Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
Fréttir X>V
DV rifjar upp átök um það sem þykir sjálfsagt í dag:
Enginn stjórnarand-
stæðingur studdi EES
- samningurinn sagður færa „atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi“ yfir þjóðina
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.05 15.27
Sólarupprás á morgun 11.04 11.10
Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 24.17 00.17 15.39 04.50
íslenskt - Já takk!
Ingi Björn Albertsson viröist hér eiga í einhverjum vandræðum meö íslenska
neftóbakiö, en hann var einn þriggja stjórnarliöa sem greiddu atkvæöi gegn
aöild íslands aö EES. Ekki er vitaö hvort hann baö Guö aö hjálpa Össuri
Skarphéðinssyni og öörum stuöningsmönnum málsins en fékk sjálfsagt sjálf-
ur að heyra þá góðu bæn viö þetta tækifæri.
Atkvæöagrelösla:
12. janúar 1993.
Úrsllt:
33 já; 23 nei; 7 sátu hjá;
enginn fjarstaddur.
Frumvarp lagt fram af:
Jóni Baldvini Hannibalssyni
utanríkisráöherra (A).
Ríkisstjórn:
Sjálfstæöisflokks og Al-
þýðuflokks, undir forsæti
Davíös Oddssonar.
Enginn stjómarandstæðingur
studdi aðild íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu þegar atkvæði
voru greidd um málið á Alþingi fyr-
ir tæpum áratug. 23 voru á móti og
þar af sitja 6 enn á þingi: þau Guðni
Ágústsson, Jóhann Ársælsson,
Kristinn H. Gunnarsson, Margrét
Frimannsdóttir, Páll Pétursson og
Steingrímur J. Sigfússon.
Spyrja má hvort sanngjamt sé að
stilla andstæðingum EES-samnings-
ins upp við hlið andstæðinga sjáif-
sagðra mála á borð viö frjálst út-
varp og bjór, en deilur um þau mál
hafa verið rifjuð upp í DV í vikunni.
Samningurinn var ekki endilega
„sjálfsagt mál“ á sinum tíma enda
töldu margir lögspekingar vafa
leika á að hann stæðist stjómarskrá
lýðveldisins. Hins vegar er aligóð, ef
ekki algjör, samstaða um það í dag
að samningurinn hafi reynst vel og
engum dettur í hug að krefjast rift-
unar.
Þjóðaratkvæöagreiðslu krafist
Hvorki fyrr né síðar hefur þing-
mál verið rætt jafnlengi í sölum Al-
þingis. Orðaskiptin voru hörð og
lengi vel talið óvíst að ríkisstjórnin
hefði meirihluta á bak við sig. Þó
fór það svo að aðeins þrír stjómar-
liðar greiddu atkvæði á móti; sjálf-
stæðisþingmennirnir Eggert Hauk-
dal, Eyjólfur Konráð Jónsson og
Ingi Bjöm Albertsson.
Vangaveltur voru uppi um hvort
stjómarandstæðingar legöu fram
vantraustsyfirlýsingu gegn stjóm-
inni, ekki síst vegna mjög eindreg-
innar kröfu margra þeirra um að
málið yrði útkljáð í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Skoðanakannanir bentu til
þess að meirihluti þjóðarinnar tæki
undir kröfuna.
Vísa Páls
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra bar hitann og þung-
ann af málinu. Mörgum þótti hann
ganga hart fram. Halldór Ásgríms-
son lét Jón Baldvin heyra það og
sagði: „Ég tel að margt af því sem
hæstvirtur utanríkisráðherra hefur
gert og sagt að undanfomu og á liðn-
um árum hafi orðið til þess að vekja
upp úlfúð í málinu milli Alþingis og
ríkisstjómar og jafnframt að vekja
upp óþarfa úlfúö i landinu."
Gömul íslensk deilui
ÞriöJI hluti
Páll Pétursson var enn hvassyrt-
ari í garð Jóns Baldvins og sakaöi
hann um að hafa farið vísvitandi
rangt með staðreyndir í útvarpsum-
ræðum í trausti þess að fáir myndu
heyra villumar hraktar síðar. Páll
sagði að í flestum löndum myndi
forsætisráðherra biðjast lausnar fyr-
ir hönd ráðherra sem þetta gerði og
rifjaði í kjölfarið upp þessa bama-
gælu: „Lengi hef ég löngun haft /
litla Jóni að trúa / þó hann opni
aldrei kjaft / öðmvísi en ljúga.“
„Gefum allt fyrir ekkert"
Miklar hrakspár vom hafðar
uppi. Páll Pétursson sagði samning-
inn hættulegan þjóðinni og hann
myndi „færa okkur ósjálfstæði, at-
vinnuleysi, fátækt og auðnuleysi“,
auk þess sem hann væri andstæður
stjómarskrá.
Kristinn H. Gunnarsson sagði
ávinninginn hverfandi miðað við
skuldbindingarnar og réttlætti ekki
að „opna fiskveiðilögsögu íslend-
inga fyrir togaraflota EB.“
Fleiri töldu að fiskimiðin myndu
glatast með aðild að EES. Guðni
Ágústsson spurði: „Hver hefði trú-
að því að ríkisstjórn íslands skrif-
aði undir nauðungarsamning gagn-
vart fiskveiðilögsögunni þar sem
Evrópubandalagið fær allt fyrir
ekkert? Hver hefði trúað því í lok
landhelgisbaráttunnar að örfáum
árum siðar ætti það fyrir þessari
þjóð að liggja að opna fyrir fisk-
veiðiheimildir til rányrkjuþjóðanna
á ný?“
Steingrímur J. setti sjálfstæði
þjóðarinnar á oddinn og sagði: „Ég
get ekki og hef aldrei getað skilið
þau rök að vænlegasta aðferðin til
að varðveita sjálfstæöi sitt sé að
fóma hluta þess.“
Afstaða Ingibjargar
Ýmsar útgáfur hafa heyrst af af-
stööu Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur. Hið rétta er að hún sagðist í
apríl 1992 telja að EES væri ekki
fýsilegur kostur. í ágúst efaðist hún
enn en taldi samt að það gæti skap-
aö „umtalsverða erfiðleika fyrir
smáríki eins og Island aö verða við-
skila við þá sem eru fyrir innan
virkisveggina." í nóvember sagði
Á móti EES:
Anna Ólafsdóttir Björnsson (V)
Eggert Haukdal (D)
Eyjólfur Konráö Jónsson (D)
Guðmundur Bjarnason (B)
Guðrún Helgadóttir (G)
Guöni Ágústsson (B)
Hjörleifur Guttormsson (G)
Ingi Björn Albertsson (D)
Jón Helgason (B)
: Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir (V)
Jóhann Ársælsson (G)
Kristín Einarsdóttir (V)
Kristinn H. Gunnarsson (G)
Kristín Ástgeirsdóttir (V)
Margrét Frímannsdóttir (G)
Páll Pétursson (B)
L Ragnar Arnalds (G)
Steingrímur J. Sigfússon (G)
Stefán Guðmundsson (B)
Steingrímur Hermannsson (B)
Svavar Gestsson (G)
Ólafur Ragnar Grímsson (G)
Ólafur Þ. Þórðarson (B)
Þessir sátu hjá:
Finnur Ingólfsson (B)
Halldór Ásgrímsson (B)
Ingibjörg Pálmadóttir (B)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (V)
Jóhannes Geir Sigurgeirsson (B)
Jón Kristjánsson (B)
Valgerður Sverrisdóttir (B)
Nöfn þeirra alþingismanna sem
enn sitja á þingi eru í rauöu.
hún: „Það er í rauninni vafinn sem
er mitt hlutskipti í málinu og verð-
ur það kannski alla tíð.“ í desember
sagðist hún vera „efnislega sam-
mála aðildinni", að gefnum ákveðn-
um forsendum, en á endanum fór
svo að hún sat hjá við atkvæða-
greiðsluna vegna vafa um gildi
gagnvart stjórnarskrá og krafna um
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vart þarf að taka fram að Össur
Skarphéðinsson studdi aðild eins og
nær allir stjórnarliðar. -ÓTG
Vígslubiskupskjör í Hólastifti fram undan:
Kona meðal fjögurra vígslubiskupsefna
Fjórir prestar sækjast eftir emb-
ætti vígslubiskups í Hólastifti en í
gærkvöld kynntu prestamir sig á
kynningarfundi á Löngumýri í
Skagafirði þar sem voru 20 kjör-
menn úr Hólastifti. í fyrsta sinn er
kona talin eiga góða möguleika á að
verða vígslubiskup á íslandi, en það
er séra Dalla Þórðardóttir, prófastur
á Miklabæ i Skagafirði, en auk
hennar eru í hópnum sr. Guðni Þór
Ólafsson, prófastur á Melstað í Mið-
firði, sr. Jón Aðalsteinn Baldvins-
son, sendiráðsprestur í London, og
sr. Kristján Valur Ingólfssson, lektor
í Reykjavík. Séra Sigurður Guð-
mundsson, fyrrverandi vígslubiskup
á Hólum, hefur gegnt starftnu um
hríð eftir að sr. Bolli Gústavsson lét
af störfum vegna heilsubrests.
Að sögn sr. Sigurðar Grétars Sig-
urðssonar. sóknarprests á Hvamms-
tanga sem hafði ásamt sóknarprest-
inum á Skagaströnd forgöngu um
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Frá Hólum
Nokkrir prestar úr Hólastifti eru hér samankomnir viö vígslu Auöunarstofu
2001 en þar veröur skrifstofa vígsiuöiskups í framtíöinni.
að boða til fundarins, var hann
haldinn til að gefa kandídötunum
kost á að kynna sig og ræða þau
málefni sem viðkomandi munu
leggja áherslu á í embættinu. Fluttu
kandídatamir um 15 mínútna langa
ræðu hver í upphafi fundar og á eft-
ir sátu þeir fyrir svörum kjör-
manna. Vom umræður mjög já-
kvæðar og hreinskiptnar að sögn
séra Sigurðar.
Vigslubiskupskjör í Hólastifti
verður í vetur og mun kjörgögnum
verða dreift í þessum mánuði en
kosning verður bréflega. Séra Sig-
urði var ekki kunnugt um hvenær
úrslit í kosningunnni ættu að liggja
fyrir. Kjörmenn munu vera 64 sem
er talsvert fleira en við síðustu
kosningar því Hólastifti var stækk-
að til austurs ekki alls fyrir löngu.
Það nær nú yfir svæðið frá Djúpa-
vogi í austri og vestur í Ámeshrepp
á Ströndum. -ÖÞ
Lægir í kvöld
Suðvestan 8-13. Skýjað og súld
eða rigning öðru hverju, einkum
vestanlands. Lægir í kvöld. Hiti á
bilinu 1 til 9 stig, svalast
noröaustan til.
Svalast norðaustan til
Gengur í suöaustan 8-13 í
fyrramálið, en 10-15 og rigning
suðvestan- og vestanlands síðdegis.
Hiti á bilinu 1 til 9 stig, svalast
norðaustan til.
Veðriö
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
H'ití 0”
til 6“
Vindur:
4-8 mA
’óífca
Hiti 0°
til 13°
Vindun
5-10 m/*
>00°0°
Hiti 3°
til 3°
Vindur:
3_8m/s
Fremur hæg
breytileg átt,
skýjaö og
rigning eöa
slydda meö
köflum, einkum
noröan til.
Kóinandi veöur,
hiti 0 til 6 stig.
Suðaustan 5-10
m/s og slydda
norðan til fyrri
part dags, en
annars
suövestanátt,
víöa 8-13 m/s
og rigning eöa
skúrir. Hitl
breytist lítiö.
Suövestan 3-8
m/s og skúrir
eöa él sunnan-
og vestan til, en
léttskýjaö
noröaustan- og
austanlands.
Kólnandi veöur.
m/s
Logn 0-0,2
Andvarí 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinnlngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
AKUREYRI alskýjaö 6
BERGSSTAÐIR alskýjaö 6
BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 9
EGILSSTAÐIR léttskýjaö 1
KEFLAVÍK þokumóða 7
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 4
RAUFARHÖFN alskýjaö 3
REYKJAVÍK Þokumóöa 7
STÓRHÖFÐI þokumóöa 7
BERGEN skúr 1
HELSINKI léttskýjaö -23
KAUPMANNAHÖFN alskýjaö -2
ÓSLÓ léttskýjað -9
STOKKHÓLMUR -8
ÞÓRSHÖFN skúr 5
ÞRÁNDHEIMUR snjóél -4
ALGARVE heiöskírt 5
AMSTERDAM skýjaö -5
BARCELONA BERLÍN hálfskýjaö 5
CHICAGO alskýjaö -2
DUBLIN skýjaö 4
HALIFAX heiöskírt -8
HAMBORG lágþokublettir -15
FRANKFURT heiðskírt -11
JAN MAYEN úrkoma í gr. -2
LONDON rigning 3
LÚXEMBORG heiösklrt -11
MALLORCA súld 8
MONTREAL alskýjaö -12
NARSSARSSUAQ hálfskýjað 10
NEW YORK alskýjaö 8
ORLANDO skýjaö 13
PARÍS léttskýjaö -8
VÍN snjókoma -8
WASHINGTON hálfskýjaö 7
WINNIPEG ■iKiuiæa! alskýjaö -15