Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 4
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 Fréttir DV Foreldrar eiga að fræða börn sín um hugsanlegt kynferðisofbeldi: Verða að geta treyst opin berum aðilum - Netið hefur opnað barnaníðingum nýjar leiðir til að véla börn KYNFERÐISLEGT OFBELDI GEGN BORNUM Bragi Guðbrandsson. „Foreldrar verða að geta treyst opinberum aðilum,“ segir Bragi Guð- brandsson, for- stjóri Bama- vemdarstofu, varðandi mál sem upp hafa komið í grunn- skólum og leik- skólum landsins þar sem grunur vaknaði um kynferðisofbeldi gagn- vart bömum. í gær sagöi DV frá máli sem er í rannsókn þar sem starfsmaður á leikskóla í Reykjavík hefur veriö kærður vegna gruns um kynferðisofbeldi gagnvart lítilli stúlku. Bragi segir mestu forvömina gegn kynferðisofbeldi gagnvart bömum vera þá að foreldrar gæti bamanna sinna eins vel og kostur sé. Jafnframt að þeir taki allar vís- bendingar eða tjáningu barns, sem gefur til kynna að um kynferðisof- beldi geti verið að ræða, mjög alvar- lega og leggi trúnað á vísbendingar bamsins. Bam sem sé að reyna að koma á framfæri upplýsingum til foreldra um að það hafi orðið fyrir einhverri slíkri reynslu finni þá að það sé tekið alvarlega og að hinir fullorðnu bregðist ekki trausti þess. Hegðunareinkenni sem afleiðing kynferðisofbeldis séu þau sömu og fram komi vegna vandamála af öðr- um toga. „Þó er full ástæða til að bregðast við ef barniö sjálft er upp- tekið af kynferðismálum, eigin kyn- færum eða sýnir látbragð eða hegð- un sem er í eðli sínu kynferðisleg og samsvarar ekki þroska bamsins að öðru leyti,“ segir Bragi. „Þáttur í þessu forvarnarstarfi er að ræða þessi mál við börnin sín, þannig að bömin sjálf viti hvemig þau eigi að bregðast við og geti brugðist viö þegar þeim er sýnd óeðlileg athygli, t.d. af kynferðisleg- um toga,“ segir Bragi enn fremur. „Hægt er að vara bömin við og veita þeim holl ráð um hvernig hægt sé að bregðast við, t.d. með því að segja frá. Þannig eru þeim gefm ákveðin skilaboð um að óhætt sé að ræða slík mái ef þau verða fyrir áreitni af einhverju tagi.“ Bragi bendir á að menn með kyn- ferðislegar langanir til bama hafi breytt hegðun sinni með tilkomu Netsins. Áður hafi þeir reynt að komast í nágrenni við böm að leik. Nú gætu þeir reynt að véla þau til samskipta í gegnum Netið og byggt þannig upp falskt traust. Þetta eigi foreldrar að ræða við böm sín og vara þau við hættum á Vefnum. Þá þurfi þeir að fylgjast með því sem börnin aðhafist á Netinu. Full ástæða sé tii að efna til námskeiða- halds og fræðslu fyrir foreldra til að fara yfir ofangreind mál með þeim og auka vitund þeirra. Bragi segir enn fremur að eitt- hvað hafi verið um að foreldrafélög í skólum hafi fengið sérfræðinga til að halda fyrirlestra og veita fræðslu. Því miður hafi þó ekki ver- ið möguleiki á að efna til námskeiða á landsvísu með skipulegum hætti þótt full þörf væri á því. Menn verði að forgangsraða þeim fjármunum sem þeir hafi handa á milli. Barna- vemdaryfirvöld hafi til þessa lagt áherslu á að styrkja rannsóknar- Mt Barnaheill Samtökin Barnaheiil hafa gefiö út efni til fræösiu og upplýsinga um kynferöis- ofbeldi gegn börnum. Þetta efni má nálg- ast þar, eöa á heilsugæslu- stöövum. Eimskipafélagið: Dótturfyrir- tækin tekin til starfa Um áramótin tóku dótturfyrirtæki Hf. Eimskipafélags íslands formlega til starfa; Eimskip, Brim og Burðarás. Markmið móðurfélagsins, Hf. Eim- skipafélags íslands, er að auka verð- mæti eignarhluta hluthafa félagsins með því að fjárfesta í og reka í gegnum dóttur- og hlutdeildarfélög atvinnu- starfsemi hér á landi og erlendis, eink- um á sviði flutninga-, sjávarútvegs- og fjárfestingastarfsemi. Innan félagsins verða tvö svið, fjármálasvið og þróun- arsvið. Framkvæmdastjóri fjármála- sviðs verður Sigríður Hrólfsdóttir en framkvæmdastjóri þróunarsviðs verð- ur Þorkell Sigurlaugsson. Erlendur Hjaltason er framkvæmda- stjóri Eimskips ehf. Innan Eimskips verða þrjár meginrekstrareiningar sem verið hafa grunneiningar í rekstrinum á undanfómum árum, sölu- og mark- aðssvið, rekstrarsvið og utanlandssvið. Hlutverk Brims ehf., sem upphaflega átti að heita Brimir en í ljós kom að endurskoðandi í Reykjavík átti einka- rétt á, verður að reka útgerð, fisk- vinnslu og aðra skylda starfsemi. Innan Brims veröa rekin dótturfé- lögin Útgerðarfélag Akureyringa hf„ Haraldur Böðvarsson hf. og Skag- strendingur hf. -GG Forstöðumaður Barnahúss um kynferðisofbeldi gegn börnum: Börn hafa sagt frá og fengið hjálp - eftir að hafa lesið umfjallanir DV - vill fræðslu í leikskóla og grunnskóla þátt- inn efla Bama- húsið. Hins vegar hafi talsverð fræðsla Vigdís Erlendsdóttir. „Ég hef nokkur dæmi um börn, þar á meðal skýr dæmi um tvö böm sem hafa lesið umfjallanir í DV um kynferð- isofbeldi gagn- vart börnum. Þau hafa fyrir til- verknað ykkar umfjallana sagt frá og fengið hjálp,“ sagði Vigdís Er- lendsdóttir, forstöðumaður Bama- húss, um hugsanlegar fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn kynferðisofbeldi gagnvart bömum. Bamahús hefur með höndum, sem kunnugt er, rannsóknarviðtöl við böm og skýrslutökur af þeim fyrir dómi, leiki grunur á að þau hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Vigdís sagði gríðarlega mikilvægt aö forráðamenn fræddu bömin sín um kynferðisofbeldi, hvað það væri og hvemig þau ættu að bregðast við ef þau yrðu fyr- ir því. Það virt- ist vera það sem líklegast væri til að tryggja öryggi barna að svo miklu leyti sem það væri hægt. „Ég er þeirr- ar skoðunar að það ætti að setja fræðslu um kynferðis- ofbeldi inn í LágrcgUn í R«ykj»*ik v tr að mnnsókn u»ÁU rtcna UHiiar «úiku; Meint kynferðisof- beldi á leikskóla kært - alinokkur damtl um Uik mál, srgtr Batnavrradartíofa Frétt DV í gær. grunnskólakerfið og leikskólakerf- ið,“ sagði Vigdís. „Gera ætti það að fastri fræðslu, rétt eins og börnum eru kenndar umferðarreglurnar. Það eru líka umferðarreglur sem gilda í þessum efnum. Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að böm sem sjá einhvers staðar umfjöllun þar sem fram kemur að þau eigi að segja frá ef þau verða fyrir svona löguðu, átta sig allt í einu og vita þá hvað þau eiga að gera,“ sagði Vigdís og vísaði þar til reynslu af umfjöllun DV. Hún bætti viö að það væri „gríðarlegur ávinningur" ef umfjallanir yröu til þess að börn segðu frá og fengju að- stoð. Vigdís, sem er klínískur sálfræðingur, sagði að einkenni hjá börnum sem orðið hefðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi væru að miklu leyti þau sömu og sæjust hjá bömum sem væru í kreppu af hvaða ástæðu sem vera kynni. Það gæti því valdið mis- skilningi aö reyna að gefa út ítarleg- ar leiðbeiningar um hegðunarfrávik sem bent gætu til kynferðisofbeldis. -JSS Breytingar hjá Simanum - heildarfjöldi starfsmanna breytist ekki Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjamason, kynnti í dag umfangs- miklar skipulagsbreytingar hjá Landssíma íslands hf. sem taka nú þegar gildi. Markmiö breyting- anna er að treysta arðsemi og sam- keppnishæfni félagsins. Afkomu- sviðin skiptast í talsíma-, far- sima-, gagna- og fjarskiptasvið. Á fjarskiptasviöi verður sérstök heildsala sem annast þjónustu- framboð fjarskiptanetsins í heild- sölu til annarra fjarskiptafyrir- tækja, sem og afkomueininga Sím- ans. Yfir heildsölu verður sérstök stjóm sem fjalla mun um verð- lagningu þjónustunnar samkvæmt 8_J Forstjórinn Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, skipulagsbreytingar fyrirtækisins. kynnir skilyrðum Póst- munu taka sæti í framkvæmda- og fjarskipta- stjóm. Þar af koma nú þrír nýir stofnunar. stjómendur að félaginu, en þau Stoðsviðin eru em Kristín Guðmundsdóttir, Orri fjármála- og Hauksson og Katrín Olga Jóhann- rekstrarsvið, esdóttir. auk markaðs-, Ný framkvæmdastjórn sam- starfsmanna- og anstendur því nú af núverandi þróunarsviðs, stjórnendum Símans, sem og nýj- Auk þessa um aðilum. Hlutur kvenna í nýrri munu lögfræði- yfirstjóm er aukinn. Þar verða nú deild og al- þrjár konur en fyrir var ein kona. mannatengsl í tilkynningu sem Landssími ís- heyra beint lands sendi frá sér segir að skipu- undir forstjóra. lagsbreytingamar muni ekki leiða Fimm nýir til breytingar á heildarfjölda stjómendur starfsmanna. -ss ver- ið í gangi og hafi hún beinst að fagfólki sem starfl á vettvangi skól- anna og annars staðar. Það megi þó gera verulega betur en gert hafi verið. -JSS Hagkaup: Loka í Njarðvík Framkvæmdastjóm Hagkaupa hef- ur ákveðið að hætta rekstri verslunar sinnar í Njarðvík. I yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin sé tekin á þeim forsendum að verslunin falli ekki að stefnumörkun Hagkaupa til framtíðar - með tilliti til vömvals og stærðar. Tímasetning lokunarinn- ar liggur ekki fyrir en verður tilkynnt innan tíðar. -aþ DVJvlYND LHG Stórir borgarísjakar fyrir vestan. Hafís: Talsvert þéttur ís Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF- SÝN, fór í ískönnunarflug i gær. Kom í ljós að hafísinn, landsins fomi fjandi, er kominn inn fyrir lögsögu út af Vest- fjarðamiðum og næst landi er hann 48 sjómílur norðvestur af Straumnesi. ísinn er talsvert þéttur og má þar greina stóra borgarísjaka sem era allt að 400 fet á hæð. Landhelgisgæsl- an mun fylgjast áfram með þróun mála.________________ -aþ S j ó vá-Almennar: Kaupir hlut í Toyota Gengið var í gær frá kaupum Sjó- vár-Almennra á 25 prósent hlut í eignarhaldsfélaginu Stofni, sem er móðurfélag P. Samúelssonar um- boðs- og söluaðila fyrir Toyota bif- reiðar hér á landi. Talið er aö kaup- verðið nemi um 600 milljónum króna. Við söluna hafa orðið manna- breytingar hjá fyrirtækinu, því for- stjórinn, Bogi Pálsson, lét af starfi, en við tók Emil Grímsson sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Eftir söluna eiga Páll Samúelsson og fjölskylda hans 75 prósent fyrirtækisins. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.