Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 27
I
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
27 m
DV
Sport
Naumt í Hólminum
- Snæfell vann baráttusigur á Tindastóli í átta liða úrslitum bikarkeppninnar
Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Tinda-
stóll áttust við í Stykkishólmi í gær-
kvöld í 8 liða úrslitum bikarkeppni
KKÍ og Doritos. Heimamenn fóru með
sigur af hólmi, 78-74, eftir hörkuspenn-
andi leik.
Um það bil 170 manns höíðu lagt leið
sína í íþróttamiðstöðina þegar leikur-
inn hófst og voru strax með á nótunum
þegar Hlynur Bæringsson náði for-
skoti fyrir heimamenn með 3ja stiga
skorpu. Heldur var stirt leikið af
beggja hálfu fyrstu mínútumar, en það
rættist úr þegar leikmenn hitnuðu.
Hólmarar höfðu frumkvæði, en Króks-
arar fylgdu eins og skugginn, mest fyr-
ir atbeina Cliftons Cooks. Þegar fjórð-
ungur lifði leikhlutans hafði samhent
lið heimamanna skapað þeim 9 stiga
Nýr Kani til
Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
hefur ákveðið að styrkja lið sitt með
Bandaríkjamanninum Edmund
Saunders og er hann þegar kominn
til landsins.
Eftir að Damon Johnson fékk ís-
lenskt rikisfang um jólin var ljóst
að Keflavík gæti fengið sér Banda-
ríkjamann eftir áramót en bæði
Damon og Kevin Grandberg teljast
ekki erlendir leikmenn þar sem þeir
hafa fengið íslenskan ríkisborgara-
rétt.
Saunders kemur frá stórum há-
skóla, Cincinnati, sem er einn af
þeim allra bestu í Bandaríkjunum
og varð t.d. háskólameistari árið
1999. Hann er framherji og er um
202 cm á hæð og þykir öflugur í
kringum körfuna, sérstaklega i frá-
köstum.
Saunders spilaði með og á móti
mörgum þeim leikmönnum sem
prýða NBA-deildina nú. Hann lék
með Richard Hamilton sem leikið
hefur með Washington Wizards en
er núna hjá Detroit Pistons og
Khalid, El-Amin sem lék með
Chicago Bulls.
Það er því ljóst aö Keflvíkingar
verða gríðarlega sterkir það sem eft-
ir er tímabils og voru þeir öflugir á
pappírunum fyrir.
Ríkisborgararéttur gæti þó sett
fleiri strik í reikninginn í Inter-
sport-deildinni í vetur því Gary
Hunter, sem leikur með Njarðvík,
er að bíða eftir að fá tyrkneskan rík-
isborgararétt í febrúar og því gætu
Njarðvíkingar hugsanlega bætt við
sig einum Kana fyrir lokabaráttuna
í mars. -Ben
forystu, með góðri vöm og yfirvegaðri
sókn. Annar hluti leiksins hófst með
gríðarlegri vamarbaráttu beggja liða.
Snæfell náði mest 11 stiga forystu um
skeið, en höfðu 10 stig á gestina þegar
menn köstuðu mæðinni í hálfleik.
En þegar allt verður að leik og sólin
ljómar um himinbaug em veðraskilin
oft nærri. Stólamir hertu sig upp í
þriðja hluta leiks og meiri harka og
hraði færðust í leikinn. Skarð varð fyr-
ir skildi í heimaliðinu þegar Clifton
Bush fékk sina 4. villu eftir rúmlega
fjögurra mínútna leik og var skipt út
og sat það sem eftir liföi leikhlutans.
Cook fór fyrir gestunum, sem söx-
uðu forskot lánlítilia Snæfellinga niður
jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn, 60-60,
við lok hans. Við upphaf lokafjórðungs
var spennan í húsinu mögnuð og
áhorfendur létu vel í sér heyra.
Hólmarar náðu naumri forystu en
Cook svaraði iðulega að bragði. Það
reyndist þó ekki nóg því Snæfell fór
með sigur af hólmi, 78-74.
Hlynur Bæringsson lék hvað best
heimamanna. Clifton lék einnig mjög
vel og Jón Ólafur Jónsson átti einnig
góðan leik.
Clifton Cook átti frábæran leik í liði
Tindastóls. Michael Antropov hvarf á
köflum. Hattur skal tekinn ofan fyrir
norðanmönnum fyrir seigluna og þeir
gáfust aldrei upp.
„Ég er ánægður með sigur i svona
spennuleik. Þetta var ekta bikarleikur
og þótt mönnum hafi verið mislagðar
hendur í þriðja leikhluta var endirinn
góður,“ sagði Báröur Eyþórsson þjálf-
ari kampakátur. Aðspurður kvaðst
hann vonast eftir að fá heimaleik í
undanúrslitunum.
„Það eru mikil vonbrigði að detta út.
Ég vona að Snæfelli gangi vel. Þeir eru
gott lið og eiga alla möguleika í fram-
haldinu ef íslendingaliðin á Suðumesj-
um kaupa ekki fleiri erlenda leik-
rnenn," sagði Kári Marísson, liðsstjóri
Tindastóls, eftir leikinn.
Stig Snœfells: Jón Ó. Jónsson 18, Hlynur
Bæringsson 15, Cliflon Bush 13, Lýður
Vignisson 13, Helgi Guðmundsson 10,
Sigurbjöm Þórðarson 5, Andrés Heiðars-
son 2, Daði Sigurþórsson 2.
Stig Tindastóls: Clifton Cook 41, Michail
Antropov 10, Einar Ö. Aðalsteinsson 8,
Kristinn Friðriksson 7, Axel Kárason 4,
Helgi Viggósson 2, Óli Barðdal 2. -HÞ
KQRFUBOITI
ca b &
Úrslit í nótt:
New Jersey-Sacraxnento .. 82-118
Collins 11, Harris 11, A. Johnson 11,
Kidd 10 - Stojakovic 24, Bibby 23,
Webber 19 (11 frák.), J. Jackson 12 (8
frák.), Christie 10 (9 stoðs.).
Sacramento Kings batt enda á tíu
leikja sigurgöngu New Jersey Nets
með ótrúlegum yfirburðasigri á úti-
velli í nótt. Sacramento gerði út um
leikinn í fyrri hálfleik en staðan í
hálfleik var 69-41. Ekki skánaði stað-
an hjá New Jersey í þriðja leikhluta
því að eftir harm var Sacramento
með 38 stiga forystu, 96-58. Leik-
mönnum New Jersey tókst aö klóra í
bakkann í síðasta leikhlutanum en 36
stiga tap á heimavelli var engu að síð-
ur staðreynd. Sacramento hefur nú
unniö fjóra leiki í röð og engum vafa
undirorpið að endurkoma bakvarðar-
ins Mike Bibby hefur styrkt liðið
verulega. Miklu máli skipti fyrir New
Jersey Nets í þessum leik að þeirra
besti maður og sennilega besti leik-
maður deildarinnar í vetur, Jason
Kidd, náði sér engan veginn á strik.
Portland-San Antonio .... 87-90
S. Jackson 18, Parker 17, Duncan 12
(12 frák.), Smith 10 - Pippen 19, And-
erson 19, Wallace 12, Sabonis 11.
Leikstjórnandinn Mark Jackson,
sem leikur með Utah Jazz, varð í
fyrrinótt þriðji leikmaöurinn í sögu
deildarinnar til að ná þeim áfanga að
gefa tiu þúsund stoðsendingar á ferl-
inum. Jackson átti fimm stoðsending-
ar þegar Utah Jazz bar sigurorð af
Phoenix Suns, 99-93, á heimavelli og
hafði, þegar flautað var til leiksloka,
gefið 10.002 stoðsendingar. Þriðja
stoðsending Jacksons, sem kom und-
ir lok þriöja leikhluta var sú 10.000.
og var hann ákaft hylltur af stuðn-
ingsmönnum Utah eftir aö hafa náð
áfanganum. Næsta verkefni hjá
Jackson er að ná hinum fræga Magic
Johnson sem gaf 10.141 stoðsendingu
á stórkostlegum ferli sínum hjá Los
Angeles Lakers. Það veröur hins veg-
ar ómögulegt fyrir hann að ná efsta
manni á listanum, félaga hans þjá
Utah, John Stockton, sem hefur gefið
15.434 stoðsendingar og er enn í fullu
fjöri.
Kobe Bryant, bakvörður Los Angeles
Lakers, hafði i gær fengið flest at-
kvæði allra leikmanna NBA-deildar-
innar fyrir Stjömuleikinn sem fram
fer í Atlanta 9. febrúar næstkomandi.
Bryant hefur fengiö rúmlega 1,1 millj-
ón atkvæða í netkosningu á nba.com
en næstur honum er Vince Carter frá
Toronto Raptors sem hefur þó aðeins
leikið tíu leiki t vetur. Nýliðinn Yao
Ming hjá Houston Rockets er í fjórða
sæti yfir flest atkvæði leikmanna og
er langefstm- af miöheijum deildar-
irmar. Hægt er að kjósa á nba.com
fram til 12. janúar en byrjunarliöin í
austurdeildinni og vesturdeildirmi
verða síðan tilkyrmt 23. janúar. -ósk
Batamerki Valsara
- ÍR-ingar voru þó of sterkir fyrir þá í gær og eru komnir í undanúrslit bikarsins
Stórleikur
í Keflavík
í kvöld mætast grannarnir
Keflavík og Njarðvík í 8-liða úrslit-
um bikarkeppni KKÍ og Doritos í
Kelfavík og hefst leikurinn kl.
19.15.
Liðin hafa tvívegis mæst í vetur
og hafa Njarövíkingar farið með
sigur af hólmi í báðum leikjunum.
Síðast mættust þau á þriðjudaginn
í Kelfavík í Intersport-deildinni en
þá vann Njarðvík, 80-77.
Nokkuð hefur landslagið hjá lið-
unum breyst síðan þá þó ekki sé
langt um liðið því að eins og fram
kemur hér að ofan eru Kelfvíking-
ar komnir með bandarískan leik-
mann, Edmund Saunders, sem
mun að öllum líkindum spila með
liðinu í kvöld. Þar munu Keflvík-
ingar væntanlega setja met þegar
þeir mæta til leiks með þrjá leik-
menn sem bornir eru og
bamfæddir í Bandaríkjunum en
tveir með íslenskt ríkisfang. -ósk
ÍR er komið í undanúrslit í
Doritosbikarnum með sjö stiga
sigri, 90-83, á Val á Hlíðarenda í
gærkvöld. Úrslitin réðust í fjórða og
síðasta leikhluta þar sem ÍR-ingar
skoruðu 38 stig gegn 26 stigum
Valsmanna og brást varnarleikur
heimamanna algjörlega þegar mest
á reyndi eftir að hafa verið frekar
góður megnið af leiknum.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn eins og
við mátti búast í 2:3 svæðisvöm og
vom heimamenn í miklum vand-
ræðum til að byrja með að finna
körfuna. Eftir fyrsta leikhluta var
staöan 7-19 og allt virtist stefna í ör-
uggan sigur gestanna þar sem mik-
ill getumunur virtist vera á liðun-
um. Mimurinn fór síðan mest í 16
stig í öðrum leikhluta en þá fóm
Valsmenn loksins aö bíta frá sér og
var munurnn aðeins sex stig í hálf-
leik, 34-40.
Jason Pryor, nýi erlendi leikmað-
ur Vals, fór síðan loksins að láta til
sín taka í seinni hálfleik eftir mjög
svo slaka frammistöðu í þeim fyrri
og skoraði grimmt í þriðja leik-
hluta. Þá small vamarleikur Vals
einnig saman og þegar þriðji leik-
hluti var allur voru Valsmenn fimm
stigum yfir, 57-62, og farið að fara
um margan ÍR-inginn.
Allt annaö ÍR-lið
Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR,
hefur náð að stappa stálinu i sína
menn I leikhléinu því ÍR-ingar
gerðu 11 fyrstu stigin í fjórða leik-
hluta og náði undirtökunum aftur á
besta tíma. Þeir létu það ekki nægja
heldur gerðu 21 stig gegn aöeins
þremur heimamanna í byrjun
fjórða leikhluta og gerðu þar með út
um leikinn. Eftir það voru ÍR-ingar
meira og minna á vítalinunni og
tryggðu sér sjö stiga sigur.
Mikil breyting er á Valsliðinu og
er hún af hinu góða. Hraðaupp-
hlaupsvömin er þó eitthvað sem
Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálf-
ari liðsins, verður að laga því liðið
er að fá mörg stig í bakið þar sem
menn era seinir aftur i vöm eftir
sóknir. Jason Pryor lék sinn annan
leik á þeim tveimur sólarhringum
sem hann hefur verið á landinu og
var vægast sagt arfaslakur í fyrri
hálfleik og virtist ekki vera búinn
að ná áttum enn þá og leikæfmgin
mjög lítil. Hann tók sig taki í seinni
hálfleik og gerði 21 stig í hálfleikn-
um en betur má ef duga skal. Bama-
by Craddock lét lítið fyrir sér fara
en er traustur leikmaður og eini
leikstjómandi liösins. Hann hefði
þó mátt ógna meira sóknarlega. Æg-
ir Jónsson og Bjarki Gústafsson
vora ágætir og Gylfi Geirsson barð-
ist vel og gerði fína hluti.
Hjá ÍR var Sigurður Þorvaldsson
kominn í byrjunarliðið og skoraði
19 stig. Ómar Sævarsson átti sína
kafla en Eugene Christopher og Ei-
ríkur Önundarson hafa spilað bet-
ur. Christopher steig þó upp í fjórða
leikhluta en fram að því hafði harm
ekki sést.
Stig Vals: Jason Pryor 27 (11 frák., 7
stoðs.), Ægir Jónsson 17, Bjarki Gústafs-
son 14, Gylfi Geirsson 12 (8 frák.), Ragn-
ar Steinsson 8, Bamaby Craddock 3 (7
stoðs.), Hjörtur Hjartarson 2 (4 varin).
Stig lR: Eugene Christopher 27, Siguröur
Þorvaldsson 19 (12 frák.), Eiríkur Önund-
arson 19 (4 stoðs.), Ómar Sævarsson 14
(13 frák.), Benedikt Pálsson 6, Hreggviöur
Magnússon 5 (9 frák.). -Ben
■r
m'
«