Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 DV * Tilvera •Opnanir BÓboftnlr gestir i Gallerí Hlemmí Kl. 20 opnar Þurífiur Slgurfiardóttir sýn- inguna „Óboönir gestir" í Gallerí Hlemmi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. febrúar. Galleri Hlemmur verður op- inn miövikudaga til sunnudaga frá 14.00-18.00. áhorfsseiglu. Popp og aðrar veitingar veröa T boði, sem og níösterkt kaffi. Tveir skjáir veröa uppi, annar í stóra salnum og hinn í móttöku (lobbyi), þannig aö þeir sem þurfa að hreyfa sig eöa fá sér sígarettu missa af engu. Markmiö bíóþonsins er aö safna fjár- magni í búnaö til þess að búa til inter- net-útsendingar í kvikmyndasal MÍR á Vatnstíg lOa. Þess má geta aö fyrir sýn- ingu mun neöanjarðar-kvikmyndamógúll- inn Gio Shanger halda stutta kynningu á sögu Kubricks og fyrir hverja mynd stutta hugleiöingu. Þess má geta aö Gio er aö vinna aö kvikmynd sem heitir New York Rushes: A Stanley Kubrick Odyssey. Myndin fjallar um líf kappans frá fæöingu á Manhattan og uppvaxtarárin í Bronx þar til aö hann fer til Hollywood aöeins 25 ára gamall. • Krár ■Lifandi tónlist á Celtic Cross Hljómsveitin Spilafíklar leikur á Celtic Cross viö Hverfisgötu alla helgina. ■Sælusveitin í Kópavogi Hljómsveitin Sælusveitln leikur fyrir dansi alla helgina á Café Catalínu I Hamraborginni, Kópavogi. • Uppákotnur ■Kubrlck-biómarabon Annaö kvikmyndamaraþqn islands, Stanley Kubrick bíómaraþon, hefst klukkan 22. Allar 16 myndirnar eftir Kubrick verða sýndar, þar af fjórar myndir sem aldrei hafa verö sýndar hér- lendis. Þaö eru fyrstu þrjár stuttmyndir Kubricks og hans fyrsta mynd í fullri lengd sem veröa frumsýndar á hátíöinni aöeins hálfri öld eftir gerö þeirra. Allar hinar veröa svo sýndar hver á eftir annarri allt þar til síöasti myndramminn rennur úr sjóðheitri sýningarvélinni klukkan 7.00 á sunnudagsmorgni. Þetta eru 33 klukkustundir af stanslausri veislu fyrir augaö sem veröur haldin T Loftkastalanum, Seljavegi 2, Reykjavík. Öllum er heimilt að taka þátt í bíóþoninu á meöan húsrúm leyfir. Ekkert þátttöku- gjald. Viöurkenningar eru veittar fyrir ■Atli á Hverfisbarnum Þaö veröur hörkustemning á Hverfis- barnum í kvöld þegar Atli skemmtana- lögga stígur á stokk með geisladiskana sína og skemmtir gestum. ■Buff á Gauknum Hljómsveitin Buff býöur bestum Gauks- ins gleöilegt ár T kvöld meö balli. Húsiö opnaö klukkan 23.30 og er frítt inn. ■Pops á Plavers Unglingahljómsveitin Pops, sú sögu- fræga sveit, sem okkur gefst aöeins kostur á aö berja augum kringum ára- mót, mun Ijúka þessari leiktíö um helg- ina. Hún leikur á Players I kvöld. Allir BTtla- og Stonesaödáendur ættu aö nota tækifæriö núna og draga fram dans- skóna þvl fáir ná aö fanga stemningu sjöunda áraugarins eins og Pops. Krossgáta Lárétt: 1 slóttug, 4 grín, 7 vit, 8 galli, 10 hiti, 12 karlmannsnafn, 13 hóta, 14 brúsa, 15 skoði, 16 glufa, 18 gabb, 21 öndunaifæri, 22 hangs, 23 muldra. Lóðrétt: 1 blunda, 2 aldur, 3 jólasveinn, 4 flýti, 5 káldi, 6 krass, 9 ráfi, 11 alda, 16 hækkar, 17 skordýr, 19 léleg, 20 sefa. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvftur á leik! Tvö af frægustu nýju nöfnunum í skák tefldu í Hastings um áramótin, þau Alexandra Kosteniuk frá Rúss- landi, sem nýtur m.a. mikillar hylli meðal Haukamanna í Hafnarfirði, og reyndar um allt land, fyrir glæsilegt útlit og góða taflmennsku. Hún er að- eins 18 ára og tefldi um heimsmeist- aratitil kvenna en tapaði fyrir kín- versku stúlkunni Shu Chen á siðasta ári. Alexandra er einnig kominn á fyr- irsætusamning og auglýsir ýmsar Umsjón: Sævar Bjarnason tískuvörur. Sergey Karjakin er yngsti stórmeistari heims, aðeins 12 ára. Hann hugsar enn þá mest um skákina að sjálfsögðu en neyðir hér Alexöndru til að fækka (hm) mönnum sínum. Og vænu peði yfir, sem fyrirsætan reynd- ar fómaði en geigaði, var drengurinn auðvitað ekki í vandræöum með að leggja andstæðing sinn að velli. Hvítt: Alexandra Kosteniuk (2455) Svart: Sergey Karjakin (2527) Spánski leikurinn Hastings (5), 1.1. 2003 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RÍ6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c5 16. d5 Rd7 17. Rfl fS 18. exf5 Hxel 19. Dxel Bxd5 20. Ha3 bxa4 21. Rlh2 Bb3 22. Hxb3 axb3 23. De6+ Kh8 24. f6 Rxf6 25. Rh4 g5 26. Rg6+ Kg7 27. h4 Dd7 28. Dxb3 He8 29. Bd2 DÍ7 30. Df3 Dd5 31. hxg5 hxg5 32. Dc3 Ra2 33. Da5 Rb4 34. Dc7+ Df7 35. Da5 Re4 (Stöðumyndin) 36. Bxe4 Hxe4 37. RxfB DxfB 38. Rf3 g4 39. Rg5 He2 40. Be3 De7 41. Da3 Hel+ 42. Kh2 De5+ 43. g3 Kg6 0-1 Lausn á krossgátu •bqj 02 ‘ume 61 ‘op a ‘su 91 Unuun n ‘ijSta 6 ‘J?d 9 ‘pnj g ‘n§uipuA>(S p ‘jneSefjio e ‘TAæ z ‘jos 1 maJQöfi •eium ez ‘jojs zz 'nSuni \z ‘jjbu gí ‘bjij 91 ‘ieS si 'nunp H ‘eu3o gi ‘uop zi ‘JnjA 01 ‘paj 8 ‘nsjstA £ ‘do>(S p ‘Sæis 1 :jjaj?i Dagfari . Nótt með Bond Fór á Bond um daginn. Þennan nýjasta. Fetaði þar í fótspor fimmtíu og eitthvað þúsund landa minna. Ætlaði klukkan tíu um kvöld en þá reyndist uppselt. Þurfti að bíða í hálfan annan tíma eftir næstu sýningu. Vá, hugsaði ég. Mikið hlýtur þetta að vera frábær mynd. Búin að ganga vikum saman í mörgum kvik- myndahúsum og samt er fullt. Ég hafði haft miklar vænting- ar fyrir og þær styrktust verulega við þetta. Ég hafði sérstakar taugar til Bonds. Hann hafði jú valið mínar æskuslóðir sem um- gjörð fyrir þetta stórvirki og veitt fjölda fólks í héraðinu atvinnu með einum eða öðr- um hætti. Það var ekki annað hægt en heiðra þennan mann. Sjálf hafði ég fengið að fylgj- ast með tökum á myndinni dagpart og þótt mikið til koma. Nú var meira en líklegt að ég fengi að sjá sveitunga mína á hvíta tjaldinu. Þetta var mikill hátíðisdagur. Eða hátíðisnótt öllu heldur því ég komst ekki að fyrr en hálf tólf. Fyrsti hlutinn gerðist úti í Kóreu. Þekkti nú engan þar. Svo barst leikurinn til Kúbu. Allir ókunnugir þar líka. Það var ekki fyrr en komið var á klakann að maður gat farið að svipast um eftir kunningj- unum. En þeir létu þá ekki sjá sig. Sem var stór skaði. Hitt var þó enn verra að ég skildi ekki um hvað myndin fjallaði og fannst hún enda- laus gauragangur. Varð því fyrir sárum vonbrigðum með njósnara hennar hátignar. En fjöllin voru flott. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaöamaður Myndasögur l 1 I Hann er hálfur hárlaue mexíkani og hálfur púddluhundur? Hverð konar hundur er þetta? Eitthvað að drekka? ÍÞað eru Ifimmtán hundruð krónui Þrefaldan 'viskí, takk wmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.