Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 Skoðun i>V Hver er uppáhaldssjónvarps- þátturinn þinn? Anna Dögg Gylfadóttir nemi: BlóOsugubaninn Buffy. Ásta Jónsdóttir nemi: Friends. Bjartey Sveinsdóttir nemi: Friends. Yr Steinsdóttir nemi: Charmed, hann er svo spennandi. Aldís Eva Friðriksdóttir nemi: Charmed, hann er skemmtilegur. Svavar Skúli Stefánsson nemi: Southpark. Leiörétting Þann 8. janúar misritaöist fööur- nafn einnar stúlku í spurningu dagsins. Hún heitir Þórey Ólafsdótt- ir en ekki Jóhannesdóttir, eins og birtist í blaðinu. Beðist er velvirö- ingar á þessu. Þörf tillaga á þingi Frá Alþingi Viökomandi þingnefndir fái til yfírferöar og athugunar öll meiri háttar mál þar sem skylt er eöa heimilt í lagatexta aö setja reglugeröir. í annað sinn hef- ur verið flutt á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um eftirlit með fyrir- mælum fram- kvæmdarvaldshafa. Fyrsti flutnings- maður er varaþing- maður Samfylking- arinnar, Örlygur Hnefill Jónsson. Tillögugreinin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að undirbúa lög- gjöf sem felur það í sér aö stjóm- valdsfyrirmæli um nánari útfærslu laga komi til skoðunar Alþingis, t.d. til þeirrar þingnefndar sem áður hefur fjallað um viðkomandi lög, og hljóti ekki staðfestingu ráðherra fyrr en samþykki viðkomandi þing- nefndar liggi fyrir.“ í greinargerð tillögunnar er ijós- lega bent á það „að sú venja sé löngu helguð að í einstökum lögum sé heimild eða boð til framkvæmd- arvalds-hafa um að setja nánari fyr- irmæli um framkvæmd laganna eða önnur atriði, tilgreind í reglugerð eða öðrum stjómvaldsboðum". í starfi minu um árabil að málefn- um öryrkja kom það oft fyrir að mér þótti sem reglugeröir við ann- ars ágæt lagafyrirmæli þrengdu nokkuð að um alla framkvæmd; rækjust ekki á við lögin beint en færu allnokkuð til hliðar við anda þeirra laga sem samþykkt höfðu verið. Eflaust hefur þetta verið gjört í þeirri góðu trú að með þessu væri verið að hindra alla misnotkun sem mest og stundum læddist að manni sá grunur að verið væri að koma í veg fyrir alltof mikla útgjaldaaukn- ingu af framkvæmd laganna. Það skal þó tekið fram að ég hygg að menn hafi samið þessar reglu- gerðir og nánari reglur eftir bestu vitund um að lagafyrirmæli væru í engu brotin eða þeim hliðrað til. „Mér þótti það brenna við, eftir að hafa á þeirri tíð fjallað um ýmsa lagasetn- ingu á Alþingi, að reglu- gerðir og reglur um fram- kvœmd skiluðu ekki þeim anda laganna sem ég full- yrði að til hefði verið ætl- ast af hálfu löggjafans ...“ Sjálfur tók undirritaður þátt í að semja nokkrar reglugerðir við lög um málefni fatlaðra og getur með sanni fullyrt að slíkt er ekki alltaf hið auðveldasta verk. Undirrituðum er málið þó enn meira skylt af þeirri ástæðu að hann hafði á þingárum sínum flutt þingmál sem í grundvallaratriðum byggðist á sömu grunnhugsun, þ.e. að nefndir þingsins skyldu yfirfara reglugerðir áður en ráðherra staö- festi þær endanlega. Aðeins hefði þurft að flytja það í nokkuð breyttu formi svo ekki hefði tfl þess þurft að koma að slíkt skyggði á efnisatriði tiflögunnar. - Þessi tOlögugerð nú og á síðasta þingi hefur því verið mér gleðiefni, enda tOgangur tillög- unnar vel reifaður i greinargerð og formið kórrétt. Mér þótti það brenna við, eftir að hafa á þeirri tíð fjaflað um ýmsa lagasetningu á Alþingi, að reglu- gerðir og reglur um framkvæmd skOuðu ekki þeim anda laganna sem ég fuUyrði að tU hefði verið ætl- ast af hálfu löggjafans, og þess vegna þótti mér sem fuU þörf væri á því aö viðkomandi þingnefndir fengju tO yfirferðar og athugunar, aUa vega reglugerðir um öU meiri háttar mál þar sem skylt var eða heimUt í lagatexta að setja reglu- gerðir. Ég held að framkvæmd af því tagi sem tiUaga Örlygs HnefUs og félaga gjörir ráð fyrir sé öUum nauðsyn- leg, bæði löggjafar- og framkvæmd- arvaldi, og því eigi Alþingi að taka á sig rögg og koma hér á einhverri slíkri skipan mála. Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaöur skrifar: Fjármagn frá stjórnmálamönnum? Björn Björnsson skrifar: Stundum heyrist manni á umræðu um íslensk stjórnmál að aUt byggist á því að stjórnmálamenn haldi sig við aö dreifa fjármunum út í þjóðfélagið. Ekkert sé jafn áríðandi í starfi stjórn- málanna. í útvarpsþættinum „Skyggnst um á áramótum" (endur- teknum 2. jan. sl.) voru fróðlegar um- ræður um ýmis mál, m.a. menningu, starfshætti og framkvæmdir í ís- lensku þjóðfélagi. Þar fannst mér koma berlega fram, hjá einum þátttakandanum, að aUt byggðist á þessari óskhyggju. Komist var svo að orði að það „væri voða erfitt að fá stjórnmálamenn tU að „Það er því eitt brýnasta framtak íslenskra stjóm- mála í framtíðinni að úti- loka umsvif stjórnmála- manna í dreifingu opinbers fjár til einkaaðila í fram- kvœmdasýslunni. “ beina fjármagninu" í hitt eða þetta sem svo var tUtekið. Og hér er ekki um einsdæmi aö ræða. En hvað má segja um þá einstakl- inga sem hafa komið undir sig fótun- um og aðra í leiðinni með einskærum dugnaði og framtakssemi af sjálfsdáð- um? Ég nefni sem dæmi þá bræður í Bakkavör, sem nú sigla hraðbyri í framkvæmdum og framleiðni, Sam- son-félagana, o.s.frv., o.s.frv. Hvers vegna ættu svo hins vegar stjórnmálamenn og ríkið að halda uppi og beina fjármagni tO hótel- reksturs í landinu eins og nú tíðkast með framlögum úr svoköUuðum „Ferðamálasjóði“? Það leiðir einung- is tO óraunhæfra væntinga og síðar misferlis í meðferð opinbers fjár, líkt og dæmin sanna. - Það er því eitt brýnasta framtak íslenskra stjórn- mála í framtíðinni að útiloka umsvif stjórnmálamanna í dreifingu opin- bers fjár tU einkaaðUa í fram- kvæmdasýslunni. Garri Segl eftir vindi Garri hefur gaman af því að rifja upp ummæli og afstöðu stjómmálamanna frá fyrri tíð og dáist þá jafnan að staðfestu þeirra og framsýni, sem kannski naut ekki sannmælis á sínum tíma, en blasir við eftirá að hyggja. Þeir hvika ekki - það má ganga aö því vísu. Tilviljun? Jón Baldvin Hannibalsson fór um landið fyrir margt löngu í fundaherferð undir slagorðinu ís- land í A-flokk! Og viti menn: ísland komst í A- flokk samkvæmt öUum mælikvörðum, jafnvel þótt enginn sé A-flokkurinn á þingi. Ekki var ís- land reyndar fyrr komið í A-flokkinn langþráða en Jón Baldvin flutti tO útlanda, sennilega til að leyfa fleiri þjóðum heims að njóta ávaxtanna af starfi hans. Voru ekki Bandaríkin í A-riðli á HM í knattspymu? Og halda menn að það sé einhver tOvUjun? Evrópusinni Framsókn sagði X-B ekki EB. Enda ljóst að flokkurinn kæmist ekki tO áhrifa ef kjósendur skrifuðu E fyrir framan listabókstaf hans á kjör- seðlinum. X-ið var forsenda þess að flokkurinn fengi umboð tO að mjaka þjóðinni inn í ESB - sem er nóta bene ekki það sama og EB eins og vart þarf að benda á. Davíð skrifaði einhvem tímann plagg um að aöOd að þessu sama ESB gæti komið tU álita í framtíðinni. I samræmi við það ætlar hann núna aö skipa nefnd tU að flytja minni Evrópusam- bandsins - glaður að vanda í sínu Evrópusinni, en þó auðvitað ekki Evrópusinnisveikur. Hins vegar er málið auðvitað ekki á dagskrá Ríkisút- varpsins í kvöld, eins og blasir við þeim sem fylgjast með dagskrárauglýsingum. Þar verður hins vegar stórfróðlegur þáttur um Evrópu- samba-bandið innan tíðar; sveit sem hefur gert garðinn frægan með því að sjóða saman suðræna sömbu og sekkjapíputónlist. SKK Ingibjörg Sólrún var - þveröfugt við Davíð - algjörlega sannfærð í andstöðu sinni við Evrópu- sambandið, enda er þar að hennar mati um að ræða Samband Kapítalískra Karlavelda, uppfuUt af stuttbuxnadrengjum á borð við Sigurð Kára Kristjánsson. SKK! Halda menn að þetta sé ein- hver tUvUjun? í samræmi við þetta heldur Sól- rún núna tO orrustu gegn ESB og Sjálfstæðis- flokknum. Það er helst aö Steingrímur J., Ragnar Am- alds, Hjörleifur og félagar hafi átt það tO að skipta um stefnu. Þeir skýra það sjálfsagt þannig að í breytUegri átt þurfi menn sífeUt að snúa sér tO að vera á móti. AUir eiga sér málsbætur. Og aðdáun skflið. Cspurrl Karlakórinn Geysir. Seinni tíma mynd af kórnum. Hekluferð Geysiskórsins Ragnar skrifar: Það var fengur í að fá myndina um ferð Karlakórsins Geysis tO Noregs sem sýnd var í Sjónvarpinu nýlega. Þama sáust andlit sem maður kann- aðist við á ánun áður, þar á meðal Ingimundur Árnason sem stjómaði strákunum eins og fiðrUdi. Þetta var mynd sem rifjaði upp gamla daga, sem voru dýrðardagar fyrir margra hluta sakir. Ekki síst fyrir það að á þessum tíma áttum við nokkur far- þegaskip sem gerðu t.d. kleift að efna tU slíkrar hópferðar tU útlanda. Eitt þessara skipa var Heklan sem kórinn sigldi með í ferðina góðu. Mér þótti því agnúi á annars ágætri mynd að ekki skyldi sýnt neitt frá lífinu um borð í Heklu, t.d. þar sem farþegar skemmtu sér við mat og drykk. Ekki einu sinni rætt við skipstjórann, hinn þekkta Ásgeir Sigurðsson, eða aðra í áhöfninni sem þó gegndu stóm hlut- verki í ferðinni. - En takk samt! Bágt í borgarstjórn Óiafur Gunnarsson skrifar: Þeir eiga bágt í borgarstjóminni núna, í R-listanum. Ekki síst vinstri- grænir sem vita í raun ekkert hvað þeir eiga að segja í máli Kárahnjúka- virkjunar. Einnig samfylkingarmenn og þá helst borgarstjórinn sjálfur sem helst vUdi vera farinn frá áður en málið kemur tO atkvæða í borgar- stjóm. En það er ekki á allt kosið í pólitíkinni. Fyrirsláttarfólk í Sam- {ylkingunni eins og Ingibjörg Sólrún (nýgengin í samtökin) og Helgi Hjörv- ar verður aUtaf utangátta þegar það þarf að taka ákvörðun um mál sem liggur jafri mikið í augum uppi að er þjóðþrifamál, líkt og nú er um arð- semismat Landsvirkjunar á Kára- hnjúkavirkjun og nánast enga fjár- hagslega áhættu. I raun er R-listinn faUinn í borginni og ætti að knýja hann tO afsagnar strax. Á fréttastofu Sjónvarps Gamli og nýi tíminnn skarast. Fréttamat Sjónvarps Jðn Magnússon hringdi: Furðulegt hve fréttamat Sjón- varpsins er gjörólíkt flestum öðr- um fréttamiðlum hér á landi. Flest- ir fiölmiðlar hér gátu um nýlegan atburð er leiguflugvél Flugleiða hlekktist á eftir flugtak frá Malaga. Eldur kom upp í hreyflinum og far- þegar sátu skelfdir og sumir grát- andi þar tO lent var aftur. Tals- maður Flugleiða brást við með þvi að staðhæfa, að ekki yrði um frek- ari rannsókn að ræða. Stöð 2 sagði fyrst frá atvikinu og síðan blöðin. Sjónvarpið þagði þunnu hljóði, en brást við með því að segja fréttir af öngþveiti á Kastrup vegna snjó- komu og SAS réð lítt við ástandið. Maður veit ekki hvernig frétta- stofa Sjónvarpsins metur frétta- gildi. Hélt að þar væri tekinn við nýr fréttastjóri en svo virðist ekki vera. Sá gamli situr enn við frétta- lestur. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.