Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Blaðsíða 20
20 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára________________________ Einar H. Björnsson, Hjallaseli 55, Reykjavík. 90 ára________________________ Margrét Kristinsdóttlr, Sólheimum 23, Reykjavík. 75 ára________________________ Guöbjörg Magnúsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Guörún Sumarliöadóttir, Heiöarhorni 6, Keflavík. Valgerður Vilhjálmsdóttir, Heiðarási 24, Reykjavík. 60 árg________________________ Björn Z. Sigurðsson, Grundarási 3, Reykjavík. .lóna Egilsdóttir, Ósabakka 1, Selfossi. Jónas Georgsson, Borgarheiöi 33, Hveragerði. Jónína Ólöf Högnadóttir, Brunngötu 16, ísafirði. Vigfús Guðmundsson, Fáfnisnesi 3, Reykjavík. 50 ára________________________ Ása Jónsdóttir, Laugarnesvegi 94, Reykjavík. Dagbjört Sigrún Torfadóttlr, Völvufelli 46, Reykjavík. Guömundur Bjarnason, Granaskjóli 4, Reykjavík. Gunnlaugur Snorrason, Gránufélagsgötu 27, Akureyri. Helga Guöjónsdóttir, Búhamri 44, Vestmannaeyjum. Kristín Ágústa Þórðardóttir, Dalbraut 3, Grindavík. Sigríöur Olsen, Arnarási 8, Garðabæ. Þóröur Adolfsson, Næfurási 12, Reykjavlk. 40 ára________________________ Eiríkur Sigurösson, Svalbaröi 4, Hafnarfirði. Fanney Margrét Jósepsdóttir, Sóltúni 8, Keflavík. Jónína Björnsdóttir, Melasíðu 8d, Akureyri. Ólafur Ásmundsson, Laufási, Reykjavík. Sveinn Steinar Sveinsson, Bugðulæk 17, Reykjavík. Vtöir Gunnarsson, Hamraborg 28, Kópavogi. 1 —1 Aðventu-1 12V Sent f póstkrö ei > ðískrossar 34V sími 431 1464 Smáauglýsingar DV 550 5000 Krlstrún Karlsdóttir, Litlahvammi 2, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjud. 26.11. Edward W. Kruczek lést á sjúkrahúsi í New Jersey aöfaranótt sunnud. 24.11. Jarðarförin hefur farið fram. Stelnar Friöjónsson bifreiðasmiður, Funafold 71, lést á líknardeild Landspítaians í Kópavogi þriðjud. 26.11. Jóhanna Erasmusdóttir frá Háu-Kotey í Meðallandi, til heimilis I Asparfelli 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriöjud. 26.11. Guörún Gissurardóttlr frá Drangshlíö, Kópavogsbraut 1B, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö mánud. 18.11., hefur verið jarðsungin í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 IDV Áttræður______________________________ Guðmundur Arnaldur Guðnason sjómaður og múrari á Suðureyri Guðmundur Amaldur Guðna- son formaður, Aðalgötu 22, Suður- eyri við Súgandafjörð, verður átt- ræður á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist að Kvía- nesi við Súgandaíjörð en flutti bam að aldri með fjölskyldu sinni að Botni í sömu sveit og ólst upp við öll almenn sveitastörf þess tíma. Engin vélvæðing var á bú- inu og allt unnið upp á höndina. Auk búskaparins stundaði faðir hans sjósókn á árabát sem hann átti og selveiði. Guðmundur var kúskur við vegarlagningu um Botnsdal yfir Botnsheiði til tsa- fjarðar. Á seinni stríðsárunum vann hann einnig við námugröft í surtarbrandsnámu sem rekin var í fjallmu ofan við Botnsbæina. Hann réðst 1 skipsrúm á Suður- eyri ungur að árum og keypti þá húseignina Aðalgötu 22, Helgahús, þar sem hann hefur átt heima síð- an, fyrst í félagi við foreldra sína en síðan einn, eftir að þau féllu frá. Lengi var þó aðeins um vetr- ardvöl þar að ræða því um árabil var enn stundaður heyskapur í Botni að summm og aflað vetrar- forða fyrir þann bústofn sem hann og foreldrar hans áttu. Guðmundur var tíðum vélstjóri og skipstjóri á vertíðarbátum á Suðureyri og fékkst við rækju- veiðar í ísafiarðardjúpi meðan þær voru stundaðar frá Suður- eyri. Hann var skipstjóri á þeim bát sem fann rækjuna í Húnaflóa, sem síðan hefur verið drjúgur at- vinnuvegur þar við flóann. Hann eignaðist ungur sína eigin trillu og stundaði sumur og haust færa- og línuveiðar á henni. Seinni árin færði hann sig yfir í grásleppuveiðar og fékkst við þær um árabil, oft í félagi við mág sinn, Leif, og systur sína, Maríu. Meðfram sjómennskunni fékkst Guðmundur talsvert við múrverk. Guðmundur er m.a. höfundur vörðunnar um Skáldið á Þröm sem stendur í brekkunni neðan við Hjallaveginn á Suðureyri. Guðmundur stóð m.a. að því ásamt fleirum að koma upp hörpudiskvinnslu á staðnum sem starfaði i nokkur ár og víðar hef- ur hann lagt hönd og huga að verki, ýmist sem hugmyndasmið- ur eða beinn þátttakandi. Ásamt systkinum sínum og bændum í Botni stóð hann að laxarækt i lóni sem þau létu gera. Þessi tilraun stóð um áratugaskeið en loks er allt baksið virtist ætla að fara að bera ríkulegan árangur urðu þær hamfarir af manna völdum við að- stöðusköpun vegna jarðganga- gerðar við munnann í dalnum að aurburður drap allt kvikt í ánni og lónum, sem þá voru svört af laxi og eyðilagði allan gróður og laxafarveg svo sú tilraun fékk sviplegan enda. Fjölskylda Guðmundur er ókvæntur og bamlaus en hefur ætíð verið í miklu uppáhaldi hjá systkina- bömum sínum og afkomendum þeirra. Systkini Guðmundar: Sigurður, f. 11.12. 1914, d. 1959, var kvæntur Sveinbjörgu Ey- vindsdóttur, f. 17.4. 1902, d. 9.8. 1959; Guðrún Pálmfríður, f. 9.9. 1916, d. 28.8. 1997, var gift Kjartani Ólafs- syni Sigurðs- syni, f. 21.9. 1905, d. 25.6. 1956; Þorleifur Guðfinnur, f. 11.7. 1918, sam- býliskona hans er Marianne Jensen, f. 24.2. 1922; Sveinn, f. 23.11. 1919, var kvæntur Sigríði Ágústínu Finn- bogadóttur, f. 9.8. 1914, d. 4.4. 1997; Jóhannes, f. 29.9. 1921, d. 18.8. 1990, var kvæntur Aldísi Jónu Ásmunds- dóttur, f. 10.5. 1922; Einar, f. 6.11. 1926, kvæntur Guðnýju Guðna- dóttur, f. 22.7.1930; Guðni Albert, f. 3.4. 1928, kvæntur Júlíönu Jóns- dóttur, f. 12.9.1928; Gróa Sigurlilja, f. 24.11. 1930, gift Páli Guðmunds- syni, f. 22.7. 1925; María Auður, f. 6.6. 1932, gift Leif Sigurðssyni, f. 22.7. 1929, d. 19.8. 1998; Sólveig Dal- rós, f. 11.6. 1934, d. 29.4. 1939. Foreldrar Guðmundar: Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.10. 1887, d. 1.4. 1970, og Albertína Jóhannes- dóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1. 1989. Guðmundur Arnaldur tekur á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 30.11. Ætt Foreldrar Guðna Jóns voru Þorleifur Sigurðsson og Gunnjóna Einarsdóttir. Foreldrar Albertínu voru Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir Afmælisfagnaðurinn hefst í verðlaunagarðinum að Aðalgötu 22 kl. 18.00, hvemig sem viðrar. Fimmtugur Valgeir Ingi Ólafsson veitingamaður í Reykjavík Valgeir Ingi Ólafsson veitinga- maður, Bláhömrum 21, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Valgeir Ingi fæddist á Teyginga- læk í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann sleit bamskónum í foreldra- húsum þar til leiðin lá til náms, fyrst í Skógaskóla en þaðan út- skrifaðist hann með landspróf miðskóla vorið 1969. Að þvi loknu lá leiðin í KÍ þaðan sem hann út- skrifaðist með kennarpróf vorið 1973. Á sumrin á námsárunum vann hann m.a. við bygginga- vinnu og brúarvinnu i sinni heimasveit. Valgeir Ingi starfaði við kennslu að námi loknu. Fyrst í Hafnarfirði og síðan á Kirkjubæj- arklaustri, samfellt frá árinu 1973-90 og síðan skólaárið 1992-93. Haustið 1990 hóf Valgeir Ingi störf sem deildarsérfræðingur í Kennslumiðstöð Námsgagnastofn- unnar og starfaði þar til vorsins 1991.1 maí 1991 tók hann að sér að veita Upplýsingamiðstöð Suður- lands á Selfossi forstöðu ásamt því að móta þá starfsemi frá grunni. Starfaði hann við Upplýsingamið- stöðina til haustsins 1993 er hann réðst til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands þar sem hann tók að sér starf ferðamálafulltrúa fyrir Suðurland sem hann gegndi til haustsins 1995. Með kennarastarfinu hefur hann sinnt ýmsum aukastörfum allt frá árinu 1974, mest við þjón- ustustörf á veitingahúsum. Má þar nefna Veitingahúsið Glæsibæ og Þórskaffi á árunum 1974-80, Hótel Valhöll á Þingvöllum sumr- in 1980-82 en þar vann hann við þjónustustörf og í gestamóttöku. Einnig vann hann í gestamóttöku og á vínstúku Hótels Arkar í Hveragerði sumarið 1990 og síðan af og til allt til haustsins 1992. Vet- urinn 1991 starfaði hann sem bar- þjónn á ömmu Lú. Hann var aðstoðarhótelstjóri á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1985 og 1986 og vann einnig í sal og við bókhald næstu sumur á eftir. Hann rak félags- heimilið Kirkjuhvol á Kirkjubæj- arklaustri frá haustinu 1982-92, veitti forstöðu, skipulagði og mót- aði starfssvið upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn á Kirkjubæjar- klaustri sumarið 1983 og 1984 og síðan aftur sumarið 1989. Á sama tima annaðist hann einnig umsjón með tjaldsvæðinu á Kleifum skammt frá Klaustri. Var hann auk þess fréttaritari DV á Kirkju- bæjarklaustri í nokkur ár. Valgeir Ingi sat í stjórn Ung- mennafélagsins Ármanns á Kirkjubæjarklaustri, var formað- ur leikdeildar félagsins i nokkur ár, annaðist útgáfu fréttabréfs fyr- ir Ungmennafélagið Ármann um nokkum tíma, átti sæti í stjóm Bandalags íslenskra leikfélaga um fiöguma ára skeið, átti lengi sæti í stjóm Ferðamálasamtaka Suður- lands, þar af sem gjaldkeri sam- takanna í fimm ár, sat um tíma í Leiklistarráði og var einnig vara- fulltrúi Sunnlendinga í Ferða- málaráði Islands. í nokkur ár samfellt frá árinu 1991 annaðist hann útgáfu Árbók- ar Selfosskaupstaðar fyrir sveitar- félagið. Hann starfaði sem þjón- ustufulltrúi í Ask-deild Skýrr hf. 1996. Árið 1995 stofnaði Valgeir Ingi, ásamt konu sinni, Kristínu Anný, veitingastaðinn Gullöldina í Graf- arvogi og hafa þau rekið hann síð- an. Fjölskylda Eiginkona Valgeirs Inga er Kristín Anný Jónsdóttir, f. 9.6. 1958, veitingamaður. Foreldrar hennar eru Vigdís Tryggvadóttir, f. 22.10. 1932, og Jón Guðmunds- son, f. 26.5. 1925. Böm Valgeirs Inga frá fyrra hjónabandi eru Helga Berglind, f. 12.7. 1974; Jón Ómar, f. 23.4. 1991. Saman eiga Kristín Anný og Valgeir Ingi: Ólaf Jón f. 30.10. 1994, og Vigdísi Björgu, f. 22.12.1 997. Fyrir átti Kristín Tómas, f. 6.6. 1987; Önnu Kristínu, f. 11.4. 1979; Ómar Örn, f. 19.6. 1976. Systir Valgeirs Inga er Margrét Ólafsdóttir, f. 13.1. 1954, maður hennar er Ingi Kristinn Magnús- son, f. 30.10. 1955. Foreldrar Valgeirs eru Svein- björg Ingimundardóttir, f. 2.1. 1931, húsfreyja á Teygingalæk, og Ólafur Jón Jónsson, f. 2.11. 1927, bóndi á Teygingalæk, f. 02.11.1927. í tilefni þessara tímamóta taka þau hjónin Valgeir Ingi og Kristín Anný á móti vinum og kunningj- um á Gullöldinni milli kl. 20.00 og 23.00 á afmælisdaginn 29.11. Magnús Jónsson Dr. Magnús Jónsson guðfræðiprófessor fæddist í Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887. Hann var sonur Jóns Ólafs Magnússonar, prests í Hvammi, og k.h., SteinunnEU' Þorsteinsdóttur hús- freyju. Bróðir Magnúsar var Þorsteinn Jónsson rit- höfundur (Þórir Bergsson). Magnús lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1907, cand.phil.-prófi I Kaupmannahöfn 1908 og embættis- prófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1911. Hann var prestur hjá Vestur-Islendingum í Kanada 1912-1915, prestur á ísafirði 1915-1917, var skipaður dósent i guðfræði við Háskóla íslands 1917 og var þar prófessor í guðfræði frá 1928. Magnús varð alþingismaður Reykvíkinga 1921-1946. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum frá stofnun, 1929, og ritaði síðar ágæta samantekt um fyrstu fimmtán ár hans. Magnús naut lengst af almennra vinsælda, enda fríður sýnum, fyrirmannlegur, líflegur og aðlað- andi, léttur í máli og ljúfur í 'viðmóti. Hann var flugmælskur, lipur penni og afkastamikill rithöf- undur. Meðal ritverka hans eru Saga íslendinga og vandað rit um Hallgrim Pétursson. Magnús -var atvinnumálaráðherra í minnihluta- stjóm Ólafs Thors hálft árið 1942 og varð þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að vera formaður hins al- ræmda fiárhagsráðs 1947-1953. Magnús lést i Reykjavík 2. apríl 1958. Jaröarfarir Kveðjuathöfn um Sigríöi Árnadóttur, Grýtubakka 14, Reykjavík, áður húsmóð- ur á Kluftum, verður í Breiðholtskirkju, Reykjavík, föstud. 29.11. kl. 13.30. Út- för hennar verður gerð frá Hrunakirkju, Hrunamannahreppi, laugard. 30.11. kl. 14.00. Adda Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, Lónabraut 41, Vopnafirði, verður jarð- sungin frá Vopnafjarðarkirkju föstud. 29.11. og hefst athöfnin kl. 14.00. Útför Valgerðar Hónnu Guðmundsdóttur fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugard. 30.11. ki. 14.00. Jónína Þorgrímsdóttir frá Raufarfelli veröur jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju laugard. 30.11. kl. 14.00. Jaröarför Kára Þóris Kárasonar múrara fer fram frá Garðakirkju, Garðaholti, þriöjud. 3.12. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.