér tU lengd-
ar að því að gefa frá sér vörur i
þeim tUgangi einum að útOoka sam-
keppni. Fyrirtæki hafa kannski bol-
magn tO að gera slíkt einu sinni, en
eftir það yrði slík hegðun fyrirsjáan-
leg og samkeppnin myndi hæglega
mæta henni. Neytendur hafa hins
„Neytendur hafa hins vegar ekkert nema ávinning af
undirboði, jafnvel þótt aðeins tímabundið sé. Það
þekkja nú íslendingar afar vel. “ - Á ódýrum bóka-
markaði.
vegar ekkert nema ávinning af und-
irboði, jafnvel þótt aðeins tímabund-
ið sé. Það þekkja nú íslendingar afar
vel.
Hagsmunir samkeppnisaðila
Það liggur í augum uppi aö þeir
sem ekki hafa hag af undirboðum
fyrirtækis eru keppinautamir. TO-
gangur undirboða er jú að laða að
fleiri neytendur og það gerist gjam-
an á kostnað annarra á markaðin-
um. Undirboð er nefnUega eitt tæki
í samkeppninni. Þess vegna er það
þeim fyrirtækjum sem standast ekki
samanburðinn mikið kappsmál að
koma óorði á undirboð annarra og
gagnrýna ríkið fyrir að herða ekki
aðgerðir gegn undirboði. En það
gera þau með sína eigin hagsmuni í
huga en ekki hagsmuni samkeppn-
innar sem slíka, og því síöur með
hagsmuni neytenda i huga. Þvert á
móti þá er það einmitt samkeppnin
sjálf sem menn vUja stöðva þegar
þeir vilja banna undirboð.
Gagnrýni fyrirtækja á undirboð
getur þó átt rétt á sér í vissum tU-
vikum. Það er tO dæmis óþolandi
þegar ríkisfyrirtæki tekur upp á
því, á kostnað skattgreiðenda, að
veita afslætti á þjónustu eða vömm
sem einkaaðUar hafa atvinnu af að
selja. Þetta geta rOcisfyrirtæki gert,
enda þurfa þau ekki að sæta mark-
aðslögmálum. Auðvitað er eina
lausnin sú að ríkið dragi sig af sam-
keppnismarkaði. - En þangað tO það
gerist er sjálfsagt að ríkið millifæri
ekki fé úr vasa eins skattgreiðenda í
vasa annarra með undirboði.
Eiga fleiri hagsmuna að
gæta?
Fyrir utan þá fjölmörgu opinberu
starfsmenn sem beinlínis hafa af þvi
atvinnu að rannsaka undirverðið
svokaUaða og kynda undir ranghug-
myndum í þeún efnum, þá hafa
stjórnmálamenn löngum gert sér
gott úr því að etja saman ýmsum
greinum atvinnulífisins eða fyrir-
tækjum og neytendum. Um leið vara
þeir sig þó jafnan á því að halda
sjálfum sér utan viö samsæriskenn-
ingar sínar. - En kenningin um
slæmar afleiðingar of lágs verðs er
auðvitað of gott tækifæri fyrir þá
sem hafa haldið uppi háum toUum
og sköttum, tU að láta sér það úr
greipum ganga.
4-