Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 15
15 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Dælan gengur ■ Gömul hefð er fyrir því aö fyrirtæki og stofnanir minnist merkisafmæla með því að láta rita sögu sína. Stundum eru þessi rit lítið annað en myndskreytt forstjóra- og stjórnar- mannatöl en þegar best tekst upp verða til athyglis- verð rit í hag- og félags- sögu. Eitt af þeim fyrirtækjum sem gáfu út sögu sína á síðasta ári var Olís, Olíuverslun íslands, eða BP eins og það var lengi kallað í daglegu tali. Þetta er mikil bók, um 550 síður, í stóru, fallegu broti og glæsilega mynd- skreytt. Afmælisriti Olís hefur verið valið hið tví- ræða heiti Þeir létu dæluna ganga enda víða í textanum vísað til munnlegra frásagna snjallra sagnamanna sem hafa frá mörgu að segja. Auk munnlegra heimilda hefur höfund- ur leitað fanga í skjalasafni Olís, svo og bók- um, blöðum og tímaritum. Hér er mikið efni dregið saman en úrvinnslan orkar því miður tvímælis þvi mikið vantar á að textinn sé nógu vel unninn. Hann er víða hrár og sam- hengi innan kafla stundum ábótavant. Inn á milli koma langir útúrdúrar sem vandséð er að skipti máli fyrir frásögnina og hefðu mátt vera styttri. Sem dæmi má nefna langan pistil um viðskilnað Héðins Valdimarssonar við Al- þýðuflokkinn. Um það mál er eðlilegt að fjalla en því hefði mátt gera skil í talsvert styttra máli en hér er gert. Fleiri dæmi mætti nefna, svo sem ýmsar klausur úr starfsmannablaði fyrirtækisins, Dælunni. Slikt efni er prýöilegt til að lífga upp á texta og tekst höfundi oft vel til í þeim efnum en fulllangt er gengið þegar birtar eru blaðsíða eftir blaðsíðu af fyrirtæk- isbröndurum og aulahúmor frá sjötta áratugn- um. I fyrsta hluta bókarinnar er Héðinn Valdi- marsson fyrirferðarmikill enda lífið og sálin í Gamli og nýi tíminn Bensínskúrinn í Ánanaustum og nýja þjónustustööin fjær. Mynd úr bókinni. fyrirtækinu fyrstu tvo áratugina. Margt er vel gert í þeim hluta bókarinnar, svo sem þegar sagt er frá þeim vandræðum sem hann lenti í vegna tvíþættrar stöðu sinnar sem forstjóri stórfyrirtækis og verkalýðsleiðtogi. Gott dæmi um það eru hin hrikalegu stéttaátök á Suðumesjum 1931 en þá missti BP viðskipti við atvinnurekendur á svæðinu vegna stuðn- ings Dagsbrúnar og Héðins við verkfallsmenn. Líka vantar mikið á að heimildavinnsla höfundar sé viðunandi. Það er fullkomlega eðlilegt í afmælisriti sem þessu að sjónarmið- um Olís sé gert hátt undir höfði en að snið- ganga viðhorf annarra og láta duga að skýra atburði með tilvísunum í orð manna mörgum áratugum eftir að þeir gerðust er ekki sæm- andi. Dæmi um slíkt er afgreiðsla Fjárhags- ráðs á umsóknum BP um byggingarleyfi eftir seinna stríð. Því er haldið blákalt fram að al- þýðuflokksmenn hafi komið í veg fyrir að leyf- ið fengist til að hefna sín á Héðni og Önundur Ásgeirsson borinn fyrir því. Höfundi, hefði verið í lófa lagið að kanna hvað ráðinu gekk til með neituninni með því að leita í frum- heimildir sem varðveittar eru á Þjóðskjala- safni, og fleiri dæmi um slíkt mætti nefna. Engin sérstök heimildaskrá er í ritinu en heimilda yfirleitt getið í aftanmálsgreinum. Stundum er óljóst hvar óprentaðar heimildir er að finna, hvort þær eru í opinberum skjalasöfnum eða skjalasafni Olís, og í annað stað hvort heimild hefur veriö gefin út eða ekki. Hafa til dæmis endurminningar Aðalsteins Guðmundssonar, sem virðast for- vitnilegar ef marka má þau brot sem notuð eru í texta bókarinnar, ein- hvem tíma verið gefnar út? Einnig hefði verið fengur að fá sérstaka skrá yflr heimildamenn, svo og hvenær viðtöl við þá voru tekin. Aðalkostur bókarinnar er hið ríkulega myndefni sem þar er að flnna. Myndimar segja ekki bara sögu Olís heldur eru þær líka mikil- væg heimild um félags-, byggöa- og verkmenningarsögu. Áhugamenn um samgöngusögu eiga væntanlega eftir að nýta þetta efni rækilega því þar eru miklar upplýsingar um bila- eign landsmanna. Það er því óneit- anlega bagalegt að engin myndaskrá er í bókinni. í eftirmála kemur fram aö flestar þeirra eru í eigu Olís en einnig hef- ur verið leitað fanga hjá Þjóðminjasafni og öðrum ljósmyndasöfnum; hvað er hvar er ósagt látið. Þeir létu dæluna ganga er metnaðarfullt verk sem mikið hefur verið í lagt en því miö- ur eru slíkir annmarkar á bókinni að hún verður lesendum að minna gagni en efni stóðu til. Guðmundur J. Guðmundsson Hallur Hallsson. Þeir létu dæluna ganga. Saga Olís í 75 ár - 1927-2002. Reykjavík 2002. SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR Vínartónleíkar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thór Cortes Sun. 12. jan. kl. 21.00 Lau. 18. jan. kl. 21.00 Fös. 24. jan. kl. 21.00, uppseR Fös. 31. jan. kl. 21.00 Miöasalan I Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir I s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Einleikari: Lucero Tena Föstudaginn 10. janúar kl. 19.30 uppselt Laugardaginn 11. janúar kl. 17.00 (uppselt) Föstudagskvöldið ao. janúar kl. 20 Stórtónleikar Rótarý Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja einsöngs- og samsöngslög, íslensk og erlend sönglög, söngleikjatónlist og óperumúsík. Aðeins fyrir Rótarýfélaga. Sunnudagur 12. janúar kt. 20 TlBRÁ: Tvö píanó og slagverkshópurinn Benda Píanóleikaramir Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andreassen og slagverkshópurinn Benda leika verk eftir Britten, Cage og Bartok. Verð kr. 1.500/1.200. 9 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS í IÐNÓ Síðdegissýning Sun. 12. jan. kl. 15.00 Sun. 19. jan. kl. 15.00 Hin smyrjandi jómfrú Naerandi leiksýning fyrir iíkama og sól. Sýnt íIðnó: Kvöldsýning Lau. 11. jan. kl. 20.00 Sun. 19. jan. kl. 20.00 „71/ að kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijúffengt smurbrauð fyrir sýningu og þv( óhœtt lofa þeim sem taka allan pakkann nœrandi kvöldstund fyrir sál og l(kama.“ H.F., DV BORGARLEIKHÚSIÐ Lcikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og KarlAgúst Úlfsson Forsýning í kvöld, 10/1, kr. 1.500 Frumsýning lau. 11/1, UPPSELT 2. sýn su. 12/1, gul kort, UPPSELT Aukasýning þri. 14/1, UPPSELT 3. sýn. fö. 17/1 kl. 20, rauð kort 4. sýn. lau. 18/1 kl. 20, græn kort 5. sýn. fó. 24/1 kl. 20. blá kort Lau. 25/1 kl. 20 Fö. 31/1 kl. 20 Lau. 1/2 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su. 19/1 kl. 20 Su. 26/1 kl. 20 Fi. 30/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allafjölskylduna. Su. 12/1 kl. 14 Su. 19/1 kl. 14 Su. 26/1 kl. 14__________________ NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit íprem páttum e. Gabor Rassov Lau. 11/1 kl. 20 Fö. 17/1 kl. 20 Lau. 25/1 kl. 20 Fö. 31/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkojf i SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Lau. 18/1 kl. 21 Su. 26/1 kl. 21 Ath. breyttan sýningartíma ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason f samstarfi VIÐ DRAUMASMIÐJUNA í kvöld kl. 20 SÍÐASTA SÝNING LITLA SVIÐ RÓMEÓ OGJÚLÍA e. Shakespeare f SAMSTARFI VIO VESTURPORT Fö. 10/1 kl. 20 Mi. 15/1 kl. 20 Lau. 18/1 kl. 19 ALLIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsid i fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.