Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 9
Fjölmiðlamarkaðurinn á íslandi var óneitanlega litríkari þegar vikublöð á borð við Pressuna og
Helgarpóstinn voru gefin út hér á landi fyrir tæpum áratug. Það getur verið gaman að fletta
þessum blöðum enda voru margir sem eru þekktir í dag að stíga fyrstu skrefin til frægðarinnar
þá. Fókus fletti í gegnum nokkrar möppur af þessum blöðum og hreifst sérstaklega af
auglýsingunum. Þær sýna vel hvað var heitast á þessum tíma og eru sumar hverjar alveg
meinfyndnar. Hér höfum við sem sagt tískuna eins og hún birtist á síðum þessara blaða á
árunum 1993-1995.
Tfskan fyrir tfu arum
Skemmtistaðurinn Tunglið var einn sá heitasti í bænum í
byrjun tfunda áratugarins. Þó það hafi eflaust ekki verið
fastir liðir eins og venjulega að fáklæddar stúlkur dönsuðu
í búrum þar var fyrirsætan Bryndfs Einarsdóttir fengin til
að sitja fyrir í einu slíku til að auglýsa staðinn.
Fermingarfata auglýsingar Sautján eru árlegt fyrirbæri.
Það er mjög gaman að sjá hvernig tískan var fyrir tfu árum.
Þess má geta að strákurinn annar frá hægri heitir Búi
Bendtsen og var gítarleikari í rokksveitinni Fídel.
Drengurinn hægra megin við hann heitir Hallur Dan og
starfar á Players og kom nýlega fram í Djúpu lauginni.
Meiriháttar ferm Í ngarfatnaÖU r í miklu úmli
0cffWum«efd
DOMUDEILD
Stuttir, útvíðk- kjöbr frá kr. 4.900.-
Stuttn.koftóctir kjóbrfri kr. 3.900,-
Lj<S*ir. jtuttir kjóbr kr. 5.900,-
Svjrt<r/hviiir kjóbr kr. 7.900.-
RauOfr valúrkjóhr kr. 5.500,-
Hásdfvél brún/írOrt kr. 7.900,-
Ljútir tkór (ri kr.3.400,-
krotur
Gou vtrð - mikið órval
HERRADEILD
Skyrtur fri kr. 2.500,-
RútkímuvtttL marjfr Kcfr kr. 2.900,-
BuxurWkr. 3.900,-
Bí/tdi írá kr.990,-
Sbufrtrfrákr.590,-
UlbrjakJor vlnrauðfr.
frjenir. bliir frá kr. 6.900.-
Skórfrtkr. 3.900,-
Vondoð vmnubrócð - fou verð
(Afer brtrunpr inmíakUr f verði)
5% tUðst«lð*to»ftUttur.
Uujpvcji tkm 17440
Knnckinmiími 499017
Á þessu tfmabili var bylting strippstaðanna ekki gengin í
garð. Bóhem á Grensásvegi var eini staðurinn sem bauð upp
á reglulegan nektardans og auglýsti vikulega erlendar
stúlkur sem skemmtu landanum. Hér sjáum við Kiru sem var
tilbúin tii að koma fram ásamt íslenskum dansmeyjum ef
marka má auglýsinguna.
Fyrirsætan Hrafnhildur Hafsteinsdóttir auglýsir hér fyrir
undirfataverslunina Ég og þú.
Það eru kannski margir búnir að gleyma Tomma
hamborgurum en á þessum tfma voru þeir alveg málið. Þessi
mynd af Elle McPhearson er samt líklega frekar tekin úr
Sports lllustrated heldur en að Tommi hafi haft ráð á að fá
hana til að sitja fyrir...
*a»-
v»» «í VVC.
549,-
«t ». Uií-iu 03 a
***•*•»♦
590,-
Þetta þarfnast lítilla útskýringa ...
Verslunin Hanz auglýsti fermingarfötin grimmt. Takið eftir
Eyþór Arnalds-klippingunni á þessum sem er fremst á
myndinni.
Andrea Róbertsdóttir var að stfga sín fyrstu skref sem
fyrirsæta á þessum árum. Athyglisvert að Dóra Takefusa sá
um förðun við gerð auglýsingarinnar.
Nanna Guðbergsdóttir leiðir þennan föngulega hóp kvenna
sem störfuðu fyrir lcelandic Models. Ætii þær myndu
klæðast þessum fötum í dag?
Svala Björgvinsdóttir stundaði nám í Kvennó þegar þessi
hárauglýsing birtist. Hún hefur nú aðeins breyst blessunin.
Hér sjáum við tónlistarmanninn Grétar Örvarsson lengst til
vinstri og við hlið hans er Fúsi sem var meðal annars
trommari Jagúar.
Astsælustu smokkar
Noröurlanda
- 03 allir frá RFSU!
Hver man ekki eftir smokkaherferðinni á þessum tfma?
Smokkasjálfsalar úti um allt og auglýsingar sem þessar
mjög áberandi.
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir er lengst til vinstri á
þessari auglýsingu frá tískuvöruversluninni Plexiglas.
Töff...
17. janúar 2003
17. janúar 2003 f ó k u s