Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 20
♦ 20 íslendingaþættir FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ Anna Hallsdóttir, Tfr Þórunnarstræti 108, Akureyri. Jónína Davíösdóttir, Sunnubraut 6, Kópavogi. 85 ára_________________________________ Ása Eiríksdóttir, Helgamagrastræti 6, Akureyri. Þórarinn Þorleifsson, Flúðabakka 2, Blönduósi. 80 ára_________________________________ Ragnhlldur Haraldsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. 70 ára_________________________________ Ásdís Ingvarsdóttir, Bankavegi 2, Selfossi. Guðmunda L. Sigvaldadóttir, Þangbakka 10, Reykjavík. 60 ára________,________________________ Ásgeir Bragi Ólafsson, Eiöistorgi 5, Seltjarnarnesi. Kristín Einarsdóttir, Lindargötu 58, Reykjavík. Rannveig Þorbergsdóttir, Fögruvöllum, Garðabæ. Sveinn Eggertsson, Álfaskeiði 52, Hafnarfirði. Sveinn Guöbergsson, Hliðarvegi 13, Njarðvík. _ 50 ára_____________________________________ Edda Ástvaldsdóttir, Vallhólma 4, Kópavogi. Höröur Ágústsson, Kirkjubraut 1, Seltjarnarnesi. Kristín Einarsdóttir, Álfhólsvegi 40, Kópavogi. Ólafur Helgi Gunnarsson, Túngötu 9, Fáskrúðsfirði. Selma Antonsdóttir, Jöklafold la, Reykjavík. Sigrún Ásdís Gísladóttir, Furuhjalla 2, Kópavogi. Zenaida Zanoria Antonio, Vitastíg 9, Reykjavík. *** Þorsteinn Sigfússon, Hafnarbraut 33, Hólmavík. Þórður Rúnar Magnússon, Hraunbrún 20, Hafnarfirði. 40 ára_________________________________ Björgvin Bjarnason, Teigabyggð 5, Hafnarfirði. Björn Halldór Sveinsson, Snægili 32, Akureyri. Guölaugur Ingi Sigurðsson, Klapparbergi 19, Reykjavík. Guöríöur Þóröardóttir, Kópalind 10, Kópavogi. íris Adolfsdóttir, Stararima 31, Reykjavík. Jóhann Jóhannsson, Bjarnastaðavör 12, Bessastaöahreppi. Kristin S. Hjálmtýsdóttir, ^ Baröavogi 28, Reykjavík. Linda Hrönn Arnardóttir, Otrateigi 38, Reykjavík. Ekta fiskur ehf. J S. 466 1016 J Utvatnaður saltfiskur, án beina, til ao sjóða. Sérútvatnaður saltpskur, án beina, til að steikja. Saltjisksteikur (Lomos) Jyrir veitingabús. Andlát Guöni Slgvaldason lést í Svíþjóö 8. janúar. Guörún B. Guömundsdóttir Jones St. Louis, Bandarikjunum lést á heimili sínu 5. janúar. Óli A. Guðlaugsson, Lindasíðu 4, Akureyri, lést 7. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þorgeröur Einarsdóttir frá Þórisholti andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 7. janúar. 9 Björk Steingrímsdóttir, Tjarnarlundi 10, Akureyri, lést 7. janúar. Þórarinn Hjörleifsson, Háaleitisbraut 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. janúar. Gylfi Haröarson, Vestmannabraut 33, veröur jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 11. jan. kl. 14. Eydís Lilja Eiríksdóttir húsfreyja Eydís Lilja Eiríksdóttir húsmóð- ir, Kolsholti II, Villingaholtshreppi, Árnessýslu, er sextíu ára i dag. Starfsferill Eydis fæddist í Langholti í Hraungerðishreppi i Ámessýslu og ólst þar upp. Hún gekk í barnaskól- ann Þingborg í hreppnum og síðar i Húsmæðraskóla Suðurlands á Laug- arvatni 1961-62. Eydís hefur búið í Kolsholti frá árinu 1969 og auk húsmóðurstarfa hefur hún gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum um ævina. Hún var formaður kvenfélagsins í Vill- ingaholtshreppi og hefur einnig starfað í mörg ár með kirkjukór hreppsins. Þá má nefna að fjöldinn allur af börnum hefur dvalið hjá Ey- dísi á sumrum. Fjölskylda. Eydís giftist 28.1. 1967 Guðjóni S. Sigurðssyni, f. 25.5. 1941, bónda og byggingarfulltrúa. Hann er sonur Sigurðar Gíslasonar bónda, Kols- holti II í Villingaholtshreppi, og Helgu Þórlaugar Guðjónsdóttur, húsmóður þar. Eydis og Guðjón eiga fimm böm. Þau eru: Eiríkur Ágúst, f. 23.4. 1965, bóksali í Reykjavík, kvæntur Odd- nýju Kristjánsdóttir klæðskera- meistara og á hann dótturina Emu; Sigurður Rúnar, f. 5.7. 1967, starfs- maður hjá SS, býr í Kolsholti II, í sambúð með Helenu Þórðardóttir, gæslumanni á Sogni. Þeirra böm eru Guðjón Sigurliði, Sigurbjörg Eva og Þorgils Kári; Rannveig Skúla, f. 17.3.1971, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Jóhannesi A. Larsen fram- kvæmdastjóra. Þeirra börn eru Flóki og Sólveig; Sigurdís LOja, f. 30.4. 1975, ferðamálafræðingur, í sambúð með Sveini Ólasyni, dýra- lækni á Selfossi; Helgi Þór nemi, unnusta hans er Sólrún Tinna Egg- ertsdóttir. Hálfbróðir Eydísar, samfeðra, er Karl, f. 9.6. 1916, fyrrv. verslunar- maður hjá KÁ á Selfossi, búsettur á Selfossi, kvæntur Guðfmnu Sigur- dórsdóttur og eiga þau fimm börn. Alsystkini Eydísar eru: Tryggvi, f. 26.9. 1921, nú látinn, verslunar- maður í Reykjavík, var kvæntur Fanneyju Þorsteinsdóttur, þau skildu, og áttu þau sjö böm; Þorgils, f. 14.8.1927, bóndi í Langholti, síðar starfsmaður SS á Selfossi; Sigríður, f. 11.10. 1930, húsmóðir, var gift Ás- mundi Eiríkssyni frá Ásgarði sem nú er látinn og eignuðust þau sjö böm; Bjarnþór, f. 10.1. 1934, hús- vörður i Þorlákshöfn, kvæntur Önnu Jóhannesdóttur og eiga þau fjögur böm; Sighvatur, f. 9.11. 1938, tæknifræðingur á Selfossi, kvæntur Sólrúnu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Eydísar voru Eiríkur Ágúst Þorgilsson, f. 19.8. 1894, d. 11.9.1967, bóndi í Langholti I Hraun- gerðishreppi, og Lilja Bjamadóttir, f. 11.1. 1896, d. 23.5. 1988, húsmóðir þar. Þau hjónin taka á móti gestum í félagsheimilinu Þjórsárveri í Vill- ingaholtshreppi eftir kl. 20.00 á af- mælisdaginn. Fimmtugur — Jens Guðbjörnsson yfirtollvörður Jens Guðbjömsson yfirtollvörður hjá sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli, Lambhaga 14, Bessastaða- hreppi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Jens fæddist í Reykjavík 10.1.1953 og ólst upp í Kópavogi. Hann gekk í Gagnfræðaskóla Kópavogs og lauk skipstjóraprófi 2. stigs árið 1975, frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Síðan stundaði hann nám við Toll- skóla íslands 1982-1983 og lauk 1. stigi vélstjórnarnáms frá Vélskóla ís- lands árið 1991. Vann við fiskvinnslu og var háseti og bátsmaður á togumm frá 1967 til 1975, lengst á Þorkeli mána. Árin 1975-1981 starf- aði Jens á togumnum Snorra Sturlusyni, Viðey og Jóni Vídalín ýmist sem 1. stýrimaður eða skip- stjóri. Hann vann sem tollvörður við Tollgæsluna í Reykjavík 1981-1989 en 1989-90 vann hann við eigin útgerð á trillunni Völu HF 5 og sem stýrimaður í afleysingum á bv. Eng- ey. Var umsjónarmaður tollbáts hjá Tollstjóranum í Reykjavik 1991-1992 og starfaði þar sem tollfulltrúi árin 1992-1998 en árið 1998 hóf hann störf hjá sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli. Fjölskylda Jens kvæntist 6.9.1980 Valgerði Júlíusdóttur, f. 28.4. 1960, verkefna- stjóra hjá Lyfi og heilsu. Hún er einnig menntuð sem grunnskóla- kennari og hundaþjálfari. Foreldrar hennar: Júlíus Hinriksson múrari, Fimmtugur Frímann Ottósson bifreiðastjóri Móabarði 2, Hafnarfirði, og Margrét Ágústa Krist- jánsdóttir er lést í september 2002. Börn Jens og Valgerðar eru Vikt- oría f. 11.11. 1981, nemi i verkfræði við HÍ; Guðbjörn f. 26.9. 1988, nemi í Garðaskóla í Garðabæ. Systkini Jens era Daði, f. 12.5. 1954, listmálari í Reykjavík, kvæntur Soffiu Þorsteinsdóttur leikskóla- kennara og hann á einn son, Sigur- jón Bergþór; Guðbjörn, f. 3.6. 1962, tollvörður í Keflavík og söngkennari í Reykjavík, er fráskilinn en á tvær dætur, Lilju Viktoríu og Sólveigu El- ísabetu, einnig á hann fósturdóttur- ina Önnu Lenu; Gunnar f. 5.7. 1965, óperasöngvari í Þýskalandi, en hans kona er Ólöf Hulda Breiðfjörð hús- freyja og eiga þau þrjá syni, Ivar Glóa, Jökul Sindra og Ragnar Núma. Foreldrar Jens: Guðbjöm Jensson, f. 18.4. 1927, d. 19.2. 1981, skipstjóri og hænsnabóndi á Álftanesi og Vikt- oría Skúladóttir, f. 3.6. 1927, garð- yrkjufræðingur og húsfreyja. Þau bjuggu lengst af 1 Kópavogi en fluttu síðar í Helguvík á Álftanesi. Viktor- ía býr nú á Frakkastíg í Reykjavík með sambýlismanninum, Gunnari B. Johansen múrara. Föðurbræður Jens vora Ólafur Jensson, fyrrv. forstjóri Blóðbank- ans, og Ketill Jensson óperasöngv- ari. Þeir eru báðir látnir. Jens er staddur á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. Frímann Ottósson bifreiðastjóri, Norðurgarði 8, Keflavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Frímann fæddist að Oddhóli á Rangárvöllum f. 10.1. 1953. Hann hefur starfað við eigin rekstur sem verktaki og vörubifreiðastjóri en vinnur nú hjá ístaki. Fjölskylda Kona Frímanns er Sigurlaug D. Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður Foreldrar í Kefla- vík, f. 2.5. 1953. hennar: Sigurður Sigmarsson Þormar byggingaverkfræöingur Guðmundur Haukur Þórðarson og Magnea Aðalgeirsdóttir í Keflavík. Böm Frímanns og Sigurlaugar era Magnea, f. 1980, en hennar maður er Jens Freymóðsson og böm þeirra eru Alma Rún og Bergþór Öm: Arnar Már f. 1981. Áður átti Frímann með Hildi Guð- mundsdóttur dótturina Guðrúnu Sigurður Sigmarsson Þormar, byggingaverk- fræðingur, Hvassaleiti 71, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist aö Skriðuklaustri í Fljóts- dal 10. janúar 1923 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1944, tók fyrrihlutapróf í verk- fræði frá HÍ 1947 og próf í bygginga- verkfræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1950. Hann var aðstoðarverk- fræðingur hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen 1950, Birch & Krogboe, Kaupmannahöfn 1951 og Stadsbygmesterens direktorat, Kaup- mannahöfn 1952. Hann var verkfræð- ingur í mælingadeUd bæjarverk- fræðings í Reykjavík tU 1962, rak eig- in verkfræðistofu 1961-1980 og vann jafnframt að útreikningum og gerð lóðauppdrátta fyrir borgarverkfræð- ing í Reykjavík. Árin 1980-1993 var Sigurður verkfræðingur i mælinga- deild borgarverkfræðings í Reykja- vík. Fjölskylda Sigurður kvæntist 2. maí 1970 Ólöfu Vilhelmínu Ásgeirsdóttur, húsmóður, f. 28. 7. 1935. Foreldrar hennar voru Ásgeir Eggertsson, vél- stjóri og skipstjóri, og Guðrún Þor- leifsdóttir á Húsavík. Sigurður og Ólöf eiga saman dótt- Önnu, f. 1975, en maður hennar er Rúnar Þór Ólason og böm hennar eru Júlíus Fannar, Rebekka Maria, Rakel Mist og Róbert Óli. Hálfsystkini Frí- manns: Karl Anton Carl- sen. Hann er látinn, Helga Hjaltadóttir, HeUu, og ÞórhUdur Hjaltadóttir, Reykjavík. Foreldrar Frímanns: Helgi Ottó Carlsen og Guðrún Frimannsdóttir. Fósturfaðir: Hjalti Sighvatsson. Frímann er að heiman. urina Sigríði B. Þorm- ar, f. 29. 8. 1970. Hún er hjúkranarfræðingur, búsett í HoUandi, og er að ljúka BSc-námi í heilsusálfræði. Sigríður er gift Birni Einarssyni f. 13.2. 1969, fram- kvæmdastjóra Sam- skipa í Rotterdam. Þau eiga saman synina Sig- urð Hrannar f. 26.12. 1993 og Tómas Atla f. 6.6. 2000. Stjúpsynir Sigurðar og synir Ólafar með Helga Þ. Valdimarssyni, lækrii og prófessor, era Ásgeir R. Helgason f. 5.11. 1957, dósent í sál- fræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, Ásgeir á með Sigrúnu Proppé synina Huga Hrafn f. 12.11. 1988 og Amald Muna f. 26.3. 1991 en þau Ásgeir og Sigrún skUdu. Valdimar Helgason f. 22. 12. 1962, kennari og aðstoðarskólastjóri við Ölduselsskóla. Kona hans er Helena M. Jóhannsdóttir f. 11.2. 1964, list- dansari og kennari við Langholts- skóla. Saman eiga þau börnin Helga Má, f. 25.4. 1984, og Sigríöi Ólöfu, f. 31.12. 1993. Systkini Sigurðar eru HaUdór Þormar, leigubUstjóri í Reykjavík, f. 23.7. 1921, d. 17.3. 1988, Atli Þormar, fuUtrúi á aðalskrifstofu Landsímans f. 8.3.1924, d. 7.3.1971; Valgeir Þorm- ar, iðnrekandi í Reykjavík, f. 1.11. 1927. Foreldrar Sigurðar voru Sigmar Bergsteinn Guttormsson Þormar, f. 6.12. 1890, d. 5.12. 1976, búfræðingur, bóndi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, og Sigríður HaUdórsdóttir, f. 30.9. 1989, d. 26.7. 1966, húsfreyja á Skriðu- klaustri. Eftir 1948 bjuggu þau hjón í Reykjavík. Ætt Foreldrar Sigmars vora Guttorm- ur Vigfússon, búfræðingur, skóla- stjóri búnaðarskólans á Eiðum og bóndi og alþingismaður í Geitagerði, Fljótsdalshreppi, og kona hans Sig- ríður Guðbjörg Anna Sigmundsdótt- ir frá Ljótsstöðum, Skagafirði. Foreldrar Sigríðar vora HaUdór Benediktsson, bóndi á Skriðu- klaustri og k.h. Arnbjörg Sigfúsdótt- ir. Afmælisbarnið dvelst í HoUandi hjá dóttur sinni og fjölskyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.