Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 21
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
r>v
21 *•
Tilvera
ezœeœ
Rod Stewart 58 ára
Stórstjaman Rod Stewart
á atoæli í dag. Stewart hóf
tónlistarferilinn áriö 1963
þegar hann geröist munn-
hörpuleikari hljómsveitar-
innar Five Dimensions. Sið-
an lá leið hans í Wjómsveitina Faces en
heimsfr ægð öðlaðist hann þegar hann hóf
sólóferil sinn. Stewart er í hópi fjöl-
margra íslandsvina og var með tónleika á
gamla Broadway í Mjóddinni fyrir
nokkrum árum. Stewart á fimm böm og
hefur tvisvar veriö kvæntur. Fyrst var
það Alana Stewart, siðan Rachel Hunter.
Báöar era þær nokkuð þekktar, aðallega
þó fyrir að vera fyrrverandi eiginkonur
Stewarts. Áhugamál hans er fótbolti.
Glldlr fyrir laugardaglnn 11. Janúar
Vatnsberlnn (20. ian.-18. fehr.):
Félagslifið hefur ekki
verið með miklum
blóma hjá þér
undanfarið en nú
verður breyting þar á. Kvöldið
verður skemmmtilegt.
Flskarnir (19. febr.-?Q. marsl:
Gakktu hægt um
Igleðinnar dyr. Þér
hættir til að vera
ofsafenginn þegar þú
ert að skemmta þér, jafnvel svo
að það skemmir fyrir þér.
Hrúturlnn (21. mars-19. apríl);
Þú ættir að sinna
#’"’V »öldruðum í íjölskyld-
\ VJl unni meira en þú hefur
gert undanfarið. Þar
sem farið er að róast í kringum þig
ætti þetta að vera mögulegt.
Nautið (20. apríl-20. maó:
/ Einhveijar breytingar
eru fyrirsjáanlegar í
vinmmni hjá þér á
næstunni og er betra
fynr þig að vera viðbúinn.
Rómantíkin liggur í loftinu.
Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníi:
V Gættu þín að streita
y^^nái ekki tökinn á þér,
_ / / þó að þú hafir mikið
að gera. Það er
ýmislegt hægt til þess að vinna
gegn henni.
Krabblnn (22. iúní-22. iúiíl:
Nauðsynlegt er að þú
látir þína nánustu vita
hvað þú ert að ráðgera
_____ varðandi framtíð þína.
Þó að þetta sé þitt líf er fólkinu
í kringum þig umhugað um þig.
Uónlð (23. iúlí- 22. áeústl:
Gerðu eins og þér
finnst réttast. Ekki
hlusta of mikið á
aðra. Kvöldið verður
óvenjulega skemmtilegt.
Happatölur þínar eru 9, 14 og 37.
Mevlan (23. áeúst-22. seot.l:
Þú skalt þiggja ráð-
leggingar sem þér eru
gefnar af góðum hug.
Það er ekki víst að þú
vitir allt betur en aðrir.
Happatölur þínar eru 4, 29 og 35.
Vpgln (23. sept.-23. okt.l:
Þú þarft að vera
ákveðinn ef þú ætlar
að ná fram því
sem þú stefnir að.
Kvöldið verðiu- rólegt.
Happatölur þínar eru 3, 9 og 19.
Sporðdreklnn (24. 0M.-21. nóv.l:
Þetta verður góður
dagur hjá þér og róm-
antíkin liggur í loft-
inu. Þú ættir að fara
emmta þér í kvöld. Þú átt
það skilið eftir mikið erfiði.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.):
.^^Þú ætdr að koma þér
beint að efninu ef þú
I þarft að hafa samband
við fólk í stað þess að
vera með vífillengjur. Það virkar ekki
vel á þá sem þú átt samskipti við.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.):
^ _ Reyndu að gera þér
grein fyrir stöðu
* /r\ mála áður en þú
gengur frá mikilvæg-
um samningum. Vinir hittast og
gleðjast saman.
Fyrstu verðlaun í jólagetraun DV afhent
Kittý Guömundsdóttir, starfsmaöur DV, afhendir Guölaugu Árnmarsdóttur
fyrsta vinning í jólagetraun DV. Guölaug vann þrjátíu og tveggja tommu sjón-
varpstæki og fullkomiö heimabíósett frá Sjónvarpsmiöstööinni,
aö verömæti 249.970 krónur.
Fyrstu verðlaun í jólagetraun DV afhent:
Kemur sér vel en ég
þarf örugglega að fá
mér stærri íbúð
- segir verðlaunahafiim, Guðlaug Ámmarsdóttir
Myndbandarýni
Shot at Glory
** @
Skotið
fram hjá
Englendingar
vilja eigna sér
knattspymuna og
þar er heföin mest.
Þeim hefur þó ekki
tekist, frekar en
öðrum, að gera
kvikmynd um fót-
boltann sem fer í
hóp klassískra kvik-
mynda en hafa samt
gert nokkrar ágæt-
ar kvikmyndir, nú síðast Bend It
Like Beckham. Það er því ekki
nema von að Bandaríkjamönnum
takist það ekki heldur þar sem evr-
ópska knattspyman er nánast auka-
grein í íþróttum. Ætla má að hinn
ágæti leikari, Robert DuvaU, sé að-
dáandi knattspymunnar því hann
er ekki aðeins aðaUeikari Shot the
Glory heldur einnig einn framleið-
anda.
Myndin gerist í Skotlandi en hef-
ur þó amerískt yfirbragð, ef frá er
skilinn framburður leikaranna og
það að skosk knattspymuliö eru í
brennideplinum. Að öðru leyti
minnir hún á Remember the Titans
þar sem Denzel Washington lék
þjálfara ruðningsliðs. Sami sykur-
sæti hjúpurinn er yfir þeim báðum.
Robert Duvall leikur skoskan
þjálfara sem á að
baki þjálfaraferil
með Glasgow
Rangers. Hann var
hrakinn frá og
stjómar nú 2. deild-
ar liðinu Kilnockie.
Bandariskur eig-
andi (Michael
Keaton) hefur keypt
liðið og hefur í
hyggju að flytja það
tfi írlands vinnist
ekki bikar fljótt.
Hann kaupir
fallandi stjömu,
Jackie McQuiIlan
(Alistair McCoist), í
óþökk þjálfarans
þar sem Jackie er fyrrverandi
tengdasonur þjálfarans sem drakk
sig út úr hjónabandinu. Jackie
reynist þó betri en enginn þegar á
völlinn er komið. Hann á þó enn
bágt með skap sitt og er það ekki til
að auka vinskapinn við þjáifarann.
Shot at Glory er hin sæmilegasta
skemmtun en eins og oftast í kvik-
myndum um fótboltann þá tekst
ekki að ná upp spennu þegar komið
er að boltanum sjálfum. Það vantar
þetta návígi sem meðal annars hef-
ur gert hnefaleika að ákjósanlegu
kvikmyndaefni. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael
Corrente. Bandaríkin, 2001. Lengd: 115
mín. Leikarar: Robert Duvall, Mlchael
Keaton, Brian Cox og Alistair McCoist.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
„Ha, hvað segir þú?“ var það
fyrsta sem Guðlaug Ámmarsdóttir,
starfsmaður Landhelgisgæslunnar,
sagði þegar henni var tilkynnt að
hún hefði hlotið fyrsta vinning í
jólagetraun DV.
Guðlaug, sem starfaði hjá DV fyr-
ir rúmum fimmtán árum, segir að
vinningurinn komi sér vel. „Sjón-
varpið mitti er tuttugu ára gamalt
og gæðin eftir því. Ég hef aldrei átt
DVD-spilara og heimabíó er líka
nýtt fyrir mig þannig að það verður
spennandi að setja upp tækið og
fara að horfa.“ Guðlaug sagðist
reyndar aldrei hafa séð svona stórt
sjónvarp áður og sagði í ganni að hún
þyrfti örugglega að fá sér stærri íbúð
til að geta notið þess til fulls.
Gary Glitter
vísað úr landi
Rokkaranum sérstæða, Gary
Glitter, hefur verið vísað úr landi
í Kambódíu, þar sem hann hefur
haldið til að undanfömu. Hann
mun víst hafa haldið til Taílands.
Breska utanríkisráðuneytið seg-
ist ekki hafa haft nein áhrif á
ákvörðun yfirvalda í Kambódíu
sem handtóku Glitter milli jóla og
nýárs og vísuðu honum úr landi
aðeins degi síðar. Lögfræðingar
hans munu víst vera að tala máli
hans þar. Glitter var dæmdur í
J-Lo í lagaþrefi
vegna ilmvatns
Bandaríska söng- og leikkonan
Jennifer Lopez hefur verið kærð af
einum keppinauta sinna á
ilmvatnsmarkaðnum en fyrir hálfu
ári kom á markaðinn nýr ilmur frá
Lopes, sem hét Glow by J-Lo.
Fyrirtækið sem kærir segir að
nafn ilmvatnsins sé of líkt heiti
einu sinna ilmvatna sem heitir
einfaldlega Glow.
í fyrsta vinning var fullkomið
heimabíó frá Sjónvarpsmiðstöðinni,
MW82150, 32 tommu Super Flat
breiðtjaldssjónvarp frá Grundig,
með 100Hz myndtækni, comb filter,
dynamic focus, Space velocity
modulation, CTI-litakerfi, Perfect
clear og picture sharpness adjust-
ment, rykfrír Clear color screen,
2x40 W Nicam stereo hljóðkerfi, val-
myndakerfi, textavarp með 512
síðna minni, 3xscart-tengi og rca-
tengi, fjarstýring. THA30 JVC
heimabíókerfi, Dolby Digital og DTS
með DVD-spilara sem spilar CD-
R/RW, SVCD og MP3, RDS-útvarpi,
geislaspilara og 5 hátölurum, 5x25
vatta, auk 110 vatta bassabox. Sam-
tals er verömætið 249.970 krónur.
Bretlandi árið
1999 fyrir að
hafa náð í
bamaklám á
Netinu og af-
plánaði helm-
ing af 4 mán-
aða fangelsis-
vist áður en
honum var
sleppt úr haldi. Viðkomandi ráð-
herra í Kambódíu krafðist þess að
honum yrði visað úr landi þegar
hann fluttist þangað fyrir ári en
stjómvöld sögðust ekki ætla að
gera það nema að hann bryti lög
þar.
PaulGross muByk-i'r.-irmdLasfeNfafcan
* CMM) TkM WW Sam» «M Ml MU!
Men With Brooms
★★<
Kurlaö
Ein er sú íþrótt
sem fyrir fram
hefði mátt ætla að
engum dytti í hug
að gera kvikmynd
um en það er kur-
ling. Þetta er íþrótt-
in sem oftast er
leikin af fótluðum
eða eldri borgurum.
Ef íþróttin minnir á
einhverja aðra
iþrótt þá er það
helst keila.
Kanadíski gamanleikarinn Paul
Gross sá greinilega að hægt var að
búa til gamanmynd um íþrótt þessa
og hefur hann haft rétt fyrir sér.
Leikur hann og leikstýrir Men with
Brooms og hefur erindi sem erfiði.
I upphafi myndarinnar fylgjumst
við með þegar gamall maður fær
hjartaslag þegar hann er við veiðar
á friðsælu vatni ásamt dóttur sinni.
Karlinn er gamall kurlingþjálfari
sem hafði á sínum tíma þjálfað mjög
efnilega pilta en misst þá frá sér í
ýmsan ólifnað. Þeh eru boðaðir á
fund skiptaráðanda þar sem síðasta
ósk hans var að þeh kæmu saman
og stunduðu íþróttina. Auk þess
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Paul
Gross. Kanada 2002. Lengd: 109 mín.
Bönnuö börnum Innan 16 ára. Leikarar:
Paul Gross, Molly Parker, Connor Price
og Leslie Nielsen.
eiga þeh að sjá um
að aska hans verði
sett í eina kurling-
keilu og hún notuð
til keppni.
Fjórmenningam-
h eru hinir skraut-
legustu og mega
muna betri tíma.
Þeh taka þó hönd-
um saman og auk
þess að taka á eigin
persónulegum
vandmálum taka
þeh þátt í meistar-
keppni í kurling.
Men with
Brooms er fyndin
kvikmynd þar sem
raunsæið er látið liggja milli hluta
og ímyndunaraflið leikur lausum
hala. Leikarar eru yfirleitt
skemmtilegh. Það er helst að sá
ágæti gamanleikari, Leslie Nielsen,
nái sér ekki á shik - er sjáanlega
farinn að eldast. Að öðru leyti er
myndin hin besta skemmtun og í
lokin tekst að gera það sem ég hélt
fyrh fram að væri ekki hægt:
Keppni í kurling verður æsispenn-
andi. -HK
Allir íþróttaviáburðir / beinrti á risaskjám. Pool. Góður matseðill.
Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf.