Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2002, Page 22
22 _________________________________________________FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 Tilvera X>V Taking Sides ★★★ Sekur eða saklaus? Kvikmyndir hafa verið gerðar um Niimberg-réttar- höldin. Þar var rétt- að yflr foringjum Hitlers. Ekki hefur eins mikið verið fjallað um réttar- höldin sem voru yflr óbreyttum borg- urum. Einn þeirra manna sem þá voru teknir fyrir var hljómsveitarstjórhm Dr. Wilhelm Furtwángler, sem var einn fremsti hljómsveitarstjóri Evrópu, dáður af öllum, þar á meðal nasistum. Þegar Taking Sides hefst er kominn til Evrópu liðsforinginn Steve Amold (Harvey Keitel) sem á að stjóma yflr- heyrslum yflr Furtwangler (Stellan Skarsgárd). Amold telur að allir sem hafi komið nálægt nasistum séu sekir og er ákveðmn í að sanna að Furtwángler hafl verið nasisti. Þegar hvert vitnið á fætur öðm segir Furtwángler hafa verið á móti nasist- um verður Amold enn ákveðnari og segist skuli negla þennan hljómsveitar- stjóra. Taking Sides er byggð á leikriti og þvi mikið um samtöl. Sérstaklega em áhrifamiklar yfirheyrslur Amolds yfir Furtwángler. Það er rbnma þar sem hvorugur fer með sigur. Leikur Har- veys Keitels og Stellans Skarsgárds er magnaður. Skarsgárd sýnir mikinn listamann sem reynir að halda stolti sínu þrátt fyrir að vera niðurlægður hvað eftir annað og í leik Keitels sést vel Ameríkumaður sem er ekki réttur maður í sitt embætti. Hann er einangr- aður í samfélagi sem hann skilur ekki. Ungverski leikstjórinn Iztván Zzabó (Mephisto, Sunshine) leikstýrir mynd- inni og tekst það sem erfiðast er, að koma henni úr viðjum leiksviðsins.-HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Iztván Zzabó. Frakkland/Þýskaland/England, 2001. Lengd: 110 min. Leikarar: Harvey Keitel, Stellan Skarsgárd, Moritz Bleibtreu og Birgit Minichmayer. Bönnuö börnum innan 12 ára. An American Rhapsody ★★★ Tveggja heima sýn Það er einnig ung- verskur leiksþóri, Eva Gardos, sem leik- stýrir An American Rhapsody sem eins og Taking Sides er byggð á sönnum atburðum. Myndin er fjölskyldu- drama þar sem áhersla er lögð á þá miklu gjá sem var milli austurs og vesturs þeg- ar jámtjaldið var sem þéttast. Við fylgjumst með ungverskri tjöl- skyldu sem verður að flýja land vegna skoðana sinna árið 1950. Þetta eru hjón og dóttir þeirra. Vegna hættunnar við flóttann urðu þau að skilja yngsta bam- ið, nýfædda dóttur, eftir. Fjölskyldan kemst til Bandarikjanna þar sem nýtt líf bytjar. Litla stúlkan sem eftir varð elst upp hjá ungversku alþýðufólki í sex ár þar til loks raunverulegir foreldrar hennar ná að koma henni til Bandaríkj- anna. Litla telpan þekkir þau ekki sem fóður og móður og skilur ekki af hveiju hún var tekin. Hún aðlagast þó fljótt ameríska draumnum en tekur loforð af fóður sínum að þegar hún óski eftir leyfl hann henni að fara til Ungveija: lands. Þetta loforð biður hún hann að efha þegar hún er flmmtán ára gömul og hefur lent í alvarlegum átökum við móður sína: „Ég veit ekki hver ég er og ég veit ekki hvar ég á heima," segir hún við fóður sinn. An American Rhapsody er áhrifamik- il og vel gerð kvikmynd. Hún er að vísu nokkuð sundurlaus í byijun en eftir því sem líður á myndina verður hún sterk- ari, sérstaklega þegar sú litla er komin á unglingsaldur. Útgefandl: Myndform. Lelkstjóri: Eva Gar- dos. Bandaríkin/Ungverjaland 2001. Lengd: 103 mtn. Lelkarar: Natassja Kinski, Scarlet Johansson, Tony Goldwyn og Mae Whitman. Bönnuð börnum innan 12 ára. í gærkvöld: Irafár, Eyvi og Stebbi Sál Það var mikið um að vera í bæj- arlífinu í gærkvöld, margir tónleik- ar og uppákomur. Ljósmyndari DV leit inn í Borgarleikhúsið og á Hard Rock Café. í Borgarleikhúsinu var hljómsveitin írafár að halda útgáfu- tónleika þar sem aðdáendur hljóm- sveitarinnar fjölmenntu. Hljóm- sveitin getur verið stolt í dag því plata hennar, Allt sem ég sé, er sölu- hlæsta platan nú, eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu þar sem listi yfir mest seldu plötumar er birtur. Á listanum er einnig ný plata Eyj- ólfs Kristjánssonar, Engan Jazz hér. Eyfi var þó ekki með útgáfutónleika í gær heldur var hann ásamt Stefáni Hilmarssyni á Hard Rock þar sem þeir afhentu við hátíðlega athöfn fatnað þann sem þeir voru í þegar Eyvl og Stebbi Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson komu meö fatnaö sinn sem þeir klæddust í Eurovision og afhentu Hard Rock Café hann til geymslu. þeir sungu lagið Nína í Eurovision- keppninni. -HK DV-MYNDIR E.ÓL. Söngkona á svlðl Birgitta Haukdal skartaöi sínu fegursta þegar hún sté á sviö í Borgarleikhús- inu og söng af mikilli innlifun. Nemendur Langholtsskóla í helmsókn hjá DV Ari Þór Gunnarsson, Arnar Þór Sævarsson, Auöun Ágúst Hjörleifsson, Árni Pétur Árnason, Daníel Fernandes Ólafsson, Davíö Elvar Másson, Einar Sveinn Kristjánsson, Eydís Ósk Hilmarsdóttir, Grímur Gunnarsson, Hafdís Tinna Pétursdóttir, Heiörún Snædís Kristinsdóttir, íris Telma Ólafsdóttir, Jak- ob Már Þorsteinsson, Karl Emil Karlsson, Magdalena V. Ivanova, Magnús Stefán Sigurösson, Pétur Heide Pétursson, Sól Hilmarsdóttir, Veronika Krist- ín Jónasdóttir, Ölvir Freyr Guömundsson, Örn Ingi Guönason. Kennari Sigrún Gestsdóttir. Eyvi í símaklefa Andrea Róberts var á Hard Rock Café og tók viötali viö Eyjólf Krist- jánsson í símaklefanum sem þar er. Fjör á Hard Rock Júlli Sig, Ómar Stef, Óöinn og Krist- ján Páll voru á Hard Rock og heyröu Eyva og Stebba taka lagiö Ungir aödáendur Þessar tvær vinkonur, sem heita Rakel Inga Guömundsdóttir og Sara Rut Ragnarsdóttir, voru mættar til aö hlusta á uppáhaldshljómsveit sína. Auga fyrir auga Á morgun mun Leikfélag Vest- mannaeyja frumsýna Auga fyrir auga eftir William Mastrosimone í þýðingu Jóns Sævars Baldvinsson- ar. Leikstjóm er í höndum Andrés- ar Sigurvinssonar. Leikritið hefur aðeins verið sett upp einu sinni áður hér á landi, þaö var á Húsavík árið 1996. Auga fyrir auga flallar um þrjár stúlkur sem búa saman. Þær fá í heimsókn náunga sem hefur allt annað en gott í huga. Verkið tekur á ofbeldi í ýmsum myndum og vek- ur upp spurningar um hvernig við bregðumst við sem manneskjur ef að okkur er vegið. Meðal annars er velt upp þeirri spumingu hvort við getum gengið svo langt að taka lög- in í okkar hendur. í þvi samfélagi sem við lifum í í dag verður ofbeldi meira og meira áber- andi og því munu grunnskólamir í Vestmannaeyjum í samstarfi við Leik- félagið nota þetta leikverk sem grunn að lífsleikniverkefhi í 9. og 10. bekk. Leikararnir í verkinu eru Sigríð- ur Difjá Magnúsdóttir, Júlíus Inga- son, Ásta Steinunn Ástþórsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir. estrogen Portrottmyndir cftk 3 konur Estrogenflæöi Samsýning þriggja listakvenna verður opnuð á morgun, laugardag, á Sólon í Bankastræti. Það eru þær Sol- veig Rolfsdóttir, Elínborg Hákonar- dóttir og Helga Ágústsdóttir sem sýna allar portrettmyndir, þó að nálgun þeirra á þeim sé með ólíkum hætti. Sýningin ber yfirskriftina Estrogen, en nafnið undirstrikar enn frekar það mikla kvennaflæði sem mun umlykja veggi Sólons á næstu vikum. Vörður í nýjum sal Sigríður Gísladóttir opnar mál- verkasýningu í nýjum sal að Hverf- isgötu 39 í Reykjavík á morgun, laugardaginn 30. nóvember, kl. 16.00. Hún nefnir hana Vörður og gefur þessa skýringu: Elstu vörður sem getið er á íslandi (í Landnámu) voru til að merkja einn ákveðinn stað. - Til minningar um hetjudáð - Til að vísa veg og til að fremja gald- ur. Vörður voru notaðar sem sólar- klukkur og siglingamerki. Þær af- mörkuðu ítök jarða, kirkna og klaustra, voru landamerki og jafn- vel pósthús. Nú notum við GPS- tæki. Dugmiklir unglingar reistu vörður sér til dægrastyttingar af at- hafnaþrá og sköpunargleði. Beina- kerlingar voru heiti á stærri vörð- um. Talið er gæfumerki að halda vörðum við.“ Sigríður útskrifaðist úr málara- deild 1993 frá MHl og hefur unnið að myndlist meira og minna siðan. Bæjarbíó: Málarinn og sálmurinn hans um litinn Um helgina heflast sýningar á kvik- myndum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fyrstu þrjár sýningamar verða á myndum sem tengdar eru Hafnarfirði þanrig að þær voru teknar þar að ein- hverju eða öllu leyti qg leikarar eru margir Hafiifirðingar. Á morgun verð- ur sýnd Málarinn og sálmurinn hans um litinn, laugardaginn 7. desember Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson og laugardaginn 14. desember Punkt- ur, punktur, komma, strik eftir Þor- stein Jónsson. Sýningar eru kl. 16.00. Býöur upp á hönnun og list Kristín Sigfríður Garðarsdóttir býður gestum og gangandi að koma í heimsókn á vinnustofu sína Studio Subbu í Hamraborg 1 í Kópavogi á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 18 og byrja aðventuna á að skoða hönnun og list. Eftir að hafa lokið námi við Myndlista- og handíðaskóla íslands fór Kristín í framhaldsnám við Dan- marks Design skólann í Kaup- mannahöfn með aðaláherslu á hönnun á nytjahlutum í gler, leir og postulín. Nú hefur hún komið sér vel fyrir á vinnustofunni sem er hönnuð fyrir þau verkefni sem hún er að vinna að þessa dagana. Kristín Sigfríður er meðlimur í Meistara Jakob, Skólavörðustíg 5, ásamt tíu öðrum listamönnum sem vinna í ýmsa miðla, s.s. grafík, mál- un, textíl, skúlptúr og leir. Lífið, tíminn og eilífðin Sýning á olíumálverkum Aðalheið- ar Valgeirsdóttur verður opnuð í and- dyri Hallgrímskirkju í Reykjavík á sunnudaginn, 1. desember. Verkin eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna sem er á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju. Viðfangsefnið er lífið, tíminn og eilífðin. Aðalheiður hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Listasafni Kópavogs 2001 og tekið þátt í flölda samsýninga hér á landi og erlendis. Sýningin verður opnuð kl. 12.15 að lokinni messu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.